Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
KÆLISKÁPAR
RAFTORG
SÍMI: 26660
RAFIflJAN
SÍMI: 19294
121. tölublað —Föstudagur 2. júni 1972
Sigið í Látrabjarg:
Eggjataka á Mið-
landahillu í fyrsta
skipti síðan 1922
JH—Reykjavik
Á Miðlandahillu, stærstu
hillu Látrabjargs, hefur ekki
veriö sigiö til eggjatöku slðan
áriö 1922, þar til nú á
dögunum. Þá var Siguröur
Kristjánsson frá Heimabæ á
Hvallátrum þar vestra við
niunda mann þeirra erinda að
endurnýja gömul kynni sin við
bjargið. Meðal manna þeirra,
sem fóru með Sigurði á
bjargið, voru kunnir iðju-
höldar og forstjórar hér syðra.
Annars fór Sigurður niður á
hilluna i fyrra, en þá voru egg
þar orðin unguð, svo að ekki
varð af eggjatöku. Að þessu
sinni var fuglinn lítt orpinn, er
þeir Sigurður komu vestur, og
höfðust þeir þar við vikutima
til þess að biða eftir varpinu.
Þeir segja þá sögu, að
raunar hafi ekki verið blóm-
legt að þessu sinni I bjarginu.
Fuglinn, sem einkum er lang-
via, hafi verið svo magur, að
mótað hafi fyrir bringu-
beininu, og hafi ekki verið sjón
að sjá bjargið að þessu sinni.
Telja Sigurður og félagar
hans, að fuglinn eigi svo langt
að sækja i æti, sem mest-
megnis er trönusild, að hann
sé nálega örmagna, er hann
kemur i bjargið með björg i
bú sitt.
Varp var einnig miklu
rýrara en eðlilegt má kallast,
og er þar til dæmis, að i svo-
nefndri StefniskJeif, þar sem
veriðhafa áttatiu til niutiu egg
undanfarin ár, voru nú aðeins
tólf. óvenjulega mikið bar lika
á svokölluðum örverpum —
eggjum, sem eru miklu
smærri en eðlilegt er.
Timinn bar þetta undir,
Asgeir Erlendsson, vitavörð á
Hvallátrum, mann nauð-
kunnugan Látrabjargi og
fuglalifi þar vestra. Hann
kvað fuglinn hafa verið feitan,
er hann kom af hafi nokkru
fyrir sumarmál, og meðan
loðnugangan fór þar hjá
vestra, hljóti hann að hafa
haft gnægð ætis. Aö öðru leyti
kvað hann sér ekki kunnugt
um hagi bjargfuglins eins og
stæði.
Skákborðið úr
íslenzku grjóti
Þessa dagana er staddur hér á
landi fulltrúi Spasskys, og er
hann aö kynna sér allar aðstæður
i Reykjavik vegna einvigisins
milli Spasskys og Fischers.
Maður þessi heitir Nocolay
Krogius og er dósent í sálfræði.
Þegar að einviginu kemur, mun
hann verða aðstoðarmaður
Spasskys.
I fyrradag skoðaöi Krogius
Laugardalshöllina i fylgd Guð-
mundar G. Þórarinssonar, og er
þeir komu út þaðan, sagði
Rússinn, að sér litist mjög vel á
höllina sem keppnisstað. I gær
skoðaði Krogius Hótel Sögu, og að
skoðun lokinni lét hann i ljós
ánægju sina yfir hótelinu. Meðan
á einviginu stendur, á Spassky að
búa á Hótel Sögu, en Fischer
verður á Loftleiðum.
Guðmundur G. Þórarinsson,
forseti Skáksambands Islands,
sagði i viðtali við blaðið i gær, að
Krogius hefði bent á punkta, sem
gótt hefði verið að fá fram, og
væri Krogius mjög samvinnu-
þýður og lipur.
Akveðið er, að skákborðið, sem
notað verður i einviginu, verði úr
islenzku grjóti, það er að segja ef
þeir Fischer og Spassky sam-
þykkja það. Gunnar Magnússon
húsgagnaarkitekt teiknaði
borðið, Ragnar Haralz húsgagna-
smiður mun sjá um gerð þess,og
Steinsmiðja Sigurðar Helgasonar
mun útvega og höggva til grjótið.
Að einviginu loknu ætlar islenzka
skáksambandið að gefa Þjóð-
minjasafninu skákborðið, og
verður það varðveitt þar til minn-
ingar um þessa einstæðu keppni.
Skáksamban'di íslands hafa
borizt tilboð frá nokkrum
þekktum klukkufyrirtækjum,
sem vilja gefa skákklukkuna og
peningaupphæð að auki. Meðal
þeirra fyrirtækja, sem hafa haft
áhuga á að gefa „einvigisklukk-
una", er bandariska fyrirtækið
Bulowa Watch.
Þá er og unnið að ýmsum
breytingum á Laugardalshöll-
inni, bæði vegna einvigisins og
listahátiðarinnar. 1 þvisambandi
er t.d. verið að loka göngunum
upp i salinn, og búið er að panta
gluggatjöld fyrir alla glugga, þar
sem ekki voru tjöld fyrir.
Djúpivogur:
TUNDURDUFLIÐ
ÞARF AÐ FINNAST
áður en byrjað verður á hafnarframkvæmdum
Þó—Reykjavik.
í sumar stendur til að
reka niður 30 x 50 metra
stálþil i höfninni á
Djúpavogi. Þegar
þessum framkvæmdum
lýkur, verður kominn
sæmilegasti    viðlegu-
Sólarhring á undan
áætlun frá Japan
00—Reykjavik.
Fyrri Fokker Friendshipflug-
vélin, sem Flugfélag tslands
keypti frá Japan, kom til Reykja-
vfkur i gær. Islenzk áhöfn flaug
vélinni frá Japan og var haldið
þaðan 25, þ.m. eða sama daginn
og flugvélin var afhent. Búist var
við vélinni til íslands i dag, en hún
kom sólarhring á undan áætlun.
Flugvélin fer nii i skyndi-
skoðun, en siðan i áætlunarflug.
Er hún máluð i litum All Nippon
flugfélagsins og gefst ekki timi til
að mála hana i litum Fí fyrr en
siðar. (Seinni flugvélin verður af-
hent 10. júli og er væntanleg
hingað 16. eða 17 júli. Flugvélar
þessar voru smiðaðar 1964, og eru
eins og þær tvær vélar, sem Eí. á
fyrir sömu gerð, nema hvað
hreyflarnir eru kraftmeiri og
flughraði þeirra um 10% meiri en
hinna vélanna.)
A myndinni er áhöfnin, sem
flaug vélinni frá Japan, en menn-
irnir eru Sigurður Haukdal, flug-
stjóri, Gunnar Valgeirsson, véla-
maður og Þór Sigurbjörnsson,að-
stoðarflugmaður.Timamynd GE.
kantur á Djúpavogi.
Áður en hægt er að byrja
á þessum fram-
kvæmdum, verður að
segulmæla höfnina vel,
þar sem hætta er talin á,
að tundurdufl leynist
þar, frá þvi á striðs-
árunum.
Tundurdufl það, sem hér um
ræðir, rak inn á Djúpavog og
sökktu Bretar þvi á sinum tima,
en hirtu ekki frekar um það.
Maður frá Vita- og hafnarmála-
stjórn var á Djúpavogi fyrir
stuttu með mælitæki, og mældi
hann höfnina alla, en varð ekki
var við duflið. Þrátt fyrir það er
ákveðið að "leita meira, og mun
jafnvel verða reynt.að fá Varnar-
liðið til að mæla upp höfnina.
Verið getur, að duflið hafi hreyfzt
mikið úr stað, bæði vegna Iss,
sem komið hefur inn á Djúpavog,
skrúfugangs skipa og ölduróts.
Eins getur verið,aö það liggji ein-
hvers staðar vel falið.
Áður en byrjað verður að reka
niður stálþilið, verður komið upp
grjótgarði til að haja vinnupalla
á. Þegar svo stálþilinu hefur
verið komið fj^rir, verður hafizt
handa um að dýpka höfnina, og
efninu, sem upp kemur, verður
sennilega dælt innfyrir stálþilið.
Leghella Jóns iðnnema
jörðuð í uppfyllingu
JH — Reykjavik
í Sunnudagsblaði Tlmans var
fyrir nokkru vikið að þvi, að all-
sérkennilegum safngrip hefði
verið tortimt, er lögreglan I
Reykjavik braut i sundur hellu
þá, sem iðnnemar færðu að húsi
Vinnuveitendasambands Islands
1. mal og reistu upp við fánastöng
þess með tilheyrandi áletrun um
sorgleg afdrif Jóns Jónssonar
iðnnema.
Við eftirgrennslan af hálfu Iðn-
nemasambandsins hefur komið I
ljós, að lögreglan fór með hellu-
brotin inn á Skúlagötu og fleygði
þeim I uppfyllingu, sem þar er
verið að gera. Nú er búið að bæta
þar ofan á mörgum smálestum af
mold og grjóti, svo að næstum þvl
mun orðið jafntorvelt aö finna
gripinn og gullskipið, sem lengst
hefur verið leitað austur á
söndum
Fleiri en við hér hjá Tlmanum
létu sér fljótt skiljast, að hella
þessi var sögulegur steinn og
eftirsóknarverður. Til dæmis
falaðist skrifstofustjóri Vinnu-
veitendasambandsins, Barði
Friðriksson, þegar eftir þvi að fá
helluna keypta, og mun hann hafa
ætlað að skreyta garð sinn með
henni nú fyrst um sinn.
Um uppruna þessa hellubjargs
er það að segja, að iðnnemar
sóttu það upp I Oskjuhlið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20