Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						*
*
*
*
#
^SSÉSSeJ!
khsiiskAmr *
Zbfts* *Í£*.txA*éLexJt^ JkJt *
RAfTÆKJADEltO, KAFSAftSBWMa, tíW-^MB   j£
lagólfs Óskarssonar
öapparstíg 44 - sími 11783 fe
Pðstsendum
766. tbl.
Þriðjudagur 27. júlí 1971.
55. árg.
Barnard ekki hættur:
Fékk nýtt
hjarta og
lungu líka
NTB—Hbfðaborg, mánudag.
Adrian Herbert, tannlæknir í
Höfðaborg, er nú sagður á bata-
vegi, eftir að í hann voru grædd
bæði lungu og hjarta í gær. Það
var prófessor Christian Barnard
sem framkvæmdi aðgerðina, þá
fjrstu sinnar tegundar í Suður-
Afríku. Líffærin voru tekin úr 28
ára gömlum manni, sem lézt í gær
af höfuðáverka. Kona hans hefur
lýst því yfir, að hún hafi ekkert
vitað um þetta, enda hafi hún ekki
g«fið samþykki sitt.
Þrisvar sinnum hefur verið gerð
slík aðgerð í Bandaríkjunum, en
sjúklingarnir hafa allir látist.
Adrian Herbert er blökkumað-
ur og 49 ára gamall. Hann hefur
Framhald á 11. síðu.
Skotar
blésu í
pípurnar
EB—Kcykjavík, mánudag.
Reykvíkingar fengu góða heim-
sókn í gær. Var um að ræða hóp
ungra og eldri skozkra sekkjapípu-
leikara. Hópurinn lék um fjögur
leytið í gær, á hljóðfæri sin, fyrir
utan Gimli við Lækjargötu og naut
fjöldi borgarbúa hljóðfæraflutn-
ingsins því að þrátt fyrir skúra-
leiðingar í borginni i dag, skein
sólin og hlýtt var í veðri, þegar
hópurinn skemmti.
Á'ð'ur en skotarnir hófu hljóð-
færaflutning, færðu þeir borgar-
stjóranum í Rcykjavík góðar gjaf
ir að gömlum og góðum sið. Munu
margir Reykvíkingar bera hlýjan
hug til þessarar heimsóknar Skot-
amia.        (Tímamynd Gunnar)
Sjávarútvegsráðherra á Snæfellsnesi og Húsavík:
Útvegsmenn harma og lýsa
undrun sinni á ályktun LIU um
hækkun fískverðs tilsjomanna
Reyndi LÍÚ að koma í veg fyrir að ályktanir
yrðu samþykktar á fundum útvegsmanna?
ÞÓ—Reykjavík, mánudag.
Undanfarið hefur Lúðvík Jósefs-
son sjávarútvegsráðherra haldið
fundi með útgerðarmönnum víðs
vegar á landinu, og kynnt stefnu
sína í sjávarútvegsmálum, eins
hefur 'hann gert grein fyrir
bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinn
ar um hækkun fiskverðs og bætt
kjör sjómanna. Á fundunum, sem
haldnir voru nú fyrir helgina á
Húsavfk og Snæfellsnesi voru
ályktanir samþykktar, og í þeim
er stjórn LÍÚ gagnrýnd fyrir að
hafa samþykkt ályktun varðandi
bráðabirgðalögin án þess að hafa
samband við. útvegsmannafélögin.
Fréttir vestan af Snæfellsnesi
herma að stjórnarmeðlimir LÍÚ
hafi verið a'ð hringja vestur fyrir-
ir fundinn, sem haldinn var- í
Grundarfirði og menn beðnir að
„passa" a'ð engir. ályktun yrði
samþykkt á fundinum, en svo fór
ekki, því útvegsmenn á Snæfells-
nesi sendu frá sér ályktun þar
sem þeir gagnrýna stjórn LÍÚ.
Einnig kom til tals á fundinum
að lesa upp ályktun LIU og at-
huga hvort hún ætti einhverju
fylgi að fagna. Ekkert varð úr
því að það yrði gert, þar sem hún
fékk engan hljómgrunn.
Ályktanir sem samþykktar voru
á Grundarfirði og Húsavík fylgja
hér neðanundir.
Útgerðarmenn og sjómenn á
Húsavík héldu fund á Húsavík á
laugardaginn. Lúðvík Þ. Jósefs-
son, sjávarútvegsráðherra kom á
fundinn og gerði grein fyrir
bráðabirgðalögum ríkisstj órnarinn
ar um hækkun fiskverðs og ræddi
um kjör sjómanna. Fundurinn
sendi frá sér eftirfarandi sam-
þykkt:
„Fundur haldinn í Samvinnu-
félagi útgerðarmanna og sjó-
manna á Húsavík, þann 24. júlí
s.l. fagnar þeirri ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að hækka fiskverð
og aflahlut sjómanná. Fundurinn
telur brýna þörf á því að bæta
kjör sjómanna, svo að sjómanns-
starfið verði eftirsóknarvcrðara
en það hcfur verið. Það  er  álit
fundarins, að mjög varhugavert
sé, að halda niðri fiskverði með há
um greiðslum af fiskverði í verð-
jöfnunarsjóð, á sama tíma og af-
koma útgerðarmanna og sjómanna
er ekki betri, en raun er á. Fund-
urinn lýsir undrun sinni yfir
því, að stjórn LÍÚ skuli hafa mót-
mælt þeirri fiskverðshækkun, sem
ákveðin ° hefur verið og telur þá
samþykkt ekki í neinu samræmi
við almenna skoðun útvegsmanna
og sjómanna."
Fyrir helgina hélt Lúðvík Jósefs
son sjávarútvggsráðherra fund
með útvegsmönnum á Snæfells-
nesi. Á fundinum gerði sjávarút-
vegsráðherra grein fyrir bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinnar
um hækkun fiskverðs og betri kjör
sjómanna. Eftirfarandi ályktun
var samþykkt á fundinum:
„Fundur í Útvegsmannafélagi
Snæfellsness harmar að stjórn
LÍÚ skuli hafa gert ályktun um
bráðabirgðalög rfkisstjórnarinnar,
dags. 21. júlí s.l., án þess að hafa
samráð við útvegsmannafclögin."
I
Fá allt að 150 silunga
í lögn í Mývatni
KJ—Reykjavfk, mánudag.
Silungsveiðin í Mývatni virð-
ist mikið vera að glæðast um
þessar mundir, því sumir bænd-
ur hafa fengið allt að 150 sil-
unga í vitjun.
Hjá þeim sem stunda netá-
veiðar í vatninu, hefur afli að
undanförnu verið allgóður, en
menn eru með misjafnlega mörg
net í vatninu. Mun algengur afli
hjá sumum hafa verið 80 — 100
silungar í vitjun, og komist upp
í 150 silunga á einu búi í Mý-
vatnssveit.
Urriðaveiði er dáStil í vatn-
inu, 0i2 í sumar hefur veiðzt
urriði þar sem hann hefer ekki
fengizt á undanförnum áriun.
Ómögulegt er að gera sér grein
fyrir því hvað þessu veMur, en
urriðaveiði hefar áður gengið
í bylgjum.
Jón Illugason útíbússtjóri j
KÞ ReykjaMíð, sagði Timanum
að ferðamenn í Myvatnssveit
væru sú fleiri en nokkru sinni
áður, og gilti það jafnt ma inn-
lenda sem erlenda ferðamenn.
Þriðja dauðaslysið
á vegum í Húnavatns-
sýslum á þessu sumri
Iþróttir um helgina. Bls. 8, 9 og 10
ÞÓ—^Reykjavík, mánudag.
Banaslys varð þegar jeppabif-
reið valt út af afleggjaranum
upp að Gilá í Vatnsdal, á laug-
ardaginn. Fernt var í bilnum,
tvær stúlkur, smábarn og einn
karlmaður og var það hann
sem lézt. Þetfa er þriðja dauða-
slysið úti á vegum landsins í
sumar. Fyrir stuttu fórust
kona og barn í bifreiðarslysi í
Vatnsskarðinu Húnavatnsýslu-
megin.
Slysið varð með þeim hætti,
að jeppinn var á leiðinni upp
afleggjarann upp að Gilá, en af
leggjarinn er brattur með háum
köntum,  einnig  eru  nokkrar
beygjur á honum. Stúlkan, sem
keyrði mun einhvernveginn
hafa misst stjórn á bflnum og
valt jeppinn fram af afleggjar-
anum, með þeim afleiðingum,
að karlmaðurinn sem var í
jeppauum lézt. Þegar við höfð-
um samband við lögregluna á
Blönduósi í dag, var okkur tjáð
að það hefði verið um kl. 17.30
-á laugardaginn, sem jeppinn
f ór útaf veginum. Fóru lögregla
og læknir strax á slysstað, en
þegar að var komið var karlmað
urinn látinn. Stúlkurnar sem
voru í jeppanum, slösuðust eitt-
hvað og eins var með barnið.
Framhald á U. síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12