Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
KÆLISKAPAR
RAFTORG
SÍMI: 26660
IIAFIÐJAN
SÍMI: 19294
V-Þjóðverjar
skjóta mál-
inu einnig
til Haag
TK-Reykjavík.
I fyrradag, £i. júnl, skaut rikis-
stjórn Vestur-Þýzkalands fisk-
veiðideilunni viö Islendinga
vegna útfærslu fiskveiðilandhelg-
innar við Islands i 50 sjómflur 1.
september n.k. til Alþjóðadóm-
stólsins i Haag. Feta Þjóðverjar
þar i íótspor Breta i máli þessu,
enda gerðu þeir sams konar sam-
komulag við rikisstjórn fslands
árið 1961. Vitna þeir og til samn-
ingsins frá 1961 og telja hvers
konar útfærslu eða friðunarað-
gerðir Islendinga utan við 12
milna fiskveiðilögsögu óheimila
nema með fjölþjóðlegum samn-
ingum vegna ákvæða samkomu-
lagsins frá 1961.
Þar með telja þeir uppsögn
islenzku rikisstjórnarinnar á
samningum frá 1961 óheimila.
Vestur-Þjóðverjar telja eins og
Bretar, að útfærsla fiskveiðilög-
sögunnar við ísland I 50 sjómílur
brjóti I bága viö alþjóðalög og I
öðru lagi sé íslendingum óheimilt
að gripa til hvers konar verndun-
araðgerða fyrir utan 12 milna lög-
söguna nema með tvihliða sam-
komulagi við V-Þjóðverja skv.
samningnum frá 1961 eða fjöl-
þjóðlegu samkomulagi um frið-
unaraðgerðir utan lögsögu
strandrikis.
Voru menn í Dan-
mörku fyrir ísöld?
SB-Reykjavík.
Fornleifa- og jarðfræðingar frá
háskólanum i Arósum telja sig nú
hafa fundið sönnur þess, að Dan-
mörk hafi verið mönnum byggð
þegar 90-100 þúsund árum fyrir
Krist, eða 70-80 þúsund árum áður
en fram til þessa hefur verið ætl-
að. Sannanirnar eru 50 grófar
flisar, sem greinilega eru höggn-
ar úr steini af mannshöndum, lik-
lega við gerð verkfæra.
Flisarnar fundust nýlega i háu
barði i grennd við Christiansfeld
«&«*
i»aa«»-
I
I
Jón Valdimarsson, flugstjóri, við „leiðarvísinn" á Station Nord. Upp eru gefnar vegalengdir til hinna
ýmsu stórborga iheiminum og má til dæmissjá, að til Moskvueru 3330kllómetrar.      (Ljósm.: Sig.
Halldórsson)
FLUTTU HUS Á MILLI
STAÐA í GRÆNLANDI
ÖV-Reykjavík.
Eins og komið hefur fram i
fréttum, þá var danska veður-
athugunarstöðin Station Nord
nýíega flutt til á Grænlandi, en
hún var I um það bil 2400 km
fjarlægð frá Reykjavik. Tveir
flugmenn frá flugfélaginu
Landflug tóku þátt i þessum
flutningum og eru þeir nú
komnir aftur, eftir að hafa
verið á nýja staðnúm, Kap
Moltke, I 5 sólarhringa.
Upphaflega áttu Islenzku flug-
mennirnir, Jón Valdimarsson
og Sigurður Halldórsson,
aðeins að flytja 5 Dani frá
Station Nord til Kap Moltke,
en bandarisk flutningaflugvéí
af Herkúles-gerð, bilaði og þvi
flúttu þeir Jón og Sigurður
allan flutningin á milli staða,
þar á meðal heilt hús.
Þeir komu aftur til Reykja-
vikur á laugardaginn og létu
vel af dvólinni á Grænlandi, i
aðeins 480 sjómilna fjarlægö
frá norðurpólnum. Að visu
henti þá það óhapp, að eitt
dekk flugvélar þeirra, Beech-
craft-vélar, sprakk, en það
kom ekki að sök.
Sjámyndirábls.6
síld úr
Norðursjó
Oó-Reykjavík.
Verðlagsráð sjávarút-
vegsins ákvað í gær lág-
marksverð á síld, sem fryst
verður i beitu, en veidd er í
Noröursjó/ eða við Fær-
eyjar, Hjaltlandseyjar,
Orkneyjar éða Suðureyjar.
Er verðið 12 kr. fyrir hvert
kílð við hlið veiðiskips í
islenzkri höfn. Ekkert
ákveðið      verð var til á
Norðursjávarsild, en nú á
að gera tilraun til að sjá,
hvort veiðiskipin komi ekki
annað slagið með farma
hingað til lands, en beitu-
skortur erávailt mikill, síð-
an sildveiðarnar lögðust að
mestu af á íslandsmiðum.
011 islenzku veiðiskipin, sem
sildveiðar hafa stundað i Norður-
sjó, hafa lagt afla sinn upp er-
lendis, en ekki á föstu verði, held-
ur er hver farmur boðinn upp og
seldur hæstbjóðanda.
Tæpast munu islenzku sild-
veiðimennirnir, sem fiska i
Norðursjó áfjáðir i að sigla alla
leið til Islands með aflann og selja
á 12 kr. kilóið, þvi i fyrra fékkst
mun hærra verð fyrir sildina er-
lendis, og verður væntanlega i
sumar, en þegar skipin eru á
heimleið geta þau allt eins kastað
á leiðinni og komið með sildar-
farm i beitu, þegar ákveðið verð
er fyrir hendi, og ef 60 til 70 skip
veiða lengri eða skemmri tima i
Norðursjónum og koma heim
með sildarfarma ætti að geta
dregið nokkuö úr beitusild-
arskortinum.
Er Búðardals-
leirinn hæfur
til vinnslu?
SB-Reykjavík.
Nú fer að liða að þvLað Búð-
dælingar fái að vita, hvort þeir
geta komið leirrfum sinum I
peninga. Eitt sinn var sam-
þykkt á Alþingi að láta fara
fram rannsókn á leirnum/
sem svo mikið er af I Búðar-
dal, I þvi skyni að vita hvort
hann væri hæfur til einhvers-
konar vinnslu. Niðurstöður
rannsóknanna munu væntan-
legar siðar i þessum mánuði,
að sögn Steinþórs Þorsteins-
sonar  kaupfélagsstjóra  á
staðnum. Steinþór sagði, að
fyrir allmörgum árum hefði
Guðmundur frá Miðdal tekið
þarna leir til athugunar og
hann hefði unnið einhverja
muni úr honum. — Auðvitað
vonum við hér, að leirinn sé
hæfur til einhverskonar
vinnslu,  sagði  Steinþór.  —
Kannski má gera úr honum
hleðslustein, flisar eða eitt-
hvað annað, sem notað er til
bygginga. Nú þurfum við að
flytja allt svona lagað inn.
Aldrei meiri kísil-
gúr dælt úr Mývatni
SB-Reykjavík.
Kisilgúrverksmiðjan við
Mývatn hefur nú starfað
með hámarksafköstum frá
áramótum, nema í april, er
fór að bera á hráefnis-
skorti. Um miðjan april var
síðan tekið til við að dæla
kísilleðjunni upp úr vatninu
og verður dælt fram i okt-
óber-nóvember, en þá ætti
að vera komið nóg efni til
næsta vors.
Hámarksafköst verksmiðjunn-
ar eru 22 þúsund lestir á ári og
mun væntanlega framleitt það
magn framvegis. Vésteinn Guð-
mundsson, forstjóri Kisiliðjunnar
sagði Timanum, að heldur meiri
birgðasöfnun hefði verið hjá
verksmiðjunni undanfarið en
endranær og stafaði það af verk-
fallinu á kaupskipaflotanum um
áramótin. Þá sneru kaupendur
sér  til  Bandarikjanna.  Birgðir
þessar munu verða horfnar strax
i næsta mánuði. Hjá Kisiliðjunni
starfa nú 60 manns, þar af 8 við
dælinguna.
Mun meira magni verður dælt
úr vatninu núna en áður, en
dælingin tekur þó ekki lengri
tima, þar eð tækjakosturinn var
aukinn. Vésteinn kvaðst ekki hafa
yfir neinu að kvarta, allt gengi
eins og i sögu, nægur kisill væri i
vatninu til frambúðar og kisil-
gúrinn seldist áreiðanlega allur
jafnóðum, eins og verið hefði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20