Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGISIIS
KÆLISKÁPAR

RAFTORG
SIMI: 26660
RAFIÐJAN
SÍMI: 19294
298. tölublað —Föstudagur 29. desember —56. árgangur.
kæli-
skáp
RAFTÆKJADEILD
Hafnarslræti 23
Simar 18395 & 86500
Hulltogari sigldi á Óðin
- brezkt her-
skip úti af
Austfjörðum
ÞÓ-Reykjavik.
Brezki togarinn Brucella
H-291 sigldi aftan á varð-
skipið óöin, inhan 50 sjó-
mílna markanna út af
Austf jöröum, skömmu eftir
hádegið í gær. Við árekst-
urinn laskaðist borðstokkur
Harry Eddom á ísafirði vetur-
inn 1968.
Ogeinnig
hann
Harry Eddom — eini mað-
urinn, sem bjargaðist, þegar
togarinn Ross Cleveland fórst
á ísafjarðardjúpi i febrúar-
mánuði 1968 — eí nú meðal
hinna þvermóðskufyllstu
landhelgisbrjóta á fiskiflotan-
um brezka. Ilaiin er skipstjóri
á Hulltogaranum Benella,
sem varpan var klippt aftan
úr i fyrrakvöld.
óðins og rennusteinn rifn-
aöi. Engin slys urðu á
mönnum um borð i ööni, og
ekki er vitað um skemmdir
á togaranum. — Þá bar það
til tíðinda í gær, að brezka
herskipið Rhyl — F-129
kom upp undir Auslf iröi, en
það hélt sig þó utan fisk-
veiöimarkanna, er síðast
fréttist.
Hafsteinn Hafsteinsson, blaða-
fulltrúi Landhelgisgæzlunnar,
sagði, að á milli klukkan 11 og 12 i
gærmorgun hefði varðskipið Óð-
inn verið að stugga við brezkum
togurum um fjórar sjómilur inn-
an við 50 sjómilna fiskveiðimörk-
in út af Austfjörðum, og hefðu all-
ir togararnir tekið upp vörpurn-
ar, en um leið og varðskipið
yfirgaf þá, köstuðu þeir vörpun-
um aftur. Þetta endurtók sig, og
er brezki togarinn Ross Rodney
GY 34 var að hifa vörpuna, kom
brezki togarinn Brucella H-291 á
fullri ferð i átt að varðskipinu, og
gerði togarinn sig liklegan til að
sigla á varðskipið. Var togaran-
um tilkynnt, að ef hann reyndi
ásiglingu, þá mundi varðskipið
verja sig, og fallbyssan yrði notuð
ef nauðsyn krefði.
Brucella sigldi þá tvo hringi
kringum varðskipið, en lónaði
siðan frá þvi. Skömmu siðar kom
togarinn á hægri ferð i átt að
varðskipinu og virtist ekkert lik-
legur til að reyna ásiglingu, en
varðskipið lét reka. Skyndilega
sveigði togarinn að varðskipinu
og stefndi á skut þess, og setti
Óðinn'þá á fulla ferð áfram, en
tókst ekki að afstýra árekstri, og
lenti stefni togarans skáhallt á
skut varðskipsins með þeim af-
leiðingum, að borðstokkur Óðins
bognaði inn og rifa kom i rennu-
steininn.
Herskip á miðin
Um  miðjan dag  i  gær  kom
brezka herskipið Rhyl — F-129 á
Frh. á bls. '
Varðskipið óðinn með hnifana í eftirdragi.
Tímamynd: Róbert
Óskýrð Ijósafyrirbæri á jólanótt
BIRTAN LJÓMAÐIKRINGUM
ÞAU EINS OG FJÁRHIRÐANA
Erl—Reykjavik
— Allt I einu varð næturmyrkrið
enn svartara en áður, en svo birti
skyndilega, og er ég leit til lands-
ins, sá ég fimm flennibjört ljós
yfir hólnum, sem lýstu hann og
allt umhverfið upp. Mér varð
fyrstað orði: „Hvers konar bygg-
ing er nú komin i Kúagerði", þvi
að ljósin voru i hæð við venjulega
ibúðarblokk, um 12-15 metra frá
jörð.
Þetta eru orð Erlu Geirsdóttur,
Dvergabakka 26 i Reykjavik, en
hún var ásamt manni sinum og
dóttur að koma sunnan úr Kefla-
vik á jólanótt, og sáu þau þá öll
þennan ljósagang i Kúagerði
laust fyrir klukkan þrjú.
— Við Kúagerði liggur vegurinn
i S-beygju utan i lágum hól, og
ljósin sáust fyrst um leiö og við
komum i beygjuna, hélt Erla
áfram, er við ræddum við hana i
gær. — Þau voru fimm talsins og
öll í sömu hæð og með mjög stuttu
millibili. Hvert ljós virtist verá á
stærð við tunglið, eins og það
kemur okkur jarðarbúum fyrir
sjónir, þegar það er fullt, og öll
virtust þau jafnbjört og lýstu vel
upp umhverfið. Ljósin hurfu svo
fyrir hólinn á meðan við vorum i
beygjunni, en skömmu siðar
kallaði dóttir min, Ingunn Erla,
sem sat i aftursætinu: „Mamma,
ljósin eru komin aftur". Ég leit
við og sá þá öll fimm ljósin, sem
þá höfðu færzt úr stað og voru i
röð yfir veginum. Ég leit þá á
klukkuna, sem átti eftir þrettán
minútur i þrjú.
Ljósin voru þarna kyrrstæð um
stund i svipaðri hæö og við sáum
þau fyrst. Mér varð alls ekki um
sel og bað manninn minn að
keyra hraðar, en hann sagðist
ekki geta það vegna veðursins.
sem var slæmt um þetta leyti,
bæði rok og rigning. Af ljósunum
stafaði mikil birta, sem m.a. lýsti
bilinn upp að áftan. Skyndilega
leystist ljósið, sem var lengst til
vinstri, upp i bláan blossa  og
hvarf og rétt i sömu mund sloklcn-
uðu hin fjögur. Siðan urðum við
ekki vör við þau, en timinn, sem
við sáum þau i seinna sinnið,
skiptir þó nokkrum  sekúndum.
Þá áttum við tal við Yngva
Guðmundsson, eiginmann Erlu,
en hann er starfsmaður hjá Loft-
leiðum á Keflavikurflugvelli, og
ekur þessa leið stundum oft á dag.
Frásögn hans var hin sama og
konu hans, og aldrei sagðist hann
hafa orðið nokkurs yfirskilvitlegs
var á leiðinni áður.
Erla sagði okkur enn fremur,
að hún væri, siðan þetta gerðist,
búin að fara 'a vettvang og at-
huga allar aðstæður, og þar væri
ekkert að finna, sem bent gæti til
þess, hvað þarna hefði verið. —
Umferð á veginum var mjög lítil
á þessum tima, sagði hún, við
mættum aðeins þrem bílum á
allri leiðinni, og engum þeirra á
þessum tima. Þegar við komum
að gjaldskýlinu I Straumi, áttuð-
Frh. á bls. 15
Högum okkur
Katla værí að
if
Þegar Hauturnar væla, vevfta allir drifnir úr neðri hluta kauptúnsins,
svoaðekki vefjist fyrirneinum, hvaðgera skal.ef Katla hleypur.
Allir telja fullvist, að Katla sé
þunguð, en enginn veit, hvenær
hún verður léttari. Þaðan af siður
er á nokkurs manns færi að gera
sér í hugarlund, hversu jóðsóttin
verður ströng. Þess vegna er lika
betra, að fólk sé við öllu búið, og
núna 13. eða 14. janúar mun fara
fram eystra æfing á þvi, hversu
við skal bregðast, ef Katla hleyp-
ur.
Formaður björgunarsveitar-
innar i Mýrdalnum er Reynir
Ragnarsson, ýtustjóri á Reynis-
brekku. Framkvæmd þessarar
æfingar, sem Almannavarnir rik-
isins stofna til, mun að verulegu
leyti hvíla á honum og félögum
hans. Við náðum þess vegna tal-
sambandi við hann i gærkvöldi, er
hann var nýlagður af stað úr
Reykjavik austur i Mýrdal.
— Það hefur verið komið fyrir
jarðskjálftamæli i Rjúpnagili,
sem er skamfnt frá Höfðabrekku-
jökli, og hann er i sambandi við
sirita i lóranstöðinni á Reynis-
fjalli, sagði Reynir. Þessa sirita
er stöðugt gætt, og dragi til tið-
inda, verður þess þegar vart á
honum. Talstöðvar eru svo aust-
an Mýrdalssands á þrem stöðum
— i Hrifunesi í Skaftártungu, á
Herjólfsstöðum i Alftaveri og
Strönd i Meðallandi — svo að unnt
sé að koma boðum á milli, þótt
simalínan á sandinum rofni.
Viðvörunarkerfi, af sama tagi
og i Reykjavík, var sett upp i Vik
fyrir nokkrum misserum, og
þegar æfingin verður núna eftir
hálfan mánuð, verða viðvörunar-
merki gefin á sama hátt og ef
hætta vofði yfir og Kötluhlaup
væri að koma. Veginum yfir Mýr-
dalssand verður lokað  bæði að
eins og
koma
austan og vestan, og verði veður
gott, kemur þyrla á vettvang til
þess að bjarga þvi fólki, sem kann
að verða á ferð á sandinum. Það á
sem sagt að gera þetta allt sem
raunverulegast.
Menn frá Almannavörnum rlk-
isins koma austur, en hlutverk
okkar i björgunarsveitinni verður
að koma öllu fólki, sem á heima I
neðri hluta kauptúnsins, á sem
skemmstum tima á öruggan stað
— segja þvi, hvert það á að fara,
hjálpa þeim um blla, sem ekki
.eiga þá sjálfir, og annað þess
háttar.
Við gerum ráð fyrir, að það sé
nokkuð á annað hundrað manns,
sem á að flýja hús, sagði Reynir
að lokum, en þó verður gamalt
fólk og lasburða liklega ekki
ómakað vegna þessarar æfingar.
— JH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16