Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
KÆLISKÁPAR
RAFTORG
SÍMI: 26660
RAFIÐJAN
SÍMI: 19294
287. tölublað — Fimmtudagur 14. desember—56. árgangur
kæli-
skápar
RAFTÆKJADÉILD
Hafnarstræti 23
Simar 18395 & 86500
Engin kvöldverzlun síðasta
laugardag fyrir Þorláksmessu
Vikið frá venju, sem lengi hefur haldizt
l>aíi vildi lil. þegar Ögri var lagstur að bryggju í gærdag, að skipið sleit skyndilega alla vira og rann
framan á togarann úranus og sleit hann frá bryggju. Eins og sjá má á myndinni skemmdist Úranus
fremstá hvalbaknum. Helzt er talið, aðbilun iskiptibúnaðihafi valdið þessu.         Timamynd: GE
Klp—Reykjavik
Það er vist ekki öllum
kunnugt um það, að
næsta laugardag, sem er
siðasti laugardagur
íyrir Þorláksmessu,
leggst niður sú gamla
hefð að hafa allar verzl-
anir opnar til klukkan
tiu. Það er fyrst nú, að
verzlunarfólk er að átta
sig á þessu, og má segja
að meðal þess sé almenn
óánægja með þessa
breytingu.
Við fengum þær upplýsingar
hjá Verzlunarmannafélaginu, að
i siðustu kjarasamningum hefði
þetta verið samþykkt, og jafn-
framt, i stað þess að hafa opið
til klukkan tiu þennan laugardag,
yrði opið til klukkan tiu mánu-
daginn þar á eftir.
Hjörtur Jónsson, formaður
Kaupmannasamtakanna,   tjáði
okkur, að þetta hefði komið fram i
reglugerð um lokunartima sölu-
búða frá árinu 1970 og verið
endurtekið i siðustu kjarasamn-
ingum.
„Við vildum heldur hafa opið
lengur þennan laugardag i stað
þess að hafa opið einhvern
annan dag i miðri viku", sagði
Hjörtur. ,,En Verzlunarmanna-
félagið vildi það ekki, þar sem
aðalkeppsmál þess var að losna
við laugardagana  með öllu.
Ég tel þetta vera óhagstætt
fyrir alla aðila, þvi með þessu
kemur ruglingur á lokunar-
timann. Flestir landsmenn vissu,
að þennan laugardag eru allar
verzlanir opnar til klukkan tiu, en
nú kemur annar dagur i staðinn.
Samkvæmt reglugeröinni frá 1970
má einnig hafa opið til tiu á
þriðjudögum og föstudögum. Það
hafa ekki allir notfært sér, þó svo
að sumir geri það i næstu viku til
að vega upp á móti þessum
laugardegi, sem hefur ætið verið
vinsæll meðal almennings",
Eins  og   fyrr  segir  eru
verzlunarm enn   aimennt
óánægðir með þessa breytingu.
Framhald á 3. siðu.
ÖGRI í HEIMAHÖFN
Þó—Reykjavik
Nýr skuttogari bættist í
islenzka fiskiskipaflotann i gær.
Er það Örgi RE 72, en Ögri er
systurskip Vigra, sem kom til
landsins fyrir rúmum mánuði og
bæði skipin eru I eign ögurvfkur
h.f. ögri er nákvæmlega jafnstór
og Vigri eða 801 brúttorúmlest að
stærð og er smíðaður i skipa-
smiðastöðinni i Gdansk I Pól-
landi.
Margt manna fagnaði komu
ögra, er hann lagðist að togara-
bryggjunni i gær, enda hafa
margir áhuga á hinum nýju skut-
togurum, sem eru óöum að
bætast við flota Islendinga. Skip-
stjóri á ögra verður Brynjólfur
Halldórsson, en hann var áður 1.
stýrimaður á Sigurði, og hefur
hann oft leyst Arinbjörn Sigurðs-
son skipstjóri á Sigurði af.
Brynjólfur hefur fiskað mjög vel,
er hann hefur verið skipstjóri, og
til marks um það fékk hann 400
tonnaf fiski, i skiðasta skiptið,
sem hann fór út á Sigurði sem
skipstjóri.
Brynjólfur sagði við komuna til
landsins i gær, að þeir á ögra
hefðu hreppt versta veður á
heimleiðinni, að jafnaði var
veðrið frá sex til tólf vindstig.
ögri reyndist mjög gott sjóskip,
og Brynjólfur sagði, að hann gæfi
togurum eins og Vikingi, Sigurði
og Mai ekkert eftir, nema siður
væri.
Framhald á bls. 23
Alþjóðlegir eiturlyfja-
salar komnir hingað
Hollendingurinn og Banda-
rikjamaðurinn, sem hand-
teknir voru á Keflavikurfiug-
velli með eitt kiló af hassi i
fórum sínum S. des. S.I., sitja
enn i gæzluvarðhaldi i
hcgningarhúsinu við Skóla-
vörðustíg. islenzk yfirvöld
báðu um sakaferilsskýslu i
heimalöndum mannanna og er
sakavottorð Hollendingsins
komið, cn cnn er beðið eftir
syndaregistri Bandarikja-
mannsins. i ljós er komið,að
Ilollendingurinn  hefur  hlotið
dóma i föðurlandi sinu fyrir
ncyzlu og dreifingu eiturlyfja.
Þótt engin gögn séu komin
um Bandarikjamanninn, gæti
vegabréf hans veitt visbend-
ingu um, að hann hafi ekki
hreint mél i pokanum. 1 þvi
sést, að maðurinn hefur gert
sér tiöförult til Tyrklands,
Indlands og Afganistans A
undanförnum árum, en i þess-
um löndum er auðvelt að fá
eiturlyf, fyrir litið verð, enda
eru þau framleidd þar og þeim
dreift þaðan viða um heim. I
vasa mannsins fannst lit.il, en
nákvæm vog, sem mælir hluta
úr grammi. Og hverjir nota
vogir, ef ekki kaupmenn?
Bendir þvi flest til, að hér
séu á ferðinni alþjóðlegir
eiturlyfjasalar og aö þeir hafi
ekki með öllu farið erindis-
leysu til Islands, þvi eins og
fram er komið fundust 250
þúsund krónur i ibúð Banda-
rikjamannsins og hassið, sem
fannst hjá mönnunum, er
metið á þrjU hundruö þúsund
krónur.
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra á alþíngí í gær:
Ákvörðunum íefnahagsmálum
verður hraðað eftir föngum
— stefnt að afgreiðslu fjárlaga fyrir jól — þing fram yfir hátíðar?
EJ—Reykjavik.
Rikisstjórnin hefur ekki enn tekið ákvörðun um
sérstakar efnahagsaðgerðir, og er þvi ekki hægt að
fullyrða hér og nú um það, hvort þær verða af-
greiddar fyrir jólaleyfi þingmanna. Ef þær verða
ekki afgreiddar fyrir jólaleyfi, þykir mér það eðli-
leg krafa frá stjórnarandstöðunni, að þingið sitji
áfram og geti komið saman til fundar, hvenær sem
er milli jóla og nýárs eða eftir áramótin, og mun ég
taka slika kröfu til greina. Hins vegar er stefnt að
þvi, að afgreiða fjárlögin fyrir jól, — sagði Ólafur
Jóhannesson, forsætisráðherra, i umræðum utan
dagskrár i neðri deild i gær um væntanlegar efna-
hagsráðstafanir og tillögur valkostanefndarinnar.
Sjá nánar
á þingsíðu
- bls. 10
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24