Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík ? sími 515 7500
Tónlist 18
Leikhús 18
Myndlist 18
Bíó 28
Íþróttir 14
Sjónvarp 22
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
TÍMAMÓT
Fimmtugur 
skóli
HULDUFÓLK
Eru álfar 
kannski menn?
MÁNUDAGUR
19. maí 2003 ? 113. tölublað ? 3. árgangur
bls. 38bls. 19
ÍÞRÓTTIR
KR-ingar 
sigurstranglegri
bls. 14
KYNNING Í dag verður opin kynning
á lokaverkefnum nemenda í tölvun-
arfræðideild Háskólans í Reykja-
vík. Kynningin verður á Hótel Loft-
leiðum og stendur frá kl. 9 fyrir há-
degi til 15. 45. Henni verður fram
haldið á morgun og miðvikudag. 
Lokaverkefni 
kynnt
SÖFNUN Landssöfnun Regnborga-
barna er formlega hleypt af stokk-
unum í húsnæði félagsins í Hafnar-
firði í dag klukkan 11 fyrir hádegi.
Söfnunin mun í fyrstu einkum bein-
ast að fyrirtækjum í landinu og
mun það fyrsta afhenda 500.000
króna ávísun til Regnbogabarna við
þetta tækifæri. Verndari söfnunar-
innar er Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi Forseti Íslands.
Regnboga-
börn safna
BASAR Á elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund verður haldinn basar sem
hefst klukkan 13:00 í dag. Þar verða
til sölu munir sem heimilisfólkið
hefur unnið. Basarinn verður í nýju
handavinnustofunni á fjórðu hæð, í
austurhluta aðalbyggingar Grundar.
Basar á Grund
FÓTBOLTI Nýliðar Þróttar og Íslands-
meistarar KR eigast við í lokaleik
fyrstu umferðar Íslandsmótsins í
fótbolta. Leikurinn hefst klukkan
19:15 og fer fram á Laugardalsvelli.
1. umferð lýkur
STAÐREYND UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ
MORGU
N
B
L
AÐIÐ
DV
REYKJAVÍK Norðaustan
3-8 m/s. Léttir til þegar
líða tekur á morguninn.
Hiti 5 til 10 stig. 
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 10-15 Skúrir 7
Akureyri 8-13 Rigning 7
Egilsstaðir 6-11 Súld 7
Vestmannaeyjar 5-10 Hálfskýjað 8
?
?
?
?
+
+
STJÓRNARMYNDUN ?Ég held að allir
séu sammála um að þetta þurfi að
klára í þeirri viku sem nú fer í
hönd. Að þingið geti komið saman
í vikunni og allt falli í fastar
skorður,? segir Guðni Ágústsson,
varaformaður Framsóknarflokks-
ins.
Fastlega má gera ráð fyrir að
Framsóknarflokkur og Sjálfstæð-
isflokkur ljúki
stjórnarmynd-
unarviðræðum í
vikunni og lands-
menn fái litið
nýja ríkisstjórn.
Einar Oddur
Kristjánsson,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks,
tekur undir með
Guðna og segir enda enga ástæðu
til að dorma lengi yfir þessu. Hins
vegar gefur hann lítið fyrir spurn-
ingar um hvernig raðast í ráð-
herrastólana. ?Hingað til hefur
engum tekist að sjá spilin hjá Dav-
íð Oddssyni og eiginlega tíma-
eyðsla að velta því fyrir sér hvern-
ig það allt fer.?
Guðni segir liðna viku hafa far-
ið í gagnaöflun, yfirferð á kosn-
ingafyrirheitum, efnahagsstöðu
og þegar það sé komið í hús fari
menn að ræða stóru málin ? hvern-
ig mörkuð verði stefna til næstu
ára. ?Ekki er enn farið að ræða
býtti milli flokkanna á ráðuneyt-
um né hverjir sitji í hvaða stól,?
segir varaformaðurinn og veit lítið
hvað sig sjálfan varðar. ?Ég gæti
vel hugsað mér að vera áfram í
Landbúnaðarráðuneytinu en það
er líka gott fyrir menn að breyta
til, þá verða þeir ekki mosagrónir
og kynnast fleiri hliðum.?
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins úr innsta hring Sjálfstæð-
isflokksins er ekki eins mikilla
breytinga að vænta á ráðherraliði
og margir telja, en hugleiðingar
manna ganga út á að þrír ráðherr-
ar flokksins kunni að vera valtir í
sessi: Sturla Böðvarsson, Tómas
Ingi Olrich og Sólveig Pétursdóttir
? sem menn tala um sem hugsan-
legan forseta þingsins. Heimildar-
menn í Sjálfstæðisflokknum segja
allt eins geta farið svo að Davíð
sitji út kjörtímabilið þrátt fyrir
orðróm annars efnis.
Guðni Ágústsson býst fastlega
við því að ekkert muni ná að trufla
þetta tilhugalíf: Össur muni ekki
koma hlaupandi á síðustu stundu
að kirkjunni og stöðva hjónavígsl-
una með því að hrópa: Nei! ?Það er
hans draumur,? segir Guðni en á
ekki von á að Össuri verði að ósk
sinni og sér enga meinbugi á ráða-
hagnum.
jakob@frettabladid.is
Stjórnarmyndun 
á lokasprettinum
Davíð Oddsson forsætisráðherra heldur spilunum þétt að sér í stjórnarmyndunarviðræðum 
en varaformaður Framsóknarflokks telur víst að ný ríkisstjórn verði mynduð í þessari viku. 
Mikil vinna var í gangi um helgina.
GUÐNI ÁGÚSTSSON
Býst fastlega við því að sitja áfram í ríkis-
stjórn og þótt Landbúnaðarráðuneytið sé
honum kært segir hann einnig gott fyrir
menn að breyta til. ?Þá verða menn ekki
mosagrónir.?
SALA ?Tilfinning manna er að salan
gangi vel, en það er ómögulegt að
segja nokkuð til um það fyrr en
líða tekur á vikuna, segir Gunnar
Kvaran, framkvæmdastjóri út-
breiðslusviðs SÁÁ. 
Gunnar segir að með breyttu
þjóðfélagi hafi komið upp það
vandamál að fólk hafi ekki tiltækt
reiðufé. ?Menn hafa hreinlega
ekki á sér þúsund krónur nema
inni á reikningi. Við höfum reynt
að koma til móts við það með því
að leigja posa og ég reikna með að
við höfum yfir að ráða 30-40 pos-
um. Það er hins vegar fjarri því að
vera nóg.? 
Hann segir að í framtíðinni
verði menn að hugsa þessa sölu
upp á nýtt með breyttum háttum
manna. ?Við erum með helmingi
fleiri posa í notkun nú en í fyrra
en þeir þyrftu að vera langtum
fleiri,? segir Gunnar Kvaran.
Sölumenn eru um það vil 400 tals-
ins á Stór-Reykjavíkursvæðinu,
allir sjálfboðaliðar. ?
Álfasala SÁÁ gengur ágætlega:
Skortur á posum
hamlar sölu
ÁLFASALA SÁA
Breytt þjóðfélag veldur því að menn eiga
ekki tiltækt reiðufé. Því eru sölumenn að
hluta til með posa en þeir þyrftu að vera
mun fleiri.
BOLTINN FARINN AÐ RÚLLA Það hafa væntanlega margir kæst um helgina þegar Íslandsmótið í fótbolta hófst. Úrslitin í Kaplakrika
réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Skagamenn jöfnuðu þremur mínútum fyrir leikslok og gerðu harða hríð að marki FH-inga. 
Óvæntustu úrslitin voru væntanlega í Grindavík þar sem nýliðar Vals fóru með sigur af hólmi.
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/B
I
LLI
Úthafskarfi:
Veiðin er
nánast engin
VEIÐAR ?Það er lítið um að vera
hérna og veiðin er nánast engin?,
segir Þórður Magnússon, skip-
stjóri á Þerney RE 101 sem er á
úthafskarfaveiðum á Reykjanes-
hrygg. ?Þetta er alls ekki gott mál
og það eru margir búnir að gefast
upp.? Þórður segir að eftir því
sem skipunum fækki minnki lík-
urnar á því að fiskurinn finnist.
?Það verður engin úthafskarfa-
vertíð með þessu áframhaldi,?
bætir Þórður við en segist þó
reikna með að halda leitinni að
karfanum eitthvað áfram. ?
Veðrið í vikunni:
Spáir róleg-
heitaveðri
VEÐRIÐ Veðurstofan gerir ráð fyrir
rólegheitaveðri næstu daga. Vind
mun líklega lægja í dag og í
Reykjavík mun sjást til sólar af og
til, einna helst síðdegis í dag og á
morgun.
Veðurspá næstu daga gerir ráð
fyrir dálítilli súld norðanlands á
þriðjudag en stöku skúrum sunn-
anlands. Það verður bjart með
köflum en þokubakkar við strönd-
ina á miðvikudag. Það er svo útlit
fyrir rigningu sunnan- og vestan-
lands á fimmtudag en á austan-
verðu landinu á föstudag. Útlit er
fyrir smá vætu víðast hvar á laug-
ardag. Hiti verður á bilinu 5 til 15
stig, hlýjast inn til landsins. ?
?
Hingað
til hefur eng-
um tekist að
sjá spilin 
hjá Davíð
Oddssyni

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40