Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 1
BANTU STEPHEN BIKO Blökkumannaleiðtoganum Biko var mis- þyrmt herfilega við yfirheyrslur lögreglu í Pretoríu og lést hann af sárum sínum 12. september 1977. Grunaðir morðingjar Steve Biko: Verða ekki ákærðir JÓHANNESARBORG, AP Fimm lög- reglumenn sem grunaðir voru um að hafa myrt blökkumannaleið- togann Steve Biko árið 1977 verða ekki ákærðir að sögn talsmanns dómsmálaráðuneytis Suður-Afr- íku. Sönnunargögn þóttu ófullnægj- andi en engir sjónarvottar voru að morðinu. Því var fallið frá því að gefa út morðákæru á hendur lög- reglumönnunum fimm. Yfirvöld hugleiddu að ákæra lögreglu- mennina fyrir manndráp af gá- leysi og líkamsárás en sakir voru fyrndar samkvæmt þeim laga- ákvæðum þar sem morðið var framið árið 1977. Sannleiks- og sáttanefnd Suð- ur-Afríku ákvað fyrir tæpum fjór- um árum að lögreglumönnunum, sem stóðu að morði Bikos yrði ekki veitt sakaruppgjöf. Nefndin sagði engar stjórnmálalegar ástæður hafa legið að baki morð- inu. Steve Biko lést á lögreglustöð í Pretoríu 12. september 1977 af völdum heilaskaða sem hann hlaut við yfirheyrslur. Biko hafði verið fluttur nakinn og særður um 1.200 kílómetra leið á lögreglu- stöðina þar sem hann lést. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 28 MIÐVIKUDAGUR NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 Meðallestur fólks 25-49 ára á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudögum 82% 52% 20% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V BORGIN VIRÐIR EKKI SAMN- INGA Reykjavíkurborg neitar að greiða mótframlag í séreignalífeyrissjóð eins og tíðkast á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu. Guðmundur Guðmundsson, trúnað- armaður hjá Strætó bs., segir þetta óviðun- andi. Sjá síðu 2. FRAMLÖG TVÖFÖLDUÐ Samhugur er meðal þingmanna stjórnar og stjórnar- andstöðu um að auka þurfi framlög til þró- unarhjálpar og samvinnu. Í nýrri skýrslu er lagt til að framlög verði tvöfölduð til ársins 2006. Sjá síðu 2. SKÓLAR SAMEINAÐIR Bæjarstjórn Seltjarnarness ætlar að sameina stjórnir Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla undir einn skólastjóra. Meirihlutinn í bæjarstjórn segir faglegar ástæður ráða. Starfsfólk skólanna hafnar rökunum. Sjá síðu 4. RÉTTAÐ YFIR LÖGREGLUMÖNN- UM Aðalmeðferð tveggja lögreglumanna, sem ákærðir hafa verið af ríkissaksóknara fyrir ólöglegar handtökur, ranga skýrslugerð og brot í opinberu starfi, hófst í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Sjá síður 12-13. LEIKIÐ Í BIKAR OG DEILD Tveir leikir fara fram í Remax-deild karla í handbolta klukkan 20. HK tekur á móti Breiðabliki og Selfoss mætir Haukum á Ásvöllum. Þrír leikir fara fram í 16-liða úr- slitum SS-bikarkeppni kvenna. Fylkir mætir KA/Þór klukkan 17.30. FH keppir við Val og Grótta KR við Víking klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HVESSIR Í KVÖLD Veðrið verður skaplegt í dag en óttalega kuldalegt. Þegar líður á kvöldið færist vindur og úrkoma í aukana í höfuðborginni. Sjá síðu 6. 8. október 2003 – 245. tölublað – 3. árgangur Vilji til að kaupa Landssímann Einkavæðingarnefnd fundar í dag um sölu Landssímans. Nokkrir hafa lýst áhuga á að kaupa Símann. Líklegt verð er talið á bilinu 38-45 milljarðar króna. Undirbúningur að sölunni að hefjast. Hlutabréf ríkisins verða flutt frá samgönguráðherra til fjármálaráðherra. EINKAVÆÐING Framámenn í ís- lensku viðskiptalífi hafa mikinn áhuga á að kaupa Landssímann og hafa látið þann áhuga í ljós við Einkavæðingarnefnd. Íslands- banki og Straumur hafa látið nefndina vita af áhuga sínum, Kaupþing Búnaðarbanki hefur einnig áhuga og Opin Kerfi í samstarfi við útlenda aðila en þeir höfðu mikinn áhuga á að kaupa Símann síðast þegar reynt var að selja hann. Eins benti Verðbréfasvið Landsbankans á það fyrir skömmu að nú væri rétti tíminn til að selja Símann og það mat hefur örugglega ekki farið fram hjá eigendum bank- ans. Einn eigendanna Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið að hasla sér völl á fjarskiptamark- aði og gert tilboð í samstarfi við þýska fjárfesta í búlgarska sím- ann. Heimildarmenn Fréttablaðsins staðfesta áhugann á Símanum og telja líklegt boðnar verði á bilinu 38-45 milljarða króna fyrir Sím- ann verði hann seldur í heilu lagi, en verðið fari eftir markaðsað- stæðum og skilyrðum í útboðslýs- ingu sem Einkavæðingarnefnd á eftir að móta. Einn heimildarmaður Frétta- blaðsins sagði að Landssíminn væri frábært fyrirtæki með gríð- arlegt sjóðsstreymi og því eftir- sóknarverður fjárfestingarkost- ur. Annar benti á að íslenskir bankar og fjárfestingarfélög þeim tengd ættu mikið eigið fé og gætu vel fjárfest í Símanum. Einnig er því haldið fram að markaðsaðstæður séu mun hag- stæðari nú en þegar síðast átti að selja Símann, haustið 2001. Áhugi fjárfestanna hefur nú ýtt við Einkavæðingarnefnd að ganga í málið að nýju. Ólafur Davíðsson, formaður Einkavæðingarnefndar, segir að undirbúningur að sölu Símans sé að hefjast. Nefndin fundi í dag og ræði málið. „Við höfum orðið varir við áhuga víða og ætlum að fjalla um undirbúning sölunnar á morgun [í dag].“ Fyrstu verk Einkavæðingarnefndar verður að leita að ráðgjafa vegna söl- unnar en auglýst verður eftir honum. Gert er ráð fyrir því að Síminn verði seldur á næsta ári. Í stjórnkerfinu er unnið að því að flytja hlutabréf Símans til fjármálaráðherra frá samgöngu- ráðherra sem hefur farið með það hingað til en óeðlilegt hefur þótt að sami ráðherra fari með hlutinn og ber ábyrgð á leikregl- um á fjarskiptamarkaði. kgb@frettabladid.is haflidi@frettabladid.is SKUNDAÐ Á ÞING Í nógu er að snúast á Alþingi og þingmönnum ekki til setunnar boðið þegar þingstörf eru komin í fullan gang. Þing- klukkan glymur og kjörnir fulltrúar þjóðarinnar skunda eftir glergöngunum albúnir til að takast á um málefni líðandi stundar. ● heldur stórafmæli á laugardag Karl Th. Birgisson: ▲ SÍÐA 16 Fertugur í dag ● meiddist um helgina Rúnar Kristinsson: ▲ SÍÐA 24 Líklega með gegn Þjóðverjum ● varaforseti Alþingis Þuríður Backman: ▲ SÍÐA 30 Vill ekki vera herra WASHINGTON, AP Bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, sendi skæruliða- samtökum Hamas fjármuni á laun meðan Bill Clinton, þáverandi for- seti Bandaríkjanna, reyndi að miðla málum í deilu Palestínumanna og Ísraela. Samkvæmt viðtölum við fyrrum FBI-starfsmenn og dóm- skjölum hafði forsetinn enga vit- neskju um málið. Nokkur þúsund dollarar voru sendir á árunum 1998 og 1999 til einstaklinga sem taldir voru til- heyra Hamas-samtökunum og var þetta gert í samráði við leyniþjón- ustu Ísraels. Aðgerðin hafði hlotið samþykki hjá Janet Reno, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna. Tilgangurinn var að rekja leið peninganna, hvort þeir yrðu notaðir til að fjármagna hryðjuverk. Ekkert slíkt kom fram og alríkislögreglan handtók engan í aðgerðum sínum. Fram kom að í að minnsta kosti eitt skipti voru fjármunir sem FBI sendi Hamas, notaðir í þágu munaðar- lausra barna. FBI segir að í öllum tilfellum hafi verið sendar lágar fjárhæðir svo ekki reyndist unnt að fjármagna stórkostleg hryðjuverk með fjár- munum FBI. ■ Bandaríska alríkislögreglan FBI: Sendi Hamas fjármuni á laun FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M waldorf ● einyrkjar ▲ SÍÐA 18-19 nám o.fl. Hefur mjög gott af Pílates Námskeið: HAMAS SKÆRULIÐAR Bandaríska alríkislögreglan, FBI, sendi Hamas-skæruliðum umtalsverða fjármuni á sama tíma og Clinton, þáverandi forseti Bandaríkjanna, reyndi að miðla málum fyr- ir botni Miðjarðarhafs. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.