Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 99. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						m
m
fP
Auglýsingadeild
TÍMANS
Aðalstræti 7
C
99. tölublað—Miðvikudagur 19. júní—58. árgangur
kostar     kemst
MINNA  LENGRA
Tékkneska bifreiða-
umboðið á islandi
Auðbrekku 44-46
Kópavogi Sími 42606
Falsanir og rangfærslur Mbl. afhjúpaðar:
Gjaldeyrisstaðan hefur
raunverulega batnað um
2000 millj. f rá áramótum
A.Þ.—Reykjavik. — Undanfarna
daga befur Mbl. notaö stærsta
fyrirsagnaletur sitt á útsiðum
blaösins og haldiö þvi fram, aö
gjaldeyrisstaban hafi versnaö
mjög og fjármálastaða rikissjóðs
sé yfirleitt miög slæm. Af þessu
tilefni sneri Timinn sér til Hall-
dórs E. Sigurðssonar, fjármála-
ráðherra, og bað hann að segja
álit sitt  á þessum skrifum Mbl.
„Vegna þess,að ég hef verið á
ferðalagi undanfarið og kom ekki
heim fyrr en um helgina, hefur
dregizt nokkuð að ég gæti litið i
blöðin. En ég sé, að Mbl. birtir
stórar tölur og stórar fyrirsagnir,
svo að það er engu likara en
heimurinn sé að farast. í raun og
veru finnst mér, að Mbl. hefði
getað sparað sér að birta þessar
fyrirsagnir, og sagt heldur „ulf-
Kristján Eldjárn forseti og Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra lögbu
blómsveig aö styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í Reykjavfk, hinn
17. júni, svo sem venja er. Aö þvl búnu söng karlakórinn Fóstbræður
„island ögrum skorið" og svo ávarpaði forsetinn mannfjöldann, sem
saman var kominn á Austurvelli. Þessa Timamynd tók Róbert af for-
seta og forsætisráðherra, þegar þeir hlýddu á söng Fóstbræðra.
Sjá frásögn og myndir frá 17. júni á bls. 6 og 7  '
ur, úlfur", þvf að i þessu talna-
flóði margendurtekur blaðið
sömu tölurnar, sýnilega án þess
að gera sér nokkra grein fyrir
þvi, enda hefur reikningur ekki
verið sterka hlið Mbl. ritstjór-
anna.
Ef við tökum einstaka þætti, er
bezt að snúa sér fyrst að gjald-
eyrisstöðunni og þeim þáttum,
sem tengdir eru henni, en þeir
eru, auk gjaldeyrisvarasjóðsins,
nettóstaða hans, ógreiddur út-
flutningur, útflutningsbirgðir i
landinu, sem biða þess að verða
seldar, og frá þessu dregst svo
stutt vörukaupalán innflytjenda.
Þann 31. desember s.l. var
nettóstaðan i heild 7 milljarðar og
946 milljónir. En 30. april var
staðan 9 milljarðar og 953 mill-
jónir, og hafði þvi vaxið um rúma
2 milljarða.
Breytingin, sem orðið hafði inn-
byrðis á þessum liðum, er sú, að
gjaldeyrisvarasjóðurinn hafði
minnkað um 2 milljarða og 500
milljónir, en hins vegar höfðu út-
flutningsbirgðirnar og ógreiddur
útflutningur vaxið um 5 milljarða
og 500 milljónir, og stutt
vörukaupalán vaxið um 1 mill-
jarð.
Það, sem hefur gerzt i raun og
veru, er hreyfing innbyrðis, og
eignir i vörubirgðum vaxið, en
sjóðurinn rýrnað. Þegar á þetta
er litið sést hve augljósar falsanir
og rangfærslur Mbl. eru.
Ég vil svo i sambandi við gjald-
eyrismálin geta þess, að talið er,
að greiðslubyrðar erlendra lána I
hlutfalli af tekjum viðskipta og
þjónustu munu verða rúm 11% en
til samanburðar má geta þess, ab
á árunum 1968-69 voru þær á bil-
inu 15-17% alveg um 17% siðara
Frh. á bls. 6
Halldór E. Sigurðsson tjármála-
ráðherra.
Mbl. reynir að skapa ótta
meðal húsbyggjenda
— en Húsnæðismálastofnun ríkisins hefur sjaldan haft
meira fjármagn undir höndum til lánsúthlutunar en nú
A.Þ.—Reykjavik. — Mbl. hefur á
mjög óskammfeilinn hátt reynt
að skapa ótta meðal húsbyggj-
enda, sem I vændum eiga
húsnæðismálalán, með þvi að
halda  þvl  fram,  að  Húsnæðis-
málastofnun rikisins sé fjárvana.
Hið rétta er, að beðið hefur verið
eftir nýrri reglugerð, sem sett
verður i dag eða á morgun, en eft-
ir það er ekkert þvi til fyrirstöðu,
að lánin verði afgreidd. t samtali
við Halldór E. Sigurðsson
fjármálaráðherra, kemur fram,
að staða byggingasjóðs rlkisins
hefur ekki verið betri á þessum
árstima um margra ára skeib.
Frh. á bls. 6
Þeim, sem svo hrapallega hefur
brugðizt, má ekki treysta
nu
A NÆSTA kjörtlmabili biba
mikil verkefni I landhelgis-
ni ál u ni. Brábabirgba-
samningarnir vib Breta renna
út á næsta ári, og þá munu
þeir fara fram á nýjar
undanþágur. Enn hafa ekki
nábst samningar við Vestur-
Þjóðverja, m.a. vegna þess,
að þeir vilja biða eftir úr-
skurði alþjóbadómstólsins. A
hafréttarrábstefnunni munu
stórveldin fallast á 200 mílna
efnahagslögsögu, ef þeim
tekst ab fá svo miklar
undanþágur, ab efnahagslög-
sagan verbur Htib meira en
nafnið tómst. Innan skamms
fellur svo úrskurbur Haag-
dómstólsins I málum þeim,
sem Bretar og Vestur-
Þjóbverjar hafa höfbab gegn
okkur vegna útfærslu fisk-
veibilögsögunnar 150 milur, en
málshöfbun þessa hafa þeir
byggt á landhelgissamningun-
um frá 1961.
Það skiptir þannig miklu
máli, að vel verði haldið á
málstað Islands i landhelgis-
málinu á næsta kjörtimabili.
Reynslan sýnir, að forustu
Sjálfstæðisflokksins er ekki
treystandi i þeim efnum.
Sjálfstæðisflokkurinn  beitti
sér gegn útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar i 12 milur, eins lengi
og hann gat og þorði.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði
landhelgissamningana við
Breta og Vestur-Þjóðverja
1961, en samkvæmt þeim
féllust Islendingar á, að
Alþjóðadómstóllinn skyldi úr-
skurða um, hvort þeir gætu
fært út fiskveiðilandhelgina.
Engin uppsagnarákvæði voru
I samningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði
stjórnarforustuna á árunum
1959-'71, án þess að gera hið
minnsta til að vinna að út-
færslu fiskveiðilögsögunnar. A
vetrarþinginu 1971 lét hann
drepa allar ákveðnar tillögur
um útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar.
A vetrarþinginu 1972 lýsti
Sjálfstæðisflokkurinn sig mót-
fallinn uppsögn landhelgis-
samninganna frá 1961, og hef-
ur þá og jafnan siðan lýst sig
fylgjandi þvi, að tsland sætti
sig viö úrskurð Alþjóðadóm-
stólsins um 50 milurnar,
hvernig sem úrskurðurinn
yrði.
Eftir útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar i 50 milur.vildu
Sjálfstæðismenn strax fallast
á kröfur Breta og tóku mál-
stað þeirra I deilum við land-
helgisgæzluna, sbr. Everton-
málið.
Þessi óhappaferill Sjálf-
stæðisflokksins i landhelgis-
málum sýnir bezt, að honum
er ekki treystandi til að hafa
stjónarforustu á hendi á næsta
kjörtimabili. Hún verður að
vera i höndum þess sem hefur
jafnan verið öruggur i land-
helgismálinu og alltaf haft
stjórnarforustu á þeim tim-
um, þegar fiskveiðilandhelgin
hefur verið færð út. Þessi
flokkur er Framsóknar-
flokkurinn.
Saga Sjálfstæðisflokksins í landhelgismálinu:
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24