Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25. júríi 1972 TÍMINN 5 Ingólfi Hjartarsyni veittur styrkur úr Minninga-*- sióði um Ármann Sveinsson, til að semja greina- gerð um atvinnulýðræði. Aðalfundur styrktarmanna Minningarsjóðs um Armann Sveinsson fór fram 14. júní s.l. A fundinum var Ingólfi Hjartarsyni hdl. veittur 75 þús. kr. styrkur starfsársins 1971-1972, til aö semja greinagerð um atvinnulýð- ræöi. Er greinagerðinni ætlað að skilgreina, hvað felst i hugtakinu atvinnulýðræði, gera grein fyrir kostum þess og göllum og mark- miöum og leiðum. A fundinum lá frammi ýtarleg greinagerð eftir Ingva Þorsteins- son magister, um þróun og ástand landeyöingar og uppfoks, en Ingvi hlaut á s.l. ári 70 þús. kr. styrk sem viðurkenningu fyrir árangursrikt starf á sviði land- verndarmála og til að semja greinagerö þessa. Verður greina- gerðin gefin út á næstunni af sam- tökunum „Landvernd”. MINNISVARÐI Á SKAGASTRÖND Sjómannadagurinn var haldinn hátiðlegur á Skagaströnd. Hófst hann með skrúðgöngu sjómanna til Hólaneskirkju, en þar hófst messa kl. 10. Séra Gisli Kolbeins, á Melstað, þjónaði fyrir altari, en séra Pétur Þ. Ingjaldsson, prófastur, predikaði. Söngflokkur sjómanna söng, undir stjórn Kristjáns Hjartarsonar. Að lokinni messugjörö var gengið út á kirkjulóðina. Þar fór fram vigsla minnismerkis um drukknaða sjómenn. Flutti séra Pétur Þ. Ingjaldsson ræðu og vigði og blessaði varðann. Séra Gisli Kolbeins las bæn, en Birgir Arnason, formaður slysavarna- félagsins, afhjúpaði minnis- merkið. Sigurjón Guðbjartsson lagði á fótstall þess krans. Söng- flokkur sögn. Minnismerkið er gjört fyrir gjafafé er borizt hefur til slysa- varnadeildarinnar og sóknar- nefndar. Er minnismerkið stuðla- bergsdrangur utan frá Höfnum á Skaga, sem prýddur er krossi og lágmynd, er gjört hefur Jónas Jakobsson, my ndhöggvari, ásamt minningaskjöldum um drukknaða sjómenn frá Höfða- kaupstað. Guðmundur Lárusson, trésmíðameistari, sá um byggingu minnismerksins. Þá fóru einnig fram hefðbundin hátiðarhöld i tilefni dagsins, og var Jóhann Baldvinsson vélstjóri sæmdur heiðursmerki sjómanna- dagsins. rœktendur Hin vinsælu alifuglabúr og áhöld frá John Shepherd & Sons Ltd eru nú fáanleg hér á landi. Sýnishorn á staðnum. Einkaumboð á islandi Matthias Einarsson Teigi — Mosfellssveit Simi <>6130 V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V/AV.WW.V.V.’.W/.W.W.V/.V.V.V 5 Sennilega tólf ára starf framundan Það er ekki neitt áhlaupa- verk, sem Landnám rikisins hefur tekið að sér: Að ganga endanlega frá landamerkjum allra jarða á landinu. Aætlað er, að það taki tólf ár, þótt allvel verði að verið. Gissur Gissurarson, bóndi i Selkoti, hringdi til bíaðsins i gær til þess að fræða það um framkvæmd þessa mikla við- fangsefnis þar eystra, en sunnan lands er einmitt ■ ■ ■ ■ ■ l byrjað undir Eyjafjöllum. Ungur maður, Jón Bjarnason frá ölvaldsstöðum, hefur verið þar eystra siðustu fjóra daga, og mælir hann lendur jarða þar á láglendi. Er Gissur honum til leiðsagnar, ' en bændur, sem hlut að eiga máli, fylgjast með eftir þörfum. Stengur eru settar upp á landamerkjum, mið tekin frá horni til horns og ljósmyndir teknar af linunni. v.v.v.v.v.v.v.v.v.v 1 Siðan eru hælar reknir niður, og á þá verða breidd hvit lök er sjást greinilega úr lofti þvi að þessu loknu á að taka ljósmyndir úr flugvél af öllu svæðinu. —Þannig á að fastsetja landamerki allra jarða á landinu, sagði Gissur, og það verður ár og dagur, þar til þvi verður lokið, þvi að þetta verður allt gert af mestu nákvæmni og vandvirkni. ’.V.V.V .v.v.v Ef yður er annt um fjárfestingu yðar, eruð þér velkomin til að kynna yður hið fjölbreytta úrval af hinum viðurkenndu GiltEdge teppum frá Englandi. í vcrzluninni höfum vér nú fyrirliggjandi mikiö úrval af glæsilegum sýnishornum. i tcppunum frá Gilt Edge fara saman allir beztu eiginleikar, sem úrvals tcppum sæmir. Erábærar litsamsetningar og mynstur ásamt óvenjugóðri cndingu. Erábærar litasamsetningar og mynstur ásamt óvenjugóðri endingu Gjörið svo vel og litið inn og þér munuð sannfærast. Þaó er súkkulaói bragó af kókó mjólkinni fœst í nœstu mjólkurbúó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.