Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
KÆLISKÁPAR
Fr^^T!
RAFTORG
SIMI. 26660
RAFIflJAN
SlMI: 19294
* *#
296. tölublað — Sunnudagur 24. desember—56. árgangur
kæli-
skápar
RAFTÆKJADEILD
Hafnarslræti 23
Simar 18395 & 86500
Séra Jón E. Einarsson, Saurbæ:
Þín er leitað til blessunar
i
Kom blessuð, ljóssins hátið,
—helgi þín
minn hug og vilja göfgi, vermi,
fylli,
svo máttug verði og heilög
hugsun min
og hörpu mina Drottins andi
stilli.
Þannig kemst skáldið,
Guðmiindur Guðmundsson, að
orði, er hann býður jólin vel-
komin. Hann biður helgi jólanna
að göfga, verma og fylla hug sinn
og vilja, svo að hugsun hans verði
máttug og heilög og andi Drottins
megi móta og helga Iif hans og
gjörðir.
Hlýtur þetta ekki að vera bæn
okkar tslendinga á hverjum
jólum? Hljótum við ekkí að biðja
jólin og jólabarnið að helga lif
okkar til meiri fegurðar, birtu og
blessunar? Allir finna, að jólin
hafa helg og bætandi áhrif á þá.
beir finna fögnuð og unað fara
um sig, finna, að það birtir ekki
aðeins i kring um þá, heldur
einnig innra með þeim sjáIfum,og
þá langar til að verða betri menn
og lifa hreinna og helgara lifi.
A jólunum verður undursamleg
breyting á ó'llu. Þá finnum við
betur en áður birtu himinsins og
kærleika Krists umlykja okkur,
finnum, að „Drottins nægð og
náð"erokkurboðin,að himinn og
jörð mætast, þvi að Guð er fæddur
á jörðu.
II
Enn sem fyrr flytja jólin okkur
einkum þrenns konar boðskap:
Boðskapinn um gleðina, fögn-
uðinn, sem veitast skyldi öllum
mönnum. Boðskapinn um ljósið,
sem er í heiminn komið til að
upplýsa hvern mann og visa
honum til átta i lifinu. Og i þriðja
lagi boðskapinn um friðinn, frið i
hjörtu okkar mannanna, frið á
heimilum og i fjölskyldulifi, frið
milli hjóna, frið milli foreldra og
barna, frið I landi og á miðum,
frið milli manna og þjóða, frið á
foldu.
En hvernig tekst okkur að veita
boðskap jólanna viðtöku? Og
hvaða áhrif hefur hann á lif og
menningu okkar islendinga i
dag? Ber islenzkt þjóðlif þess
nægilega vitni, að Kristur kom og
að við höldum jólin vegna hans?
Minnast skulum við þess, Islend-
ingar, að lif þjóðarinnar hefur
verið kraftaverk Guðs. Guð hefur
leitt og varðveitt þessa þjóð, veitt
henni styrk i lifsstriði aldanna,
flutt henni frið, gleði og sigur.
Hann hefur tendrað henni i hjarta
ljós heilagrar triiar og vonar og
mun enn á ný gefa henni styrk i
baráttu og erfiðleikum komandi
daga og varðveita hana i sinni
náð og mildi.
Það varðar giftu þjóðarinnar og
framtið i þessu landi, að hún
varðveiti jólaeldinn, glóð þess
boðskapar og hugsjóna, sem
Jesús Kristur hefur flutt þessari
jörð, og láti þær hugsjónir móta
og helga lif sitt, skoðanir sinar og
menningu.
1 þessaru hugleiðingu vil ég
vekja athygli á boðskap Jesú um
Altari Hallgrímskirkju ISaurbæá Hvalfjarðarströnd. Freskómynd eftir finnska listamanninn Lennart
Segerstrale.
gildi og helgi mannlifsins og
hvetja til mannverndar og virð-
ingar fyrir helgi og heilagleik
yfirleitt. Spyrja mætti, hver séu
viðhorf manna til þess, sem
heilagt er, og hvaða stoðir hið
helga eigi sér i siðgæðisvitund
manna, lifsskoðunum þeirra og
sálarþroska. Hver eru viðhorf
manna gagnvart helgi mann-
lifsins, helgi heimilisins, helgi
hjúskapar- og f jölskyldulifs, helgi
einstaklingsins, helgi eignar-
réttarins, helgi hvildardagsins,
helgi sakramentanna, helgi kirkj-
unnar, helgi jólanna?
Jólin eru fæðingarhátið hans,
sem hefur helgað mannlegt lif,
viil hreinsa það frá öllum sora og
syndum og lyfta þvi ljósinu og
himninum nær. Jólabarnið finnur
eitthvað heilagt og gott i hverjum
manni, hverri einustu mannssál.
Þann neista vill það varöveita og
gæða nýju lifi.
Það er ekki sizt vegna þessa,
sem jólin hafa svo knýjandi boð-
skap að flytja þeirri kynslóð, sem
nú eruppi, þegar verðmæti lifsins
eru mæld i peningum og vegin á
vog hagvaxtar og Hfsþæginda,
án þess að um það sé spurt, hvort
það hjálpi manninum helzt og
fyrst til meiri hamingju og
fegurra og bjartara mannlifs.
Vissulega hefur núverandi kyn-
slóð stigið mörg framfaraspor i
leit sinni að betra lifi. Samt er
eins og vandi mannsins aukist
með ári hverju og mennskunni
hnigni. Næstum daglega flytja
fjölmiðlar okkur fréttir af
myrkraverkum manna. Þar er
brugðið upp myndum og frá-
sögnum af hvers kyns ófriði,
mannránum, flugvélaránum,
uppreisnum, óeirðum og vald-
beitingu, innbrotum, eiturlyfja-
neyzlu og alls konar mengun og
ómennsku. Það virðist augljóst,
að þrátt fyrir aukna menntun og
þekkingu, þá er maðurinn stöðugt
að eitra lif sitt og umhverfi.
I hinum svonefndu menningar-
löndum, þar á meðal hér á
íslandi, hefur á siðustu árum
verið rekinn stórkostlegur áróður
fyrir aukinni þekkingu i eðlis-
fræði, enda hefur kennsla i þeirri
fræðigrein verið stórum aukin i
skólum. Skal það ekki lastað út af
fyrirsig, enda mun nauðsyn bera
til vegna tæknivæðingar aldar-
innar.   En   hinu   vil   ég   vekja
athygli á, að það er mjög var-
hugavert að kenna börnum og
ungum mönnum eðlisfræði, án
þess að kenna þeim einnig og um
leið, hvernig nota á þá þekkingu i
þágu hins góða i lifinu, i þágu
kærleika og friðar milli manna, i
þágu guðsrikis á jörðu. Þekking
eðlis og efnis verður aö vera i
tengslum við þekkingu andans og
hljóta sitt lif hjá honum. Sagan
sýnir, að einhliða þekking i eðlis-
fræði, án þekkingar i siðfræði og
siðgæðilegrar viömiðunar., er
manninum hættuleg.
Mengunin, sem svo viða ógnar
lifi mannsins og umhverfi, er
órækur vitnisburður þess, að
manninum hefur mistekizt um
beitingu þess valds og notkun
þeirrar þekkingar, sem hann
hefur öðlazt um eðli hlutanna.
Menn eru nú aö sjá það, að
þekkingin hefur verið notuð til of
einhliða efnishyggju og andinn
lotiö i lægra haldi. Menn spyrja,
hvort tæknin sé ef til vill að grafa
manninum hans eigin gröf og
hver verði framvinda lifsins á
jörðinni, ef eitrunin heldur
stöðugt áfram. Hver verður
framtið islands, ef hafið deyr?
Það er fagnaðarefni, að á þessu
ári hefur landhelgi islands verið
stækkuð til mikilla muna og að
skilningur fólks fer vaxandi á
nauðsyn þess að vernda landið og
miðin fyrir mengun og rányrkju.
En hvað vilja menn gera til að
efla áhrif kristinnar trúar og
kristins siðgæðis með þjóðinni?
Hvað vilja menn á sig leggja til að
vernda þá mannhelgi og þau
mannréttindi, sem eru ávöxtur
kristinnar trúar og kirkju? Eða
hvers virði er það að krefjast
meiri landhelgi og hrópa um
mengun jarðarinnar, ef ekki er
einnig reynt að stemma stigu við
mengun mannsins, uppræta
sýklana, sem eitra mannlifið, og
standa vörð um þann mannskiln-
ing og þá mannhelgi, sem af
heilagri trú eru vaxin?
III
Jólin hvetja okkur til aukinnar
friðhelgi og mannverndar. Jóla-
barníð, JesUs Kristur, vill eyða
ljótleika og myrkri mannlifsins,
en efla og glæða hið fagra, sanna
og góða. Boðskapur hans þarf að
hafa áhrif á hvern einasta mann,
á siðferði einstaklingslifsins og
félagslifsins, viðskiptalifsins,
stjórnmálalifsins og þjóðlifsins
alls.
Það er vissulega kominn tími til
að hlusta á boðskap Krists um
mannvernd og mannhelgi af full-
kominni alvöru og heilindum.
Boðskapur hans hefur verið
nefndur fagnaðarerindi,
gleðitiðindi. Vegna þess aö hann
flytur þann fögnuð, þá gleði, sem
allir þrá og þurfa. Hann er
kominn með fögnuð og frið
himinsins inn i mannheim. Hann
er kominn tii þin, lesandi góður,
fæddur inn i lif þitt til að hjálpa
þér að lifa, bera þér ljósið,
gleðina og friðinn En hann kallar
þig til að vera samverkamaður
sinn, kallar þig til þjónustu og
fórnar i þáguljóssinsog friðarins,
til útbreiðslu guðsrikis meðal
manna. Þú ert kallaöur og þin er
leitað til að bera jólaljósið i lifi
þinu og breytni, til að þiggja jóla-
fögnuðinn og gefa hann heimili
þinu og öðrum mönnum. Þin er
leitað til að veita gleði og ham-
ingju, huggun og frið. Þin er
'leitað til að græða sár i lifi bræðra
þinna og systra og á ásjónu lands
þíns. Þin er leitað til að byrgja
brunna eitursins og standa vörð
um helgi mannlifsins. Þin er
leitað til blessunar fyrir land þitt
og þjóð. Það þarf þinar hendur og
þin krafta islandi til blessunar og
heilla. Þaö þarf þina hjálp til að
bera boðskap jólanna, boðskap og
áhrif Jesii Krists inn i islenzkt
mannlif og menningu. Þaö þarf
þina rödd, þitt ljós og þin spor út
veginn, þar sem stjarna
himinsins visar til átta, veginn,
sem liggur að jötunni, þar sem
lávarður heimsins hvilir, hann,
sem er jólin, hann, sem er kóngur
dýrðar um eilif ár, konungur lifs
vors og ljóss.
Dýrð sé Guði i upphæðum,
friður á jörðu
og velþóknun yfir mönnunum.
Gleðileg jól.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24