Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						*
*
#
#
*-
*
f
*
HWSFIKISTUR *
HRVSWSKÁRAR *
KAF7ÆKJA0EILD, HAFMAB5TRÍB0 S3, sími-laaai
AILT FYRtR
BOLTAÍÞRÓTTIR
SporhföiwerzUin
INGÓLFS ÖSKARSSONAR
Klapparstíg 44 • Simi 11783.
157. tbL
-aiii^
— Föstudagur 16. júlí 1971
55. árg.

Óttazt um fiskirækt í
Skaftá vegria hlaupsins
í_
KJ—Reykjavík, fimmtudag.
Skaftá hélt áfram að vaxa í
nótt, og vellur nú fram kol-
mórauð og frá henni leggur
megnan brennisteinsdaun. Á
undanförnum árum hefur veiði
félag Skaftár sett mikið af seið
um í ána, og óttast menn nú
mjög, að hlaupið í ánni drepi
mikið af seiðunum, og er þá
fiskiræktin sem stunduð hefur
verið í ánni, til ónýtis.
Tíminn talaði í dag við
Böðvar í Skaftárdal, og sagði
hann að hlaupið væri orðið
nokkuð mikið, en ekki nærri
eins mikið samt, og þegar
mestu Skaf tárhlaup verða. Sagði
Biöðvar að áin hefði lítið vaxið
í dag, en aðalvöxturinn hefði
verið í nótt og í gær. Áin fer
víða úr farvegi sínum, en ekki
yfir ræktað land í Skaftárdal
og þar um kring. Fer áin aðal-
lega yfir hraunið, og þá sérstak
lega inn á afréttinum fyrir inn-
an Skaftárdal. Böðvar sagði að
mikill jökullitur væri á ánni,
en enginn krapi í henni.
Fréttaritari Tímans á Kirkju
bæjarklaustri, sagði að megna
brennisteinsfýlu   legði   frá
Skaftá. Sagði fréttaritarinn að
menn óttuðust mjög að seiði
sem látin hafa verið í ána,
dræpust í hlaupinu, og þar með
yrðu þeir sem l stunduðu fiski-
rækt í ánni fyrir miklu tjóni.
Jarðfræðingar flugu yfir
Skaftá í dag, og upp að upp-
tökum árinnar, sem eru í Skaft
árjökli suð-vestur úr Vatna-
jökli.

~~±
Ö!i starfsemi
liggur niðri í
Frá borgarstjórnar-
fundi:
EB-Reykjavík, fimmtudag.
Er reikningar Reykjavíkurborg-
ar fyrir árið 1970, voru til 2. um-
ræðu á fundi í borgarstjórn í
kvöld, kom fram mikil gagnrýni
á það, hve dregist hefur að leggja
reikninga og skýrslu endurskoð-
enda fyrir bórgarstjórn. Fengu
borgarfulltrúar endurskoðunar-
skýrsluna í hendur nú á þriðju-
daginn, þannig að þeim gafst lít-
ill tími til að yfirfara þá og ræða
ítarlega um þá, er þeir voru tekn
ir til 2. umræðu. Geir Hallgríms-
son, borgarstjóri, sagði að um
mistök hefði verið að ræða, hve
borgarfulltrúum bárust reikning-
arnir og skýrsla endurskoðenda
seint í hendur.
Reikningar borgarinnar voru þó
gagnrýndir allmikið á fundinum
í kvöld, en fram kom að greiðslu
halli var mjög mikill á árinu
og skuldir borgarsjóðs hafa því
aukizt mjög.
Guðmundur G. Þórarinsson (F)
fjallaði um marga þætti gjalda-
og tekjuliða borgarinnar. Hann
gagnrýndi frágang reikninganna
og taldi að greiðsluhalli borgarinn
ar væri meiri en látið væri í veðri
vaka. Á reikningum borgarinnar
væri veltufjármunir ekki skýrt
afmarkaðir sem það fé, er hand-
bært á að vera í rekstri borgar-
fyrirtækja innan eins árs. Guð-
mundur gerði síðan kostnað við
rekstur ýmissa liða að umtals-
efni, m.a. vakti hann athygli á
miklum rekstrarkostnaði lögreglu
bifreiða.
Framhald á bls. 14

OÓ—Reykjavík, fimmtudag.
Öll starfsemi félagsheimilisins í
húsi því sem kennt er við Jón Sig-
urðsson í Kaupmannahöfn, liggur
niðri í sumar. Það eru Islandsfé-
lagið og Námsmannafélagið, sem
reka félagsheimilið í sameiningu,
en það er á fyrstu hæð hússins
og var rekin þar mikil starfsemi
sl. vetur og komu þar fjölmargir
íslendingar. Var húsinu lokað eftir
17. júní hátíð, sem þar var haldin,
og verður ekki opnað aftur fyrr en
í september nk.
Séra Hreinn Hjartarson, prestur
í Kaupmannahöfn, býr á efstu hæð
hússins með f jölskyldu sinni. Sagði
hann Tímanum í dag, að margir ís-
lenzkir ferðamenn kæmu þar til að
skoða húsið og þá sérstaklega íbúð
þá, sem Jón Sigurðsson bjó í, en
hún stendur nú auð. Sagði séra
Hreinn, að.fyrrnefnd félög rækju
félagsheimilið fyrir eigin reikn-
ing og hafi stjórnir félaganna
ákveðið að leggja starfsemina
þarna niður yfir sumarmánuðina.
Stafar það af því, að ekki er búizt
við. að aðsókn verði mikil. Margir
íslendingar sem stunda nám í Kaup
mannahöfn fara heim um sumar-
mánuðina, en þeir sem þar eru bú-
settir, fara í sumarfrí og er því
ekki búizt við teljandi aðsókn í
sumar, þótt þar væri einhver starf-
semi.
Sl. vetur voru haldin reglulega
tvö blaðakvöld í viku í félagsheim-
ilinu. Þá komu islendingar saman
og héldu spilakvöld og spiluð var
félagsvist og haldnar voru kvöld-
vökur fyrir eldri íslendinga, sem
búsettir eru í Danmörku og voru
þær vel sóttar. Eftir messur, sem
fram fóru á íslenzku, fóru kirkju-
gestir ávallt í félagsheirailið,
drukku þar kaffi sameiginlega og
röbbuðu saman. Þá hafa verið
haldnar þar íslenzkar málverkasýn
ingar og tónlistarmenn hafa
skemmt. Borðtennisherbergi var
Framhald á bls. 14
Myndín er tekin á Blikastööum í gcer. MaSurinn á véiinni heitir Jón Þór Sæmundsson. Hann er þarna að snúa
heyti.                          -.                                                (Tímamynd Gunnar)
Fyrsti þurrkdagurinn á Suöurlandi eftir vætuna
ALLIR ÞUTU ÚT TIL
AD SLÁ OG ÞURRKA
SB-Reykjavík, fimmtudag.
Loksins hætti að rigna á Suður-
landinu og bændur voru fljótir
á kreik, Allir, sem vettlingi gátu
valdið hafa í dag verið í hey-
skap sunnanlands. Margir áttu
nokkuð flatt og hafa þurrkað það
af krafti í dag, aðrir voru ekki
byrjaðir að slá og hafa verið að
því í allan dag. Blaðið hafði í dag
samband við nokkra sunnlenzka
bændur um heyskapinn og var
mjög gott hljóð í þeim öllum.
— Þetta er alveg dásamlegur
dngur, sa'gði Sveinn Erlendsson á
Grund á Álftanesi. — Þessi þurrk
ur kom alveg á réttum tíma fyrir
grasið, það er rétt mátulega sprott
ið í dag. Lengi vel spratt illa
yegna þurrka, en þegar vætan
kom, rauk grasið upp og nú er
allt á kafi í góðu grasi. Margir
voru byrjaðir að slá í rigningunni
og hefur það legið flatt, en þornar
núna. Þá sagði Sveinn, að á Álfta-
nesinu væru mörg tún slegin tvisv
ar og gæfu ákaflega mikið af sér.
Nokkrir bændur hafa lagt niðúr
búskap þar, en þeir sem eftir eru
heyja tún þeirra og selja heyið.
Þorsteinn Sigurðsson á Vatns-
leysu sagði, að þar væru allir
á harða spretti í dag um allt Suð-
urland og hefðu nóg að gera þótt
þurrkurinn héldist í hálfan mán-
uð. — Margir bændur áttu eitt-
hvað þurrt og niðurrignt, en þeir
eru að þurrka það í dag. Svo eru
menn að slá og vonast til að geta
haldið því áfram fram yfir helg-
ina. Hér er komið kafgras og það
er alveg mátulega sprottið, ekkert
farið að spretta úr sér.
Tún, sem voru illa kalin í fyrra,
sagði Þorsteinn, að hefðu ekki
náð sér, nema þau, sem unnin
voru upp. — Seinni sláttur sagði
hann að væri óðum að minnka
og engjaheyskapur aflagður.
Stefán Guðmundsson í Túni í
Hraungerðishreppi, sagði að í dag
væru allir að slá. — Það var búiS
að bíða lengi eftir þurrkinum, að
vísu þornaði á sunnudaginn, en
það nýttist illa. Hér er mikill
hugur í mönnum og við þökkum
nýju ríkisstjórninni þennan þurrk.
Stefán sagði, að þar í sveit væri
seinni sláttur að mestu úr sög-
unni, ^nda tún orðiri svo stór, að
ekki væri þörf á tvíslætti. Þá yrði
engjaheyskapur lítill sem enginn
í sumar, því menn sæju fram á
nóg hey af túnum sínum.
Guðbjörn Einarsson á Kárastöð
um í Þingvallasvoit, sagði, að all-
ir væru að byrja að slá í dag.
Framhald á bls. 14.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16