Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Tónlistar-
viðburður:
VtöTELLOrTlflfflW
FUNDARSALIR
„Hótel  Loftleiðir" miðast við þarfir
alþjóðaráðstefna og þinga, þar sem
þýða þarf raeður manna jafnharðan
á ýmis tungumál.
LITID Á SALARKYNNI HOTELS
LOFTLEIDA— EINHVER ÞEIRRA
MUN    FULLNÆGJA   ÞORFUM
YDAR.
Konsert í
bústaða-
kirkju
UM miðbik marzmánaðar
mun kirkjukórasamand
Reykjavikurprófastsdæmis
efna til korserts I Bústaða-
kirkju incð hvorki meira né
minna en áttatiu til niutiu
manns. Stjórnandinn verður
dr. Róbert Ottósson, söng-
máfastjóri  þjóðkirkjunnar.
Flutt verða tvö stór verk,
kantötur eftir Pál ísólfsson
og Johan Sebastian Bach.
Einsöngvarar veröa fjórir,
og hluti úr Sinfóniuhljóm-
sveit íslands mun aöstoða
viö flutninginn.
Þessi mynd var tekin á
æfingu 1 Bustaðakirkju i
fyrrakvöld.
Timamynd GE.
Heimsborgarinn, sem nam land á BorgarfirÓi eysfra:
STOFN GRASPORVA MEÐ VETRAR-
ATHVARF í FÓÐURBÆTISGEYMSLU
GRASPÖRINN erheimsborgarinn
á götum stórborganna, segir I
ritum Bjarna Sæmundssonar.
Allt meginland Evrópu er hans
heimaslóö, að ítallu undan-
skilinni, enda er hann sennilega
þekktastur allra fugla I álfunni.
Ileimaslóðir hans eru jafnt i
Búdapest, Parfs og Dresden, en
hjá tslandi hefur hann sneitt fram
undir þetta. Nú hefur þessi inikli
heimsborgari látið sér skiljazt að
Spasski
efstur á blaði
sovétzkra
skákmanna
Þótt Sovétmenn hafi orðiö fyrir
miklum vonbrigðum er Boris
Spasski tapaði heimsmeistara-
titlinum I skák telja þeir hann
greinilega sinn bezta skákmann.
Nefnd sú, sem hefur yfirumsjón
með öllum iþróttum og keppni i
Sovétrikjunum og heyrir undir
Æðsta ráðið, endurskipulagði ný-
verið allt keppnisfyrirkomulag i
skák innan Sovétríkjanna. Er nú
skákmönnum skipt i deildir eftir
hæfileikum og getu og hafa þeir
nú möguleika á að vinna sig upp i
efri flokka, eða falla niður, svipað
og gildir um knattspyrnulið hér á
landi og viðar.
Fyrrgreind nefnd hefur valið 18
beztu skákmenn Sovétrlkjanna I
nokkurs konar meistaraflokk og
er Spasski þar efstur á blaði. Aðr-
ir i þessum flokki eru þeir skák-
menn, sem tekið hafa þátt i úr-
slitakeppni til að ná heims-
meistaratitli. Þeir eru Petrosyan,
Geller, Karpov, Keres, Korchnoi,
Smyslov, Taimanov og Tal. Aðrir
i meistaraflokki eru allir stór-
meistarar, og þeir sem unnið hafa
efstu sætin í f jórum undanrásum,
sem haldnar voru. Þessir 18
meistaraflokksmenn munu
kepppa um meistaratitil Sovét-
rikjanna i skák, en sú keppni
verður haldin i Moskvu 2. til 28.
okt. n.k.
Breytingarnar á keppnisfyrir-
komulaginu eru geröar til að efni-
legir skákmenn eigi þess kost, að
láta að sér kveða og komist I þá
flokka, sem þeim ber, og til aö
menn slái ekki slöku við æfingar.
hér var ónumið land. Hann hefur
setzt að á Borgarfirði eystra og
gert kaupfélagið þar að höfuð-
stöðvum sínum. Það er samnrfi
stöðvum slnum. Þaö er sammæli
allra að hann hafi verið mjög
aðhylltist samvinnuhreyfinguna.
Það væri synd að segjaannað en
gráspörinn haf i f engið góðar mót-
tökur á Borgarfirði eystra.
Enginn hefur þó reynzt honum
sllkt tryggðatröll, sem einn af
starfsmönnum kaupfélagsins
þar, Jón Helgason. Það má segja,
að órjúfandi vinátta hafi tekizt
með honum og fuglunum. Þess
vegna snéri Tlminn sér lfka til
Jóns til þess að leita fregna af
gráspörvunum á Borgarfirði
eystra.
Orðnir á milli tuttugu og
þrjátiu
— Það var vorið 1971, að hingað
komu tveir fuglar, sem við
höföum ekki fyrr séð, en
þykjumst nú vita með fullri vissu
að séu gráspörvar. Þá var hér
maríuerla, sem i mörg ár hafði
átt sér hreiður undir þakskegginu
á kaupfélagshúsinu. Nu vildi svo
til, að köttur grandaði
mariuerlunni, og þar með var
hreiður hennar autt, öðrum til af-
nota Aðkomufuglarnir, sem þá
voru nykomnir lögðu það undir
sig, áttu átta ungu og komust sex
þeirra upp.
Fjölskyldan hélt sig siðan hér i
þorpinu, og þegar vetraðí, Ieitaði
hún athvarfs i fóðurbætisgeymslu
kaupfélagsins i kuldaköstum.
Mér þótti gaman af þessum fugl-
um, og ég gætti þess, að þeir gætu
komizt inn, þegar þeir vildu. 1
fyrrasumar urpu þeir enn, en ég
veit ekki upp á vist, hvort
fuglarnir, sem fyrst komu, urpu
þá tvisvar En svo mikið er vlst,
að nú eru hér á milli tuttugu og
þrjátiu gráspörvar. Ég þykist enn
þekkja landnemana frá hinum,
sem yngri eru — mér virðist þeir
ofurlitiö  frábrugönir  þeim.
Dofnar yfir þeim i hörðu
frosti
— Fuglarnir hvarfla stundum á
bæi hér I sveitinni, sagði Jón enn
fremur, en þeir koma alltaf aftur
hingaðniðurl þorpið. Það er eins
og þeir viti, að hér eiga þeir at-
hvarf. Heldur verða þeir daufari
en þeim er eiginlegt, þegar frost
fer yfir tiu stig, og dálitil vanhöld
hafa orðið I stofninum. Til dæmis
hef ég fundið tvo fugla dauða. En
ég held, að það sé ekki kuldi, sem
hafi orðið þeim að aldurtila,
heldur hafi þeir étið meira en
þeim var hollt af einhverju, sem
þrútnar óhóflega  i fuglsmaga.
Sennilega aldrei lifað af
islenzkan vetur
Gráspör er Htill fugl, um
fimmtán sentimetrar á lengd.
Karlfulginn er með dökkgráan
koll, rauöbrúnan afturháls,
svartan framháls og er hvitleitur
i vöngum og á hálshliðum. A
kvenfuglinum og ungum fuglum
vottar ekki fyrir svörtum lit
framan á hálsi, og þeir eru grá-
mórauðir að ofan og skolhvítir að
neðan, Þeir láta talsvert mikið til
sin heyra, og er hljóðið breytilegt
tist og klak.
Aðeins tvisvar hafa gráspörvar
orpið hérlendis svo að kunnugt sé,
i Vestmannaeyjum og i Reykja-
vik, þar til nú aö þessi stofn hefur
komizt upp á Borgarfirði eystra.
Sennilega hefur gráspör aldrei
lifað annars staðar af islenzkan
vetur.
Gráspörvahjdn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40