Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 1
Auglýsingadeild TÍMANS Aðalstræti 7 Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Sími 40-102 - Reynslan hnekkir glundroðagrýlunni: Samvinna um bæjar- mál hefur gefizt vel Framsóknarflokkurinn hefur fekið þátt í samstjórn í níu kaupstöðum á kjörfímabilinu 1970 - 1974 t BÆJARSTJÓRNARKOSNING- UNUM, sem fóru fram 1970, uröu úrslitin þau, aö einn flokkur fékk hreinan meirihluta i aöeins þremur kaupstööum, þ.e. Sjáif- stæöisfiokkurinn i Reykjavik og á Óiafsfiröi og Alþýöubandalagiö I Neskaupstaö. i hinum kaupstöö- unum ellefu fékk enginn einn fiokkur hreinan meirihluta. Þar hafa fleiri eöa færri flokkar oröið aö vinna saman og má yfirleitt segja, aö samstjórn þeirra hafi gefizt vel. Framsóknarflokkurinn hefur á siöasta kjörtimabili tekið þátt i samstjórnum i fleiri kaupstööum en nokkur flokkur annar. Hann hefur alls tekið þátt i samstjórn i niu kaupstöðum, eða á Akureyri, i Kópavogi, i Hafnarfirði, i Vest- mannaeyjum, i Keflavik, á Akra- nesi, á Sauðárkróki, á Siglufirði og á Húsavik. óhætt er að segja, að þessar samstjórnin hafa yfirleitt gefizt vel, þar sem þar hafa verið hefur yfirleitt verið unniö af samstillt- ari þrótti og áhuga að framfara- málum en þar sem einn flokkur hefur haft völdin. Þessi reynsla sýnir, hve fjar- stæð er sú kenning Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik, að hér myndi skapast glundroði i stjórn borgarmála, ef Sjálfstæöisflokk- urinn missti meirihlutann. Þessi fullyrðing er þó enn meiri fjarstæða nú en nokkru sinni fyrr. þar sem meiri og betri samstaöa hefur tekizt milli minnihluta- flokkanna i borgarstjórninni á siðasta kjörtimabili en nokkru sinni áður. Það sýnir annars bezt, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki af miklu að státa i borgarmálum, að hann skuli beita meira hinni úreltu glundroðagrýlu en að segja frá verkum sinum. Það er góð sönnun þess, að timi er tii þess kominn, að Reykvikingar hnekki staðnaðri hálfrar aldar gamalli stjórn Sjálfstæðisflokksins á borgarmálum Reykjavikur. GOÐAR HORFUR UM SOLU SALT- FISKS, SKREIÐAR OG LAGMETIS en sala á frystum afurðum og mjöli hefur gengið illa —hs—Rvik. Eins og áöur hefur komiö fram hér i blaöinu, er ástandiö ekki sem bezt f sölu- málum freöfisks og loönumjöls, en mikiö er enn óselt af þvl frá siöustu vertiö. Menn héldu aö sér höndum I von um aö veröiö hækkaöi, en þaö hefur hins vegar lækkað. Gifurleg eftirspun er nú eftir skreiö, en litiö sem ekkert hefur veriö framleitt af henni hér á landi á þessari vertiö, og sömu sögu er aö segja frá Noregi. Heldur meiri áherzla hefur hins vegar vcriö lögö á saltfiskfram- leiöslu, og eru mjög góöar horfur á þeim markaöi. Veröur liklega mest áherzla lögö á saltfisk- verkun á næstunni, og mjög hlýtur aö koma til álita aö auka skreiöarframleiösluna, ef svo .... . .• Vfkingsliöiö endurheimti Reykjavikurmeistaratitilinn I knatt- spyrnu á sunnudaginn eftir 34 ár. Hér á myndinni t.v. sést Þor- steinn ólafsson tannlæknir. Hann var I Vikingsliðinu, sem hlaut Reykjavikurmeistaratitilinn 1940. Ætli hann heföi óraö fyrir þvf þá, aö sonur hans Ólafur yröi i þvi Vikingsliöi, sem endurheimti titilinn 1974, eftir 34 ára útlegö. Um íþróttir helgarinnar er hægt aölesa á bls 19, 20 og 21. - Timamynd G.E. 3 ÍÞRÓTTA- SÍÐUR í DAG heldur fram sem horfir meö þann markaö. Blaðið hafði i gær samband við nokkra aðila til að grennslast fyrir um málefni helzta útflutn- ingsiðnaöar okkar, fiskiðn- aðarins, og fara niðurstööur þeirra viötala hér á eftir. Freðfiskur Arni Benediktsson, fulltrúi hjá Sjávarafurðadeild SÍS, sagði, aö nokkur sölutregða væri á freð- fiski I Bandarlkjunum, veröið væri frekar veikt og tvisýnt um það, hvaða stefnu málin tækju. Verðið hefur lækkað verulega frá áramótun, sérstaklega á blokk, og veldur þvi aðallega hiö si- aukna framboð Japana á þessum markaði. Arni sagði, að skiptar skoðanir væru um þaö hvort þetta lága verð héldist, eöa héldi jafnvel áfram að veikjast, en vonir stæöu til þess, að verðið ætti eftir aö styrkjast þegar liðiá sumarið- Mjöl Mjög slæmt útlit er með sölu á mjöli, sagði Arni. Um áramótin var verðið 10 dollarar og 20 sent pr. próteineiningu, en hefur nú komizt niður i tæpa 6 dollara, sem er mjög mikiö verðfall, og alveg óvistum það, hvort það mun rétta sig af. Verulegur hluti loðnumjölsins er enn óseldur. Þegar Pólverjar buðu 6.50 - 7.50 dollara fyrir pró- teineininguna, voru menn ófúsir að selja, en neyddust síðan til að selja á 6.50 dollara. Eitthvaö hefur verið selt siðan, og jafnvel allt niður I 5.85 dollara pr. pró- teineiningu. Eitthvað hefur verð- ið þó skánað siöustu dagana, en mjög er tvisýnt um framhaldið, að sögn Arna. Sagöi hann, aö sér hefði skilizt aö menn ætli sér aö halda i eitthvað af mjölinu, I von um hærra verð. Það sem einkum hefur haft þessi áhrif til lækkunar á verði mjölsins er einkum þrennt. Verðið var komið svo hátt, (en það fór hæst i um 12 dollara pr. próteineiningu) að menn beinlinis hættu að nota það, markaðurinn dróst þannig saman að verulegu leyti. I öðru lagi var mjög góð sojabaunaframleiðsla I Banda- rikjunum I fyrra, þannig að menn gátu snúið sér að sojamjölinu. I þriðja lagi bætist það við núna, aö ansjósuveiðarnar I Perú hafa skánað mjög. I fyrra brugðust þær veiðar algjöriega en núna hafa veiðzt um 700 þús tonn á mánuði, sem er fyllilega upp i þann kvóta, sem ákveðinn var. Arni Benediktsson sagði, að mjög miklar likur væru á þvi núna, að menn snéru sér aftur að fiskimjölinu, þar sem verðiöværi þetta lágt, en það þætti betri vara heldur en t.d. mjöl úr soja- baunum. Gæti það haft þau áhrif, að verðið yrði stöðugra. Framhald á bls. 18 Sjálflærður krabbameinsfræðingur: Býður konum ókeypis læknisrannsókn MAÐUR með viröulega skjala- tösku bankaði upp á I húsi nokkru I Kleppsholtinu fyrir helgina og tjáði húsfreyju, sem kom til dyra, að hann væri starfsmaöur Hag- stofu tslands, og væri erindi sitt að mæla upp ibúð hennar. Frúin sagöi, að ekkert væri þvl til fyrir- stööu, og maöurinn tók upp mál- band úr tösku sinni og fór aö mæla. Niðurstööurnar ritaði hann samvizkusamlega i blokk, sem hann hafði meðferðis. Þegar ibúðin-var fullmæld fór komumaöur að tvistiga, og sýndist húsfreyju, að erindi hans væri ekki lokið, sem og var, þvi nú bauöst „embættismaðurinn” til að skoða frúna frá læknis- fræðilegu sjónarmiöi, ókeypis. Sagði hann, aö auk ibúðamælinga væri krabbameinsrannsókn sitt fag, og kvaðst hann meira en reiðubúinn að ganga úr skugga um, hvort konan gengi með illkynjaðan sjúkdóm eða ekki. Ekki þáði hún þetta kostaboö og sagði manninum að hafa sig á brott hið bráöasta. Varð þvi ekki af krabbameinsleit að sinni, og hypjaði maðurinn sig út. Ekki er vitað til að maður þessi hafi gert sig heimakominn á fleiri heimilum, en gestir af þessu tagi eru hvimleiöir, og komist þeir upp meö svona háttarlag á einum stað eða fleiri, er viðbúiö að þeir haldi iðju sinni áfram, og er þá aldrei aö vita, til hvers þeir eru visir. Beinir rannsóknarlögreglan þeim tilmælum til fólks að láta vita um slikar heimsóknir og lýsa þeim aðilum, sem vaða inn á heimili undir einu eöa ööru yfir- skyni, án þess að eiga þangað önnur erindi en að hrella heimilisfólk meö yfirtroðslu og öfuguggahætti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.