Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						„Hðtel Loftleiðir býður gestum
slnum að vel|a á milli 217 herbergja
með 434 rúmun — en gestum
standa líka fbúðir til boða.
Allur búnaður miðast við strangar
kröfur vandlatra.
LOFTLEIDAGÉSTUM LIDUR VEL.
Enn  einn  Eyjabátur ferst
Fékk á sig brotsjó og rak upp
í Krýsuvíkurberg
ÞO—Reykjavik. — Enn einn
Vestmannaeyjabáturinn fórst i
gær. Aö þessu sinni var það Frigg
VE. Bátinn rak upp I Krisuvlkur-
berg og brotnaði hann þar. Aður
hafði tekizt að bjarga áhöfninni,
fimm manns, um borð i annan
Vestmannaeyjabát, Sigurð Gisla.
— Frigg er sautjándi báturinn,
sem ferst frá áramótum og þriðji
Vestmannaeyjabáturinn, sem
ferst á stuttum tima.
Frigg fékk á sig mikinn brotsjó
út af Grindavik i fyrrinótt, og við
það kom mikill leki að bátnum, og
ofanþilja brotnaði margt. Varð
strax ljóst að ekki yrði ráðið við
lekann og sent var út neyðarkall.
Bátarnir Sigurður Gisli VE og
Guðbjörg ÍS voru staddir stutt frá
Frigg og komu þeir strax til að-
stoðar. Þriðji báturinn, sem
ætlaði að koma til aðstoðar var
Stigandi frá Olafsfirði. En ekki
vildi þá betur til, en svo að
Stigandi fékk netadræsu eða svo-
nefnd „drauganet," i skrúfuna og
varð hann að kalla á varðskip sér
til aðstoðar.
Á tiunda timanum i gærmorgun
fóru skipverjar af Frigg yfir i
Sigurð Gisla á gúmmibát, en þá
var báturinn mjög siginn i sjó og
oliuþrýstingurinn var alveg fall-
inn, en þá voru skipverjar búnir
að halda vélinni gangandi i tæpan
klukkutima, eftir að hún fór að
mestu á kaf i sió.
Akveðið var að reyna að koma
tógi yfir i Frigg, ef veður lægði og
andæfði Sigurður Gisli og varð-
skip hjá Frigg. Vegna veðurs
tókst aldrei að koma tógi um borð
i bátinn og rak hann smám saman
nær landi, i sunnan roki og
stórsjó. A fimmta timanum i gær,
rak svo Frigg upp i Krisuvíkur-
berg austanvert og eftir það
þurfti ekki að spyrja að leiks-
lokum.
Þegar Frigg fékk á sig brot-
sjóinn var báturinn á ieið til
Grindavikur. — Frigg var 50
lestir að stærð. Báturinn var
smiðaður i Danmörku árið 1948 og
var i eigu Geitháls h.f. i Vest-
mannaeyjum.
Daarúnarvikan
¦¦¦»¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦
ætlar að verða
öðrum vikum stvttri
DAGRÚNARVIKAN, mjólkur-
verkfallsvika forystukvenna Hús-
mæðrafélagsins, er nú meira en
háifnuð, svo að nokkur reynd er
komin á það, hversu þessari
baráttu gegn landbúnaðarafurð-
um reiðir af. Bendir könnun, sem
blaðið hefur gert til þess, að ofur-
litill samdráttur hafi orðið sums
staðar fyrstu dagana tvo aða
kannski jafnvel þrjá, einkanlega I
rikmannlegustu hverfunum
REykjavIkur, enda er það dýrari
vara, sem konur hafa verið hvatt-
ar til að kaupa I stað mjólkurinn-
ar. 1 gær virðist allt komið, svo að
segja undantekningarlaust I
sama horf og venjulega um við-
skipti i mjólkurbúðum.
Ekki mun dæmalaust, að konur
úr hópi þeirra, sem eggjað hafa
til þessa mjólkurverkfalls, hafi
brugðið sér til mjólkurkaupa i
búðir utan heimahverfis sins,
frekar en breyta opinskátt gegn
eigin hvatningaroðrum, og vist er
umþað, að ókunnugum andlitum
hefur brugðið fyrir sumum
mjólkurbúðum.
— Það er rétt, sagði Oddur
Helgason, sölustjóri Mjólkursam-
sölunnar i Reykjavik, að sala á
mjólkdrórst aðeinssaman í heild á
manudaginn og þriðjudaginn, en
sala á skyri og rjóma og annarri
mjólkurvöru ekki neitt.
Þetta gekk þó ekki jafnt yfir
allar mjólkurbúðir, og i Hafnar-
fi.rði og Kópavogi vottaði ekki fyr-
ir þvi, að mjólkursala tregðaðist.
En á móti þeim samdrætti sem
varð sums staðar, kemur aftur,
að öllu meira seldist af mjólk en
venjulega fyrir helgina, þannig
að einhver brögð hafa verið að þvi
að fólk birgði sig upp til þess að
geta dregið við sig mjólkurkaup
eftir helgina.
Nú i dag, sagði Oddur, virðist
mér allt vera komið I venjulegt
horf, og ég þykist sjá fram á, að
fimmtudagssalan verði alveg
eðlileg.
Krisuvlkurberg,  þar  sem  sögu vélbátsins Friggjar lauk I gær.
300 milljón króna
tjón vegna skipa-
skaða á 3 mánuðum
Þó—Reykjavik. —„Það má vera
mikið góðæri framundan, ef ið-
gjöld fiskiskipatrygginga þurfa
ekki hækka á næstunni," sagði
Páll Sigurðsson framkvæmda-
stjóri Samábyrgðar fslands á
fiskiskipum, er við spurðum hann
um tjón það, sem tryggingafélög-
in hafa orðið fyrir að undanförnu
vegna hinna miklu skipsskaða, en
frá áramótum hafa nú 17 skip far-
izt eða stórskemmzt.
Páll sagði, að af þessum 17 bát-
um hefðu 10 verið tryggðir hjá
Samábyrgðinni, og tryggingafé
þeirra væri f kringum 110 mill-
jónir, og væri það meira en 3% af
heildartryggingum félagsins.
Hann sagði ennfremur, að hann
myndi ekki eftir öðrum eins
óhappavetri i þau 25 ár, sem hann
væri búinn að fást við trygginga-
mál. Og hann bætti við: Þvi
miður eiga mörg óhöpp undanfar-
inna ára rót sina að rekja til sjálf-
stýringarinnar. Það er eins og
menn verði andvaralausir gagn-
vart hækkunum, þegar þessi
mikla tækni er komin um borð i
skipin. Það er ekki nóg, að fá
tæknina, menn verða lika að
kunna að fara rétt með hana.
Guðmundur Guðmundsson hjá
Islenzkri endurtryggingu sagði,
að tryggingafélögiii hefðu orðið
fyrir 160-170 milljón króna tjóni
vegna stærri skipanna, væru þá
bætur vegna dauðsfalla ei taldar
með. Hann sagðist vera sammála
Páli um það, að þessi miklu tjón
ættu eftir, að valda hækkunum á
iðgjöldunum, þvi að trygginga-
félögin gætu ekki staðið undir
þessum miklu tjónum mikið
lengur.
Samkvæmt þessu lætur þvi
nærri, að tryggingartjón þeirra
fiskiskipa, sem farizt hafa á
þessum vetri sé um 300 milljónir.
Aska fró
Heimaey í
N -Svíþjóð
BLAÐ i bænum Luleá i Norður-
Sviþjóð hefur skyrt frá þvi að
Astrid Olsson húsmóðir i Alvik,
sem er rétt við Luleá, hafi fundið
ösku frá  eldgosinu  i  Eyjum  i
garðinum hjá sér, en vegalengdin
á milli Alvik og Heimaeyjar er
lauslega reiknað um 3.500 km.
Samkvæmt blaðafréttum þá
hefur þó nokkuð svæði i kring um
Alvik gránað af sóti, og reyndist
sótið við nánari thugun vera
eldfjallaaska frá Heimaey. Frú
Astrid Olsson tók snjó úr garðin-
um hjá sér, og lét hann bráðna i
iláti, og kom þá askan enn betur
fram.
Veðurfræðingurinn   Jan-Erik
Falk. sagði i viðtali við blaðið i
Lulea.að háloftavindarnir hefðu
verið vestlægir áður en vart varð
við sótið, eða öskuna, og taldi
hann að sótið gæti þess vegna vel
verið frá Heimaey.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20