Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík ? sími 515 7500
Tónlist 24
Leikhús 24
Myndlist 24
Bíó 28
Íþróttir 16
Sjónvarp 30
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
MYNDLIST
Englaborgin 
tjóðruð
FÓLK
Sætir
sigrar
FÖSTUDAGUR
16. maí 2003 ? 111. tölublað ? 3. árgangur
bls. 38bls. 24
TÓNLIST
Draumur 
sem rættist
bls. 25
EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn mun
gefa út ársfjórðungsrit sitt, Pen-
ingamál, í dag. Í ritinu verður ný
verðbólguspá bankans birt. Hefð
hefur skapast fyrir því að útgáfu-
dagur ársfjórðungsrits bankans
þjóni svipuðu hlutverki og dag-
setning vaxtaákvörðunarfunda hjá
erlendum seðlabönkum. Spurning-
in er því hvort vextir verði lækk-
aðir í dag. 
Verðbólguspá
Seðlabankans
TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands ætlar að flytja ABBA-lögin
sívinsælu í glæsilegum búningi á
tónleikum í Háskólabíói. Breskir
söngvarar frá West End sjá um
sönginn, stjórnandi er Martin Yates
og íslensk hrynsveit kyndir undir.
ABBA 
í Háskólabíói
MÁLÞING Samráðshópur um að
styrkja heilbrigðan lífsstíl barna og
unglinga stendur fyrir málþingi um
kynferðislegar tengingar í auglýs-
ingum og ábyrgð fjölmiða. Mál-
þingið verður haldið í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi og hefst
klukkan 13.
Kynferði og 
auglýsingar
SAMRUNI Fyrirhugaður samruni
Kaupþings og Búnaðarbankans
hefur ekki skaðleg áhrif á sam-
keppni á bankamarkaði. Þetta er
niðurstaða Samkeppnisstofnunar
eftir athugun hennar á áhrifum
samrunans á ýmsa þætti banka-
starfsemi. Samkeppnisráð kemst
að þeirri niðurstöðu að þar sem
takmörkuð skörun sé á starfsemi
fyrirtækjanna og sterkir keppi-
nautar á mörkuðum mæli ekkert
gegn samruna þeirra.
Í úrskurði Samkeppnisstofn-
unar segir að þar sem Kaupþing
hafi fyrst og fremst starfað sem
fjárfestingabanki, með sérstaka
áherslu á eignastýringu, en Bún-
aðarbankinn starfi aðallega sem
viðskiptabanki með alhliða fjár-
málaþjónustu fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og stofnanir, verði
áhrif samrunans á einstökum
mörkuðum ekki svo mikil að
ástæða sé til að aðhafast.
Samruninn leiðir til samþjöpp-
unar á nokkrum mörkuðum,
verðbréfamiðlunum, verðbréfa-
útboði, fjárvörslu og rekstri
verðbréfasjóða. Samkeppni er þó
tryggð þar sem sameinaður banki
eigi áfram í samkeppni við tvo
öfluga keppinauta þar sem
Landsbankinn og Íslandsbanki
eru. ?
STAÐREYND UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ
MORGU
N
B
L
AÐIÐ
DV
REYKJAVÍK Suðaustan 5-10
m/s og skýjað með köfl-
um. Hiti 7 til 13 stig. 
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 3-8 Léttskýjað 11
Akureyri 3-8 Léttskýjað 11
Egilsstaðir 5-10 Léttskýjað 13
Vestmannaeyjar 8-13 Skýjað 11
?
?
?
?
+
+
Samkeppnisstofnun samþykkir áform Kaupþings og Búnaðarbanka:
Samruninn flaug í gegn
Davíð Oddsson 
hættir eftir tvö ár
Í HJÓLREIÐATÚR MEÐ HUNDINN Fjöldi fólks nýtti góða veðrið í gær og fór í göngutúr eftir Ægisíðunni. Sumir notuðu tækifærið
til að viðra hundinn sinn. Veðurstofan spáir suðaustan átt á höfuðborgarsvæðinu á morgun og allt að 13 stiga hita.
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/VI
LH
ELM
STJÓRNARMYNDUN Formenn stjórn-
arflokkanna munu ásáttir um að
Davíð Oddsson haldi áfram sem
forsætisráðherra í tvö ár og að
þeim tíma liðnum taki Halldór Ás-
grímsson við. Ekki er búist við
andstöðu við þessa tilhögun innan
flokkanna.
Davíð Oddsson og Halldór Ás-
grímsson funduðu í gær. Ekki er
gert ráð fyrir að stjórnarsáttmáli
og skipting ráðuneyta liggi fyrir
fyrr en í næstu viku.
Sjálfstæðismenn gera ráð fyrir
að Davíð hætti í ríkisstjórn þegar
Halldór tekur við. Það þarf ekki að
þýða að hann hætti á Alþingi. Rætt
hefur verið um endurskipulag
ráðuneyta, jafnvel fækkun þeirra.
Ólíklegt er að það verði gert sam-
hliða stjórnarmynduninni. Við-
mælendur nefna að það verði frek-
ar gert á næsta ári, á 100 ára af-
mæli heimastjórnarinnar.
Skipting ráðuneyta milli flokka
verður væntanlega svipuð og hún
er nú. Helst er rætt um að Fram-
sóknarflokkur fái menntamála-
ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkur
heilbrigðisráðuneyti. Innan Fram-
sóknarflokksins er andstaða við
þau skipti. Minnt er á að stefna
flokkanna í heilbrigðismálum er
ólík þar sem framsóknarmenn
vilja fara hægar í einkavæðingu
en sjálfstæðismenn.
Tómas Ingi Olrich er sá ráð-
herra Sjálfstæðisflokks sem
stendur tæpast. Heimildir segja
hann ekki hafa staðið undir þeim
væntingum sem til hans voru
gerðar eftir að hann tók við af
Birni Bjarnasyni. 
Halldór Ásgrímsson var á
miklum þeytingi í gær. Þegar
Fréttablaðið ræddi við hann
seinnipartinn sagði hann ekki búið
að ganga frá neinum málaflokk-
um. ?Þetta gengur allt sinn eðli-
lega gang,? sagði Halldór og ítrek-
aði fyrri ummæli sín um að hann
ætti ekki von á því að stjórnar-
myndun kláraðist fyrr en í næstu
viku. Halldór sagði engar ákvarð-
anir teknar um skiptingu ráðu-
neyta. ?Það er ekkert farið að
ræða þau mál.? ?
Heimildir herma að samkomulag sé um að Halldór Ásgrímsson taki við sem forsætisráðherra
2005, á miðju kjörtímabili. Ólíklegt að ráðist verði í uppstokkun ráðuneyta áður en stjórnarsam-
starfið verður endurnýjað. Ekki búist við miklum breytingum.
DAVÍÐ ODDSSON
Sjálfstæðismenn gera ráð fyrir að Davíð
hætti í ríkisstjórn þegar Halldór tekur við.
Forsetabrúðkaup:
Giftu sig 
á afmælinu
BESSASTAÐIR Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, og Dorrit
Moussaieff gengu í hjónaband á
Bessastöðum í fyrradag. Guð-
mundur Sophusson, sýslumaður í
Hafnarfirði, gaf þau saman að
lokinni afmælishátíð sem haldin
var til heiðurs forsetanum sextug-
um þennan sama dag. 
Dætur forsetans og nánustu
skyldmenni voru viðstödd lát-
lausa athöfnina sem fór fram í
Bessastaðastofu en að henni lok-
inni snæddu brúðhjónin og gestir
þeirra kvöldverð. ?
FORSVARSMENN NÝS BANKA
Allt útlit er fyrir að Kaupþing og Búnaðar-
bankinn sameinist 27. maí næst komandi. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON 
OG DORRIT MOUSSAIEFF
Þau opinberuðu trúlofun sína árið 2000
og voru gefin saman af sýslumanni á
Bessastöðum að kvöldi 14. maí 2003. 
MYN
D/GU
N
NAR G. VIGFÚSS
ON

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38