Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
K/ELISKAPAR
RAFTORG
SÍMI: 26660
RAFIflJAN
SÍMI: 19294
127. tölublað —Föstudagur 9. júni 1972 — 56. árgangur. 128.
Suduriands
braut *>o
86-500
BfST VIÐ HLÝJ-
UM MÓTTÖKUM
- sagði fiðlusnillingurinn Yehudi Menuhin
við komuna til fslands í gær
ÓV-Reykjavík
Rússnesk/bandarlski fiftlu-
snillingurinn Yehudi Menuhin
kom ásamt konu sinni til ts-
Iands laust fyrir klukkan 18 i
gærkvöidi. Móttökustjóri
Listahátiðar, Signý Sen, tók á
móti listamanninum og konu
hans á Keflavikurflugvelli,
svo og nokkrir fréttamenn.
Fréttamaður Timans fékk
tækifæri til að ræða stuttlega
viö Menuhin og konu hans, og
sagðist þeim svo frá i upphafi,
að þau hefðu komið hér áður,
það hefði verið fyrir 15 árum
eða svo, þegar þau voru á leið
yfir Atlantshaf. Talstöð flug-
vélar þeirra hefði bilað, og þvi
hefði veriö lent hér, en það
hefði verið um miðja nótt og
þau þvi ekkert séð.
— Ég býst við mjög hjartan-
legum og hlýjum móttökum á
hljómleikum minum hér,
svaraði Menuhin aðspurður.
— Ég hlakka sérstaklega til
tónleika minna með Vladimir
Ashkenazy en það var raunar
fyrir hans orð.að ég kom hing-
að. Ég er að endurgjalda hon-
um gamla skuld, ef svo má að
orði komast.
Þau hjónin fara héðan aftur
á þriðjudaginn, og sagði frúin
okkur, að þau vonuðust til að
sjá eitthvað meira en allt það
„blauta grjót og myrkur",
sem þau sáu hér fyrir 15 árum.
Frh. á bls. 6
:R fr>C
\
«—«f^ I
Yehudi Menuhin og kona hans ganga niður úr Pan Am þotunni á
Keflavikurflugvelli I gær.              (Tfmamynd : Gunnar)
betta er DAS húsið
við Vogaland innst í
Fossvoginum, þar sem
Fischer mun e.t.v. sitja
yfir skákum sínum á
daginn, þegar heims-
meistaraeinvígið fer
fram.

FÆR FISCHER DAS
HÚSIÐ FYRIR SIG?
- Spasskí vill fá einkabíl og tennisvöll
Klp-Reykjavik
Meðal þess, sem Bobby
Fischer hefur farið fram á að
verði fyrir hendi hér i Reykja-
vík, þegar hann keppir við
Spasskl um heimsmeistara-
titilinn I skák, er einbýlishús
eða ibúð á góðum og kyrrlát-
um stað, þar sem hann geti
hvilt sig og farið yfir skákir
sinar i ró og næði. Heyrzt hef-
ur, að þegar sé búið að útvega
húsið, og sé það DAS-húsið að
Vogalandi 11, sem verður
vinningur I happadrætti DAS I
april á næsta ári.
Ekki ætti að væsa um kapp-
ann I þvi húsi, þvi að það er
um 160 fermetrar að stærð
með 6 herbergjum og búið
fullkomnum húsbúnaði og öll-
um þægindum. Fischer mun
samt buaá Hótel Loftleiðum,
en þar hefur veriö frátekin
fyrir  hann  svíta,
nafnið Gimli.
Fischer hefur einnig fariö
fram á aðstöðu til að leika
Bowling (keiluspil), en það er
iþrótt, sem hann hefur gaman
af að glima við á milli þess,
sem hann teflir. Þar sem
Bowlingsalur er ekki til I
Reykjavik, hefur oröið úr, að
hann fái afnot af salnum á
Keflavikurflugvelli, sem er
mjög fullkominn.
Fischer hefur ekki farið
fram á að fá einkabifreið fyrir
sig og sina menn, eh segist
gera sér að góðu leigubif-
reiðir. Spasski og hans menn
hafa aftur á móti farið fram á
að fá eirikabifreið til afnota
meðan á keppninni stendur, og
mun einhver bifreiðainnflytj-
sem ber andi ætla að lána Rússunum
nýja bifreið fyrir sig.
Annað, sem Spasski hefur
beðiö um, er tennisvöllur, þar
sem hann getur æft sig. Slikur
völlur er heldur ekki til hér i
Reykjavík, en nú munu vera
að hefjast framkvæmdir við
gerð hans. Spasski leikur dag-
lega tennis, og það gerir
Fischer einnig:Hann stóð sig
mjög vel i tenniskeppni i La
Costa i Kaliforniu nýlega,
sigraði þar m.a frægan gaml-
an tennisleikara, Hank Green-
berg, sem sigraði i þessu
sama móti I fyrra.
Það yrði áreiðanlega gaman
að fá að sjá þá kappana,
Spasski og Fischer, reyna sig I
tennis meðan á skákeinviginu
stendur. En varla er við þvi að
búast, þvi að trúlega vill hvor-
ugur hætta á að tapa.
Borunin á Vatnajökli:
Kpmnir niður fyrir
Öskjugosið 1961
KJ-Reykjavik
— Það er hávetur á
Bárðarbungu, þar sem
við höfum verið að bora,
sagði Bragi Árnason
efnafræðingur i viðtali
við Timann i dag, — um
nætur hefur frostið kom-
izt i 10 stig.
— Fyrir tveim dögum var búiö
að bora 60 metra niður, og eitt
HREINDÝRIN A TÚNUM
BÆNDA AUSTUR Á LANDI
EB-Reykjavík.
Sjaldan eða aldrei hef-
ur sézt eins mikið af
hreindýrum i byggð á
Austurlandi og i vor,
þrátt fyrir snjóléttan og
mildan vetur þar, eins
og annars staðar á land-
inu. Hafa bændur þar
eystra þurft að reka
dýrin af túnum sinum
eins og búpeninginn.
Hreindýrin eru afar
spök og það eina, sem
þau virðast óttast að
ráði i byggð eru hundar,
enda hafa þeir reynzt
vel, þegar þurft hefur að
koma hreindýrunum af
vel  sprottnum  túnum.
Frh. á bls. 6
öskulag var komið i ljós, sagði
Bragi. — Þetta öskulag var á 30
metra dýpi, og var frá öskjugos-
inu 1961. Við búumst við að koma
næst að öskulögunum frá Kötlu-
gosinu og gosi, sem var I Grims-
vötnum.
— Borunin hefur gengið eins og
menn bjuggust við, sagði Bragi,
— hægt og sigandi. Það tók hálfa
aðra viku að komast á staöinn og
undirbúa borunina, og tlr þessu
ætti að fara að komast meiri
skriður á borunina sjálfa.
— Staðurinn þar sem borað er,
er I um 1800 metra hæð, og það
hafa komið stórhriðardagar hjá
okkur, en við erum búnir að grafa
okkur niður i fönnina, svo að við
erum orðnir óháðir veðri við
borunina.
Læknadeilan
A fundi fulltrúa fjármálaráðu-
neytisins og Læknafélags
Reykjavikur með sáttasemjara I
fyrrakvöld náðist samkomulag
um launakjör sjúkrahúslækna.
Margir fundir hafa verið haldnir,
og voru sjúkrahúslæknar búnir að
segja upp störfum. Þeir sem fyrst
sögðu upp, ætluðu að hætta störf-
um á morgun. 10. júni.
Samkomulagið verður lagt fyr-
ir félagsfund i Læknafélaginu, og
hefst hann kl. 5,30 I dag.
Islands tliekor,
Hollands tulpaner,
en nyfiskad hummer
Ítá Sardinien,
ler en skidíur
mitt i sommaren ...
OÓ-Reykjavfk
Islenzkar stúlkur,
hollenzkir túlipanar,
nýveiddur humar á strönd
Sardiniu, eða skiðaferð um
mitt sumar. Þetta er það
eftirsóknarverðasta sem
ferðamálasérfræðingar
sænska vikublaösins Se, geta
boðið löndum sinum aö njóta
I sumarleyfinu.
1 nýútkomnu hefti blaðsins
er varið mörgum siðum til að
kynna Svium dásemdir
heimsins. hvernig þeir fái
notið þeirra fyrir viðráðan-
legt verð, og hvert hver og
einn á að halda til að fá óskir
sinar uppfylltar.
Reykjavik er talin: með
þeim borgum heimsins, sem
bezt eru fallnar til að
skemmta sér I. og er varið
meira rúmi tilaö segja frá
dásemdum lífsiris hér en
annars staðar.
Til dæmis er þetta látið
duga um England.
„Swinging London", viku-
dvöl frá 445 krónum. En
Reykjavik þarf aö kynna
betur.Þar er f jöldi diskóteka
og danshúsa, og þar
uppgötva skemmtanasjúkir
Sviar, aö það eru ekki þeir
sem ráða stefnunni, þvi það
er Islenzka stúlkan, sem á
frumkvæöið og heldur um
stjórnvölinn.
Það er aldeilis muhur fyrir
Svenson, að skemmta sér á
veitingahúsi I Reykjavik, en
t.d. I Bríissel. Þeimpsem
þangaö leggja leið sina er
Frh. á bls. 6
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20