Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
KÆLISKÁPAR
RAFTORG
SÍMI: 26660
RAFIÐJAN
SIMI: 19294
Nær20mynd
listarsýningar
á Listahá
tíðinni 1972
ÓV-Reykjavík.
A Listahátiðinni 1972 eru marg-
ar myndlistarsýningar og eru
raunar svo gott sem öll söfn opin
þá daga.sem hátiðin stendur yfir.
Vinsælt er það fyrirkomulag að
selja einn miða á allar sýningar,
enda hafa margir notað sér það
tækifæri til að kynnast öllu þvi
helzta, sem er að gerast i
islenzkri myndlist.
Sýningin á Skólavörðuholti við
Ásmundarsal hefur vakið mikla
athygli eins og venjulega þegar
þar hefur verið sýning. Mynd
þessa tók Gunnar Andrésson,
Ijósmyndari Timans, af sýning-
unni þar.
Bætur almanna-
trygginga
hækka um 12%
KJ-Reykjavik
Gefin hefur verið út
reglugerð um hækkun
bóta almannatrygginga
og samkvæmt henni
hækka bætur almanna-
trygginga, nema fjöl-
skyldubætur ög
fæðingarstyrkur, um
12% frá 1. júli n.k.
Kemur hækkun þessi til
útborgunar á greiðslu-
dögum i júli.
Piltarnir tveir enn
í Hælavíkurbjargi
ÓV-Reykjavík
Eins og skýrt hefur verið frá I
Timanum i fyrradag, hafa tveir
piltar frá tsafirði, Sigurður
Magnússon, og Brynjólfur
Óskarsson, verið í tjaldi á syllu i
Hælavikurbjargi sioan fyrir helgi
og hafa þeir ekki komizt niður
vegna veðurs.
Þegar Timinn hafði samband
við Vestfirði i gær, voru piltarnir
enn i bjarginu, en tekizt haföi að
koma til þeirra mat, þannig að
ekki væsir um þá. Veður var tekið
að lægja á Vestfjörðum i gær, svo
að reikna mátti með,að fariö yrði
að taka niður þau egg, sem
piltarnir voru með, en ef það
verður ekki gert innan tiðar, eyði-
leggjast eggin, og yrði það að
sjálfsögðu mikið tjón, slíkt kom
fyrir i fyrravor, þá eyðilögðust
um 3000 fuglaegg.
Eggin verða tekin niður i loft
braut, en piltarnir siðan hifðir
upp á brún, eins og tiðkast i
bjargsigi. Þeir eru báðir vanir
fjallamenn, Sigurður sagður einn
skæðasti bjargmaður hér a landi
og eru þeir með talstöð í bjarginu,
þannig að þeir geta látið vita af
sér.
Heiðagæsin örugg-
lega ekki til skaða
- segir Arnþór Garðarsson dýrafræoingur
Akureyri fær 100
lítra vatns á
sekúndu í haust
O
Þetta skemmtilega verk er eftir.
Jón Benediktsson og heitir „Að-
koiiia".
óV-Reykjavík
Arnþór Garðarsson
dýrafræðingur hefur undanfarið
dvalið i Þjórsárverum við rann-
sóknir á heiðagæsinni marg-
frægu, og heldur hann aftur
austur   sunnudaginn 18. júni.
t viðtali við Timann í gær, sagði
Arnþór að rannsóknir, hans — og
annarra — beindust fyrst og
fremst að þvi að kanna, hvort
„forsvaranlegt" væri að láta
hluta af landinu — eða það allt —
á þessum slóðum undir vatn, eins
og nú "væri talað um.
— Minar rannsóknir hafa einkum
beinzt að beit, hvernig fæðusam-
setningin er hjá gæsum, hve
mikið þær taka til sin af groðri, og
hvað þær skila miklu á landið
aftur, það er i gegnum saur. Viö
mædum,hvað beitin er mikil, og
þess háttar. Undirbúningsrann-
sóknir voru framkvæmdar i
fyrra, og i lok sumars reiknum
við með að hafa i höndum upp-
lýsingar um hvaða áhrif gæsabeit
hefur á landið á þessu stigi. Eins
könnum við hvaöa gróður-
tegundir heiðagæsin étur mest, og
hvaða næringargildi fæða hennar
hefur.
— Svo er Jón Baldur Sigurðsson
þarna fyrir austan lika, sagði
Arnþór ennfremur, — en hann
kannar aðallega viðkomu heiða-
gæsarinnar fjölgun dg þess
háttar. Eins kannar.hann kjóa-
stofninnn þarna fyrir austan, hve
mikið er af kjóa, svartbak og ref,
og hve mikið af eggjum heiða-
gæsarinnar fer i fæðu þessara
þriggja dýrategunda.
Auk þessara rannsókna verða
framkvæmdar ýmsar aðrar
rannsók'nir i Þjórsáverum i
sumar og sagöi Arnþór, að þessar
rannsóknir i heild væru vafalaust
viðtækustu liffræðirannsóknir,
sem gerðar hefðu verið hér á
landi. Kauk þess fara ýmsir menn
þangað austur og fást viö tak-
markaðar rannsóknir á
ákveðnum hlutum.
— Nú hefur gæsinni þarna fyrir
austan veriö bölvað all hressi-
lega, er ekki svo, Arnþór?
— Það er nú aðallega grágæsin,
sem gerir óskunda. Heiðagæsin
fer ekki i varplönd og sækir ekki i
beitiland sauðfjár, þannig að i
rauninni hefur hún ákaflega litla
hagnýta þýðingu fyrir okkur. Auk
þess bendir ýmislegt til þess, að
gæsabeit geti haft jákvæð áhrif.
Bæði er það fyrir úrgang gæsar-
innar og svo það, að hún grefur
mikið eftir rótum ákveöinna
tegunda, og getur á þann hátt
stuðlað að   aukinni  jarðvegs-
Frh. á bls.  5
SB-Reykjavlk
Lagning nýrrar yatnsveitu
fyrir Akureyri hefur nú staðið yfir
siðan i fyrrahaust og gengið
ágætlega. Vatnið er leitt úr bor-
holu á Vaglaeyrum I Hörgárdal til
Akureyrar og er leiðin um 12 1/2
km. Undanfarið hefur verið uiiiiio
að þvi að sjóða sainan leiðsluna
sjálfa, sem er úr plaströrum frá
i Reykjalundi. Verkinu á að ljúka
nú i haust.
Sigurður Svanbergsson vatns-
veitustjóri á Akureyri sagði i við-
tali við Timann i gær, að hafin
væri bygging dælustöðvar á
Vagiaeyrum, því að dæla þyrfti
vatninu upp i 120 m hæð yfir
sjávarmál yfir Moldhauga-
hálsinn. Þangað væri leiðslan úr
stálpipum, 1200 metrar, og voru
þær lagðar i fyrrahaust.
Undanfarna mánuði hefur
Sigurður Jóhannsson  frá  verk-
smiðjunni að Reykjalundi unnið
að þvi að sjóða saman aðal-
leiðsluna í 300-400 metra langa
biita, sem biða þess nú að verða
soðnir saman aftur á sínum
endanlega stað. Reyndar er
þegar búið að koma 5 km
leiðslunnar endanlega fyrir.
Við lagninguna vinna 25-30
manns, ásamt vinnuvélum vatns-
veitunnar, og gengur verkið vel,
og ekki hefur þurft að vinna neina
eftir- eða vaktavinnu. Sigurður
sagði, að áætlunin stæðist fylli-
lega, ef svona gengi áfram.
Nýja leiðslan flytur 100
sekúndulitra, þegar hún er full-
nýtt, og á það að nægja Akur-
eyringum næstu 20 árin. Endur-
skoðuð kostnaðaráætlun nýju
vatnsveitunnar, er 46 milljónir,
og eru f þeirri tölu allar fram-
kvæmdir, einnig, þær, sem veröa
á næstu árum, eftir að veitan er
komin I gang.
Farið að vilja Gríms-
eyinga í hafnargerð
SB-Reykjavik
Hafnarframkvæmdir
eru nú að hef jast að
nýju i Grimsey,en eins
og frægt er orðið,
gleypti Ægir fyrri
framkvæmdir. í þetta
sinn verður farið að
hugmyndum Grims-
eyinga  sjálfra  um
hafnarstæðið, og
þykjast þeir þess full-
vissir, að nú muni
garðurinn standast
allar ásóknir hafsins.
Nýlega var haldinn fundur i
Grímsey með verkfræðingum
hafnarmálastjórnar og fleiri
ráðamönnum, og bar það vott
um áhuga eyjarskeggja á
málinu, að þeir komu nær allir
á fundinn.
Tæki til hafnargerðarinnar
eru komin á staðinn, og nú er
bara beöið eftir mann-
skapnum, til að fram-
kvæmdirnar geti hafizt.
Annars er allt gott að frétta
úr eynni. Gróður er þar með
ágætum og áreiðanlegt, að
þær 100 kindur, sem i Grimsey
eru, munu fá nægar hey-
birgðir til vetrarins. Tólf bát-
ar eru gerðir út frá eynni,
þ.á.m. ný ellefu lesta trilla.
Fiskeri hefur verið óvenjugott
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20