Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						\\om imiBÐK
„Hótel Loftleiðir býður gestum
srnum að velja á milll 217 herbergja
með 434 rúmun — en gestum
standa lika ibúðir til boða.
Allur búnaður mlðast við strangar
kröfur vandlátra.
LOFTLEIDAGESTUM LIOUR VEL.
Mikil vinna og langt
úthald hjá aflaskipum
Rætt við Hrólf Gunnarsson skipstjóra
á Guðmundi
Skipt um loðnunót á aflaskipinu Guömundi. Tlmamynd Róbert.
KJ—Reykjavík. Það er mikil
vinna og langt úthald hjá loðnu-
bátunum.sem eru á toppinum. I
gær kom aflaskipið Guömundur
t.d. til Reykjavikur og hafði þá
ekki komið í heimahöfn i nærri
þrjár vikur, og þetta var i fyrsta
skipti frá þvi um miðjan janúar,
að áhöfnin fékk eins dags fri i
heimahöfn.
Blaðamaður Tlmans hitti Hrólf
Gunnarsson skipstjóra um borö,
og fyrst var auðvitað spurt um
aflamagnið.
— Við erum komnir meö 13.800
tonn, og það er mikil vinna, sem
liggur á bak við þetta aflamagn
hjá áhöfninni.
— Hvernig hefur skipið reynzt?
— Skipið hefur reynzt vel, og ég
tel ekki ósennilegt, að einhverjir
muni fá áhuga á skipum sem
þessum. Þetta skip er fyrst og
fremst byggt með það fyrir aug-
um að veiða i bræðslu, en með
litlum tilkostnaði má breyta þvi
fyrir hvaðaveiðar sem er. Við
reiknum með að setja togútbúnað
á skipið, þegar við hættum að
veiða i bræðslu i vor. Annars er
ætlunin að reyna áfram við
bræðslufisk, eftir að yfirstand-
andi loðnuvertið er lokið.
— Þið keyptuð skipið frá Nor-
egi, var ekki svo?
— Jú við keyptum það notað frá
Noregi. Skipið er á fimmta ári, og
er af meðalstærð af þessum skip-
um i Noregi. Guðmundur er 700
lestir, en þau eru allt upp i 1300
lestir skipin, sem Norðmennirnir
nota við bræðslufiskveiðarnar.
Mikið af skipunum er t.d.
1000-1300 lestir.
— Hvernig fer svona stórt skip i
sjó\ þegar það er tómt?
— Guðmundur fer mjög vel i
sjó. Ég hugsa, að hann sé eitt
bezta sjóskip i flotanum, og það
er þvi að þakka, að um borð eru
jafnvægistankar, sem halda skip-
inu mjög stöðugu.
—  Og þið eruð aðaleigendur
Páll Guðmundsson og þú?
— Já, við erum aðaleigendur,
en það er ekki búið að skira hluta-
félagið ennþá.
Astæðan til þess, að þeir fengu
nærri sólarhrings fri á Guðmundi,
var sú, að þeir voru með
skemmda nót, sem þeir komu
með inn til viðgerðar. Guð-
mundur er með um tvö þúsund
tonnum meiri afla á vertiðinni, en
næsta skip, og samkvæmt út-
reikningum fróðra manna, þá er
aflaverðmæti skipsins á þessari
loðnuvertið orðið 2.5 milljarðar,
en hlutur áhafnarinnar, sem er 14
manns, er ekki nema brot af
heildaraflaverðmætinu, og
hásetahlutur þvi 600-700 þúsund
krónur.
KURR VEGNA LELEGS TÆKJABUN-
AÐAR Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI
Klp—Reykjavfk. Það hefur víst
hrokkið biti ofan i margan borg-
arbúann og öðrum orðið illilega
bilt við, þegar báðar þotur Flug-
félags Islands renndu sér yfir bæ-
inn til lendingar á Reykjavíkur-
flugvelli I gær, með öllum þeim
hávaða og látum, sem þeim
fylgir. önnur þotan kom um há-
degið, en hin um klukkan fjögur,
og þegar sú síðari lenti, var það
rétt á mörkunum, að hér væri
lendandi.
Keflavikurflugvöllur var að
mestu leyti lokaður i gær, og
sama er að segja um Reykjavik-
vikurflugvöll. Gekk umferð þvi
heldur brösótt um báða þessa
velli, og þó öllu verrá Reykjavik-
urflugvelli, enda er tækjabúnaður
þar ekki sem beztur og var heldur
ekki i fullkomnu lagi lengi dags i
gær.
Viðræður
Aðflugsradarinn var t.d. ekki i
lagi, þegar báðar þoturnar komu
inn til lendingar, en komst i lag
um klukkan fimm, og var þá
byrjað að taka inn vélar, sem
höfðu farið frá Hornafirði og Isa-
firði fyrr um daginn, en verið
snúið við og sendar til Akureyrar
til að taka elsneyti og biða eftir að
hægt yrði að lenda i Reykjavik
aftur.
Þessi aðflugsradar á Reykja-
vikurflugvelli hefur löngumvaldið-
flugumferðarstjórum þar mikl-
um áhyggjum og flugvöllum þar
engu minni. Hann munvistoft i
ólagi, en i veðurlagi eins og i gær
er hann nauðsynlegt hjálpartæki
fyrir alla aðila. Þá hafa aðflugs-
ljósin á norður-suðurbrautinni
ekki valdið mönnum minni
áhyggjum, en þau munu ekki
hafa verið rétt stillt svo vikum
skipti.
Ekki hefur blindflugslending-
arkerfið, sem verið er að setja
upp, vakið minna umtal meðal
þessara manna. Vél flugmála-
stjórnar hefur verið dag eftir dag
að stilla kerfið og nú hefur það
borið á góma, að þetta kerfi sé
ónothæft. Hvað svo sem hæft er i
þvi, er þyi ekki að neita, að það
hefur tekið óvenju langan tima að
koma þessu sjálfsagða kerfi upp
hér á Reykjavlkurflugvelli.
Heyrzt hafði i gær, að kæra
hefði verið send til loftferðaeftir-
litsins vegna lágflugs annarrar
þotunnar I kringum bæinn I gær-
dag. En varla mun vera hægt að
álasa flugstjóranum i þetta sinn.
Hann mun heldur hafa kosið að
fljúga sjónflug en að fara i annað
aðflug með þeim tækjakosti, sem
fyrir hendi var á flugvellinum á
þessum tima. Okkur tókst -þvi
miður ekki að ná tali af forráða-
mönnum flugmála til að fá þetta
staðfest.
a ný
TtMANUM BARST i gær svo-
hljóðandi fréttatilkynning frá
utanrikisráöuneytinu:
Rikisstjórnin ákvað á fundi sin-
um i morgun að halda áfram við-
ræðum við brezka sendiherrann i
Reykjavik um þær hugmyndir
um bráðabirgðasamkomulag I
landhelgisdeilunni, er fram komu
i viðræðum hans við Einar
Agústsson, utanrikisráðherra 8,1.
laugardag.
„Klámhögg íhalds-
frambjóða
n
segja náttúrufræðinemar um lögbann frambjóðanda Vöku
Erl, Reykjavik — Mikil
ólga er i Háskólanum þessa
daga vegna kosninga til
Háskólaráðs, sem fram
eiga aö fara n.k. föstudag.
Þau tíöindi gerðust svo í
gærmorgun í upphafi utan-
kjörstaðarkjörfundar, sem
kjörstjórn hafði  leyft, að
fulitrúi borgarfógeta mætti
á staðinn, og lagði lögbann
við þvi, að hann yrði
haldinn, að beiðni Davíðs
Oddssonar, sem er fram-
bjóðandi bægri manna til
Háskólaráðs.
Okkur  tókst hvorki  að  ná  I
Davið, né Jón P. Emils, sem með
málið fer, i gær, en þannig stóð á
þvi að kjörstjórn leyfði utankjör-
staðarkjörfundinn að um 85
náttúrufræðinemar eru á förum
til Færeyja og verða fjarverandi
á kjördag. Frá forsendum lög-
bannsins er sagt annars staðar.
Náttúrufræðistúdentar voru aö
vonum öskureiðiryfir þessum at-
burðum, en eins og segir i dreifi-
Frh. á bls. 15
Dómsúrskurour
á slysavarð-
stofunni um
miðja nótt
UM KLUKKAN sjö á mánu-
dagskvöldið  handtók  lög-
reglan   ökumann,  sem  var
áberandi ölvaöur undir stýri.
Að venju I sllkum tilfellum var
farið með manninn á  slysa-
varðstofuna  til  að  taka   af
honum blóðprufu  til að mæla
hve mikið alkohol væri I blóöi
hans. Maðurinn, sem  er em-
bættismaður, harðneitaði að
sér yrði tekið blóö. Þar sem
maðurinn mótmælti svo ákaf-
lega, viku læknar á slysavarð-
stofunni sér  undan að fram-
kvæma þessa einföldu aðgerð.
Lögreglumenn  stóðu  lengi
stappi til að  afla sönnunar-
gagna um meint afbrot, og
fóru svo að lokum,  að krafizt
var dómsúrskurðar um blóð-
tökuna.  Fulltrúi  yfirsaka-
dómara,  örn  Höskuldsson,
var kvaddur  á  slysavarð-
stofuna um miðnætti, og eftir
að hafa kynnt sér málsatvik,
kvað hann upp þann úrskurð,
að skylt væri að taka ölvuðum
ökumönnum blóð: Þá loks var
blóðprufan tekin.
Eins og fyrr segir, mætti
fulltrúi yfirsakadómara á
slysavarðstofuna um miðnætti
og gekk úrskurðurinn um kl. 2
um nóttina. Urðu þvi lögreglu-
menn að sitja yfir manninum
I sjö klukkustundir á slysa-
varðstofunni áður en loks var
gengið til verks.
Það er i hæsta máta óvenju-
legt, að menn, sem grunaðir
eru um ölvun við akstur,
komist upp með að neita, að
þeim sé tekið blóðsýni. Eru
lögreglumenn þvi vanastir, að
þetta gangi fljótt og vel fyrir
sig, þótt þeir grunuðu hafi allt
á hornum sér og neiti
blóðtöku. Maðurinn sat enn
inni i gærdag.        —OÓ
Botnsmáli
Mývatns
áfrýjað
— ÞAÐ ER alveg öruggt, að þess-
um dómi verður áfrýjað til
Hæstaréttar, sagði Páll S. Páls-
son, lögmaður Veiðifélags Mý-
vatns um dóm undirréttar, sem
visaði aðalkröfu Veiðifélagsins
frá en hiín var á þá leið, að
bændur, sém land eiga að vatn-
inu, eigi einnig allan umráðarétt
botnsins.— En hvort við áfrýjum
fyrst eða rikið, veit ég ekki, sagði
Páll.
— Eins og sakir standa vantar
rikið eignarheimild á botninum.
Rikið er búið að taka botninn, en
það á hann ekki. Að minnsta kosti
er það óútkljáð samkvæmt þess-
um dómi. Dómurinn talar úr og I,
hann gefur til kynna, að minnsta
kosti aö verulegu leyti, að þarna
geti verið um einkaeignarrétt aö
ræða. Bændurnir leggja rika
áherzlu á aö láta málið ganga
lengra og halda sig við aðalkröf-
una, að botninn í Mývatni sé
óskipt sameign. Oó.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16