Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						32
9. nóvember 2004  ÞRIÐJUDAGUR
EKKI MISSA AF?
Sýningu Kvikmyndasafns Ís-
lands á stórbrotnasta og jafn-
framt síðasta verki Rússans
Sergei M. Eisenstein, Ívan
grimmi. Fyrri hluti þriðjudaginn 9.
nóvember kl. 20.00 en endur-
sýnd laugardaginn 13. nóvember
kl. 16.00...
Sýningu Tuma Magnússonar í
Listasafni Árnesinga...
Sýningu Valgarðs Gunnars-
sonar, Eilífðin á háum hælum, í
Duus-húsi, Listasafni Reykanes-
bæjar.
Skáldin Bragi Ólafsson, Steinar Bragi
og Jökull Valsson verða í brennidepli
á bókmenntakvöldi Bjarts á Súfistan-
um, Laugavegi 18, á morgun, miðviku-
dagskvöld. Bragi og Jökull lesa úr nýj-
um skáldsögum sínum, Samkvæmis-
leikjum og Börnunum í Húmdölum,
auk þess sem lesið verður úr nýju
skáldsögunni Sólskinsfólkinu eftir
Steinar Braga en hann er fjarri góðu
gamni, búsettur í Skotlandi þessi miss-
erin. Allar eiga þessar sögur það sam-
eiginlegt að fjalla um myrkari hliðar ís-
lensks samtíma og í þeim öllum leika
fjölbýlishús stórt hlutverk. Að öðru
leyti eru þær jafn ólíkar og dagur og
nótt, egg og beikon, Þórbergur Þórðar-
son og Stephen King. Milli atriða verð-
ur leikinn hryllingsdjass. Dagskráin
hefst kl. 20.30 en aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
Kl. 13.05 
Nýr þáttur með klassískri tónlist, sem hlotið
hefur nafnið Silungurinn, eftir hinu sígilda
sönglagi Schuberts. Í þættinum verður 
gömlum og góðum hljóðritunum gert hátt
undir höfði og einkum leitað fanga í tónlist
átjándu og nítjándu aldar. Umsjónarmaður
er Lana Kolbrún Eddudóttir. Þættirnir eru
endurfluttir á sunnudagskvöldum kl. 23.10.
menning@frettabladid.is
Bókmenntakvöld Bjarts
Glæsilegt tónlistartímabil
Tónleikar voru haldnir í Borgarleik-
húsinu sl. laugardag, sem liður í tón-
leikaseríu Caput-hópsins. Þar var
mættur til leiks kór frá Dramaten-
leikhúsinu í Stokkhólmi, sem kennir
sig við hinar frægu leikpersónur Sha-
kespeares Rómeó og Júlíu. Engin
efnisskrá lá frammi og engar frekari
upplýsingar voru fyrirfram gefnar um
flytjendur og viðfangsefni utan þeir-
ra að endurreisnarmadrigalar yrðu
sungnir. Eykur þessi nýi siður, að
sleppa efnisskrá, vanda gagnrýnand-
ans, sem þarf að vita hvað hann á að
skrifa um og er sá vandi ærinn fyrir.
Þegar sýning hófst varð ekki betur
séð en Hákon Leifsson væri meðal
söngfólksins og síðar voru kennsl
borin á bónda nokkurn úr Borgar-
firði, einnig syngjandi. Mátti af þessu
draga þá ályktun að þar væri kominn
kórinn Vox Academica. Hlutverk ís-
lenska söngfólksins var þó hliðsett
og til skrauts og tilbreytingar. Hinir
sænsku gestir voru í aðalhlutverki. 
Á fimmtándu öld blómstraði fjöl-
röddunin í tónlist og mörg snilldar-
verk voru þá samin sem glatt hafa
hug og hjörtu tónlistarunnenda síð-
an. Þetta var öld sunginnar tónlistar
og á sýningunni var flutt vel valið
sýnishorn, eftir höfunda frá ýmsum
löndum Evrópu, af tónlist þessa
glæsilega tímabils. Þessi tónlist er
ekki auðveld í flutningi. Hún gerir
kröfu um góða rödd, gott eyra og
listrænt næmi. Hún er að því leyti
kröfuharðari en hefðbundin kórtón-
list síðari alda að innraddir eru oftast
sjálfstæðar, hafa mikla þýðingu og
verða að heyrast jafn skýrt og greini-
lega og útraddirnar. Það er ekki nóg
að hafa góðan sópran í laglínuna og
sætta sig við grámyglu í öðrum rödd-
um. Þeir sem komu á þessa tónleika
til að heyra vel sungna madrigala
hljóta að hafa orðið fyrir nokkrum
vonbrigðum. Söngur kórsins var oft
ekki nógu hreinn og raddgæði voru
misjöfn. Þá komu ýmis leikhljóð
stundum í veg fyrir að tónlistin kæm-
ist til skila. Ágætur lútuleikari lék
undir og nokkrir í hópnum spiluðu á
slagverkhljóðfæri í sumum lögunum
og áttu oftast erfitt með að halda
aftur af styrknum eins og algengt er
með óvana slagverksmenn.
En þetta fólk hafði fleira til brunns
að bera. Hér var raunverulega boðið
upp á lauslega leiksýningu með ást-
ina sem tengihugmynd og framborin
með ýmsu leikhússpaugi sem um-
gerð um tónlistina. Það fór ekki fram
hjá neinum að hér var á ferðinni
þjálfað leikhúsfólk. Limaburður,
látæði og búningar voru heillandi og
í samræmi við efnið. Þetta fólk kann
þá list að líta vel út á sviði. 
Form sýningarinnar virtist ná vel
markmiði sínu. Hún hófst losaralega
og varð ekki séð um hríð hvert
stefndi, en skýrðist svo. Um miðbik
varð mest breidd í tónlist og öðru
efni. Undir lokin varð allt samþjapp-
aðra og hómófónískir endurreisn-
arslagarar voru sannfærandi enda-
punktur. Sýningargestir hlógu áber-
andi mismikið að því margvíslega
spaugi og glensi sem haft var í fram-
mi. Efalaust var sumt miður fyndið
en annað, en allt var það græsku-
laust gaman. Í heild var þetta hin
ágætasta skemmtun.
Ekki er ólíklegt að framsetning á
klassískum gullmolum tónlistarinnar
með þessum hætti kunni að ná til
fólks sem annars færi alveg á mis við
þá. Sem sjálfstætt verk stendur þessi
sýning vel fyrir sínu. ?
Ný skáldsaga Þráins Bertels-
sonar er spennusaga úr sam-
tímanum, þar sem fyrir
koma smábófar og stórbóf-
ar, lögreglulið og að minnsta
kosti tvö morð.
Dauðans óvissi tími, ný skáldsaga
eftir Þráin Bertelsson, kemur út á
morgun hjá JPV útgáfu. Í sögunni
fjallar Þráinn um okkar samtíma,
daginn í dag, í gær og hugsanlega
á morgun. Um leið er hér á ferð-
inni sakamálasaga ein mikil og
spennandi, þar sem minni, nöfn
og viðhorf eru sótt í fornsögur. Í
sögunni eru smákrimmarnir Þor-
móður og Þorgeir, sem kynnast á
vandræðaheimili fyrir vestan - og
síðan stórbófar og þrjótar, auk
flokks af lögreglumönnum sem
rannsaka að minnsta kosti tvö
morð. Það er ein reglulega krass-
andi Sturlungaöld í gangi í þessu
heiðurs- og hefndarsamfélagi og
spurning hver er mesti bófinn. Og
lesandinn er laflaus við að þurfa
að lesa sig í gegnum upplýsingar
um innihaldslaust einkalíf þeirra
allra.
?Ég hef aldrei prófað þetta
form áður,? segir Þráinn. ?Það er
svo margt sem ég er að reyna að
gera í þessari sögu, en þó aðallega
að halda fólki við lestur.
Ég hef oft verið að spekúlera í
því í hverju þessi sagnahefð okkar
liggur og hvort söguefni höfunda á
mismunandi öldum sé mismun-
andi. Ég er að pæla í því hvað
Sturla Þórðarson mundi gera ef
hann væri uppi nú á dögum. Í fullri
hógværð auðvitað og án þess að
ætla að bera mig saman við hann.
Mig langaði til þess að skrifa
um samtímann. Ég hef verið svo
lengi í blaðamennsku að mér
finnst ég þekkja vel til þess
hvernig þetta samfélag okkar
virkar. Mig langaði til þess að láta
það koma fram og nota þá þekk-
ingu til þess að reyna að spegla
tímann, til dæmis í þættinum um
þá fóstbræður Þorgeir og Þormóð.
Hvað hefði orðið úr þeim í nútím-
anum. Svo er ég líka að skrifa
spennusögu. Ég er að reyna að
skrifa bók sem er stór og víð, bók
sem lesandanum líður vel í, í stað
þess að líða eins og hann sé í þrön-
gu og loftlausu rými. En fyrst og
fremst langaði mig til að skrifa
eitthvað sem mér þætti gaman að
skrifa.?
Það er ekki laflaust við að per-
sónur bókarinnar eigi fyrirmynd-
ir í okkar tíma, enda segist Þráinn
hafa skoðað heimildir við vinnu
bókarinnar, til dæmis um Haf-
skipsmálið, Rússland og einka-
væðinguna; einkavæðinguna bæði
hér heima og í Rússlandi. 
?Ég réði mér sagnfræðing í
vinnu til þess að draga að heimild-
ir. Hann ber hins vegar enga
ábyrgð á einu né neinu. Ég vann
sjálfur úr þessum heimildum.
Heimildarvinnan var nauðsynleg
vegna þess að ég skýt rakettunni
upp og varð því að hafa pallinn
sem allra stöðugastan. Ég hef lít-
inn áhuga á því að fara út í ein-
hverja dellu, en mikið af því sem
er í sögunni hefur raunverulega
gerst - og ég held að afgangurinn
gæti hafa gerst, eða gæti gerst.
TÓNLIST
FINNUR TORFI STEFÁNSSON
CAPUT-tónleikar
Rómeó og Júlíu kórinn frá Dramaten
Borgarleikhúsið
!
Rakarinn morðóði
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Fös. 12. nóv. kl. 20 - sun. 14. nóv. kl. 20 - fös. 19. nóv. kl. 20
sun. 21. nóv. kl. 20 - lau. 27. nóv. kl. 20 - Allra síðasta sýning lau. 4. des. kl. 20
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
Litla stúlkan með eldspýturnar
lau. 13. nóv. kl. 14 - sun. 14. nóv. kl. 14 - lau. 20. nóv. kl. 14
sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14
Misstu ekki af SWEENEY TODD!
Einhver magnaðasta sýning sem sést hefur á íslensku leiksviði
Aðeins ÖRFÁAR sýningar eftir!
Lau. 12. nóv. kl. 20:00 laus sæti
Sun. 13. nóv. kl. 20:00 laus sæti
Fim. 11.11 20.00 Örfá sæti
Lau. 13.11 20.00 Örfá sæti
Fös. 19.11  20.00 Nokkur sæti
Fös. 26.11  20.00 Nokkur sæti
Lau. 27.11  20.00 Laus sæti
SÝNINGUM LÝKUR Í DESEMBER 
Sun. 14. nóv. kl. 16
Síðustu sýningar
BRAGI ÓLAFSSON STEINAR BRAGI
RÓMEÓ OG JÚLÍU KÓRINN Sýningargestir hlógu áberandi mismikið að því margvís-
lega spaugi og glensi sem haft var í frammi. 
ÞRÁINN BERTELSSON Ég hef oft verið
að spekúlera í því í hverju þessi sagnahefð
okkar liggur og hvort söguefni höfunda á
mismunandi öldum sé mismunandi. 
Hvað hefði Sturla Þórðarson 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48