Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
K/ELISKÁPAR
¦Ðl
RAFTORG
SÍMI: 26660
RAFIÐJAN
SÍMI: 19294
278. tölublað — Sunnudagur 3. desember — 56. árgangur
Eldhús, sem eitthvað kveður að:
kæli-
skápar
RAFTÆKJADEILD
Hafnarslræti 23
Símar 18395 & 86500
Þar verður dráttarvél
beitt fyrir vagnatrossu
ii
Allt að tíu manns skammtað á mínútu hverri
Mörg húsmóöirin i landinu er
áreiðanlega hreykin af eldhúsinu
sinu, cnda eru þau viða falleg og
Húiu miklum tækjakosti. Það er
orftift breitt bil á milli hlóðaeld-
husánna gömlu og nútímaeld-
húsa. En hversu fullkomin sem
mörg hinna iivju eldhúsa eru eða
kunna að verða á næstu árum,
verður væntanlega um nokkuð
langt árabil aðeins eitt eldhús,
þar sem dráttarvél verður til
daglegra nota. Þar verða líka
umsvif meiri og á fleiri diska að
skammta en gengur og gerist.
Það er sem sagt hið nýja eldhiis
Landspitalans, sem við erum að
tala um.
— Við væntum þess, að þetta
nýja eldhús komizt i gagnið I
janúar, sagði Georg Lúðviksson
framkvæmdastjóri rikis-
spitalanna og verða þá ýmsar
breytingar á starfstilhöguninni
eins og gefur að skilja. Meðal
annars færist öll skömmtun, sem
áður hefur farið fram á deildun-
um, i eldhúsið. Þar verður heljar-
mikið skömmtunarborð með
færibandi er flytur bakkana, sem
diskarnir eru á. Meðfram færi-
bandinu verða svo matarborð, og
við þau stendur starfsfólkið, sem
lætur á hvern bakka og disk það,
sem þar á að vera, hvort heldur
er almennt fæði eða sérfæði, um
leið og þeir renna hjá. Á bökkum
sjúklinga, sem þarfnast sérfæðis,
verða upplýsingar um, hvað þeim
er ætlað, svo að ekkert fari á milli
mála.
Með þessum hætti verður unnt
að skammta á þrjátiu bakka á
þrem til fjórum minútum, og þá
tekur svona rifan hálftima að
skammta þrjú hundruð manns.
Og svo var það dráttarvélin,
sem þið voruð að nefna, sagði
Georg að lokum. Jú, það verður
notuð dráttarvél i eldhúsinu. En
talaðu annars betur um þetta við
hana Jóhönnu Ingólfsdóttur, mat-
ráðskonuna.
I) r á 11 a r v é 1, 16
matvagnar
og neðanjarðargöng
— Hér eru eins og stendur 350
sjúklingar i fjórtán deildum
sagði Jóhanna, þegar við töluðum
við hana. En hér er verið að auka
við smám saman, svo að innan
tiðar verða sjúklingarnir mun
fleiri.
Maturinn verður fluttur úr eld-
húsinu á sextán vögnum, þetta
þrjátiu bakkar og þaðan af fleiri á
hverjum vagni. Dráttarvélinni
verður beitt fyrir, vagnana sem
deilast svo á deildirnar.
Við munum einnig sjá
fæðingardeildinni fyrir mat og nú
er verið að gera þangað neðan-
jarðargöng sem verða tilbúin á
næsta ári.
Kull þjállun að svo sem
ári lionu
— Allur búnaður eldhússins
verður eins og nú þekkist full-
komnast á slikum stað, sagði Jó-
hanna ennfremur, og við megum
muna timana tvenna. Fullum af-
köstum náum við auðvitað ekki
fyrst i stað, þvi að þar þarf æfingu
til. Kg býst ekki við, að full
þjálfun fáist fyrr að svo sem ári
liðnu.
Jóhanna hefur verið matráðs-
kona i Landspitalanum i sextán
ár, og við spurðum hana, hvort
hún hefði áður unnið, þar sem
starfstilhögun væri með þeim
hætti, er taka ætti upp i Lands-
pitalanum. Hún kvað nei við þvi.
— En það eru svo mörg vand-
kvæði, sem við höfum orðið að
yfirstiga á liðnum árum, að við
ættum ekki siður að geta uppfyllt
þær kröfur sem þessi nýskipan
gerirtil okkar,bætti hún við.-JH.
Brúðhjón
mánaðarins"
I dag hefst birting brúð-
hjónamynda þeirra, sem
boðaðar voru á dögunum og
verða þennan mánuðinn
birtar myndir af brúðhjónum,
sem gefin voru saman i
nóvember eða desember.
Þeim verður jafnframt sendur
Timinn i hálfan mánuð ef þau
vilja kynna sér blaðið, en að
þeim tima ákveða aðilar,
hvort þeir vilja gcrast áskrif-
cndur.
Að mánuði liðnum verður
drcgið um það, hvaða brúð-
hjón vcrða talin „brúðhjón
mánaðafins", og geta þau er
það happ hreppa, fengið vöru
(cða farmiða) fyrir tuttugu og
fimm þúsund krónur hjá ein-
hvcrju þcirra fyrirtækja sem
iiú vcrða talin:
Kafiðjan — Kaftorg,
llúsgagnaverzlunin Skeifan,
llúsgaguaverzlun Keykja-
vikur     Ferðaskrifstofan
Sunna, Kaupfélag
Hcykjavikur og nágrennis.
(icfjun i Austurstræti,
Dráttarvclar, StS rafbúð, Val-
húsgögn, Ilúsgagnahöllin, Jón
Loftsson, lðnverk.
Sjó bls. 6
Falsaðir dollar-
ar í umferð?
Tvær hollenzkar flugáhafnir grunaðar
- alþjóðalögreglan komin í málið
Kiki Jóhönnu Ingólfsdóttur, matráðskonu Landspitalans: Nýja eldhúsið sem verður afkastamest
allra eldhúsa landsinsog vélvæðing meiri en á nokkrum öðrum matgerðarstað.
Klp-Keykjavik
(irunur leikur á, að áhafnir
tveggja flugvéla, sem höfðu við-
komu á Keykjavikurflugvelli i
siftustu viku. hafi keypt hér vörur
og borgað hótelkostnað, flug-
vallargjöld og eldsneyti fyrir
báðar áhafnirnar og vélarnar
með fölsuðum 50 dollaraseðlum.
Vélarnar voru farnar héðan áður
en málið komst upp, og biða nú
menn frá alþjóðalögreglunni eftir
þvi að vélarnar lendi vestan hafs.
Það mun hafa verið starfsfólk
Loftleiðahótelsins, sem fyrst tók
eftir þvi að eitthvað var bogið við
50 dala seðilinn, sem greitt hafði
verið með á hótelinu. Fannst þvi
seðilinn vera ljósari en aðrir og
einnig  mun  þykkari  en  ekta
seðlar. Gerði það þegar lögregl-
unni viðvart og var hún fljót að
rekja seðilinn til áhafnar flug-
vélanna tveggja, sem þá voru ný-
farnar áleiðis til Kanada, en þær
komu frá Hollandi, og var talið að
fólkið, 6 karlmenn og 1 kona, væri
allt Hollendingar.
Við rannsókn kom I ljós að
hópurinn hafði greitt viðar en á
Loftleiðahótelinu með þessum
sérkennilegu seðlum. Hafði
einnig verið greitt með þeim i
Rammagerðinni i Hafnarstræti,
þar sem 10 slikir seðlar voru, og
einnig greitt með þeim flug-
vallargjöld og eldsneyti á báðar
vélarnar. I allt var komið fram i
gær 1250 Bandarikjadalir og bjóst
Framhald á bls. 19
Á að gizka 200 þúsund rúm-
metrar aurs í Búrfellslón í fyrra
— Það er erfitt að mæla
nákvæmlega hversu mikill
aur berst i Búrfellslónið ár-
lcga. En sennilega er það
ósköp svipað og við bjuggumst
við. Það var reynt að mæla
aurburðinn i fyrra, og við
gizkuðum á, að um tvö
hundruö þúsund rúmmetrar
af aur og sandi hefðu þá komið
i það.
Eitthvað á þessa leið
svaraði Jóhann Már Marius-
son, verkfræðingur hjá Lands-
virkjun, spurningum okkar, er
við leituðum eftir þvi, hversu
langan tíma menn héldu að
lífti. þar til sandur hefði fyllt
það.
Minni aur og jakaburður
seinna meir
— i lóninu eru 1-2 gigalitrar
vatns, hélt Jóhann Már
áfram. — Tvö hundruð þúsund
rúmmetra aurburður i fimm
ár jafngildir einum gigalitra.
En þess er að gæta, að við
vitum 1 rauninni ekki með
neinni vissu, hversu mikill
aurburðurinn hefur verið, og
svo mun draga úr honum,
þegar virkjanir koma ofar. En
það mun jafnframt draga úr
öðru, sem er miklu isjár-
verðara, en sandburðurinn:
Ismyndun og jakaburði.
Varabirgöir vatns að
vetrarlagi
Við höfum alltaf gert ráð
fyrir þvi, að lónið fylltist af
sandi með timanum, sagði Jó-
hann Már enn fremur. Áin
mun eftir sem áður halda far-
vegi sinum og við höfum
hugsað okkur að haga svo til,
að við höfum fimm metra
djúpt lón á vetrum, þegar
mest þörf er á einhverjum
varabirgðum vatns.
Þessu er þannig varið, að
áin ber svo til allan aurinn
fram á sumrin, en á vetrum
er vatnið nær þvi tært. Nú er
lægsta vatnsborð lónsins 240
metra yfir sjávarmál, en hið
mesta 245 metra. Ef vatns-
borðinu er haldið i 240 metrum
á sumrin, hleðst þar ekki
meiri aur en þvi nemur, og sé
það siðan hækkað á haustin i
245 metra, höfum við þarna
fimm metra djúpt lón til af-
nota að vetrinum.
En liklegast er, að fjöldi ára
liði áður en allt fyllist upp að
240 metra markinu, sagði
Jóhann Már að lokum.   -JH.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20