Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						STRÍÐ Breska leyniþjónustan, MI5,
kennir Íslendingnum Ib Árnason
Riis um einn mesta skipskaða
breska sjóhersins í seinni heims-
styrjöldinni.
Sumarið 1942 sökktu þýskir
kafbátar 24 af 36 skipum sem voru
á leið frá Hvalfirði til Múrmansk í
Sovétríkjunum með hergögn fyrir
Sovétmenn. Alls 153 menn létu líf-
ið.
Breska blaðið Sunday Times
greindi frá því í gær að á fimmtu-
daginn hefði Breska þjóðskjala-
safnið gert opinber skjöl, þar sem
skuldinni er skellt á Riis. Riis, sem
nú er 88 ára og býr í bænum
Pacifica í Kaliforníu, þvertekur
hins vegar fyrir þetta í viðtali við
breska blaðið. 
Forsaga málsins er sú að Þjóð-
verjar settu sig í samband við Riis,
sem er ættaður frá Ísafirði, þegar
hann bjó í Kaupmannahöfn. Þar
sem Riis var skipstjóri og loft-
skeytamaður sáu Þjóðverjar sér
leik á borði og sendu hann til Ís-
lands til njósna undir dulnefninu
Edda. Hann var sendur með kaf-
báti á Langanes og þar komst hann
við illan leik á sveitabæ í grennd-
inni. Ásgeir Guðmundsson, sem
ritað hefur ævisögu Riis, segir
hann hafa lent í aftakaveðri og
næstum orðið úti. 
Nokkrum dögum eftir komu
sína til Íslands sagði Riis Bretum
frá ástæðu komu sinnar. Þeir
sendu hann til Bretlands í yfir-
heyrslur og að þeim loknum fengu
þeir hann til að vinna fyrir sig sem
gagnnjósnara undir dulnefninu
?Cobweb?. Eftir að Þjóðverjar réð-
ust á Sovétmenn hófu Bretar og
Bandaríkjamenn að senda
Sovétmönnum hergögn. Siglinga-
leiðin var um Norður-Atlantshaf til
Múrmansk með viðkomu í Hval-
firði. Auk þýskra kafbáta var
helsta ógnin við skipalestir Banda-
manna þýska orrustuskipið Tirpitz
sem leyndist í Norður-Noregi.
Í júní árið 1942 ákvað breski
herinn að reyna að sökkva Tirpitz
með því að tæla skipið nærri
ströndum Íslands. Þar átti vel bú-
inn sjóher Breta að ráðast á skipið.
Bretar létu Riis senda Þjóðverjum,
sem héldu að hann væri að vinna
fyrir sig, dulkóðuð skeyti um að
stór skipalest sem kölluð var PQ17
hefði lagt af stað frá Hvalfirði 27.
júní áleiðis til Múrmansk. Ætlunin
var að fá Tirpitz úr felum. Skipa-
lestin átti síðan að hörfa í átt til Ís-
lands, þar sem breski sjóherinn
átti að granda Tirpitz. 
Tirpitz lagði af stað á móti
skipalestinni en fljótlega komust
Þjóðverjar einhvern veginn að
því að ekki væri allt með felldu
og sneru Tirpitz aftur til hafnar í
Noregi. Þýskir kafbátar, sem
gengu undir nafninu ?Ís-djöflar?
króuðu hins vegar skipalestina af
og sökktu 24 skipum.
Samkvæmt skjölum breska
þjóðskjalasafnsins, sem gerð
voru opinber í síðustu viku, grun-
aði breska leyniþjónustan Riis
um að hafa lekið of miklum upp-
lýsingum til Þjóðverja. Í skjölun-
um stendur um Riis: ?Hann er
líklega ekki jafn mikill and-nas-
isti og við.?
Í viðtali við Sunday Times
sagði Riis: ?Bretarnir geta ekki
komið sökinni á mig. Ég hafði
ekki hugmynd um það hvað var í
þessum skeytum, því það var
búið að dulkóða þau þegar ég
fékk þau í hendurnar.?
trausti@frettabladid.is
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík ? sími 515 7500
Tónlist 18
Leikhús 18
Myndlist 18
Bíó 20
Íþróttir 16
Sjónvarp 22
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
AFMÆLI
Drekkur
kakó
FÓLK
Kemur á
óvart
MÁNUDAGUR
26. maí 2003 ? 119. tölublað ? 3. árgangur
bls. 6bls. 37
PERSÓNAN
Kennari, bæjar-
stjóri og lögmaður
bls. 38
Alaskalúpína
FUNDIR Þórunn Pétursdóttir, land-
fræðingur og meistaranemi við
Landbúnaðarháskólann á Hvann-
eyri, flytur erindi sem hún nefnir
?Útbreiðsla Alaskalúpínu í Þjóð-
garðinum í Skaftafelli?. Um síðasta
fræðsluerindi HÍN er að ræða og
verður það í stofu 101, Lögbergi,
Háskóla Íslands klukkan 20:30.
Setning Alþingis
ALÞINGI Setning Alþingis fer fram í
dag. Þingsetningarathöfnin hefst
klukkan 13:30 með guðsþjónustu í
Dómkirkjunni. Að guðsþjónustu
lokinni ganga forseti Íslands, bisk-
up Íslands, þingmenn og aðrir gest-
ir til þinghússins þar sem forseti
Íslands setur þingið.
Söngvaseiður
LEIKHÚS Söngvaseiður eftir þá Rich-
ard Rodgers og Oscar Hammer-
stein er sýndur í Þjóðleikhúsinu.
Það eru Litli leikklúbburinn og
Tónlistarskóli Ísafjarðar sem setja
sýninguna upp í leikstjórn Þórhild-
ar Þorleifsdóttur og hefst sýningin
klukkan 20:00.
2. umferð lýkur
FÓTBOLTI Fylkir tekur á móti Grinda-
vík klukkan 19:15 á Fylkisvelli í
lokaleik annarrar umferðar Ís-
landsmeistaramótsins í fótbolta. 
STAÐREYND UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ
M
O
R
G
UNBLA
Ð
I
Ð
DV
STJÓRNMÁL Ný ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks nýtur
stuðnings 48,2% aðspurðra í skoð-
anakönnun sem Fréttablaðið gerði í
gær. 40,9% sögðust andvíg ríkis-
stjórninni og 11,0% sögðust óákveð-
in.
Ef þeir sem voru óákveðnir eru
frátaldir nýtur ríkisstjórnin fylgis
54,1% svarenda en 45,9% sögðust
andvíg stjórninni.
?Þetta er í samræmi við það sem
kom út úr kosningunum, ívið meira
þó, þannig að þetta grípur mig vel.
Ég trúi því reyndar að á næstu mán-
uðum muni ríkisstjórnin fara upp í
65% fylgi. Þetta er góð byrjun,? seg-
ir Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra og varaformaður Fram-
sóknarflokksins.
Baldur Þórhallsson, stjórnmála-
fræðingur og dósent í Háskóla Ís-
lands, segir niðurstöðuna endur-
spegla að kjósendur ríkisstjórnar-
flokkanna tveggja hafi í raun verið
að kjósa óbreytta stjórn í nýafstöðn-
um kosningum.
?Það mátti alveg túlka það sem
fulltrúar þessara flokka sögðu fyrir
kosningarar þannig að þeir myndu
starfa áfram næðu þeir til þess
meirihluta. Þeir sem kusu þessa
flokka eru ánægðir með að sam-
starfið haldi áfram og vildu ekki að
þeir mynduðu stjórn með öðrum
flokkum,? segir Baldur.
Ríkisstjórnin nýtur meiri stuðn-
ings á landsbyggðinni en í þéttbýli.
Af þeim sem taka afstöðu sagðist
58,1% íbúa á landsbyggðinni fylgj-
andi stjórninni en 41,9% voru á
móti. Í þéttbýli sögðust 52,0% fylgj-
andi stjórninni en 48,0% á móti.
Þá hefur ríkisstjórnin heldur
meira fylgi meðal karla en kvenna.
Af körlum sögðust 55,2% styðja
stjórnina en 52,9% kvenna sögðust
gera slíkt hið sama. ?
Afstaða til nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Meirihluti fylgjandi stjórninni
REYKJAVÍK Vestan 3-8 m/s
og stöku skúrir. Hiti 7 til
11 stig. 
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 5-10 Hálfskýjað 9
Akureyri 3-8 Skýjað 10
Egilsstaðir 3-8 Skýjað 9
Vestmannaeyjar 3-8 Hálfskýjað 10
?
?
?
?
+
+
IB ÁRNASON RIIS
Riis í einkennisbúningi annars stýrimanns á þýsku kaupfari. 
BÚSETTUR Í BANDARÍKJUNUM
Riis býr nú í Kaliforníu.
AÐMÍRÁLSHÚSIÐ TJARNARGÖTU 22
Ib Árnason Riise sendi skeytin úr háaloft-
inu í hús breska aðmíralsins. 
Skipskaði rakinn til
íslensks njósnara 
Breska þjóðskjalasafnið hefur gert opinber skjöl um einn mesta skipskaða Breta í seinni heims-
styrjöldinni. Íslendingurinn Ib Árnason Riis var gagnnjósnari fyrir Breta. Hann er sagður hafa
lekið of miklum upplýsingum til nasista. Riis þvertekur fyrir það.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40