Tíminn - 17.07.1973, Síða 1

Tíminn - 17.07.1973, Síða 1
ÍGNIS FRYSTIKISTUR RAFIÐJAN SIMI: 19294 l - Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn TVEIR UNGIR BRÆÐUR OG KONUR ÞEIRRA FÓRUST Sá hörmulegi atburður varð á sunnudag, að lítil flugvél fórst i Snjófjöllum og með henni tveir bræður og eiginkonur þeirra. Þau voru á leið frá Reykjavík til Þórs- hafnar, er slysið varð. Ekki er vitað um orsök þess, en þau, sem með vélinni voru, létust sam- stundis. Flakið af vélinni fannst i gærmorgun og voru likin flutt til Reykjavikur með þyrlu Land- helgisgæzlunnar. Unga fólkið var á leið austur á Þórshöfn, til að vera viðstatt átt- ræðisafmæli Oddnýjar Árnadótt- ur, ömmu þeirra Sigurðar og Ingimars. Ingimar er lærður at- vinnuflugmaður, svo að úr varð, að þeir bræður tóku á leigu eins hreyfils flugvél, sem er i eigu Vængja. Flugvélin, sem var af gerðinni Mooney M-20 E, tók þrjá farþega auk flugmanns. Ein- kennisstafir vélarinnar voru TF-REA. Flugvélin hóf sig til flugs af Reykjavikurflugvelli kl. 16.09 sið- degis á sunnudag, en áætlað var, að hún lenti á flugvellinum við Þórshöfn u.þ.b. tveim klukku- stundum siðar. Kl. 16.13 heyrðist Framhald á bls. 19 Flak flugvélarinnar f Snjófjöllum. Myndin er tekin i gærmorgun, er björgunarmenn voru nýkomnir á slysstaðinn. Hjólabúnaður vélarinnar lá f nokkur.ri fjarlægö frá sjálfu flakinu, er að var komið. 1 baksýn er Holtavörðuheiði.. Ungu hjónin, sem fórustí ÞAU, sem fórust, voru: Sigurður Daviðsson, sölumaður f. 1944 og kona hans, Jórunn Rannveig Eliasdóttir f. 1947, til heimilis að Hliðarvegi 61, Kópavogi, láta eft- ir sig tvö ung börn, og Ingimar Daviðsson, gullsmiður, f. 1948, og kona hans, Sigriður Guð- mundsdóttir, f. 1948. Þau áttu einn son. Þeir Sigurður og Ingimar voru bræður, synir Daviðs Sigurðsson- ar, forstjóra FIAT-umboðsins, og Jónu Ingimarsdóttur. Davið hef- ur að undanförnu legið i sjúkra- húsi. Þau hjónin voru á leið til Þórs- hafnar i áttræðisafmæli ömmu þeirra bræðra.er halda átU upp á i gær. Önnur konan, Sigriður Guð- mundsdóttir, var meðal þeirra, sem voru i þotunni, sem hlekktist á á Kennedy-flugvelli fyrir skömmu. Jórunn Rannveig Eliasdóttir. Sigurður Daviösson. Sjóvar- yrkjan við Breiða- fjörð — sjá bls. 3 Sigriður Guðmundsdóttir. Ingimar Daviðsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.