Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
ÞVOTTAVÉLAR
ICNIS

R AFK> JAN — VESTU RGOTU 11  192941
RAFTOBG V/AUSTURVOLL  26660
135. tölublað — Þriðjudagur 20. júní 1972 — 56. árgangur.
D
kæli
skápar
RAFTÆKJADEiLD
Hafnarstræti 23
Símar 18395 & 86500
„EG TEL AÐ
TUNDURDUFL
HAFI GRANDAÐ
TOGARANUM"
—sagði skipstjórinn á Hamranesi
Oó-Reykjavík.
—  Þaö er mitt álit, að
tundurdufl hafi sprungið
undir skipinu, sagði Bjarni
Guðmundsson, skipstjóri á
togaranum Hamranesi,
sem sökk út af Snæfellsnesi
á sunnudagskvöld. — Ég
held, að duflið hafi sprung-
ið beint undir botninum, en
get ekki sagt nákvæmlega
um það. Ég var inni í „be-
stikkinu" og sá ekki sjálfur
þegar sprengingin varð og
gatið kom á skiptið. Við
vorum að toga suðvestur af
Jöklinum, í Faxadýpi. Allt
i einu varð sprenging, og
skipiö nötraði stafna á
milli. Þegar þetta varð var
trollvakt og engir menn í
lestinni.
— 1 fyrstu virtust mér dælurnar
hafa undan lekanum, en siðan
jókst hann svo, að ekkert var
hægt að gera. 1 lestinni voru um
60 tonn af fiski, og hefur það
sennilega bjargað þvi, að ekki fór
verr. Hefur fiskurinn veitt
sprengjunni mótspyrnu og haml-
að þvi, að sjórinn streymdi strax
óhindrað i skipið.
— Þegar lekinn jókst, var ég
hræddur um að ketilsprenging
yrði, eða að skipið mundi kantra.
Við settum þvi björgunarbátana
út og höfðum þá tilbúna. Ég sendi
strax út neyðarkall og ræsti allan
mannskapinn út, þegar ég varð
var við lekann i lestinni.
Fleiri skip voru á  svipuðum
slóðum og Hamranesið, þegar
það sökk. Fyrstur á vettvang var
togarinn Narfi, og tók hann menn
ina upp, en þeir voru i tveim
gúmmibjörgunarbátum. Voru
þeir þá búnir að verá i bátunum i
um klukkutima. Á Hamranesinu
var 21 maður. Þurfti að fara með
skipið inn nýlega til að gera við
spilið, og struku þá fjórir af, en 25
manna áhöfn átti að vera á
togaranum.
Hamranes var búið að vera á
sjó i 10 daga. Fyrst við Grænland,
en þar var allt fullt af is og ekkert
að hafa, en var kominn á heima-
mið og fiskaði sæmilega, fram að
slysinu.
Sprengingin i Hamranesinu
varð siðdegis á sunnudag, en lek-
inn virtist vera litill i fyrstu, og
hélzt skipið á floti fram eftir
kvöldi.
Hamranes var einn af ný-
sköpunartogurunum, byggt i
Englandi árið 1947, og hét það áð-
ur Egill Skallagrimsson. Það var
610 lestir að stærð. Skráðir eig-
endur eru Jón Hafdal og Haraldur
Jónsson i Hafnarfirði, en fyrir
áramótin siðustu urðu eigenda-
skipti, þótt ekki væri búið að
ganga endanlega frá þeim. Þeir
sem gerðu skipið út voru skip-
stjórinn, Bjarni Guðmundsson i
Hafnarfirði og Haraldur Július-
son i Vogum.
Sjópróf hefjast i Hafnarfirði i
dag.
Eyjapiltar til
Norðfjarðar
SB-Reykjavík.
Vestmanneyingamir i'iuuu
sem eru nú á ferðinni umhverfis
landið á tveimur gúmbátum,
komu á sunnudaginn til Breið-
dalsvikur og lögðu af stað til
Norðfjarðar i gær. Ferðin hefur
gengið að óskum fram til þessa.
Fréttaritari Timans á Breið-
dalsvik, Guðmundur Arason, hitti
ferðalangana að máli áður en þeir
lögðu aftur i hann i gær. Létu þeir
hið bezta af ferðalaginu, sögðust
hafa verið 14 tima frá Eyjum til
Hornafjarðar, en þar dvöldust
þeir á þjóðhátiðardaginn og
skruppu um nágrennið. A leiðinni
frá Hornafirði til Breiðdalsvikur
komu þeir við i Papey og fannst
mikið til koma.
Það er undir veðrinu komið,
hvað viðdvölin á Norðfirði veröur
löng, en eitthvað er hann að
hvessa fyrir austan núna, að sögn
Guðmundar. Þegar til Seyðis-
fjarðar kemur, ætla Eyjapeyjar-
nir að láta fyrsta áfanga ferðar-
innar lokið og hafa þar talsverða
viðdvöl.
;>^?!SÍöE
GRATLEG
F0RSMÁN
Siá bls. 3
Hamranesið sekkur i djupiö 40
sjómilur út af Snæfellsnesi.
Myndirnar tók einn skipsbrots
mannanna,  Þjóðverjinn Fritz
Glahn, sem var kyndari á
togaranum.
Skozki þjóðernisflokkurinn styður
50 mílna fiskveiðilögsögu íslands
Sendimaður kominn til þess að tjá íslenzku ríkisstjórninni þessa ákvörðun
Þjóðernissinna-
flokkurinn skozki hefur
sent einn af forystu-
mönnum sinum, Mr.
Cameron Aitken, vara-
formann flokksstjómar-
innar í Glasgow, hingað
til landsþeirra erinda að
færa ólafi Jóhannessyni
forsætisráðherra og
rikisstjóminni íslenzku
bréf, þarsem lýst er full-
um stuðningi við fyrir-
ætlanir islendinga um
útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar.
Ólafur Jóhannesson  var  i
gær staddur á fundi i Osló, en
kemur heim i kvöld, og mun
Mr. Aitken afhenda honum
bréf sitt á morgun.
Þjóðernissinnaflokkurinn
skozki hefur fengið um tólf af
hundraði atkvæða i almennum
kosningum, þótt hann eigi ekki
nema einn mann á þingi Breta
vegna kosningafyrirkomu-
lagsins, svo að stuðningur
hans við málstað okkar er
mjög mikils verður.
Áður hefur flokksþing þjóð-
ernissinnaflokksinsskozka lýst
fullum stuðningi við ís-
lendinga og skorað á skozk og
brezk stjórnarvöld að fara aö
dæmi þeirra og færa landhelg-
ina út i fimmtiu milur. Enn
fremur ber flokkurinn mjög
fyrir brjósti, að snúizt verði til
varnar gegn mengun sjávar.
Mun hann ræða öll þessi at-
riði við Ólaf Jóhannesson for-
sætisráðherra, er fundum
þeirra ber saman á morgun.
1 skozkum blöðum var skýrt
frá i vikunni sem leið, að for-
maður þjóðernissinnaflokks-
ins, dr. Robert Mclntyre, hefði
látið svo ummælt, að það væri
Skotum fyrir beztu, að fyrir-
ætlanir Islendinga næðu fram
að ganga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24