Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
FRYSTIKISTUR
RAFTORG SÍMI: 26660
RAFIÐJAN SÍMI: 19294
144. tölublað — Föstudagur 30. júni 1972 — 56. árgangur.
J
kæli-
skápar
RAFTÆKJADEILD
Hafnarstræti 23
Símar 18395 & 86500
1 dag hefst á Rangárbökkum við Hellu. Fjórðungsmót sunnlenzkra hestamanna, en undanfarna daga hafa hestamenn víða aö, verið á leið-
inni á mótsstaðinn á fákum sinum. Hestamenn úr Mosfellssveit fóru með um 80 hesta í hóp austur, og var myndin tekin þegar þeir voru á ieiðinni
meðfram Hafravatni. A mótinu á Ragnárbökkum verður margt fallegra gæðinga og góðra kappreiðahesta, en nú verður í fyrsta sinn keppt I 2 km
htaupi, og verða 1. verðlaun Iþessu hlaupi og 250 metra skeiði, 30 þiisund krónur.
Tilraun til að
græða svöðusár
landsins
„Það grær áður en þú giftir
þig", er stundum sagt, er
menn fá lftils háttar ákomur.
Það er eðli Hkamans, að hann
bætir þess konar mein, og séu
sárin iuikil, er læknis leitað.
En landið sjálft er líka viða
sært svöðusárum, sem
haldast illa við og grafa um
sig, nema til komi sú læknis-
hjálp, sem þar á við.
Allir, sem farið hafa um
landið, kannast vib rofa-
börðin, sums staðar
mannhæðarhá leifar þykkrar
gróðutorfu, sem fénaður
nuddar sér upp við og vindar
sverfa, unz allt er fokiö á burt,
og eftir er örfoka land.
Jarðýta  og  flugvél
að verki
Um þessar mundir, er Páll
Sveinsson sandgræðslustjóri i
Gunnarsholti, að hefja nýjar
aðgeröir til þess að stöðva
þess konar uppblástur I
ýmsum sveitum á Suðurlandi.
Hefur hann fengið lagvirkan
mann með litla jarðýtu,
Bjarna Þorsteinsson I
Guttormshaga, til þess að
rista jaðra rofbakkanna, án
þess aö bylta grasrótinni, og'
Framhald á bls. 8.
Hjón með tvö börn
í týndri flugvél
Um klukkan hálf ellefu i
gærmorgun lagði dönsk
tveggja hreyfla flugvél af stað
frá Færeyjum og var ferðinni
heitið til íslands, en vélin kpm
ekki fram á tilsettum tima og
var þá þegar hafin leit að
henni á sjó og úr lofti.
Flugvélin er af gerðinni
Piper Apace, og um borð eru
færeysk hjón með tvö börn.
Vélin ber einkennisstafina
OY-ABW, og tók flugmaðurinn
hana á leigu i Danmörku.
Flugmaðurinn lagði upp frá
flugvellinum á Vogey kl. 10,22
og gerði ráð fyrir að lenda kl.
14.07, en hann hafði benzin til
rúmlega sex stunda flugs.
Flugmaðurinn hafði samband
við Færeyjar, þegar hann var
kominn um 100 milur á haf út,
en loftlinan á milli Voga og
Fagurhólsmýrar  er  um  280
milur.
Strax og kom i ljós, að flug-
maðurinn hafði ekki samband
við flugstjórnina á Reykja-
vikurflugvelli á eölilegum
timá, var farið að grennslast
um vélina, og leit skipulögð
áður en vélin átti að vera búin
með benzinið
Flugvélar frá kanadiska
flughernum, varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli,
Landhelgisgæzlunni, og tvær
frá Elíeser Jdnssyni hófu leit
og leituðu fyrst á fluglinu
vélarinnar, og 30 milur út frá
henni til beggja handa. Þá fór
skip frá Færeyjum af stað og
annað frá tslandi. Sömuleiðis
var björgunarsveitum hér á
landi gert aðvart, og voru þær
tilbúnar að fara i leit, ef þörf
væri talin á, hér á landi.
FISCHER GETUR FRESTAÐ
EINVÍGINU UM VIKU
- kom hann í morgun?
ÓV—Reykjavik
Þegar blaðið fór i prentun i
gærkvöldi, var enn allsendis óvist
hvort Robert Fischer kæmi til
landsins. Fred Cramer, fulltrúi
Fischers, dagði i stuttu viðtali við
fréttamann Timans á Loftleiða-
hótelinu i gærkveldi, að sjálfur
hefði hann  ekki hugmynd  um
hvort Fischer kæmi eða ekki. Þó
mátti skilja á Cramer, að hann
teldi það liklegra.
Fjórar Loftleiðavélar komu frá
New York I nótt og morgun.
Klukkan 0500 kom ein, kl. 0700
komu tvær og nú klukkan 0800
kom ein. Líklegast hefur Fischer
komið meb þeirri fyrstu — ef
hann hefur þá komið.
Hafi hann ekki komiö i morgun,
kemur hann örugglega ekki fyrr
en á sunnudagsmorgun. Vegna
trúarskoðana sinna hreyfir
Fischer sig ekki úr húsi frá þvi
um miðnætti aöfaranótt Laugar-
dags og þangað til 24 timum stið-
ar. Komi Fischer ekki á sunnu-
dag, getur hann frestaö byrjun
einvigisins þrisvar sinnum,
Framhald á hls 8.
UM 30 ST0ÐVAR VILJA  ™
FÁ LANDHELGISMYNDINA
KJ—Reykjavfk
Lokið er nú að mestu við kvik-
myndun i sambanði við sjón-
varpskvikmynd, sem fíkisstjórn-
in er að láta að gera um Iand-
hcigismálið. Fjölmörgum sjón-
varpsstöðvum um allan heim var
boðin þessi mynd til sýningar, og
hafa nú þegar borizt 20-30 jákvæð
svör, frá þeim, sem vilja fá
myndina til sýningar.
Mynd þessi verður 10-20
minútna löng, og á að skýra mál-
stað íslendinga i landhelgismál-
inu. Eiður Guðnason sjónvarps-
fréttamaður hefur umsjón með
gerð myndarinnar, Sigurður
Sverrir Pálsson hefur annast um
töku myndarinnar, en fram-
kvæmdin að öðru leyti er i hönd-
um Hannesar Jónssonar blaða-
fulltrúa rikisstjórnarinnar.
Fréttamannahópurinn, eitthvaðyfir fjörutlu manns biður við eina Loftleiðaflugvélina á Kcflavikurflug-
velli i gærmorgun — en án árangurs. Kannski verður Fischer kominn til landsins þegar lesendur sjá
þessa mynd.                                                         (Tlmamynd G.E.)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20