Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						„Hótel Loftleiðir býður gestum
sínum að velja á mllli 217 herbergja
með 434 rúmun — en gestum
standa llka Ibúðir til boða.
Allur búnaður mlðast vlð strangar
kröfur vandlátra.
LOFTLEIDAGESTUM LIDUR  VEL.
MEÍRA
70HÚS
GRÓFUST
UNDIR
HRAUN
HE/MAEY
Loftmyndin sýnir vel hrauniö sem braust fram á Heimaey í fyrrinótt. Ofarlega til hægri er nýja sjúkrahúsið.
A/lenn urðu að for
(Tlmamynd Kári)
ser
á hlaupum undan hrauninu
KJ-Reykjavík. — Viö
uröum að hafa okkur alla
við til að geta bjargað dæl-
unum og pípunum, sem
lágu upp á garðinn, og
stundum varð maður bók-
staflega að hlaupa undan
hrauninu/ sem skreið yfir
hvert húsið á fætur öðru,
sagði einn af starfs-
mönnum Viðlagasjóðs við
fréttamann Tímans í Vest-
mannaeyjum í gærmorgun.
— Þetta byrjaói svo um
munaði um klukkan átta,
eða þegar fólkið var að
fara í kirkjuna, en mesta
hraunskriðið mun hafa
verið á milli klukkan þrjú
og sex i morgun. Hraunið
kveikti í hverju húsinu á
fætur öðru, og á tímabili
var þetta eitt ægilegt eld-
haf yfirað líta, en hraunið
skreið stöðugt fram, og
færði logandi húsin á kaf
hvert á fætur öðru, sagði
Erlingur ísleifsson frá Sól-
heimum í Mýrdal.
Tveggja mánaða
Það er eins og gosið á Heimaey
hafi viljað minna eftirminnilega
á, að tveir mánuðir voru i fyrri-
nótt frá þvi jarðeldarnir á Heima-
ey brutust út, og einmitt
nákvæmlega á tveggja mánaða
afmælinu var atgangurinn i
hrauninu   hvað mestur.
Menn i Eyjum sögðu frétta-
manni Timans i gær, að strax á
fimmtudagsmorguninn hefði
mátt greina, að eitthvað mikið
var i aðsigi. Hraunstraumurinn
jókst þá, og var hraunið mjög
þunnt. Hraunfylla mun hafa
safnazt saman norðan við giginn,
og sprengdi hún siðan hraunið
fram, með þeim afleiðingum að
um 70 hús fóru á kaf. Alls er þá
talið, að um niutiu hús hafi farið
undir hraunið frá þvi það tók að
skriða fram um siðustu helgi.
Áður var talið, að rúmlega
hundrað hús væru komin undir
hraun og ösku, svo tala þeirra
húsa, sem nú eru komin á kaf, er
eitthvað á þriðja hundrað.
Hraunbfúnin nær nú yfir
austasta hluta Urðarvegar og
Bakkastigs og nær að Heimagötu
á milli Landagötu og Grænu-
hliðar, en þar er það komið
einna vestast i bæinn. Frá
Heimagötu liggur hraunbrúnin
i suð-austur og yfir Austur-
veg og Kirkjubæjarbraut. Þarna
skammt frá er nýja sjúkra-
húsið i Eyjum, og eru vart
nema rúmir eitt hundraö metrar
á milli hraunkantsins og þessarar
nýju og glæsilegu byggingar sem
ekki var einu sinni búið aö taka i
notkun að fullu. Hraunkanturinn
er meira en tiu metra hár að
jafnaði, og i honum eru viða stór
bjó'rg, sem oltið hafa fram og
malað húsin undir sér.
Fyrir tveim dögum var byrjað
að gera garð , sem liggja átti frá
syðri hafnargarðinum og upp i
hliðar Helgafells og sögðu sjónar-
vottar i Eyjum, að garðurinn
hefði ekki veitt hrauninu neina
Framhald á bls. 10
Vestmannaeyingar kaupa hrab-
frystihús Júpíters og Marz
ISFÉLAG Vestmannaeyja hefur fest kaup á hrað-
frystihúsi Tryggva ófeigssonar á Kirkjusandi, og er
kaupverðið tvö hundruð milliónir króna. Fleiri fyrir-
tæki hafa að undanförnu átt i samningaumleitunum
við Tryggva um kaup á hraðfrystihúsinu, en nú hefur
endanlega verið frá því gengið, að ísfélagið nær kaup-
unum.
l'sfélag Vestmannaeyja á langa sögu að baki, sem
næralltafturtil aldamóta, og hefurverið mjög samof-
in sögu atvinnuþróunar í Eyjúm. Framkvæmdastjóri
þess er Einar Sigurjónsson.
Um langt skeið hefur ísfélagið rekið frystihús í
Eyjum með miklum myndarbrag, og var búið að færa
það að öllu leyti í það horf, sem frekast er krafizt sam-
kvæmt hinum nýju reglum, er settar hafa verið um
hreinlæti og aðbúnað, áður en eldgosið hófst. Það var
meðal afkastamestu frystihúsa og eitt þeirra, sem
hvað mest hefur flutt út af frystum þorskblökkum. JH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28