Tíminn - 19.12.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.12.1973, Blaðsíða 19
MiAvikudagur 19. desember 1973. TIMINN 19 Tímamynd: Róbert. Lestarnar, sem eru tvær, eru útbúnar með það fyrir augum, að sem auðveldast sé að lesta skipið og losa. Hvergi þarf að stafla vör- um innundir þilfar, meðfram lestarlúgum, og eru lestarnar hannaðar fyrir palla og gáma, sem mjög auðvelt er að hifa frá borði og um borð með krönum skipsins. Sparar þetta vinnuafl, og þarf aðeins örfáa menn við lestun og losun, er kemur sér vel i höfnum dreifbýlisins, þar sem oft vantar vinnuafl. Skipið lagði af stað frá Alaborg þann 4. des. s.l., og fékk nákvæm- lega þá oliu, sem þurfti til að sigla til Reykjavikur, en það var með farm af kalki fyrir Aburðarverk- smiðjuna i Gufunesi. Ganghraði skipsins á heimleiðinni var 10.7 sjómilur. Næsta ferð verður með áburð fyrir Aburðarverksmiðj- una til Austfjarða. Kaupverðið var um 120 milljón- ir islenzkra króna. —hs— Rjómaísterta - eftirréttur eða kaff ibrauð ? Þér getið valið Ef til vill vitið þér ekki, að yður býðst 12 manna Emmess isterta, sem er með tveim tertubotnum úr kransakökudeigi. — Sú er þó raunin. Annar botninn er undir ísnum, en. hinn ofan á. ísinn er með vaniliubragði og íspraut- aðri súkkulaðisósu. Tertan er því sannkallað kaffibrauð, enda nefnum við hana kaffitertu. Kaffitertan er fallega skreytt og kostar aðeins 450.00 krónur. Hver skammtur er því ekki dýr. Reglulegar istertur eru hins vegar bráð- skemmtilegur eftirréttur, bæði bragðgóður og fallegt borðskraut i senn. Þær henta vel við ýmis tækifæri og eru nánast ómissandi i barna- afmælum. Rjóma-istertur 6 manna terta kr. 225.- kosta: 9 manna terta — 275.- 12 manna terta — 375.- 6 manna kaffiterta — 265,- 12 manna kaffiterta — 450,- Hvalsnes er þarna að lesta áburð i Gufunesi. Nýtt flutningaskip: Hagkvæmniatriði réðu mestu Fyrir stuttu kom til landsins nýtt vörufiutningaskip, sem ber nafn- ið Hvalsnes og er i eigu Skipa- félagsins Hólma h/f i Njarðvíkum og skrásett þar. Skipið er mjög nýstárlegt að allri gerð, og hafa hagkvæmniatriði ráðið mestu um hönnun þess. Lestun og losun skipsins er svo auðveld, að mun færri menn þarf við þau störf en ella, og var sérstaklega tekið mið af vinnuaflsskorti á dreifbýlis- höfnum landsins. Skipstjóri á skipinu er Skafti Skúlason og er hann, ásamt 1. vélstjóra, Pétri Borgarssyni, aðalhluthafi. Hvalsnes er byggt i Fiskerstrand Verft i Álasundi i Noregi og er 299 br.t. að stærð, en lestunargeta þess er 1350 tonn. Mesta lengd er 61 m og mesta breidd 9.7 metrar. Skipið er búið 1000 ha. Mannheim aðalvél og þremur Perkins ljósavélum, sem eru 95 hö, 67 kw. 1 skipinu er sjálf- virk miðunarstöð, ,,single-side” talstöð, örbylgjutæki, 48 milna radar og sjálfstýring, svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig er i lestum þess sjálfvirkt froðuslökkvikerfi, sem er nýmæli. Allt dælukerfi er tvöfalt, þannig að fari einhver dæla úr sambandi, fer önnur samsvarandi i gang. Vélstjórar geta lesið af ljósatöflu, hvað að er i vélum hverju sinni, og hvernig eigi að bregðast við. Ekki á að þurfa að vera maður i vélarrúmi i 16 tima samfleytt. Aðalnýjungin við þetta skip er sú, að um 600 tonn af kjölfestusjó er hægt að taka i þar til gerða geyma, en þar af 100 tonn i svo- kallaða vængtanka, sem eru langsum undir efra þilfari. Með þessum útbúnaði er alltaf hægt að hafa skipið eins og þegar það er bezt hlaðið. Umsóknir um styrk úr Finnska JC-sjóðnum Finnski JC-sjóðurinn er stafnaður af Junior Chamber Finnlandi og Junior Chamber Islandi með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð með sölu límmiða með íslenzka fánanum. Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára, utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær til hverskonar náms, nema skyldunáms og háskólanáms. Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkurinn greiddur til fjölskyldunnar. Stjórn sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola, Finnlandi, Jón E. Ragnarsson og Ólafur Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru: Rolf Zachariassen, Heilola, Finnlandi og Reynir Þorgrímsson, Kópavogi. Utfyllt umsóknareyðublöð skal senda til: Finnska JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík. Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973 Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari upplýsingar. FINNSKI JC-SJÓÐURINN PÓSTHÓLF 579 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.