Fréttablaðið - 28.03.2004, Page 32
32 28. mars 2004 SUNNUDAGUR
Í dag, 28. mars, eru 50 ár liðin frá því að leikdómarar reykvísku blaðanna stofnuðu fyrsta stéttarfélag sitt, Félag íslenskra leikdómenda, og
ákváðu um leið að stofna Silfurlampann, fyrstu viðurkenninguna sem veitt var reglulega fyrir afrek í íslenskum listum. Af þessu tilefni
fjallar Jón Viðar Jónsson um helstu atriðin í sögu Lampans.
Verðlaunaveitingar,
glamúr og gleði
Hafa verðlaun og viðurkenn-ingar fyrir afrek á sviði
lista og menningarstarfs eitt-
hvert gildi? Skipta þau ein-
hverju máli fyrir viðgang list-
annna? Spurningin kemur upp
nokkuð reglulega, einkum þegar
mönnum þykir illa að verki
staðið og verðlaun jafnvel lenda
í höndum óverðugra. Hér á
árum áður var Helgi
Hálfdanarson einn helsti and-
skoti verðlaunaveitinga í land-
inu, hafnaði sjálfur Silfur-
hestinum, bókmenntaverðlaun-
um gagnrýnenda, þegar þeir
vildu sýna honum sóma fyrir
Shakespeare-þýðingarnar, og
fann verðlaunastandi allt til
foráttu. Ef ég man rétt talaði
Helgi um að listirnar ættu að fá
að þróast í friði, verðlaun og
viðurkenningar væru bara til að
trufla alvarlega þenkjandi lista-
og fræðimenn við sínar merku
iðkanir.
Ef spurt er hver sé vitnis-
burður sögunnar um þetta gæti
hann reynst, eins og stundum
vill verða, mótsagnakenndur.
Þeir sem eru á móti verð-
launum, geta vissulega bent á að
menn eins og Shakespeare,
Bach og Rembrandt hefðu ekki
haft mikið að setja í reitinn
„Verðlaun og viðurkenningar“
sem er sjálfsagður þáttur í
„sívíi“ hvers nútímalegs lista-
og fræðimanns með sjálfs-
virðingu. Á hinn bóginn er
staðreynd að grísku harm-
leikirnir voru allir samdir til
þess að vinna til verðlauna. Það
er allsendis óvíst að Aiskylos,
Sófókles og Evripídes hefðu
nokkurn tímann skrifað
stafkrók hefðu þeir ekki alltaf
verið að rembast við að vinna
hver annan á Dionýsosar-
hátíðinni miklu í Aþenu.
Hollt að hitta „fórnarlömbin“
Sjálfur hef ég lengi verið
mikill fylgismaður verðlauna.
Ég hef nokkrum sinnum – þó alls
ekki nógu oft – tekið þátt í að
veita verðlaun og mun gera það
með glöðu geði hvenær sem ég
verð beðinn um það. Að vísu
ekki nema með ákveðnum skil-
yrðum sem ég skal skýra nánar.
Ástæðan fyrir dálæti mínu á
verðlaunum er sem sé alls ekki
sú að ég trúi því að þau geri yfir-
leitt nokkurt gagn fyrir list-
irnar, þó að frá því kunni að
vera sögulegar undan-
tekningar á borð við grísku
harmleikina. Almennt séð
get ég ekki ímyndað mér að
verðlaun skipti alvöru lista-
menn nokkru einasta máli,
nema þá frá hreinu
fjárhagssjónarmiði eða sem
auglýsing. Það er t.d. fráleitt
að ímynda sér að Halldór
Laxness hefði á síðari árum
skrifað betri eða verri bækur
en hann gerði, hefði hann aldrei
fengið Nóbelsverðlaunin.
Nei, ástæðan fyrir því að ég
styð verðlaunaveitingar og skal
aldrei ganga í lið með þeim sem
eru að óskapast gegn þeim, er
aðeins sú að ég veit hvað það
gerir manni gott að fá að taka
þátt í því að veita verðlaun. Það
er alveg einstök tilfinning að fá
að sitja í dómnefnd sem veit að
niðurstöðunnar er beðið með
mikilli eftirvæntingu, þó að
mesti unaðurinn sé auðvitað að
fá að afhenda verðlaunin fram-
mi fyrir stórum hópi virðingar-
fólks, fá að rétta þau að hinum
lánsama, horfast í augu við hann
á meðan myndavélarnar blossa,
taka í hönd honum, faðma jafn-
vel að sér og finna um leið
gleði hans og auðmjúkt
þakklæti streyma til sín.
Þetta er ólýsanleg upplifun
sem ég vildi ekki fyrir
nokkurn mun hafa verið án og
mun aldrei neita mér um, eigi ég
kost á henni – sem hefur verið
sorglega sjaldan í seinni tíð.
Sérstaklega er hollt fyrir starf-
andi gagnrýnendur að fá að hitta
„fórnarlömbin“ öðru hvoru við
kringumstæður sem þessar, því
að starf þeirra er, eins og allir
ættu að vita, vanþakklátt og
jafnvel einmanalegt, kallar yfir
þá endalausa óvild og beinlínis
hatur fólks sem þeir vilja ein-
ungis vel en
þ u r f a
þ v í
miður
stundum
að segja
k a l d a n
sannleikann. Gagn-
rýnandinn getur lifað lengi á
þessari yndislegu stund, hún
léttir lund hans og bætir geð
hans og skilar sér þannig í betri
og yfirvegaðri gagnrýni sem
skilar sér svo aftur út í listalífið.
Þó ekki sé nema
v e g n a
þessa tel ég
verðlaunaveitingar mjög af hinu
góða og vænlegar til að stuðla að
heilbrigðara menningarástandi.
Þegar menningarverðlaun
DV voru og hétu á sínum tíma,
en þau heyra nú sögunni til illu
heilli, var alltaf passað upp á að
birta í blaðinu myndir af hinu
upphafna, að ég ekki segi
„extatíska“ andartaki þegar
brosmildur dómnefndarfor-
maðurinn – sem var oftast fast-
ur gagnrýnandi á blaðinu – rétti
verðlaunagripinn að hinum
útvalda; gott ef ekki eru til ein-
hverjar slíkar myndir af höf-
undi þessara orða. Með þessu
sýndu hinir ötulu menningarrit-
stjórar DV að þeir skildu hver
er kjarni málsins: að það er
sælla að gefa en þiggja.
Brot úr óskráðri sögu
Saga íslenskra menningar-
verðlauna hefur ekki enn verið
skráð. Að því mun þó eflaust
koma en á meðan við bíðum eftir
því verðum við að láta okkur
nægja að rifja söguna upp í brot-
um eftir því sem tilefni gefast.
Eitt slíkt tilefni, og það ekki af
ómerkara taginu, ber upp á
daginn í dag. Fyrir nákvæmlega
fimmtíu árum, þann 28. mars
1954, gerðist sá annálsverði
viðburður að leikdómarar
Reykjavíkurblaðanna tóku hönd-
um saman og stofnuðu félag sem
nefndist Félag íslenskra leik-
dómenda. Því var samkvæmt
félagslögum m.a. ætlað
„að gæta hagsmuna og
réttinda leikdómenda
gagnvart leikhúsum,
blöðum og tíma-
ritum, sem og
öðrum aðilum“, og
„að stuðla að heil-
brigðri og röklegri
gagnrýni, er sett sé
fram af menningar-
legri háttprýði“ og
„að vinna að auk-
inni leiklistar-
menningu.“ Svo
mörg voru nú
þau orð.
En þó að
m a r k i ð
væri sett hátt snerist starf
félagsins í þau tuttugu ár, sem það
starfaði, í rauninni um aðeins eitt:
veitingu Silfurlampans. Hún fór
þannig fram að félagsmenn, starf-
andi gagnrýnendur blaðanna,
komu saman einu sinni á ári og
greiddu atkvæði um besta leik
nýliðins leikárs. Atkvæði voru
greidd samkvæmt sérstöku stiga-
kerfi og skyldi hver dómari
greiða þremur leikurum atkvæði,
100, 75 og 50 stig. Stigin voru svo
lögð saman og hreppti sá leikari,
sem flest stig hafði hlotið,
verðlaunagripinn. Lampinn féll
aðeins úr eitt ár, 1960, en þá
þótti enginn leikari hafa
staðið sig nógu vel til að
verðskulda heiðurinn.
HANDHAFI SILFURLAMPA
Helga Bachmann fékk Lampann árið 1968 fyrir túlkun sína á Heddu Gabler í samnefndu
leikriti eftir Ibsen. Hún var ein þriggja leikkvenna sem fengu Lampann.
VERÐLAUNAAFHENDING
Sigurður Grímsson, fyrsti formaður Félags íslenskra leikdómenda, afhendir Haraldi Björns-
syni fyrsta Silfurlampann árið 1954 fyrir túlkun hans á prófessor Klenow í Sá sterkasti eftir
Karen Bramson.
SILFURLAMPINN
Verðlaunagripurinn – Silfurlampinn – var hannaður af Leifi Kaldal gullsmið. Hann átti að
vísa til gömlu grútarlampanna sem lýst höfðu upp skammdegismyrkrið á liðnum öldum.
Hver vinningshafi fékk sinn Silfurlampa til eignar.