Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
K/ELGSKÁPAR
RAFTORG
SÍMI: 26660
RAFIDJAN
SÍMI: 19294
299. tölublað — Laugardagur 30. desember — 56. árgangur
kæli-
skápar
RAFTÆKJADEILD
Hafnarslræti 23
Simar 18395 & 86500
„Hugsaðu þig um meðanþú
étur þorskinn, Dani góðurl
if
Stúdehfar í Höfn öiulir við
að kynna landhelgismálið
Stp—Reykjavik.        eða öllu heldur verndun-
Það  er  aldagamall  ar fiskstofna i Norður-
siður  i  Danmörku  að  Atlantshafi almennt.
snæða þorsk á gamlárs-
kvöld. Þorskát þetta
hefur nú komið fram i
sviðsljósið og verið hag-
nýtt i þágu viss máls,
þ.e.  landhelgismálsins,
Aðeins
einn veiði-
þjófur inn
an marka
Þó—Reykjavlk.
Það er ótrúlegt en satt, Land-
helgisgæzlan vissi aöeins um einn
erlendan togara innan 50 niilna
fiskveiðimarkanna siðari hluta
dags i gær. Sá togari var brezkur,
og ekki var vitað, hvort hann var
að toga eða á siglingu.
Enginn veit, hvað það er, sem
hefur fælt Bretana af miðunum;
hvort þeir eru orðnir hræddir við
,,skæri" varðskipanna, er ekki
gott að segja, en óskandi er að svo
væri. — I fyrradag og i gær var
almennt álitið, að brezkir togarar
myndu þjappa sér enn meir
saman, þar sem herskipið Rhyl —
F 129 var aðeins 2-3 sjómilur fyrir
utan landhelgina. Eftir áramót
verður gaman að vita, hvort
brezku togararnir flykkjast inn
fyrir landhelgina aftur.
Þvi má bæta við, að það voru
varðskipin Ægir og Óðinn, sem
stóðu i mestu útistóðunum við
brezku togarana úti fyrir Áust-
fjörðum á dógunum. Skipherra á
Ægi er Höskuldur Skarphéðinsson
og á Cðni er skipherra Sigurjón
Hannesson.
Þannig er máfl með vexti, að
islenzkir, grænlenzkir og fær-
eyskir stúdentar i Höfn standa i
þvi i dag, og raunar einnig i gær,
að festa upp spjöld i flestum
hinna stærri fiskbúða Kaup-
mannahafnar með slagorðum
um verndun fiskstofna i N-
Atlantshafi, þar sem m.a. er
vakin athygli á þvi, að eins og
málum er nú komið muni
þorskurinn sem annar fiskur
verða uppurinn innan tiðar, ef
ekkert verði að gert.
Við höfðum samband við Gisla
Erlendsson i Kaupmannahöfn i
gær, en hann stundar þar nám i
verkfræði, og spurðum hann
nánar um málavexti. Fram kom i
viðtalinu, að auk veggspjaldanna
er einnig dreift pésum, sem
stúdentarnir hafa samið upp úr
bæklingi Hannesar Jónssonar um
landhelgismálið og Ur norskum
bæklingum um svipað efni. Var
ákvörðun um þessa „aksjón"
tekin á fundi stúdentanna fyrir
nokkru.
Barátta stúdentanna i Höfn
fyrir landhelgismálinu og friðun
fiskstofna N-Atlantshafsins er
orðin allöflug, en hún spratt upp
úr hliðstæðri starfsemi stúdenta i
Noregi, er komst verulega á skrið
samhliða mótmælunum fyrir at-
kvæðagreiðsluna um inngöngu
Noregs i EBE, eins og flestum er
kunnugt.
Að sögn Gisla var i haust
stofnuð samvinnúnefnd Islend-
inga, Grænlendinga og Færey-
inga um fiskfriðunarmálin, og
eru norskir stúdentar um þessar
mundir einnig að ganga i þá
nefnd. Hins vegar eru Danir ekki
komnir með i spilið enn sem
komið er, en áætlanir eru uppi um
að reyna að ná sambandi við ung-
pólitisk félög i Danmörk eða félög
yfirleitt, sem einhvers mega sin.
Þá er sambandsfélagið að halda
mikinn fund i byrjun næsta árs 1
Frh. á bls. 15
Fæðingum i landinu fer fjölgandi, og ekki er óliklegt, að i fyrsta skipti
verði alin yfir fimm þúsund börn næsta ár. Nú eru Akurnesingar vel
settir i þessu efni, því að þar munukonur ekki lengur ala börn með
þjáningu.
Þorskurinn erkokviður og lystugur, en nú er svo komið, að fiskunum nægir ekki að vera duglegir að
borða —græðgi mannsins ógnar fiskstofnunum. „Stöðviðofveiði — þorskurinn er að hverfa úr sjónum",
stendur lika á spjöldum stúdentanna i Höfn.
Staðall um vind- og
snjóálag á mannvirki
— veðurofsi fíðari hérlendis en i nágrannalöndunum
SB—Reykjavik
Vegna þess stórviðris, sem
gekk yfir landið rétt fyrir jólin, er
vert að geta þess, að á vegum
Iðnþróunarstofnunar islands hef-
ur undanfarið verið unnið að atT
hugunum á vind- og snjóálagi á
mannvirki. Staðall um álag þetta
á byggingar verður gefinn út I
næsta mánuði og er það hinn
fyrsti um það efni hérlendis. Þá
er einnig I undirbúningi frumvarp
að staðli um jarðskjálftaálag.
Reynslan hefur sýnt, að búast
má við mun tiðari veðurofsa hér á
landi en t.d. á Norðurlöndum,og
vafalaust má telja, að með meiri
aðgát og litlum kostnaði megi
koma i veg fyrir margvislegt tjón
af völdum stórviðra.
Iðnþróunarstofnunin og Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðar-
ins beina þeim tilmælum til bygg-
ingaryfirvalda á hverjum stað.að
þau afli upplýsinga um tjón af
völdum nýafstaðinna stórviðra og
sendi stofnunum til úrvinnslu.
Ekki eru til neinar skýrslur um
hversu mikið fjármunatjón
verður árlega á landinu af völd-
um hvassviðra, ,en vist er, að það
er verulegt.
Frá nágrannaþjóðum okkar,
bæði austan hafs og vestan, ber-
ast oft fréttir um gifurlegt eigna-
tjón af völdum hvassviðra.
Haustið 1967 voru t.d. tilkynnt 20
þúsund einstök tjón i Sviþjóð.
I marz 1969 gekk eitt mesta of-
viðri hérlendis á undanförnum
árum yfir Akureyri. Þá fauk þak-
Frh. á bls. 15
Gamla boðorðið: „Með
þraut skaltu börn fæða"
— gildir ekki lengur á Akranesi
JGK—Reykjavik.
„Það.má segja, að Akurnes-
ingar hafi látið koma krók á móti
bragði og snúið á almættið",
sagði Guðmundur Björnsson
fréttaritari okkar á Akranesi I
gær, þegar hann hafði samband
við okkur. Sjúkrahúsið þar hefur
nefnilega fengið að gjöf tæki, sem
tryggir konum sársaukalitla
fæðingu, eða jafnvel sársauka-
lausa með öllu. Hið gamla boðorð,
að konur skuli fæða  með hján-
ingum,er þar með úr gildi fallið á
Skaganum.
Kvenfélag Akraness boðaði
fréttamenn á fund i sjúkrahúsinu,
og þar var fyrrnefnd gjöf afhent
formléga. Það gerði formaður
kvenfélagsins Jónina Bjarna-
dóttir, en yfirlæknir kvensjúk-
dómadeildarinnar, Arni Ingólfs-
son, veitti gjöfinni viðtöku. Hann
minntist þess jafnframt i þakkar-
ávarpi sinu, að kvenfélagið hefur
margoft styrkt sjúkrahúsið með
rausnarlegum gjöfum og marg-
. háttaðri fyrirgreiðslu.
Hið nýja tæki er keypt frá Dan-
mörku og kostaði tollfrjálst 122
þús. og sýnist svo, að ekki ætti
það að vera ofviða jafn ríkri þjóð
og Islendingum að eignast
nokkur slik tæki og koma þeim
fyrir i öllum fæðingarstofnunum.
Tækið er annars notað þannig, að
meðan á fæðingu stendur fær
sængurkonan blöndu af hlátur-
gasi og súrefni, og við það verður
fæðingin sársaukalaus, eins og
áður segir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16