Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						18 9. nóvember 2003 SUNNUDAGUR
Þ
etta er langstærsta áfall mitt í
lífinu og ég hef lent í þeim
nokkrum. Það er náttúrlega ekki
hægt að fá öllu alvarlegri viðvör-
un. Nú reynir maður að skilja til-
ganginn með þessu lífi. Okkur er
skammtaður ákveðinn tími sem
fara þarf vel með. Þetta var
vekjaraklukka,? segir Hemmi
Gunn.
Þann 30. september lá Hemmi í
sófa á heimili systur sinnar og átti
sér einskis ills von. Hann fann
fyrir slappleika og taldi það flen-
su sem mætti hrista af sér næsta
dag. Ekkert merkilegt... þannig.
Skyndilega var líkt og hann væri
skotinn. Hann segir hjartaáfallið
hafa átt sér nokkurn aðdraganda.
?Ég var orðinn lélegur að
hugsa um líkamann. Eftir ára-
langt sprikl í íþróttum og rembing
nennir maður ekki að hreyfa sig.
Maður þykist vera búinn að fá
skammtinn. Það er náttúrlega vit-
leysa. Svo gerist það fyrir hálfu
ári, meðan ég var í Taílandi þar
sem ég bjó í rúm tvö ár, að ég hálf-
leið út af um hádegisbil. Það er
mjög óvenjulegt þegar ég á í hlut,
að falla í yfirlið. Þetta var fyrir
hálfu ári. Ég fór á góðan spítala,
þeir skoðuðu mig og fundu út að
ég væri með alltof háan blóð-
þrýsting. Það er lúmskur kvilli
þegar maður er kominn á miðjan
aldur. Maður áttar sig ekkert á
þessu. Ég tók einhverjar töflur í
tvo mánuði, en hætti því svo þeg-
ar ég þóttist kominn í samt lag.
Það hefur líklega átt sinn þátt í
því sem svo gerðist.?
Eins og skotinn
Hemmi hefur búið einn í háa
herrans tíð. Hann kom til Íslands í
lok júni eftir dvöl ytra og var hjá
systur sinni og mági þegar áfallið
átti sér stað. ?Ef ég hefði verið
einn líkt og oftast sætum við ekki
hér að spjalli. Ég lá sem sagt í
sófa, fann fyrir einhverju sleni en
skömmu síðar var ég sem skotinn.
Og þetta mikla hjartaáfall skall á.
Ég hætti að anda. Það var enginn
aðdragandi og mér sortnaði ekki
fyrir augum eða neitt slíkt.?
Mágur Hemma hefur átt við
hjartagalla að stríða og vissi
hvernig átti að bregðast við. Því
þakkar Hemmi meðal annars líf
sitt. Hann segir mág sinn, systur
og systurson hafa brugðist hár-
rétt við.
Hemmi minnist þess að við
skákmót sem haldið var í Sjón-
varpinu eitt sinn hafi húsvörður-
inn fengið hjartaáfall og menn
hafi ekki vitað hvernig ætti að
bregðast við. ?Þarna vorum við
einir 14 sem rugluðumst í ríminu.
Einn greip símaskrá og menn
þurftu að fikra sig áfram, rétt
eins og með björgunarbáta í skip-
um eða í flugvélum þegar enginn
hefur hlustað á flugfreyjurnar. Í
mínu tilviki hafði mágur minn
hins vegar lent í þessu og vissi
hvað átti að gera. Eftir því sem
mér skilst þurfti auðvitað að
hringja á sjúkrabíl og svo tóku
þau til við að hnoða og hamast á
mér eins og hægt var. Ég var ekki
með lífsmarki. Bara farinn yfir
móðuna miklu. Þau héldu flæði í
líkamanum. Svo komu sjúkrabílar
og læknar til leiks með með sín
rafstuð og ég fór að hökta í gang
eftir að startkaplarnir höfðu unn-
ið sitt gagn.?
Allar blaðsíður á sínum
stað
Í tvo sólarhringa var Hemmi á
gjörgæslu og hann man lítið eftir
þeim tíma ? skiljanlega. ?Hvort
mér var haldið sofandi veit ég
ekki. En þegar líður of langur tími
í hjartastoppi og meðvitundar-
leysi eru ýmsar hættur því sam-
fara. Ef heilinn fær ekki súrefni
getur hann dottið úr sambandi
fyrir lífstíð eða hluti hans. En það
kom ekki fyrir mig. Ég hugsa að
ég sé í við skárri en ég var ef eitt-
hvað er.?
Góður skammtur af Hemma-
hlátrinum fylgir í kjölfarið sem
þjóðin þekkir svo vel og ljóst er að
ekki gaf kímnigáfan sig.
?Nei, svona grínlaust... Ásgeir
Jónsson hjartalæknir og hans
góða fólk vann kraftaverk. En það
fyrsta sem kom upp í hugann var
hvort kollurinn væri í lagi. Ég hef
alla tíð verið mjög glöggur á síma-
númer og ég hafði farsímann við
höndina og tók sjálfan mig í próf.
Þá kom í ljós að allar blaðsíðurnar
voru á sínum stað. Það var mikill
léttir.?
Hemmi segist að auki hafa
þekkt þá fjölmörgu sem komu að
hitta hann og gat af veikum mætti
haldið uppi samræðum. ?En ég
var samt í rauninni farinn, þó ég
hafi nú engar fréttir að handan á
þessu stigi. Ég mun kannski
greina frá því síðar. Mér skilst að
nú séu sjónvarpsþættir á skjánum
þar sem fram kemur fólk að hand-
an. Kannski get ég lagt mitt af
mörkum og komið með einhverja
nýja vinkla á það allt saman,? seg-
ir Hemmi og hlær.
Læknar að handan
Kveðjur bárust Hemma í stór-
um stíl og hann kveðst einnig hafa
fengið illskilgreinanlega hjálp.
?Það gaf mér ótrúlega mikið að fá
kveðjur frá fólki sem ég þekki
ekki neitt og ég veit að fólk safn-
aðist saman úti á landi og bað fyr-
ir mér. Og svo sagði mér kona sem
ég þekki vel að fjöldi aðstoðar-
lækna hafi komið gagngert að
handan. Ég er sannfærður um
réttmæti þess. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem ég lendi í mót-
læti þó þetta sé það alvarlegasta,
en þá hefur alltaf bókstaflega ver-
ið haldið í höndina á mér. Ég væri
ekki til frásagnar ef svo væri
ekki. Ég hef margoft fundið það
sjálfur. Ég á mína trú sem hefur
gefið mér mikið og styrkt mig. Ef
maður finnur eitthvað því skyldi
maður þá afneita því? Maður
gerði það áður fyrr, að afgreiða
allt sem maður ekki skyldi sem
vitleysu. En að vera við dauðans
dyr er trúarleg reynsla. Minn
æðri máttur er öflugur. Hann
kippti mér inn í lífið aftur. Þar er
enginn smá kraftur á ferðinni.?
Aðspurður segir Hemmi það
ekki klaufalega samlíkingu að
þarna hafi honum verið rétt gula
spjaldið. ?Þetta var gult, eða eig-
inlega rautt spjald... Svo breytir
dómarinn um skoðun og lætur
gula nægja. Ég safnaði aldrei
mörgum spjöldum en nú ætla ég
að fara að passa mig, fara varlega
og byrja nú að hugsa örlítið um
þennan eina líkama sem maður á.
Það gengur vel í sjúkraþjálfun-
inni og ég er í miklu betri æfingu
en ég var fyrir ári síðan. Og nú
finnst mér allt í einu gaman að
gönguferðum. Það var nokkuð
sem ég þoldi ekki áður fyrr. Að
ganga eins og hálfviti, ekki vera
að fara neitt, né heldur að elta
bolta. Nú finnst mér gaman að
rölta um Elliðaárdalinn þar sem
manni er heilsað með virtum af
fólki sem maður þekkir ekki.
Samkennd virðist vakna á göngu,
eins og það hefði nú hljómað asna-
lega í mín eyru fyrir nokkru.?
Létta lundin hjálpar
Íþróttaástundun Hemma á
árum áður telur ekki núna nema
með óbeinum hætti. ?Ég hef það
úr íþróttunum að vilja sigra, að
gefast ekki upp. Og þó ég hlaupi
ekki um með ljósku- og fimmaura-
brandara þá er ekki ástæða til að
leggjast í þunglyndi, vol og víl, og
fara að vorkenna sjálfum sér.
Þarna hjálpar mín létta lund og
trú. Þó ég komi til með að breyta
mörgu ef ekki flestu í mínu lífi
mun ég ekki hverfa inn í svart-
nættið.?
Er hægt að tala um nýjan
Hemma?
?Það hlýtur að vera. Ég skynja
tilveruna alveg upp á nýtt, sem er
dálítið skrýtið. Reynslan liggur
einhvers staðar undir niðri. Ég
verð að átta mig betur. Ég hef
ekki enn fengið neitt svakalegt
sjokk. En auðvitað er þetta dauð-
ans alvara. Ég var dáinn. Gang-
verkið stoppaði algerlega.?
Opinn fyrir hjónabandi
Hemmi kveðst þakklátur fyrir
það að fá annað tækifæri. ?Ég hef
aldrei látið veraldlega hluti ráða
minni för. Maður þarf að lifa, en
núna hins vegar skipta hin verald-
legu gæði mig nákvæmlega engu
Hemmi Gunn ? einn ástsælasti sjónvarpsmaður Íslands ? fékk gula spjaldið. Eiginlega rauða en dómarinn sá að sér og hleypti honum aft-
ur inn á völlinn. Gangverkið stoppaði. Hann var farinn en sneri við. Nýr Hemmi leggur nú drög að breyttu lífi eftir alvarlegt hjartaáfall og
kveður kjaftasögur í kútinn:
Hemmi við dauðans dyr
Eftir því sem mér
skilst þurfti auðvitað að
hringja á sjúkrabíl og svo
tóku þau til við að hnoða og
hamast á mér eins og hægt
var. Ég var ekki með lífs-
marki. Bara farinn yfir móð-
una miklu. Þau héldu flæði í
líkamanum. Svo komu
sjúkrabílar og læknar til
leiks með með sín rafstuð
og ég fór að hökta í gang
eftir að startkaplarnir höfðu
unnið sitt gagn.
,,
NÝR MAÐUR
?Ég hef fulla trú á því að mér sé 
ætlað ákveðið hlutverk. Ég er ekki
búinn að finna hvað það verður.
Þessi reynsla gjörbreytir allri sýn. ?
F
R
ÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/VI
L
H
ELM

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40