Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						6 14. september 2003 FIMMTUDAGUR
Veistu
svarið?
1
Formaður Skotveiðifélags Íslands vill
sölubann, ekki veiðibann, á gæs og
rjúpu. Hvað heitir hann?
2
Tennisvöllur hefur verið settur upp í
bakgarði í Garðastræti. Hverjir stóðu
að uppbyggingu vallarins?
3
Hvaða þekkti bandaríski sveitatón-
listarmaður lést í Nashville á föstu-
dag?
Svörin eru á bls. 38
LANDBÚNAÐUR Helstu fjárréttir í
Árnessýslu eru þessa helgi. Í gær
voru Skaftholtsréttir í Gnúpverja-
hreppi og Hrunaréttir, og í dag
eru Tungnaréttir og Reykjaréttir
á Skeiðum þar sem Flóa- og
Skeiðamenn rétta. Í Skaftholts-
réttum voru um 2.500-3.000 fjár
og heldur færra fólk en oft áður.
Þar gekk á með ausandi skúrum í
annars stillu og hlýju veðri. 
Í Reykjaréttum vænta menn að
verði 4-5.000 fjár og er það ívið
færra en í fyrra. Áður fyrr töldust
Flóamenn þurfa að fara í einna
lengstar göngur ef menn lögðu
upp ríðandi frá Eyrarbakka og
fóru í efstu leit. Núorðið keyra
margir með hestana upp í hreppa
og styttir það vissulega tímann
sem fer í göngur. Efsta leit er í
hinum landsfrægu Þjórsárverum,
en þar fannst ekkert fé að þessu
sinni. Þeir sem lengst fóru til leita
lögðu upp á miðvikudag í síðustu
viku. ?
Geðlæknar ósam-
mála um sakhæfi
Steinn Ármann Stefánsson hefur játað að hafa stungið mann til bana á
Klapparstíg. Héraðsdómur vill að læknaráð skeri úr um ástand Steins
morðkvöldið. Tvær ákærur fyrir líkamsárás sameinaðar morðmálinu.
DÓMSMÁL Sérstakt læknaráð sker
úr um sakhæfi Steins Ármanns
Stefánssonar, sem játar að hafa
stungið 65 ára mann til bana á
Klapparstíg í september í fyrra.
Tvö gagnstæð læknaálit liggja
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sigurður Páll Pálsson geðlækn-
ir segir Stein ekki hafa haft geð-
rofseinkenni þegar morðið var
framið: ?Fann engin merki alvar-
legs geðsjúkdóms nokkrum dög-
um eftir morðið. Engin einkenni
rugls komu fram en ranghug-
myndir og ofskynjanir komu fram
nokkrum vikum seinna við breyt-
ingar og álag,? segir í niðurstöðu
geðheilbrigðisrannsóknar Sigurð-
ar.
Geðlæknarnir Helgi Garðar
Garðarsson og Sigmundur Sigfús-
son segjast á hinn bóginn telja að
Steinn ?hafi verið í geðrofs-
ástandi nær óslitið frá 21 árs aldri
og því sé afar ólíklegt að hann
hafi ekki verið í geðrofsástandi á
þeim tímapunkti sem hann framdi
verknaðinn.?
Að sögn Helga og Sigmundar
snýst spurning um sakhæfi, þegar
um er að ræða alvarlegan geð-
sjúkdóm, ekki eingöngu um virk
geðrofseinkenni á verknaðar-
stundu. Áhrif sjúkdómsins á þætti
eins og dómgreind, hvatastjórn og
reiðistjórn skipti jafn miklu máli:
?Við álítum að Steinn Stefánsson
hafi sökum geðveiki verið ófær
um að stjórna gerðum sínum á
þeim tíma sem hann framdi
verknaðinn. Við álítum hann því
ósakhæfan.?
Læknaráð á nú að svara hvoru
álitinu það sé sammála. Ef ráðið
telji Helga og Sigmund hafa rétt
fyrir sér svari það því hvort það
telji að beita skuli 15. eða 16.
grein hegningarlaga á Stein.
Stigsmunur er á lagagreinun-
um tveimur. Í fyrra tilfellinu eru
menn taldir svo geðveikir að þeir
hafi verið alls ófærir um að
stjórna gerðum sínum og verði
því ekki refsað. Seinna tilvikið á
við um menn sem eru andlega
miður sín. Ástandið sé þá ekki á
eins háu stigi og í fyrra tilfellinu
og því skuli manninum refsað ef
ætla megi eftir atvikum og um-
sögn læknis að refsing geti borið
árangur.
Ákveðið hefur verið að sam-
eina tvær líkamsárásarákærur á
hendur Steini við morðmálið.
Honum er gefið að sök að hafa bit-
ið sundur úr gæslumanns á Sogni
og brotið upp úr fjórum tönnum
hans milli jóla og nýárs 2001.
Einnig að hafa í mars á þessu ári
slegið samfanga sinn á Litla-
Hrauni í gólfið.
gar@frettabladid.is
BARROW
Að minnsta kosti 30 vindrafalar rísa undan
strönd bæjarins á næstu árum. Raforku-
framleiðsla hefst árið 2010.
Vindorkan beisluð 
hjá Bretum:
Þrettán
milljarða
orkuver
LONDON, AP Breskt einkafyrirtæki
hyggst í samvinnu við dönsk og
norsk orkufyrirtæki byggja vind-
raforkuver í Írlandshafi, milli Eng-
lands og Írlands. Áætlað er að upp-
setning 30 vindrafala og annars
búnaðar kosti um 100 milljónir
sterlingspunda, nálægt 13 milljörð-
um íslenskra króna. Rafalarnir
verða settir upp rúmum fimm míl-
ur undan strönd Barrow. Raforku-
framleiðslan hefst árið 2010 og
verður um 90 megavött, sem er um
sjöundi partur af því sem Kára-
hnjúkavirkjun Íslendinga á að
framleiða. ?
Nýr formaður 
í deiglunni:
SUS þingar 
FUNDUR Nýr formaður verður kjör-
inn í Sambandi ungra sjálfstæðis-
manna í dag. 
Núverandi formaður, Ingvi Hrafn
Óskarsson, hefur ákveðið að gefa
ekki kost á sér áfram. Enn sem
komið er hefur aðeins einn lýst
yfir framboði til formanns, en það
er Hafsteinn Þór Hauksson.
Kosningin fer fram á þingi SUS
sem haldið er í Borgarnesi. ?
LUO GAN
Er staddur í Finnlandi og hefur aftur verið
ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni.
Luo Gan í Finnlandi:
Kærður í
fimmta sinn
MANNRÉTTINDABARÁTTA Enn á ný hef-
ur verið lögð inn ákæra á hendur
Luo Gan, kínverska löggæslufull-
trúanum sem dvaldi hér á landi fyr-
ir skemmstu. Héðan hélt Luo til
Finnlands í þriggja daga heimsókn
og umsvifalaust barst kæra frá
samtökum Falun Gong og tólf ann-
arra einstaklinga inn á borð ríkis-
saksóknara Finnlands.
Er þetta fimmta kæran sem lögð
er fram gegn Luo í jafnmörgum
löndum. ?
*
 Koffín
Eykur orku og fitubrennslu.
* 
Hýdroxísítrussýra
Minnkar framleiðslu fitu.
* 
Sítrusárantíum
Breytir fitu í orku.
* 
Króm pikkólínat
Jafnar blóðsykur og minnkar nart.
* 
Eplapektín
Minnkar lyst.
* 
L-Carnitine
Gengur á fituforða.
BYLTING Í FITUBRENNSLU!
- ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR
Perfect burner töflur 
90
 stk.
Ha
gk
væ
mu
stu
 ka
up
in!
Söluaðilar:
Hagkaupsverslanir, Heilsuhúsið, Hreysti,
Lyfjuverslanir og helstu líkamsræktarstöðvar.
Perfect burner er því lausnin á því að tapa
þyngd á árangursríkan, skynsaman og
endingagóðan hátt.
KLAPPARSTÍGUR
Steinn Ármann Stefánsson hefur játað að hafa myrt 65 ára gamlan mann með því að
stinga í bæði brjóst og kvið. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kvatt saman læknaráð til að
skera úr um sakhæfi Steins. Hann er 36 ára.
Suðurland:
Fjárréttir í 
Árnessýslu
FRÁ SKAFTHOLTSRÉTTUM Í GNÚPVERJAHREPPI
Myndin var tekin í gær í Skaftholtsréttum og var heldur færra fólk við réttirnar nú 
en oft áður.
F
R
ÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/S
OF
FÍA 
Jafnréttisstofa:
Sjö vilja 
í jafnréttið
UMSÓKNIR Sjö sóttu um starf fram-
kvæmdastjóra Jafnréttisstofu,
fimm konur og tveir karlar.
Umsækjendurnir eru Helena
Þ. Karlsdóttir forstöðumaður á
Akureyri, Kristín Ólafsdóttir
jafnréttisráðgjafi, Margrét María
Sigurðardóttir lögmaður, Rósa G.
Erlingsdóttir jafnréttisfulltrúi,
Steinar Almarsson mannfræðing-
ur, Steinunn Ketilsdóttir við-
skiptafræðingur, Steinunn Snæ-
land fluggagnafræðingur, Svala
Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi og
Þórður B. Sigurðsson mannfræð-
ingur. ?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40