Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						64
4. desember 2004  LAUGARDAGUR
EKKI MISSA AF?
Leiðsögn Hlyns Hallssonar
um þriðja hluta sýningarinnar
ALDREI - NIE - NEVER í Galleri+
í Brekkugötu 35 á Akureyri, klukk-
an 16.00. Sýningnni lýkur á
morgun...
Jólastund
KASA hóps-
ins á Tíbrár-
tónleikum í
Salnum,
Kópavogi á
morgun, sunnudag, klukkan
16.00: Unglingakór Digranes-
kirkju undir stjórn Heiðrúnar
Hákonardóttur, Xibei Zhang sig-
urvegari EPTA keppninnar 2003
og Strengjasveit Listaháskóla
Íslands undir stjórn Gunnars
Kvaran. Á efnisskrá er Branden-
burgarkonsertinn og jólalög í
ýmsum útsetningum.
Listasafn Íslands efnir til umræðufundar í
dag frá 11.00 til 13.00, í tilefni sýningarinn-
ar Ný íslensk myndlist, um veruleikann,
manninn og ímyndina. 
Rætt verður um íslenska myndlist síðustu
10 ára út frá yfirstandandi sýningu Lista-
safns Íslands. Spurt verður hvort greina
megi nýja merkingu eða boðskap í sam-
tímalistinni? Hvaða áherslur má greina í
verkum þeirra listamanna sem kynntir eru
á sýningunni í alþjóðlegu samhengi?
Hvernig kristallast þessar spurningar í
myndlistarumræðu samtímans? 
Þátttakendur í pallborðsumræðu: Jón B.K.
Ransu, myndlistarmaður og listgagnrýn-
andi, Ragna Sigurðardóttir listgagnrýnandi,
Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur,
Þóra Þórisdóttir myndlistarmaður. 
Fundarstjóri er dr. Ólafur Kvaran, forstöðu-
maður Listasafns Íslands.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Kl. 17.00 sunnudag:
Orgeljól í Hallgrímskirkju. Glæsileg
aðventu- og jólatónlist fyrir orgel.
Organisti er Stephen Tarp frá
Bandaríkjunum. Tilvalið að skoða
sýningu Jóns Reykdal í leiðinni ? en
hún verður opnuð í kirkjunni í dag.
menning@frettabladid.is
Merking eða boðskapur?
Samtíminn er lyginni líkastur
Bankarán er framið um hábjartan
dag í útibúi Þjóðbankans í Vesturbæ.
Skömmu síðar finnst einn af yfir-
mönnum bankans myrtur á hryllileg-
an hátt á heimili sínu. Yfirlögreglu-
þjónninn Víkingur Gunnarsson er öllu
vanur en nú sýnist honum hrotta-
skapur undirheima Reykjavíkur hafa
tekið á sig nýja mynd. Þannig mætti
lýsa nýrri spennusögu Þráins Bertels-
sonar í fljótu bragði en svo einfalt er
það nú ekki. Dauðans óvissi tími er
mun meira en venjuleg glæpasaga.
Þetta er háðsádeila á samtímann þar
sem raunverulegir atburðir og þjóð-
þekktir einstaklingar fléttast saman
við frumsaminn söguþráð. 
Uppbygging spennu í Dauðans
óvissi tími er með besta móti. Les-
endur velkjast að vísu aldrei í vafa
um sjálfa sökudólga voðaverkanna
en tilefni morðsins kemur ekki í ljós
fyrr en á síðustu blaðsíðum bókar-
innar. Spennan felst því ekki í hverjir
gerðu það, heldur hvers vegna og
hvort þeir náist. Þetta tekst vel hjá
Þráni og á örlagaríkum augnablikum
gefur hann sér tíma og pláss til að
lýsa aðstæðum sem nákvæmast og
skyggnast inn í huga flestra viðkom-
andi með þeim afleiðingum að tím-
inn stöðvast. Flott stílbragð. 
Sögumaður Þrá-
ins er alvitur,
írónískur og
skemmtilega hlut-
drægur. Samræður
eru jafnframt ágæt-
ar; eðlilegar og
lausar við tilgerð.
En rúsínan í pylsu-
endanum er án efa
kostulegt per-
sónugalleríið. Fjöl-
margar persónur
eru kynntar til sög-
unnar án þess að
rugla lesendur í
ríminu því að baki
þeirra liggja mann-
lýsingar og kómísk-
ar sögur sem gefa
hverri og einni sérstöðu. Stærri hlut-
verkin fá þó meira svigrúm og marg-
brotnar manngerðir líta dagsins ljós.
Það besta er að allra ótrúverðugustu
manngerðirnar eiga sér fyrirmyndir
úr samtímanum en sannfærandi
glæpamenn, eins og fóstbræðurnir
Þorgeir og Þormóður, eru teknir
nánast beint upp úr fornsögunum.
Þótt atburðarásin skipti höfuðmáli
í spennusögum þá gleymir Þráinn
ekki hversdagslegu hlutunum. Sam-
starfsmenn Víkings kvarta yfir kaffi-
vél á vinnustað og þunglyndur yfir-
lögregluþjónninn brýtur heilann
jafnt um starfið, pilluát og afborgan-
ir. Þunglyndi Víkings jaðrar reyndar
við klisju en í landi sem á næstum
heimsmet í notkun þunglyndislyfja
þá verður týpan einungis trúverðug.
En Þráinn hefði betur farið alla leið
með að skapa hliðstætt Ísland ?
hliðstæðan heim. Kaffibrennslan, KB
banki og Khodorkovskí koma eins
og skrattinn úr sauðaleggnum eftir
þrælfínar endurskírnir á borð við
Gufuskipafélagið, Farskip, Bænda-
flokk og Lýðræðisflokk.
Á heildina litið er Dauðans óvissi
tími ágætis spennusaga með
skondnum undirtóni. Fléttan er vel
ofin saman við íslenskan samtíma
og lausnin prýðileg. Sá sem ekki get-
ur haft gaman af þessari
bráðsmellnu háðsádeilu er annað
hvort flokksbundinn frá blautu
barnsbeini eða hreinlega húmors-
heftur.
Óperukórinn flytur Sálu-
messuna í Langholtskirkju
klukkan eitt í nótt, á dauða-
stund tónskáldsins
Fyrir réttum 213 árum lést tón-
skáldið Wolfgang Amadeus Moz-
art, aðfaranótt 5. desember, 
nánar tiltekið klukkan eitt um
nóttina. Hann var þá langt kom-
inn með að semja sitt seinasta
verk, Requiem, eða Sálumessu. 
Til þess að heiðra minningu
hins mikla tónskálds efnir Ó-
perukórinn til tónleika í kvöld,
eða réttara sagt, í nótt, klukkan
01.00 í Langholtskirkju, á ná-
kvæmlega þeim tíma sem Moz-
art lést, undir stjórn Garðars
Cortes. Og að sjálfsögðu verður
Sálumessan flutt á tónleikunum.
Ég er nú búinn að lesa mikið
um Mozart, margar ævisögur,
meðal annars þá nýjustu. Þar
var ein setning sem sló mig og
ég ákvað að gera þetta,? segir
Garðar. ?Setningin var: Hann dó
eftir miðnótt, klukkan eitt, milli
4. og 5. desember. Þótt þetta hafi
alltaf verið vitað, kveikti setn-
ingin í mér og ég fór að velta því
fyrir mér hvað gæti verið gam-
an að syngja á tónleikum á þess-
um tíma. Ég var svo sem ekkert
viss um að kórinn myndi sam-
þykkja hugmyndina, en þegar
ég bar þetta undir hann, var
þetta samþykkt á stundinni. Síð-
an var ég alveg viss um að
hljómsveitin myndi aldrei ansa
þessu ? en viti menn, meðlimum
hennar fannst þetta bara spenn-
andi.?
Garðar er bjartsýnn á að að-
dáendur Mozarts og unnendur
hinnar fögru sönglistar munu
ekki láta tímasetninguna aftra
sér frá því að hlýða á þessa ein-
stöku sálumessu. ?Ég spurði
kórinn hvort þau héldu að tíma-
setningin mundi vefjast fyrir
fólki,? segir hann, ?en þau sögðu
að hún mundi ekki hefta
nokkurn mann sem annars ætti
heimangengt.?
Á tónleikunum verður aðeins
fluttur sá hluti Sálumessunnar
sem Mozart samdi sjálfur. 
Garðar segir hann í rauninni
hafa dáið frá lacrimosa-kaflan-
um og hafi þá verið búinn með
átta takta. Með því að flytja að-
eins þennan hluta, en ekki þann
sem bætt var við eftir dauða
hans, erum við að leggja áherslu
á að tónleikarnir eru til þess að
heiðra hann.?
Garðar segir sálumessu vera
latneskan kirkjutexta sem sung-
inn er við andlát og yfirleitt
flutt í kringum páska. ?Annars
eru sálumessur nú til dags flutt-
ar hvenær sem er, hvort sem
það eru sálumessur eftir Moz-
art, Verdi eða aðra,? segir hann. 
Það er óhætt að segja að Sálu-
messa Mozarts sé ólýsanlega
fögur og víst er að enginn verð-
ur svikinn af því að sækja tón-
leikana í Langholtskirkju, þar
sem hún verður flutt af fimmtíu
manna kór, fjórum einsöngvur-
um, þeim Huldu Björk Garðars-
dóttur, Sesselju Kristjánsdóttur,
Snorra Wium og Davíð Ólafs-
syni, auk 24 manna hljómsveitar
sem skipuð er félögum úr Sin-
fóníuhljómsveit Íslands. 
Þegar Garðar er spurður
hvort hann viti um fordæmi
þess að tónleikar séu fluttir eft-
ir miðnætti, segir hann: ?Ég veit
ekki til þess að þetta hafi verið
gert út í heimi, svo þetta er dá-
lítið einstakt. En það gengur hér,
vegna þess að við erum líklega
dálítið galin. Og ég veit að það
gengur, vegna þess að þegar við
keyptum Söngskólann á sínum
tíma, þá fylltum við Háskóla-
bíó tíu eða tólf sinnum eftir 
miðnætti ? svo það eru fordæmi 
fyrir þessu hér hjá okkur.? 
sussa@frettabladid.is
Tónleikar til heiðurs Mozart
BÓKMENNTIR
HLYNUR PÁLL PÁLSSON
Dauðans óvissi tími
Höf: Þráinn Bertelsson
Útg: JPV útgáfa 
!
H
já Bókaút-
gáfunni
SÖLKU er kom-
in út bókin Í
hlýjum skugga
í þýðingu Maríu
Sigurðardóttur.
Eins og oft áður
er raunveruleik-
inn lyginni lík-
astur en þessi
saga er ein-
mitt byggð á
sjálfsævilegum
atburðum þar sem höfundurinn,
Lotta Thell, segir á einlægan og
hreinskilinn hátt frá glímunni við
heróínið. Þetta er saga um fíkn, ást,
vináttu, sorg og einmanaleika. Bókin
hefur vakið gríðarlega athygli og eftir
henni hefur verið gerð kvikmynd.
M
etsölubókin Konur sem hugsa
um of er komin út hjá Bókaút-
gáfunni SÖLKU. Hún er eftir Susan
Nolen-Hoeksema , sem er margvið-
urkenndur pró-
fessor í sálarfræði,
og er í þýðingu
Sigurðar Hróars-
sonar. Konum
hættir til að taka
hlutina of nærri
sér og eyða
óþarfa orku í að
velta fyrir sér
vandamálum
fram og til baka.
Þetta kallar höf-
undur ofhugsun sem hún telur
hreint og beint skaðlega andlegri og
líkamlegri heilsu kvenna. Í bókinni
bendir hún á áhrifaríkar leiðir til að
losna undan oki ofhugsunar
NÝJAR BÆKUR 
ÓPERUKÓRINN Samþykkti tímasetninguna á stundinni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104