Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 1
■..—' Áætlunarstaðir: Akranes - Blönduós Flateyri - Gicgur Hólmavík - Hvammstangi Rif - Siglufiörður Stykkishólmur Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Simi 40-102 ______________________ Uppgötvun ungs, íslenzks haffræðings: NÝ OG BETRI AÐFERÐ VIÐ KVIKASILFURSMÆLINGAR Frá þvi að verkfalli lauk og til kl. 18 i gær höfðu 5 skip lagt upp loðnuafla á Raufarhöfn, en þá var enn laust rými fyrir um 2800 tonn. Bræia hefur verið á loðnu- miðunum undanfarið, og var raunar enn seinnipartinn i gær við Suðvesturland, en þá hafði eitthvað lægt austar. Næst er það sjómannadeilan — fundur hefst kl. -hs-Rvik. Nú þegar kjaradeil- unni milli ASt og VSt er lokið, fá þeir, sem staðið hafa i ströngu samningaþófi sólar- hringum saman, með fárra klukkustunda svefni á milli, kærkomna hvíld, og geta farið að sinna daglegum störfum, sem væntanlega reyna ekki eins á taugarnar. Nokkrir eru þó þeir menn, sem ekki geta enn unnt sér hvíldar frá samn- ingaþófi, og einn þeirra er Torfi Hjartarson sátta- semjari. Ekki var almenna kjara- deilan fyrr komin i örugga höfn og samningar undirritað- ir, en sáttasemjari boðaði til sáttafundar i sjómannadeil- unni. Hefst sá fundur kl. 14 i dag. Búið er að visu að semja um mörg smærri atriði i sjó- mannadeilunni, en eftir eru mikilvægustu málin, og má þar nefna skiptaprósentuna, 14 í dag sem sjómenn vilja hærri, kauptryggingu og aðra kaup- liði og fritt fæði. Ennfremur stóð styrr um skiptaprósent- una i smærri skuttogurunum, sem útvegsmenn þeirra telja of háa. Að sögn Jóns Sigurðs- sonar, formanns Sjómanna- sambandsins, hafa sjómenn ekki ljáð máls á neinni lækk- un, og sagði hann, að slikt kæmi ekki til tals. Sjómannasamband Vest- fjarða og útvegsmenn i þeim landshluta komust að sam- komulagi á sinum tima, en það var fellt i öllum félögum, nema i Bolungavik. Ellefu greiddu þar atkvæði með sam- komulaginu, lOvoru á móti og ellefu sátu hjá. Lögum sam- kvæmt er þvi búið að semja þar, en Jón Sigurðsson taldi, i viðtali i gær, að siðferðilega væri enn ósamið i Bolungavik, og væri þvi ósamið um sjó- mannakjörin alls staðar á landinu. Frá hádegi i gær og til kl. 18 til- kynntu fjögur skip um afla, en það voru Hrönn með 80 tonn, Eld- borg 500 tn., Ásver 140 tn. og Jón Finnsson 400 tn. Var þá heildar- aflinn oröinn um 337 þúsund lest- ir, það sem af er þessari vertið. Langt er siðan Hafrannsókna- stofnuninni hefur borizt sýni af loðnu. og er þvi ekki vitað með Eftir fjögurra mánaða samningaþóf og hálfs sólarhrings bið eftjr að samningar næöust við járniðnaöarmenn hófst undirritun samninga, og fyrstur til þess að skrifa nafn sitt var Eövarð Sigurösson, formaður samninganefndar ASI. Sjá fleiri ntyndir inni I blaöinu ásaint rainma- samningnum. Timamynd: Gunnar. Mælingar sýna, að ekki er óeðlilegt kvikasilfursmagn í sjó og vatni hér JH—Reykjavik. — UNGUR, islenzkur haffræðingur, Jón Ólafsson, hefur fundið upp aöferð til þess að mæla kvikasilfur i sjó og vatni á nákvæmari og öruggari hátt en áður hefur þekkzt, án þess að notast við mjög stór sýni. Skýrir hann frá þessu i nýju hefti alþjóðlegs visindatimarits, Ana- lytica Chimica Acta, sem gefiö er út i Amsterdam og flytur sérhæft efni um efnafræðilegar mælingar og greiningar. , Jón ólafsson hefur undanfarin ár unnið að rannsóknum á Mývatni og er nú starfsmaður Hafrannsóknastofnunarinnar. Við mælingar sinar á kvikasilfri hefur hann notað tæki, sem Haf- rannsóknastofnunin hér keypti á sinum tima með aðstoð tækni- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, en við það hefur hann tengt auka- búnað, sem hann hefur sjálfur fundið upp og gerir honum kleift að beita þessari nýju aðferð. — Það væri kannski réttast að komast svo að orði, að þetta sé sérstök útfærsla, sem er nýjung, sagði Jón, er við töluðum við hann. Einn kostur aðferðarinnar er sá, að hún útilokar hættu á mengun á sýnum frá þvi þau eru tekin, þar til mæling fer fram, en slik mengun hefur oft leitt til skakkrar niðurstöðu við kvika- silfursmælingar. Ég fór að gefa mig að þessu fyr- ir um þaö bil tveim árum, sagði Jón ennfremur, er ég frétti um mælingu, sem bandariskir visindamenn höfðu gert á sjó úr Austur-Grænlandsstraumnum. Þessi mæling gaf til kynna mikið kvikasilfursmagn, og meira en aðrir höfðu fundið viða annars staðar. Mér fannst nauðsynlegt að komast að hinu sanna, og vita af hverju það stafaði, ef rétt reyndist. Af þvi er skemmst að segja, að mælingar Jóns leiða i ljós, að ekki er hér meira kvikasilfursmagn i sjó og vatni en náttúrulegt er, og miklu minna en Bandarikja- mennirnir töldu sig hafa fundið i sjósýnunum úr Austur- Grænlandsstraumnum. Til þess að gefa fólki nokkra hugmynd um nákvæmnina má geta þess að mælt er i nanógrömmum, sem er einn trilljónasti úr grammi — með öðrum oröum 0.0000000001 gramm. Ekki þarf að vera um mengun að ræða, þótt tuttugu nanógrömm kvikasilfurs séu i litra sjávar, enda er það mörg- þúsund sinnum meira, þar sem mest kveður að mengun, svo sem við strendur Japans. Hérlendis hafa Jóni mælzt innan við tuttugu Framhaid á bls. 10 Könnun á mólefnum aldraðra: Aldraðir kjósa helzt að búa í smóíbúðum í þjónustuhúsum — lítil elliheimili fremur en stór SJ—Reykjavik. —Ætla má, að einungis lítill hluti aldraðra telji stór elliheimili æskilega dvalar- staði fyrir sig. Könnun, sem gerð var haustið 1972 á afstöðu aldraðra Reykvikinga til þjónustustofnana og náði til 106 manns, 65 ára og eldri, leiddi i Ijós, að aðeins 5.5% töldu stór elli- heimili henta öldruðum vel. Þetta er athyglisverð staðreynd, þvi að EKKERT SKIP ÞURFTI AÐ DÆLA LOÐNU í SJÓINN -hs-Rvik. Ekkert loðnuskip mun hafa þurft að dæla afla sinum aft- ur i sjóinn vegna verkfallsins, eins og ýmsir höfðu spáð, að gera þyrfti I stórum stil. Hjá loðnu- nefnd fengust þær upplýsingar i gær, að flest skipin væru nú búin að losa sig við aflann, eða væru að þvi komin. Hjá sumum skipanna væri aflinn reyndar orðinn allt að þriggja sólarhringa gamall, en allt færi i land. vissu, hvernig ástand hrognanna er, en talið er vist, að hluti a.m.k. vestustu göngunnar sé byrjaður að hrygna. stór ellihcimili hafa fyrst og fremst verið þeir dvalarstaðir, sem öldruðu fólki hefur gefizt kostur á hér, hafi það viljað eða orðið að . hætta að búa i heimahúsum. Könnun þessa gerði Jón Björns- son, og er hún liður i almennri rannsókn á högum aldraðra á Is- landi, sem hann hefur gert til doktorsprófs i sálfræði við háskólann i Freiburg. 41,5% þessara 106 öldruðu Reykvikinga töldu smáibúðir i stórhýsi henta bezt þar sem aldraðir byggju ýmist einir éða með maka, en ættu kost á að fá nauðsynlega þjónustu i húsinu, ef þörf krefðist. 25.5% þátttakenda i könnuninni töldu æskilegustu lausnina heimilisþjónustu á veg- um borgarinnar, sem gerði öldruðum kleift að dveljast áfram i heimahúsum, jafnvel eftir að þeir hætta að geta séð meö öllu um sig einir. 19% voru fylgjandi litlum elliheimilum yrir 8-12 manns i grennd við fyrri bústað vistmanna, þar sem veitt yrði öll nauðsynleg þjónusta. Aðeins 5.5% töldu stór elliheimili æskileg, jafnvel þótt þar væri veitt öll nauðsynleg þjónusta, og e.t.v. eitthvað umfram það, t.d. fót- snyrting, gufubað nudd og guðs- þjónustur. Jón Björnsson dregur þær al- mennu ályktanir af þessari könn- un sinni, að auka þyrfti fjöl- breytni þjónustu við aldraða, einkum þurfi að koma upp lang- legusjúkrahúsum og hjúkrunar- deildum. Við tilkomu þeirra Framhald á bls. 10 Viltu kaupa Viðlaga- sjóðshús? Klp-Reykjavik. A fundi stjórnar Viðlagasjóðs, sem haldinn var i fyrradag, var ákveðið að óska eftir tilboð- uni i fimmtiu Viðlagasjóðs- hús, sem öll eru á Suðvestur- landi. Að sögn Hallgrims Sig u rðsson a r , fram- kvæmdarstjóra Viðlaga- sjóðs, verður birt auglýsing i fjölmiðlum um næstu helgi, þar sem óskað verður eftir tilboðum i húsin. Þarna er um að ræða 50 hús, sem eru viðsvegar á Suðvesturlandi, en hvaöa hiis það eru, kemur nánar fram i auglýsingunni. Tilboðin eru háð ákveðn- um takmörkunum hvað varðar útborgun, lán og eftirstöðvar. öllum er heim- ilt að bjóða I þau, en eftir að skilafrestur er útrunninn, munu tilboðin verða opnuð, og þá tekin ákvörðun um samræmingu á verði og öðru, er varðar söluna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.