Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 16
Við mótumst öll af menninguokkar. Siðir og venjur eru ólík milli tveggja heimila. Margir þekkja á eigin skinni taugatitring í upphafi sambanda. Árekstur verður milli venja og siða ein- staklinga sem aldir eru upp á sitt hvoru heimilinu. Fyrstu jólin hafa reynst mörgu nýbökuðu parinu erfið, jafnvel þótt bæði séu sprottin úr nokkurn veginn sama umhverfi, siðum og menn- ingu. Maður þarf að þekkja fólk til þess að treysta því. Traust skipt- ir öllu í viðskiptum. Sá sem hegð- ar sér með allt öðrum hætti en við teljum eðlilegt nýtur ekki trausts okkar. Það sem verra er, þetta gildir líka um okkur sjálf. Ef við göngum ekki af virðingu um siðvenjur og menningu ann- arra þjóða farnast okkur tæplega vel í samskiptunum. Stærri vilja eigin tungu Guðjón Svansson er verkefnis- stjóri hjá Útflutningsráði. Sérsvið hans er menningarlæsi í viðskipt- um. Hann skoðar hindranir sem geta orðið í viðskiptum vegna tungumáls, ólíkra siða og venja. Markmiðið er að kenna viðskipta- lífinu að lesa menningu annarra, til þess að koma í veg fyrir að við- skipti sem annars hefðu orðið klúðrist vegna þess einfaldlega að menn eru ekki læsir á siði og venjur þeirra sem sátu við samn- ingaborðið með þeim. „Maður þarf ekki að fara langt til þess að sjá mun á viðskiptamenningu. Milli Norðurlandanna, þó það séu lík samfélög, nálgast menn hlut- ina á mismunandi hátt.“ Guðjón lærði í Danmörku. „Danir eru mjög góðir í þessu, enda lítið land sem hefur þurft að bjarga sér í viðskiptum. Þeir hafa byggt upp reynslubanka og lært að það skiptir máli við hvern þeir eru að tala.“ Stærri þjóðir hafa síður tilhneigingu til að laga sig að hátt- um annarra. „Þjóðir eins og Frakk- ar og Þjóðverjar eru sjálfum sér nægar á flestum sviðum og hafa því minni ástæðu til að laga sig að öðrum.“ Guðjón segir að viðhorfið hér heima, þegar hann hafi byrjað að fylgjast með því, hafi verið að við hefðum lært ensku til að taka þátt í alþjóðlegum viðskiptum. Skilningur á því að Þjóðverjar og Frakkar vildu eiga viðskipti á sín- um tungumálum hafi verið lítill. „Mönnum fannst það nánast dóna- skapur. Þetta hefur breyst mikið síðan þá.“ Íslendingar voru lengi vel hrá- efnisframleiðendur og markaðs- hugsun ekki ríkjandi í viðskipta- lífinu. „Viðhorfið var oft: Ef Frakkarnir vilja ekki kaupa þetta, þá seljum við bara einhverjum öðrum.“ Aukin fjölbreytni fram- leiðsluvara kallar á aðra nálgun. „Við höfum miklu ríkari þörf fyr- ir að þekkja bakgrunn og menn- ingu viðskiptavina okkar. Þetta er lærdómsferli og miklu æskilegra að nýta reynslu og þekkingu ann- arra en að þurfa að ganga í gegn- um það sjálf.“ Hönd í hönd Viðskipti eru ekki bara tölur á blaði. Áherslan á samskipti er mismikil eftir löndum. „Það er til dæmis mjög ríkt í löndum Suður- Evrópu að samskiptin komi fyrst. Menn eiga viðskipti við þá sem þeir þekkja og treysta. Áður en menn fara að semja um tölur og magn þurfa þeir að eyða tíma í að kynna sig og mynda vináttu og traust.“ 16 8. febrúar 2004 SUNNUDAGUR 5,1%* – Peningabréf Landsbankans www.landsbanki.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.12.2003–31.12.2003 á ársgrundvelli. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. V ið sk ip ta fr ét ti r á su nn ud eg i VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS *Gengi bréfa síðustu sjö daga 9,4% -3,4% -5,0% 21,6% 13,3% 15 12 9 6 3 0 -3 Mesta hækkun (%)* *Gengi bréfa síðustu sjö daga 6 3 0 -3 -6 -9 -12 Mesta lækkun (%)* Mesta velta mán. þri. mið. fim. fös. Síldarvinnslan hf. Grandi hf. Líf hf. Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Íslandsbanki hf 5.2670 milljónir Landsbanki Íslands hf. 1.331 milljónir Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1.180 milljónir Jarðboranir hf. Vinnslustöðin hf. Líftæknisjóðurinn hf. mán. þri. mið. fim. fös. -5,3% GUÐJÓN SVANSSON Útflutningsráð vinnur að verkefnum sem lúta að því að fræða at- vinnulífið um allt sem lýtur að erlendum viðskiptum. Guðjón Svansson er verkefnisstjóri hjá ráðinu. Svið hans er samspil menningar og viðskipta; hvernig menningarlæsi getur hjálpað ís- lenskum fyrirtækjum að ná betri árangri í viðskiptum í útlöndum. h a u s v e r k / 3 7 7 4 Menningin lykill að viðskiptum Viðskipti eru ekki bara tölur á blaði heldur eru almenn atriði mannlegra samskipta ráða miklu um árangur í viðskiptum. Traust er lykilhugtak samninga og þekking á menningu og siðum við- skiptaþjóða okkar getur skipt sköpum um hvort menn ná árangri eða ekki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.