Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
KÆLISKÁPAR
RAFTORG
SIMI. 26660
RAFIÐJAN
SÍMI: 19294
* *#
282. tölublað — Föstudagur 8. desember—56. árgangur
kæli-
skápar
RAFTÆKJADEILD
Hafnarslræti 23
Simar 18395 & 86500
Byggingarlóðirnar eftirsóttu og hópar fólks á áheyrendapöllunum i  borgarstjórnarsalnum i gær. — Tímamynd: Róbert.
LÓÐAÚTHLUTUN í BORGARSTJÓRN
ÞÓ-Reykjavik
Á borgarstjórnarfundi i gær var
felld tillaga frá Alfreð Þor-
steinssyni og Sigurjóni Péturs-
syni um að skipuð yrði nefnd
borgarfulltrúa til að endurskoða
tillögur um uthlutun lóða i Stóra-
gerði.
Tillagan var felld að viðhöfðu
nafnakalli með 8 atkvæðum sjálf-
stæðismanna gegn 6 atkvæðum
Framsóknarflokksins,   Alþýðu-
bandalagsins og Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna.
Siðan var samþykkt með 8
atkvæðum Sjálfstæðisflokksins
tillaga sú, sem lóðanefnd gerði
um Uthlutun lóða i Stóragerði.
Jafnframt var felld tillaga minni-
hlutaflokkanna um að Bygginga-
samvinnufélagi atvinnubilstjóra
yrði úthlutað öðru háhýsinu, sem
úthlutað er i Stóragerði.
Listi yfir þá, er fengu úthlutað
lóðum i Stóragerði erá bls. 8 »10. i
blaðinu i dag.
Bana-
slys á
Hval-
íjarðar
strönd
A miðvikudagsnóttina várð
banaslvs á Ilvalfjarðarströnd.
Maður, sem þar hefur unnið við
gæzlu oliugeyma, fannst látinn
mcð mikinn áverka á höfði laust
fyrir hádcgi i fyrradag, rétt við
Miðsandsá. Hann hét Pctur Þor-
kelsson, bóndi i Litla-Botni.
Pétur hafði gengið til náða á
þriðjudagskvöldið að venju, og
var hans ekki saknað um dagihn,
þvi að þá var fridagur hans. Varð
manni, sem átti leið um veginn,
daginn eftir af tilviljun litið til
hliðar, og sá hann þá hvar Pétur
lá, á að gizka sextiu metra frá
ánni.
Svo hagar til, að brú, sem verið
hefur á Miftsandsá, var nú fyrir
skömmu flutt nokkru ofar. Er tal-
ið, að Pétur, sem stundum átti
bágt með svefn, hafi i'arið á fætur
og ællað að hitta herbergisfélaga
sinn, er var við gæzlustörf um
nóttina, gengið gamla veginn af
vana og hrapað fram af malar-
bakkanum, en komizt siðan nokk-
urn spöl frá ánni, áður en hann
þraut megn og rænu.
HAFRETTARRAÐSTEFNAN
HEFST HAUSTIÐ 1973
Atkvæðagreiðslan á allsherjarþinginu á mánudaginn um yfirráð strandríkja yfir auðlindum hafsins
Kristinn Hallsson.
Kristinn Hallsson
í söngför um
Sovétríkin
Moskvu-APN.
Hinn 6. desember kom til
Moskvu hinn þekkti, islenzki
söngvari. Kristinn Hallsson. Fer
hann i söngleikaferð um Sovétrik-
in,sem stendur til 21. desember.
Undirleikari er Lára Rafnsdóttir.
Kristinn Hallsson heldur tón-
leika i borgunum Smolensk, Riga,
Vilnius, Novosibirsk og Alma-
Ata, hófuðborg Kazakstans. Flyt-
ur hann islenzk verk, eldri og
yngri, þjóðlög í'rá öðrum Norður-
löndum, óperuariur eftir Verdi,
Wagner og Borodin.
Kristinn Hallsson hefur áður
heimsótt Sovétrikin, ásamt
karlakórnum Fóstbræðrum, árið
1960.
i gær var samþykkt í stjórn-
málanefnd allsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna, að hafréttar-
ráðstefnan fyrirhugaða skuli
hefjast með tveggja vikna fundi i
New York i nóvember eða desem-
ber 1!)7:S, en siðan fram haldið i
Santiago um tveggja mánaða
skeið i april og mai 1974.
— Á hinum fyrstu fundum ráð-
stefnunnar verður einvörðungu
fjallað um fundarsköp og fyrir-
komulag ráðstefnunnar, sagði
Gunnar Schram, er Timinn ræddi
við hann i gær, en á fundinum i
Santiago verður byrjað að ræða
um efnisatriði, þar á meðal það,
sem okkur skiptir öllu máli: Fisk-
veiðitakmörk og stærð landhelgi,
forréttindi strandrikja, verndun
fiskstofna, mengunarbelti og
annað fleira.
Gert er'ráð fyrir þvi, að haf-
réttarráöstefnunni geti lokið árið
1974, en standist það ekki, verður
henni haldið áfram á árinu 1975
með leyfi allsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna.
Þá var samþykkt einróma i
hafsbotnsnefndinni, að undir-
búningsfundir yrðu i New York i
vor og siðan i Genf næsta sumar.
— Tillaga sú um forgangsrétt
strandrikja til landgrunnsins,
sem samþykkt var i efnahags-
nefnd allsherjarþingsins á mánu-
daginn var, mun koma til at-
kvæða á allsherjarþinginu sjálfu
á mánudaginn kemur, sagði
Gunnar enn fremur. Er mikill
liðssafnaður á báða bóga, og er i
vændum fundur með þeim
tuttugu og sex rikjum, sem nú
hafa gerzt meðflutningsaðilar að
samþykktinni. Sendimenn ts-
lands, sendiherrar svo og
stjórnarvöld i Reykjavik hafa
rætt við fulltrúa annarra rikja og
leitað hófanna um stuðning, er til
þessarar lokaafgreiðslu sam-
þykktarinnar kemur, en and-
stæðingar hennar hafa einnig haft
sig mjög i i'rammi og munu beita
áhrifum eins og þeim er unnt.
Sungið af hjartans lyst í Borgarfirði:
120 MANNS STEYPT
SAMAN í EINN KÓR
— Það verður heldur betur Iifg-
að upp á skammdegið hér i
Borgarfirði núna um helgina,
sagði Hjörtur Þórarinsson á
Kleppjárnsreykjum i simtali við
Tíinann í gær. Fimm kirkjukór-
um, hundrað og tuttugu manns,
hefur verið steypt saman i einn
kór, sem halda mun tvö söngmót
samdægurs, annað i Borgarnes-
kirkju, en hitt i Akraneskirkju.
Annars staðar eru ekki kirkjur,
þar sem þessu verði við komið.
Samskonar söngmót var einnig
haldið fyrra.
Það er kirkjukórasamband
Borgarfjarðar, sem gengst fyrir
þessu, og söngstjórarnir verða
fimm, ungir og aldnir. Rosknast-
ur þeirra er Björn H. Jakobsson
frá Varmalæk, nálega áttræður,
en hinir eru Haukur Guðlaugsson
á Akranesi, Kjartan Sigurjónsson
i Reykjavik, Olafur Guðmunds-
son á Hvanneyri og Guðjón Páls-
son i Borgarnesi. Þeir Guðmund-
ur Jónsson og Eyvindur Ás-
mundsson, Borgnesingur, munu
syngja einsöng með kórunum.
Kórarnir hafa að undanförnu
notið raddþjálfunar hjá Sigur-
veigu Hjaltested, og Guðmundur
Jónsson hefur einnig komið á
æfingarnar og farið lofsamlegum
orðum um frammistöðu þeirra.
Söngmótið i Borgarnesi hefst
klukkan þrjú, en á Akranesi
klukkan niu að kvöldi, og má gera
ráð fyrir miklu fjölmenni.
—JH.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28