Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Skorið aftan úr átta
sama sólarhringinn
Statesman hvarf
af miounum
ÞÓ, Reykjavik — Það er ekki
hægt að segja annað, en tfðinda-
samt hafi verið á miðunum
norður af Rauðanúpi á Sléttu
siðasta sólarhring, því þar hafa
Islenzku varðskipin klippt átta
sinnum á vira brezkra togara,
auk þess sem Ægir hleypti af
púðurskotum I eitt skipti. Bretar
eru að vonum illir yfir þessum
aðgerðum varðskipanna, og
reyndu margir brezkir togarar
að sigla Ægi niður I fyrrinótt.
Vlraklippingarnar byrjuðu á
tiunda timanum I fyrramorgun
eftir sex vikna hlé. Eftir það
hefur alltaf eitthvað verið að
gerast á miðunum. Um klukkan
18 I fyrrakvöld voru varðskipin
búin að klippa á vira fjögurra
brezkra togara, og að sögn Haf-
steins Hafsteinssonar, blaðafull-
trúar Landhelgisgæzlunnar, skar
svo varðskipið Öðinn á báða vira
brezka togarans Real Madrid GY
674, um klukkan 22.35 I fyrra-
kvöld, þar sem togarinn var að
veiðum 30 sjómilur norður af
Melrakkasléttu.
Um  klukkan  tvö  I  fyrrinótt
gerðu margir brezkir togarar
samtimis tilraun til aö sigla á
varðskipið Ægi, en án árangurs.
Það vakti furðu varðskips-
manna I fyrrinótt, að dráttar-
báturinn Statesman, sem á að
vera brezkum togurum til
verndar, hvarf af miðunum um
miðnætti
Svo var það um klukkan 9.25 i
gærmorgun, að Ægir skaut
tveimur púðurskotum að
Brucella H 291, eftir að togarinn
hafði margsinnis reynt að sigla á
varðskipið. En þess er skemmst
að minnast, að þann 28. desember
siðastliðinn sigldi þessi sami tog-
ari á á skut varðskipsins Óðins,
og við það skemmdist varðskipið
talsvert.
Ægir var ekki fyrr buinn að losa
sig við Brucella, en hann skar á
annan togvir St. Cap H 20, þar
sem togarinn var að veiðum 28
sjómflur norður af Rauðanúp-. Og
skipsmenn Ægis létu ekki þar við
sitja, þvi að klukkan 10.30 skar
Ægir á  togvira Ross Kelvin GY
Framhald á bls. 13
Þessi loftmynd var tekin af Vestmannaeyjum I heiðskiru veðri  I fyrra
dag, og sést glöggt á henni,  hvernig hraunið gengur I sjó fram —
svart næst gosstöðvunum  og hinni fyrri strönd Heimaeyjar, en
sveipað gufumekki, er lengra kemur fram.  Landaukinn nemur 1,6
ferkilómetrum.               Ljósmyndir: Landmælingar tslauds.
Vestmannaeyjasöfninin:
ÁTTA MILLJÓNIR
FRÁ SOVÉZKA RK
SENDIHERRA Sovétrikjanna
Svergei T. Astavin, kom I
morgun á fund ólafs Jóhannes-
sonar forsætisráðherra og skýrði
honum frá þvi, að Rauði kross
Sovétrtkjanna hafi akveðið að
gefa Rauða krossi fslands 60
þúsund rúblur (um 8 milijónir) til
hjálparstarfs vegna náttúruham-
faranna    I Vestmannaeyjum.
Forsætisráðherra barst einnig
bréf frá atvinnurekendasam-
tökum Noröurlanda, ásamt
ávisun  að  upphæð    400.000
danskar krónur (um 6,2 milljónir
króna) sem framlag i viðlagasjóð
vegná hjálparstarfsins I Vest-
mannaeyjum.
Ennfremur hefur forsætisráð-
herra borizt, um hendur Hall-
grimsF. Hallgrimssonar, aðal-
ræðismannsi 25.000 dollara (um
2.4milljónir króna) framlag i við-
lagasjóð frá landshlutastjórn
British Columbia I Kanada.
Þá hefur forsætisráðherra
einnig borizt bréf frá fram-
kvæmdastjórn  firmans  Johns-
Manville Corporation, þar sem
skýrt er frá þvi, að firmað hafi
ákveðið að leggja fram lOþúsund
Bandarikjadollara (um 960
þúsund krónur) I söfnun Ameri-
can Scandinavian Foundation til
viðlagasjóðs
Forsætisráðherra hafa borizt
mörg fleiri, smærri og stærrí,
framlög til viðlagasjóðs vegna
hjálparstarfsins i Vestmanna-
eyjum. Hefur hann þakkað þessar
gjafir og þá vinsemd og þann
skilning, sem gjafirnar bera vott
um.
W0TEL LOFT££7£7jS?
FUNDARSALIR
„Hótel  Loftleiðir" miðasf við þarfir
alþjbðaráðstefna og þinga, þar sem
þýða þarf ræður manna iafnharðan
á ýmis tungumál.
LITID A SALARKYNNI HOTELS
LOFTLEIÐA — EINHVER ÞEIRRA
MUN    FULLNÆGJA   ÞORFUAA
YDAR.
Verðlauna-
keppni
sölubarna
Tímans
HJA TIMANUM er alltaf
eitthvað nýtt á prjónunum.
Um næstu helgi hefst sölu-
keppni barna, sem selja
blaðið I lausasölu, og mun
keppnin standa I þrjá
mánuði. Þau börn tvö, er
atorkusömust reynast við
söluna, fá I verðlaun ferð til
Kaupmannahafnar, þar sem
meðal annars verður komið i
Tivoli og dýragarðinn. En
auk þess verða smærri verð-
laun, er seinna verður tekin
ákvörðun um.
Þessi keppni er miðuð við
sölu á laugardags- og sunnu-
dagsblöðum Timans, og mun
hefjast þegar næsta laugar-
dag, og stendur fram i júni-
byrjun. Börn, sem eiga
heima I úthverfum Reykja-
víkur, geta fengið blöð flutt
heim til sin — laugardags-
blaðið snemma laugardags-
morguns og sunnudagsblaðið
að kvöldi laugardags. Um
allt, sem lýtur að þessari
keppni, má smía sér til
afgreiðslu Timans I Banka-
stræti eða hringja i sima
12504 eða 12323.
Eins og áður er tekið fram,
verður tveim börnum, sem
drýgst reynast, boðið til
Kaupmannahafnar, og
verður maður frá Timanum
þeim til samfylgdar. Farið
verður héðan á föstudegi og
komið aftur á mánudegi.
Hér séstströndin eins og var áður
en gosið I Heimaey hófst og
hraunið rann I sjó fram.
Eltir eins
og þægur
hundur
KJ, Reykjavik — Hann fylgir
okkur eins og þægur hundur,
sagði Kristján Arnasonskipstjóri
á björgunarskipinu Goðanum i
viðtali við Tímann i gær, en
Goðinn var þá með vélbátinn
Framnes i togi undir Jökli, og
var ferðinni heitið suður i Njarö-
víkur, þar sem Framnes verður
tekið i slipp.
Veörið er nú heldur leiðinlegt,
sagði Kristján ennfremur, þvi
hann er beint á móti. Kristján
sagði, að vel hefði gengið að ná
bátnum á f'lot á flóðinu i
gærmorgun. Voru þeir búnir að
ná bátnum út um klukkan hálí'
sjö, og höfðu þá togað i hann i
hálfiima. Búið var að gera rás
aftan við bátinn, og auðveldaði
það björgunina. Taugin, sem
notuð var við að ná Framnesi út,
var 900 metra löng.
Þegar báturinn var dreginn á
flot, skemmdist stýrið, og fyrir
varvélinbiluð, svoaðGoöinn dró
Framnes bæði vélarvana og
stýrislaust til  Njarðvikur.
Þegar báturinn var dreginn á
flot, voru fjórir menn um borð,
skipstjórinn, stýrimaður og vél-
stjóri auk fulltrúa frá trygginga-
félagi  skipsins.
Páll Andrésson kaupfélags-
stjóri á Þingeyri sagði i viötali
við blaðið, að vonazt væri til, aö
Framnesið gæti hafið róöra á ný i
næstu viku, en eftir væri að taka
skipið i slipp og skoða það vel
eftir strandið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20