Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						\ugíýsingadeild
TÍMANS
Aðalstræti 7

90. tölublað — Föstudagur 7. júni—58. árgangur.
kostar     kemst
MINNA  LENGRA
Tékkneska bifreiða-
umboðið á islandi
Auðbrekku 44-46
Kópavogi Sími 42606
Vítaverður seinagangur hjá húsnæðismálastjórn:
ENDANLEG ÁKVÖRÐUN UMSMÍÐI
LEIGUÍBÚÐA EKKI ENN TEKIN
— þótt fresturinn rynni út fyrir þrem vikum — rætt við Hannes Pálsson og Þrdin Valdimarsson
—JH.—Reykjavik. —
Mikil og vaxandi ó-
ánægja er viða um land
vegna seinagangs, sem
er á endanlegum á-
kvörðunum um bygg-
ingu leiguibúða þeirra á
vegum sveitarfélaga,
sem ákveðið var að
reisa samkvæmt lögum
frá árinu 1973. Hefur
stjórn Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga þeg-
ar gert svolátandi sam-
þykkt:
Deilurnar hjd
íhaldinu:
MAGNÚS
L. SIGRAÐI
NAUM-
LEGA
BH-Reykjavik. — A fyrsta fundi
nýkjörinnar borgarsl jórnar
Reykjavikur, sem haldinn var I
gær, var kosið i nefndir og ráö
borgarinnar. M.a. fór fram kjör
borgarráösmanna. t borgarráð
voru kjörnir Kristján Benedikts-
son, F, Sigurjón Pétursson, A, og
frá Sjálfstæðisflokknum þeir
Albert Guðmundsson, Markús
örn Antonsson og Magnús L.
Sveinsson.
Kjör Magnúsar L. Sveinssonar
vakti sérstaka athygli, en mjög
harðar deilur hafa átt sér stað að
undanförau i borgarst jórnarflokki
Sjálfstæðisflokksins um borgar-
ráðssætin, og mun Magnús hafa
borið sigurorð af Ragnari Július-
syni skólastjóra, eftir mjög jafna
atkvæöagreiðslu I borgarmála-
ráði Sjálfstæðisflokksins.
A furidinum i gær var kjörinn
nýr frseti borgarstjórnar i stað
Glsla Halldórssonar. Var Ólafur
B. Thors kjörinn forseti með 9 at-
kvæðum en 6 seðlar voru auðir.
Varaforsetar borgarstjórnar
voru kjörin Albert Guðmundsspn
og Elín Pálmadóttir með sama
atkvæðamagni.
Varamaður Framsóknar-
flokksins i borgarráði verður
Alfreð Þorsteinsson, varamaður
Alþýðubandalagsins Adda Bára
Sigfusdóttir og varamenn Sjálf-
stæðisflokksins, Birgir Isl.
Gunnarsson, Rgnar Júliusson og
Elin Pálmadóttir.
Eins og venja er til á fyrsta
fundi nýkjörinnar borgarstjornar
var kjörinn borgarstjóri. Birgir
ísl. Gunnarsson var kjörinn
borgarstjóri með 9 atkvæðum,
en 6 seðlar voru auðir.
„Stjórn Fjórðungssambands
Vestfirðinga harmar það seinlæti,
sem varð á samningu reglugerð-
ar fyrir byggingu 1000 leiguíbúða
á vegum sveitarfélaga, og lýsir
jafnframt óánægju sinni yfir, hve
þunglamalega hefur gengið að
þoka málinu á framkvæmdastig.
Stjórn Fjórðungssambandsins
vill benda á, að lögin, sem heim-
ila byggingu leiguibUðanna, tóku
gildi hinn 30. april 1973, en reglu-
gerðin er dagsett nálega 10 mán-
uðum siðar, 26. febrúar 1974.
Slðan hefur málið verið i vand-
legri athugun hjá stjórnvöldum
og Húsnæðismálastofnun rlkisins,
og nú fyrir nokkru er liðinn sá
frestur, sem stofnuninni er I
reglugerð ætlaður til að skila
bráðabirgðaáætlun um fram-
kvæmdir á þessu ári og skiptingu
Ibúðanna milli landshluta.
Að sjálfsögðu vill stjórn Fjórð-
ungssambands Vestfirðinga virða
alla viðleitni til fyrirhyggju og
forsjálni I opinberri starfsemi, en
telur, að augljóst sé, að skort hafi
a.m.k. framkvæmdasnerpu hjá
stjórnvöldum I þessu máli. Hafi
fjármagnsskortur hins vegar
hamlað framgangi leiguíbúða-
málsins, verður að telja það vafa-
sama mismunun á fjárveitingum
til húsnæðismála, að lögheimiluð-
um verkefnum sveitarfélaga I
þessu efni skuli haldið niðri, á
meðan viðstöðulaust er unnt að
vinna að byggingaverkefnum hjá
byggingafyrirtækjum fyrir fjár-
magn, sem Byggingasjóður rikis-
ins hefur skuldbundið sig til, með
allt að 18 mánaða fyrirvara, að
leggja fram með reglubundnum
hætti til þeirra aðila, meðan á
framkvæmdum stendur.
Stjórn Fjórðungssambands
Vestfirðinga lítur á það sem bein-
an hemil stjórnvalda á æskilega
þróun byggðamála, sem Hús-
næðismálastofnun rlkisins dregur
svo að veita lánsloforð og láta i té
jnauðsynleg gögn, að ekki gej
orðið af framkvæmdum við by
ingu leiguíbúða á vegum sveitar-
félaga á þessu ári."
Tíminn sneri sér I gær til þeirra
Hannesar Pálssonar og Þráins
Valdimarssonar, sem eru fulltrú-
ar Framsóknarflokksins I hús-
næðismálastjórn rikisins, og
spurðist fyrir hjá þeim um gang
ssara mála.
— Við  viljum  fyrst  af  öllu
Frh. á bls. 15
UPPSAGNIR HJA SEAAENTS-
VERKSMIÐJUNNI
HHJ-Reykjavik — Megn óánægja
rikir nú meðal þeirra verka-
manna Sementsverksmiðjunnar,
sem vinna vaktavinnu, og hafa
allir, 21 talsins sagt upp vinnu
sinni. Orsökin er óánægja vegna
þess, að þeir telja sig bera
skarðari hlut frá borði en aðrir
starfshópar innan verk-
smiðjunnar.
Þeir telja sig stunda sambæri-
lega vinnu og vaktavinnumenn á
tilraunastofu   verksmiðjunnar,
en samt sé munur á kaupi
þessara tveggja hópa allt að 34
þúsund krónur á mánuði.
Þeir vaktavinnumenn, sem
sagt hafa upp, hafa um 51 þúsund
krónur á mánuði i byrjunarlaun. 1
sambandi við launakröfur sinar
benda þeir á, að málmiðnaðar-
menn hafi fengið hækkun til
samræmis við stéttarbræður sína
hjá Aburðarverksmiðjunni og
krefjast þess vegna hins sama
þ.e. að fá kaup I samræmi við
vaktavinnumenn hjá Aburða-
verksmiðjunni, en það mun stjórn
Sementsverksmiðjunnar og
launamálanefnd rikisins ekki
hafa fallizt á. Eftir það gripu
vaktavinnumenn Sementsverk-
smiðjunnar til þess ráðs að segja
allir upp hinn 31. mai. Uppsagnat
frestur þeirra er einn mánuður,
þannig að uppsagnirnar taka gildi
1. júli, ef ekki tekst að leysa málið
fyrir þann tima.
Heimildarmaður Timans gat
þess, og, að starfsmenn i
pökkunarstöð Sementsverk-
smiðjunnar á Artúnshöfða hafi
fyrir skömmu sagt upp vegna
óánægju með kjör, og það hafil
leitt til þess, að kaup hafi verið
hækkað.
Verkamenn þeir, sem hér um
ræðir, eru félagar i Verkalýðs-
félagi Akraness, og Timinn leitaði
þvi álits formannsins, Skúla
Þórðarsonar, á þessu máli.
— Þetta mál fer fyrir samninga-
nefnd rikisfyrirtækja, sagði
Skúli. Verkalýðsfélag  Akraness
Frh. á bls. 15
Þjóoleikhús og Listahdtío 1974:
Þrymskviða,Vanja,frændi,
ballettsýning óg kabarett
Þessiskemmtilega mynd var tekin Igser á æfingu óperunnar Þrymskviðu I Þjóðleikhúsinu, en höfundur
hennar er Jón Asgeirsson. A myndinni sést Guðmundur Jónsson I hlutverki Þórs, og elgandi handarinn-
ar, sem læðist aftan að Þór, er sjálfur Þrymur, en hann er sunginn og leikinn af Jóni Sigurbjörnssyni.
Ólafur Þ. Jónsson Igervi Loka fylgistmeð. Timamynd: Gunnar.
Gsal-Reykjavik — A
vegum Þjóðleikhússins
verða fjórar sýningar i
tengslum við Listahátið,
gestaleikur frá Sviþjóð,
Þrymskviða Jóns Ás-
geirssonar, ballettsýn-
ing á vegumi íslenzka
dansflokksins og kaba-
rett byggður á verkum
Sigfúsar Halldórssonar.
Leikflokkur frá Dramaten-leik-
húsinu i Stokkhólmi kemur hing-
að til lands og sýnir leikritið
Vanja  frænda.
Frumsýning verður á laugardag,
önnur sýning á sunnudag og
þriðja sýning á mánudag.
14. júni verður Þrymskviða
Jóns Asgeirssonar frumflutt, og
er hún fyrsta stóra óperan, sem
uppfærð er á vegum Þjóðleik-
hússins. Alls munu um 90 manns
taka þátt i sýningunni.
Eins og kunnugt er hafa óperu-
sýningar átt harla erfitt upp-
dráttar hér á landi, af nokkuð
skiljanlegum ástæðum, og I þvi
sambandi komst Sveinn Einars-
son þjóðleikhússtjóri svo að orði:
— Það má kalla þetta verk Jóns
Ásgeirssonar svolitið landnám,
og það á einmitt vel við á sjálfu
þjóðhátiðarárinu.
Leikstjórar eru Þórhallur
Sigurðsson og Þorsteinn Hannes-
son. Jón Asgeirsson, 'höfundur
óperunnar, stjórnar hljómsveit-
inni. Búningar og leiktjöld eru
eftir Harald Guðbergsson.
Með helztu hlutverk fara: Guð-
mundur Jónsson, sem leikur Þór,
Jón Sigurbjörnsson, sem leikur
Þrym, Guðrún A. Simonar leikur
Freyju og Ólafur Þ. Jónsson,
leikur Loka.
tslenzki dansfiokkurinn hefur
veg og vanda af ballettsýningu á
aðalsviði Þjóðleikhússins.
. A etnisskránni er að finna tvo
balletta eftir Alan Carter við tón-
list eftir Áskel Másson, sem hann
nefnir Höfuðskepnurnar, og
ballett við tilbrigði úr tónlist eftir
Brahms og fleiri.
Þá mun þekkt islenzk ballett-
dansmey, Sveinbjörg Alexand-
ers, dansa i sýningunni ásamt er-
lendum dansara. Þau munu flytja
tvidans við stef úr Rómeó og Júliu
og „einn góöan veðurdag", sem
er ballett við tónlist eftir Brahms.
Báðir ballettarnir eru eftir eigin-
mann Sveinbjargar, Gray Vere-
don. Sýningar Islenzka dans-
flokksins verða 19. og 20. júní.
—A kjallarasviðinu veröum við
með litinn rómantiskan kabarett,
sem nefnist „Litla flugan", og er,
eins og nafnið ber með sér, efni úr
verkum Sigfúsar Halldórssonar,
sagði þjóðleikhússtjóri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20