Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 15
Í dag er runnin upp 15. októbereitt árið enn. Í huga þeirra fjölmörgu Íslendinga sem sækj- ast eftir að upplifa og taka þátt í íslenskri náttúru og njóta þess besta sem hún gefur er þessi dagur venjulega sérstakur. Margir eru í fríi frá vinnu, taka daginn snemma og eru farnir úr húsi löngu áður en blöðin berast inn um lúguna. Aðrir hugsa með tilhlökkun til komandi vikna. Þetta árið er þó allt á annan veg. Dagurinn er vissulega sérstakur en nú með neikvæðum for- merkjum. Umhverfisráðherra hefur bannað veiðar á vinsæl- ustu veiðibráð landsins, rjúp- unni. Í stað þess að vera á leið á veiðislóð eða með hugann uppi á heiðum sitja veiðimenn brúna- þungir yfir blaðinu heima. Skotveiðifélag Íslands (SKOT- VÍS) hefur lagst eindregið gegn banni ráðherrans og telur að ekki hafi verið þörf á svo róttækum aðgerðum enda rjúpnastofninn ekki í hættu. Vísindamenn, m.a. dr. Arnór Þórir Sigfússon og Arnþór Garðarsson, hafa tekið undir sjónarmið félagsins. Veiði- stjórnunarsvið Umhverfisstofn- unar (áður veiðistjóraembættið), sem lögum samkvæmt er um- hverfisráðherra til ráðgjafar um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, ásamt Náttúrufræðistofnun Ís- lands, lagðist einnig gegn bann- inu. Sátt náðist Árið 2002 náðist sátt um að- gerðir til verndar rjúpunni milli skotveiðimanna, Náttúrufræði- stofnunar Íslands og umhverfis- ráðherra. Aðgerðir þessar lutu að því að stytta veiðitímabil rjúpunnar, sem þá hefði orðið frá 25. október til 12. desember (í stað 15. okt til 22. des) árin 2003-2007. Friðaða svæðið hér á suðvesturhorninu yrði stækkað, en það hefur þegar verið gert. Þá ætlaði umhverfisráðherra að leggja fram lagafrumvarp sem bannaði sölu rjúpna árin 2003- 2008. Ástæða þess var sú að í ljós hefur komið að 10-14% veiðimanna veiða 50-60% þeirra rjúpna sem skotnar eru. Með sölubanni myndi draga verulega úr veiðum þessara manna. Það er skoðun félagsins, sem og ann- arra sem að þessum málum koma, að rjúpnaveiði eigi að vera tómstundagaman fjöldans en ekki atvinnuvegur fárra. Sátt þessi hefði náð fram að ganga ef umhverfisnefnd Alþingis hefði ekki lagst gegn lagafrumvarpi ráðherra. Þar sem sölubannið náði ekki fram að ganga óskaði umhverfisráðherra nú í sumar eftir tillögum Náttúrufræði- stofnunar Íslands, sem lagði til friðun í 5 ár. Ráðherra ákvað að fylgja ráðum Náttúrufræði- stofnunar, gegn ráðgjöf Veiði- stjórnunarsviðs Umhverfis- stofnunar, og friða rjúpuna næstu 3 ár. Ráðherrann hefur opinberlega fullyrt að ef Alþingi hefði samþykkt bann við sölu rjúpna hefði ekki verið ráðist í þær friðunaraðgerðir sem nú eru orðnar að veruleika. Vera má að umhverfisnefnd Alþingis hafi ekki áttað sig á afleiðingun- um af því að hafna frumvarpi ráðherrans. Hafa þeir þingmenn sem í henni sátu, sem og aðrir þingmenn, tækifæri til að bæta úr á yfirstandandi þingi með því að taka málið upp að nýju. Áskorun Ljóst er að umrædd breyting á lögum nær vart fram að ganga svo fljótt að hægt verði að hefja veiðar á því rjúpnaveiðitímabili sem undir venjulegum kringum- stæðum hæfist í dag og hefði hafist innan 10 daga skv. sátt þeirri sem tekist hafði. Hins vegar gæti ráðherra ákveðið, í ljósi þess að stofninum er ekki bráð hætta búin, að leyfa veiðar þetta tímabil með tilteknum tak- mörkunum í samræmi við tillög- ur Veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar og SKOTVÍS. Það þyrfti ekki að taka ráðherr- ann nema nokkra daga að hrinda slíkri breytingu í framkvæmd. Tillögur SKOTVÍS og Veiði- stjórnunarsviðs Umhverfis- stofnunar voru í grófum drátt- um þessar: Stytting veiðitíma, veiðibann á tilteknum dögum s.s. sunnudögum og miðviku- dögum, áróður og tilmæli um að hver veiðimaður stilli veiðum í hóf og friðun á stórum svæðum. Með þessum aðgerðum telur SKOTVÍS að ná mætti fram verulegum árangri enda hefur orðið viðhorfsbreyting meðal veiðimanna til magnveiða. Undirritaður skorar á um- hverfisráðherra að beita sér strax fyrir afléttingu bannsins og heimila veiðar með ákveðn- um takmörkunum. Þá skora ég á Alþingi Íslendinga að beita sér í málinu; taka aftur upp frum- varp umhverfisráðherra og samþykkja sölubann á rjúpu til ársins 2008 svo hægt verði að stunda sjálfbærar og hóflegar veiðar úr stofninum. ■ 15MIÐVIKUDAGUR 15. október 2003 KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS Myndasýning á stóra tjaldinu: Myndefni frá Kvenfélagasambandi Íslands, Lifandi landbúnaði, Bændasamtökum Íslands, Hjálparstarfi kirkjunnar og Landsvirkjun. Tekið á móti leikskólabörnum úr Kópavogi Brugðið á leik: Línudans sýndur og kenndur Samsöngur að sveitasið: “Ég og þú – byggjum brú” Lag tileinkað konum dagsins kennt og svo sungið af viðstöddum. Og svo öll þessi gömlu góðu...! Þjóðlagadjass Hljómsveitin Mór úr Eyjafirði HÁTÍÐARDAGSKRÁ: Setning Sigríður Bragadóttir, formaður Lifandi landbúnaðar Alþjóðadagur dreifbýliskvenna – hvað á það nú að þýða? Anna Margrét Stefánsdóttir, verkefnisstjóri Dagskrá í Vetrargarði Smáralindar 15. október 2003 Frá kl.13.00 13.15 14.00 14.30 15.45 16.00 16.05 Fjallkonan er fögur sem forðum! Kvenfélagasamband Íslands sýnir fram á það. Íslenska þjóðin helgar konum í dreifbýli landsins 15.október. Yfirlýsing forseta Íslands Fugl dagsins (leyninúmer!) Mótekja Hljómsveitin Mór, úr Eyjafirði, flytur íslensk þjóðlög í djassbúningi Hér er líf mitt, líttu á Dagur í lífi dreifbýliskonu – færður í mál og myndir Sprett úr Spori! Menningin varðveitt í sveitunum: Danshópurinn Sporið, úr Borgarfirði Lokaorð Helga Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. 16.15 16.30 16.40 16.45 17.00 17.10 17.25 Ég er sjálfsagt ekki eini Akurnes-ingurinn sem ekki getur orða bundist yfir þeim ósmekklegu og tilhæfulausu ásökunum sem Har- aldur og Sturlaugur Sturlaugssynir urðu fyrir frá þingmanni Frjáls- lynda flokksins í Suðurkjördæmi, Magnúsi Þór Hafsteinssyni, í Fréttablaðinu 13. okt. sl. um að þeir, ásamt fjölskyldum sínum, hefðu brugðist trausti bæjarbúa með sölu á HB hf. til Brims. Ég vann í all- mörg ár hjá HB hf. og þekki þá bræður vel, þeirra metnað og ein- arðan vilja til að halda fyrirtækinu á Akranesi. Sameining innan Brims, á sínum tíma, var gerð til að draga úr ákveðinni hættu sem steðjaði að fyrirtækinu og tryggja að það yrði hér áfram á Akranesi. Sú ákvörðun var hárrétt að mínum dómi og hefur haft jákvæð áhrif á atvinnulífið hér á Skaganum. Haraldur Böðvarsson hf. hefur ætíð verið í fremstu röð sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrir- tækja hér á landi. Samstarfið innan Brims hefur ekki verið til að draga úr því, nema síður sé. Hvað þingmanninum gengur til með því að ráðast að einstaklingum og fjölskyldum þeirra með með jafn alvarlegum ásökunum og hann gerði í Fréttablaðinu er með öllu óskiljanlegt. Ég skora á þingmann Frjáls- lynda flokksins í Suðurkjördæmi, Magnús Þór Hafsteinsson, að biðja þá bræður, fjölskyldur þeirra, starfsmenn HB hf. og Akurnesinga almennt afsökunar. Þær sviptingar sem hafa orðið á fjármála- og fyrirtækjamörkðum síðustu vikur eru hins vegar þess eðlis að nú þurfa menn að standa saman að því að tryggja það að ef til þess kemur að Brimi verði skipt upp og selt, þá verði HB hf. áfram hér á Akranesi. ■ Umræðan ÍVAR PÁLSSON ■ lögfræðingur og varaformaður SKOTVÍS skrifar um rjúpnaveiðibann. Magnús Þór biðjist afsökunar 15. október 2003 Umræðan ELÍNBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR ■ sérhæfður fisk- vinnslumaður og fyrrum starfsm. HB hf., skrifar um HB á Akranesi og Magnús Þór Hafsteinsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.