Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						kæli-
skápar
RAFTÆKJADEILD
Hafnarstræti 23
Símar 18395 & 86500
Sprakk 9tnndurdnflið'
inni í lestinni?
lláseti og eigandi Ifaitii'ancss í fangelsi
OÓ-Reykjavik.
Háseti á Hamranesi, sem jafn-
framt  var  einn  af  eigendum
Olían flýtur npp
í Seyðisfirði
OÓ-Reykjavík.
Lófastórir svartoiiukekkir
l'ljóta nú upp á yfirborð sjávar i
Seyöisfiröi, og leikur enginn vafi
á aó þeir koma úr brezka oliu-
flutningaskipinu, sem sökkt var
þar á striösáruiiiini. Aöur hefur
orðið vart oliu úr skipinu, en á
iuilli tekur fyrir lekann. Enginn
veit hve mikiö oliumagn er i skip-
inu.
Þrir kafarar eru nú á Seyðis-
firði, og hyggjast þeir kanna skip-
ið og oliulekann. Eru þeir þangað
komnir á vegum ólafs M. Ólafs-
sonar útgerðarmanns. Til þessa
hafa þeir ekki kafað niður að
skipinu, en biða eftir nauðsynleg-
um leyfum frá opinberum aðilum
til að hefjast handa. Yfirvöld á
Seyðisfirði hafa fyrir sitt leyti
Framhald á 5. siðu.
skipsins, var í gær úrskurðaður i
allt að sjö daga gæzluvarðhald,
vegna þess atburöar, að skipið
sökk út af Jökli s.l. sunnudags-
kvöld. Ljóst er, að einhvers konar
sprenging varð á botni togarans,
og kom leki i framlest, sem
ágerðist þegar leið á kvöldiö, og
sökk skipið nokkrum klukku-
stundum siðar. Skipstjórinn taldi
liklegast að tundurdufl hefði
grandað skipinu.
Sjópróf hófust i Hafnarfirði á
mánudag. Var þeim haldið áfram
á þriðjudag og i gær. Er búið að
yfirheyra nær alla skipverja á
Hamranesinu. 1 gær kom fyrir
réttinn Helgi Hallvarðsson, skip-
herra hjá Landhelgisgæzlunni, en
hann er sérfræðingur um tundur-
dufl. Eftir að dómarinn, Sigurður
Hallur Stefánsson, hafði hlýtt á
skýrslu tundurduflasérfræðings-
ins um það, hvernig tundurdufl
virka er þau springa við skips-
skrokk neðan sjávarmáls, taldi
hann rétt að úrskurða fyrrgreind-
an háseta og eiganda skipsins i
gæzluvarðhald.
Maður þessi var nýkominn á
Hamranesið. Nokkru áður en
sprengingin varð, sótti togarinn'
hann til ólafsvikur, og var hann
skraður þar háseti á eign sina.
Frá hátiðarsamkomunni i gærkvöldi.
Afmælis-
fnndnr SÍS
Fjölmenni var samankomið i
Háskólabiói i gærkvöldi, er Sam-
band  islenzkra  samvinnufélaga
hélt þar hátiðafund i tilefni 70 ára
afmælisins.
Áður en fundurinn hófst, lék
Lúðrasveit Reykjavikur fyrir ut-
an samkomuhúsið. Jakob Fri-
mannsson, formaður stjórnar
SIS, setti samkomuna, og ávörp
fluttu Olafur Jóhannesson for-
sætisráðherra og Pierre Lacour,
fulltrúi Alþjóðasambands sam-
vinnumanna.  Guðmundur  Ingi
Tlmamynd-Róbert.
Kristjánsson flutti frumort af-
mælisljóð. Sfðan fóru fram vönd-
uð skemmtiatriði.
Fór hátiðafundurinn hiö bezta
fram, og var ræðumönnum og
skemmtikróftum afbragösvel
tekið af áheyrendum.
Að lokum flutti Erlendur
Einarsson, forstjóri SIS, ræðu,
sem birtist á bls. 10 og 11 i blaðinu
i dag.
99
Mnn gera allt mili til að vinna einvígið
JJ
- sagði heimsmeistarinn í skák,
Boris Spasskí, við fréttamann Tímans,
við komnna til íslands í gærkveldi
„Esli ja vyigraju Fishera tö ja bessporno budu tsjitat sebja lutshim shakhmatistom" — sigri ég Fisch-
er, er ég óumdeilanlega mesti skákmaður heims, sagði Spasski viö fréttamenn Timans á Keflavíkur-
flugvelli. — A myndinni sést, þegar Friðrik ólafsson heilsar Bóris Spasski, góðkunningja sinum.
TlmamyndGE
ÓV-Reykjavík.
Boris Spasski, sovézki
heimsmeistarinn I skák, kom
til tslands i gærkveldi til að
verja titil sinn fyrir Banda-
rikjamanninum Bobby Fisch-
er, sem kemur hingað til lands
á sunnudaginn.
Mikill fjöldi fréttamanna,
bæði innlendra og erlendra,
vará Keflavikurflugvelli til aö
taka á móti Spasski og aö-
stooarmönnum hansfjórum. A
flugvellinum var einnig Guö-
mundur G. bórarinsson, for-
seti Skáksambands Islands,
Friðrik Ólafsson stórmeistari
og aðrir, þeirra á meðal
sovézki sendiherrann og
starfsmenn sovézka sendi-
ráðsins i Reykjavik.
Um leið og Spasski steig út
úr vélinni, þyrptist frétta-
mannahópurinn að honum og
lét spurningar dynja á honum.
Til að byrja með vildi hann
ekkert segja. — Það verður
betra á morgun, sagði hann.
En þegar inn i flugstöðina
kom, svaraði hann nokkrum
spurningum frá hópnum.
Boris Spasski sagðist vera
ánægður með að eiga eftir að
tefla hér á Islandi, hann hefði
komið hér áður og likað vel.
Hann vildi ekkert gefa upp um
fyrirhugaðar leikaðferðir sin-
ar, en sagðist gjarnan lita á
þetta einvigi sem mikilvæg-
ustu keppni aldarinnar. Er
hann var spurður, hvort hann
teldi einvigið hafa einhverja
stjórnmálalega þýöingu, svar-
aði hann:
— Ég er atvinnuskákmaður
og hef fyrst og f emst áhuga á
að sýna og le ka góða skák.
Það situr fyrir öllu.
1 fylgd með fréttamönnum
Timans á flugvellinum var
Reynir Bjarnason, mennta-
skólakennari, en hann er
menntaður i Sovétrikjunum og
talar rússnesku. Spasski, sem
er mjög aðlaðandi maður, tal-
ar ekki góða ensku og átti þvi
oft i erfiðleikum með að svara
spurningum fréttamannanna,
en er Reynir túlkaði spurning-
ar fréttamanns Timans, létti
mjög yfir honum og hann varð
rólegri.
Viö spurðum Spasski fyrst,
hvað honum likaði bezt og
hvað verst i fari Fischers.
— Þaö sem mér likar bezt,
svaraði Spasski, er ást hans á
skákinni. Hann er raunveru-
legur skák-,,fanatiker". Ég
hef oftar en einu sinni sagt, að
hann sé mjög geðþekkur skák-
maður, en ég hef ekki hugsað
neitt  sérstaklega  um,  hvaö
Framhald á 5. siðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20