Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
K/ELISKAPAR
RAFTORG
SÍMI: 26660
RAFIflJAN
SÍMI: 19294
¦sWnír
124. tölublað — Þriðjudagur 6. júni 1972 — 56. árgangur

Bifröst erbrú goðanna, og úr hvamminum í Grábrók liggur leiöin austur á Þórsmörk, þar sem
einnig er heilög jörð.
Brúðkaup ...að eld-
fornum sið við
sólarupprás í
Grábrókarhrauni
S.H., Bifröst.
i gærmorgun fór hér fram svo óvenjuleg athöfu, ao vart hefur
önnur slik veriö framkvæmd i Borgarfiroi, nema verið hafi á löngu
liöinni tío á þeirri öld, er Skallagrimur steig fyrst á land meö föru-
neyti og grjóti var hlaöiö ao kistu Kveldúlfs: Um sólarupprás vfgoi
séra Houston Smith, prófessor i samanburðartrúfræði, ungfrii Joan
Halifax, mannfræoing frá Miami, og dr. Stanislav Grof, geðlækni
frá Baltimore, saman I hjónaband eftir eldfornum siðareglum.
Þetta gerðist f skjólrikum hvammi I Grábrókarhrauni við morgun-
söng nývaknaðra skógarþrasta, sem áður höfðu bundizt hjúskapar-
heiti f kyrrþey og stofnað til búskapar f kjarrinu.
Frá sjónarmiði leikmanns
var þessi athöfn hámark al-
þjóðlegrar ráöstefnu um sál-
fræði og sálræna liffræði, er
haldin var i Bifröst 31. mai til
5. júni. Að þeirri ráftstefnu
stóöu Rannsóknarstofnun
vitundarinnar i Reykjavik og
Transpersonal Association I
Kaliforniu. En forstööumaður
Rannsóknarstofnunar
vitundarinnar er Geir Vil-
hjálmsson, sálfræðingur I
Reykjavik, er jafnframt var
framkvæmdastjóri ráðstefn-
unnar i Bifröst.
Andrúmsloftið
islenzka varð lóðið
á metaskálarnar.
Þau ungfrú Halifax og dr.
Grof höföu ekki afráðiö, hvar
eða hvenær bruðkaup þeirra
ætti að standa, en þau höfðu
bæöi aflað sér nauðsynlegra
skilrikja til hjónavigslu, án
þess þó að bera sig saman um
það-Hingað til lands komu þau
örfáum dögum áöur en ráð-
stefnan i Bifröst átti að hef j-
ast, ferðuðust um Snæfellsnes
og dvöldust i sumarhúsi á
Húsafelli. Hið islenzka um-
hverfi og andrúmsloft örvaði
löngun þeirra til þess að efna
sem fyrst til hjúskaparins, og
sólvermt hraunið við Grábrók
varð fyrir valinu.
óvenjuleg    ráðstefna
Um sjálfa ráðstefnuna er
það að segja, að hún var harla
nýstárleg. Hana sótti um sex-
tiu manns frá tslandi, Banda-
rikjunum, Kanada og ýmsum
Norðurálfulöndum. Viöfangs-
efni hennar voru breytingar á
vitundinni — sérstaklega þær,
sem fara út fyrir ramma per-
sónuleikans i jákvæðum skiln-
ingi, sem og huglækningar og
aðrar andlega lækningar.
Loks var fjallað um liffræöi-
legar hliðar á starfsemi sálar-
innar.
Meðal þess, sem til umræðu
kom, var goðafræði og helgi-
siðir, og hvernig þátttaka i
helgisiðum getur leitt til
breytts vitundarástands.
Bifröst, tengiliður
himins og jarðar
Bifröst þýðir sem kunnugt
er regnbogi, goðabrú, tengilið-
ur himins og jarðar. Heiti
staðarins og viðfangsefni ráð-
stefnunnar leiddu eins og af
sjálfu sér til þess, að til brúð-
kaupsathafnarinnar yrði efnt
meö fornlegum hætti. Var leit-
að til Einars Pálssonar eftir
vitneskju um fornar, uppruna-
legar brúökaupsvenjur nor-
rænna manna, svo að þetta
gæti orðið goðsöguleg hjóna-
vigsla, jafnframt þvl, sem dr.
Josepth Campbell, frægasti
goðfræðingur Bandarfkjanna,
lagði einnig á ráð um sjálfa
helgisiðina, er viðhafðir
skyldu.
Kona dr. Campbells, Jean
Erdman Campbell, dansa-
höfundur af Broadway, ann-
aðist uppsetningu hópsins, og
frú  Unnur  Eyfells   valdi   og
Framhald frásagnar og fleiri myndir á bls. 5
Tveir piltar
eru tepptir í
Hælavíkurbjargi
GS-ísafirði.
Mjög vont veður gerði
hér á föstudag, laugar-
dag og sunnudag. Sig-
menn i Hælavikurbjargi
urðu að hætta störfum,
en tveir þeirra hafa ver-
ið i tjaldi niðri i bjarginu
alla dagana. Reistu þeir
tjald sitt á sillu þar inn-
undir smáskúta og haf-
ast þar við. Þessir piltar
heita Sigurður Magnús-
son og Brynjólfur
óskarsson, Þeir segja
allt vera i lagi hjá séí,
og um leið og hægir
verður farið á bát undir
bjargið og eggin tekin
niður i loftbraut, en slikt
hefur tiðkazt undanfar-
ið, í stað þess að taka
þau upp eins og áður var
gert. Er þetta bæði fljót-
legra og fyrirhafnar-
minna.
Annars erum við hér á ísafirði
ekki hrædd um strákana, Sig-
urður er að nokkru leyti alinn upp
hjá vitaveröinum á Hornbjargi og
er sennilega einn skæðasti bjarg-
maður hér á landi.
Strákarnir eru með talstöð,
þannig að hægt er að halda stöð-
ugu sambandi viö þá. t gær,
mánudag, var komið gott veöur
og voru þeir þá aö týna egg sam-
an i bjarginu, sem verða slðan
send niður um leið og lægir nægi-
lega mikið, þannig að þeir eru
ekki i nokkurri hættu — og
kannski má segja, að þeir séu
bara aö sóla sig úr þessu. Bátur-
inn biöur þeirra úti Hornvik,
þannig að þetta er allt i himna-
lagi.
Lesendum Timans
er ráðlagt að láta ekki
staðar numiðvið goð-
orðsbrúðkaupið i Grá-
brókarhrauni, heldur
fletta lika upp á blað-
siðu 6 og 7, þar sem
segir af afreki
islenzks skipstjóra:
Mikilli og vandasamri
læknisaðgerð á hafi
úti i stormi og hauga-
sjó.
Ferðamenn
fá mat
- þrátt fyrir verkfall matsveina
OÓ-Reykjavik.
Verkfall matsveina I veitinga-
húsum hófst á sunnudagskvöld,
þar sem samningar tókust ekki
fyrir boðaðan verkfallstlma. Fá
þvi hótelgestir ekki heitan mat I
veitingasölum hótelanna, og
verða þeir ab láta sér nægja
brauð og kaffi, en hins vegar er
framreiddur matur i flestum
veitingahúsum borgarinnar, sem
ekki eru rekin I sambandi við
hótel. Sáttafundur stóð yfir frá kl.
4 á sunnudag til 8 á mánudags-
morgun, en deilan var ekki út-
kljáð, og annar fundur hefur ekki
veriöboðaður. t gær var hins veg-
ar samið um kjör ófaglærðs
starfsfólks veitingahúsanna.
Veitingamenn samþykktu þá
samninga i gær, en fundur er I
félagi starfsfólksins i dag.
011 hótel I Reykjavfk eru nii full.
Ferðamannastraumurinn er
byrjaður og listahátiö hafin. Er
þvf einkar bagalegt fyrir veit-
ingamenn að geta ekki selt gest-
um sinum mat yfir háajinatlm-
ann. Er gestum bent á að borða á
þeim stóðum, þar sem eigendur
eru matsveinar og mega starfa að
matseld. Einnig eru nokkrir veit-
ingastaðir, sem lærðir mat-
sveinar hafa ekki unnið *, og er
eldað þar eins og vant er.
Ferðaskrifstofumenn hafa
þingað hér sfðustu dagana, og
lauk ráðstefnunni i gærkvöldi. Til
stóð að halda lokasamsæti á Hótel
Sögu, en af þvi gat ekki orðið, og
þvi varð það að ráði að bjóöa
gestunum að borða kvöldverö á
Akranesi. Þangað fór 200 manna
hópur með Akraborginni og kom
aftur upp úr miönætti.
011 matsöluhús i miðborginni
voru opin og matur seldur eins og
hver vildi hafa. A Hressingar-
skálanum var aðeins hægt að fá
hamborgara og slikan mat. t
caféteriunni i Loftleiðahótelinu
var seldur allur matur fram eftir
degi, en matsveinar stöövuðu alla
kokkamennsku þar kl. 6 i gær, og
eftir það mátti aðeins selja sam-
lokur og bacon.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24