Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						WOTEL LOFIUHff
SUNDLAUGIN
er eitt af mörgu, sem ,,Hótel Loftleiðir"
hefur til sins ágætis og umfram önnur
hótel hérlendis. En það býður llka afnot
af gufubaðstof u auk snyrti-, hárgreiðsFu-
og rakarastofu.
VISID    VINUM    Á    HOTEL
LOFTLEIDIR.
Skildingamerkin seldust á 3,8 milljónir:
Gjaldeyrisyfirvöld
æskja skilagreinar
UMSLAGIÐ meö skildinga-
merkjunum frá 1873 var selt á
uppboöi I Hamborg s.l. laugardag
fyrir 110 þúsund mörk, sem svar-
ar til 3.8 millj. islenzkra króna.
Kaupandinn var Rolv Gummes-
son, frlmerkjakaupmaöur I
Stokkhólmi, og keypti hann um-
slagið fyrir einn viðskiptavina
sinna. Ekki er gefið upp hver
hann er, en telja má vist, aö hann
sé Svii.
Rciknað var meö að umslagiö
færi á miklu hærra veröi en raun
bar vitni. En hins vegar mun
óvissan um gengi marksins og
orðrómur um hækkun þess hafa
átt nokkurn þátt i, hve menn voru
tregir ao bjóöa i umslagiö.
Ekki er enn vitaö, hver var selj-
andi umslagsins. Dómsmála-,
ráöuneytiö  gerði  itrekaöar  til-
raunir til ao fá uppboöshaldara og
þýzk yfirvöld til aö gefa upp nafn
seljanda, en uppboösfirma Arn-
olds Ebels i Hamborg, svaraöi, aö
hann heföi sannað eignarrétt sinn
á umslaginu og hefoi á engan
máta brotiö þýzk lög og því ekki
ástæoa til aö gefa upp nafn
aöilans.
Hins vegar hafa aörir aoilar, ls-
lenzkir, gert kröfu I umslagiö, og
er málio I rannsókn hjá saka-
dómi.
Skattayfirvöld sýna málinu
ekki mikinn áhuga enn sem kom-
io er, enda trúlega litiö á söluna
sem eignabreytingu, en aftur á
móti hefur komiö beiöni frá gjald-
eyrisyfirvöldum um aö fá ao vita
hver seljandinn er, þvi a6 sjálf-
sagt veröur hann aö gera grein
fyrir þeim gjaldeyristekjum, sem
hann aflar meft sölu umslagsins.
00
Stúlkurnar faoma
karlana og ræna
Fimm  karlmenn kærðu vasa-
þjófnað aðfaranótt sunnudags s.l.
MAGALENTI
Síðdegis ígær magaienti flugvél
af Beachcraftgerö irú Norður-
flugi á Akureyri á flugvellinum
hjá Sauðanesi við Þórshöfn á
Langanesi. Eftir þvl sem fregnir
hermdu I gærkvöldi voru 7-8
manns um borð og sakaði engan.
Flugvélar af þessari gerð eru
þannig, að hjólin standa nokkuð
niður úr bolnum, þótt þau séu
uppdregin. Það er þannig vart
hægt að tala um magalendingu.
Fiugvélin mun ekki hafa
skemmzt mikið, og var jafnvel
búizt við að hægt yrði að fljúga
henni til Akureyrar I dag. 1 gær-
kvöldi fór Tryggvi Helgason for-
stjóriNorðurflugs, til Þórshafnar
til að kanna ástand flug-
vélarinnar.
1 öllum tilvikum voru aðfarirnar
svipaðar. Þeir, sem stolið var frá,
voru drukknir á veitingastööum
eða utan við þá, er stúlkur, sem
þeir ekki þekktu, geröu sér dátt
við karlana, föðmuöu þá og
kjössuðu. Létu þolendur sér
bllðuhótin vel lika og uggðu ekki á
sér fyrr en um seinan. Þá voru
stelpurnar á bak og burt, og
sömuleiðis veskin úr vösum
þeirra.
t aðeins einu tilfellinu var um
verulega fjárupphæð að ræða,
sem stolið var.
Skeði það utan viö veitingahús.
Ung stúlka vék sér aö manni og
læddi hendi inn i innri jakkavasa
hans og náði I veskið og hvarf. t
veskinu var útfyllt ávisun aö
upphæð 265 þus. kr. Þar var
einnig ávisnahefti, sem búiö var
að skrifa út úr 4 eða 5 blöð, og 200
kr. i peningum. Otfyllta ávisunin
Framhald á bls. 19
AFLI GLÆÐIST
VERULEGA
SUNNAN LANDS
VERTIÐARAFLINN sunn-
anlands hefur verið lélegur
til þessa, enda ógæftir mikl-
ar. En I siðustu viku fór'
afli verul. að glæðast. Sér-
staklega öfluðu Sandgerðis-
bátar vel. A laugardaginn
voru llnubátarnir með 8,5
tonn aö jafnaði, hæsti bátur
með 11.3 tonn og margir með
yfir 10 tonn.
Þaö glæöir einkum vonir
manna um góöa vertiö, hve
aflinn var jafngóður alla vik-
una. Mikið af honum var
þorskur, jafnstór. Neta-
bátarnir öfluöu einnig vel,
sérstaklega tveir þeirra.
Bergþór kom aö á sunnudag
með 32,5 tonn, daginn áður
var sami bátur meö 27 tonn,
Hafnarberg kom inn meö 19
tonn á laugardag og 20 á
sunnudag. Þessir tveir bátar
hafa verið aflasælastir neta-
báta, sem róa frá Sandgerði.
Framhald á bls. 19
Æskufólk í Dómkirkjunni
AÐ kvöldi siðastliðins sunnudags, sem var hinn árlegi kirkjudagur,
var haldin æskulýðsvaka I dómkirkjunni á vegum æskulýðs-
hreyfingar þjóðkirkjunnar. Kirkjan mátti heita fullsetin, og kom þar
fram margt af ungu fólki. Meðal annars söng þar nemendakór úr
menntaskólanum við Tjörnina, og sést hér átján ára gamall piltur,
Snorri Birgisson, stjórna kórnum.            —Timamynd Róbert
Hrauntungur
í kring um
Leidarvörðu
KJ-Reykjavik.Miklar sprenging-
ar voru I gignum á Heimaey i
gærdag, og jafnframt sáu menn i
Eyjum, hvar hraun var farið að
renna I sjó fram suðaustur af
glgnum.
Leiðarvarða virðist ætla að
standa hraunið af sér um sinn
a.m.k., þvi aö hrauntotur hafa nú
skriðið fram sitt hvoru megin við
vörðuna. í gær fór hraunið vel
upp á syðri hafnargarðinn á dá-
litlum kafla. Gosefni eru nii farin
að velta úr hraunstálinu og upp að
húsunum viö Bakkastig, og við
Grænuhlið hækkar hraunstálið
stöðugt og mun nú vera yfir 40
metra hátt.
t gærdag brenndist björgunar-
maður litillega i hrauninu á
Skansinum, en ekki munu meiðsli
hans hafa verið alvarlegs eðlis.
Stendur í járnum, að við höfum
nóg rafmagn á Norðausturlandi,
ef allar stöðvar eru í fullum gangi áfallalaust
ÞAÐ er með herkjum, að við
hér á Norðausturlandi höfum
orðið nægt rafmagn, ef allar
stöðvar eru I gangi áfalla-
laust, sagöi Erlingur Davlðs-
son á Akureyri viö Timann I
gær. Beri eitthvað út af, verð-
ur að grípa til rafmagns-
skömmtunar.
Laxárstöövarnar framleiöa
tólf þúsund kilóvött, gufustöö-
in I Bjarnarflagi 2800 og disil-
stöövarnar á Oddeyri sjö þús-
und kílóvött, ef öllu er tjaldað.
Þa6 stendur i járnum, að þetta
dugi, og þó aö litlar disilstöðv-
ar séu á orkuveitusvæðinu,
svo sem á Hjalteyri, Hiisavfk
og Raufarhöfn, og til þeirra
gripið i neyð, hafa þær litla
orku, aöeins fimm luinduð
kflóvött hver. t janúarmánuði
einum var oliu fyrir þrjár
milljónir króna brennt til þess
að halda disilstö&vunum á
Oddeyri i gangi.
t Laxárdal er I smiöum 6500
kflóvatta stöð, svo sem al-
kunna er, en lögbanni hefur
ekki enn verið létt þar af
framkvæmdum, þótt spor hafi
veri6 stigið I átt til sátta i
Laxárdeilunni, en þar að auki
gerir hún ekki meira en full-
nægja þörf, sem þegar er orö-
in brýn. Aukning orkuþarfar i
Akureyrarbæ einum er 10-12
af hundraði á ári, og aö sjálf-
sögðu mikil þörf á auknu raf-
magni annars staðar á orku-
veitusvæðinu. Þannig vantar
nú þrjú til fjögur þúsund kiló-
vött til upphitunar i nýjum
ibúöarhverfum, og verksmiöj-
ur samvinnuhreyfingarinnar
vantar annað eins til viöbótar
við þaö, sem þær nú fá.
Af þessu má ráða, að öll
orka frá Laxárstöðinni nýju
veröur fullnýtt, jafnskjótt og
hún kemst i gagnið. A hinn
bóginn er rannsókn á linustæði
yfir hálendiö skammt á veg
komin, hvort heldur er niöur 1
Bárðardal eða Skagafjörö,
þótt rannsókn á linustæöinu
niður I Eyjafjörð hafi staðið
yfir i vetur eins og kunnugt er.
— Þvi er ekki aö leyna, aö
viö rennum hér margir hýru
auga til jar&gufunnar, sag6i
Erlingur a& lokum. Hér eru
þrjú háhitasvæöi — viö Náma-
skarð, Kröflu og á Þreista-
reykjum. Gufuaflstööin I
Bjarnarflagi hefur gefizt
ágætlega og aldrei bilaö, og
eftir þær deilur, sem hér hafa
oröiö um mannvirkjagerö i
sambandi viö orkuver, hefur
þa& lika sitt a& segja, a& eng-
um getur veriö meingerö I þvi,
þótt jarðgufa viö Kröflu e&a á
Þreistareykjum veröi virkjuft.
En þó tiltölulega fljótlegt sé aö
reisa gufuaflstö&var, þarf bor-
un að fara fram á undan.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20