Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Auglýsingadeild
TÍMANS
Aðo'stræti 7
C
101. tölublað — Föstudagur 21. júni—58. árgangur
m
MINNA
Tékkneska
umboöið á
Auðbrekku
Kópavogi S
kemst
LENGRA
bifreiða-
islandi
44-46
ími 42606
SANNLEIKURINN UM HÚSNÆÐISMÁLIN:
Stóraukið fjármagn í
byggingasjóð ríkisins
— dkvarðanir um lánveitingar teknar í d
— enginn fótur fyrir skrifum AAbl.
ag
HHJ—Rvik. — Morgunblaðið hefur að undanförnu
þyrlað upp miklu moldviðri vegna húsnæðismál-
anna og gert allt, sem i þess valdi hefur staðið, til
þess að vekja ugg i brjósti húsbyggjenda og einskis
svifizt i þvi ei'ni. Vegna þessa, sem og ummæla
Magnúsar Torfa Ólafssonar félagsmálaráðherra i
sjónvarpsumræðum s.l. miðvikudagskvöld, en þar
lét ráðherrann þau orð falla, að i raun réttri sé það
meiri hluti húsnæðismálastjórar, sem komið hefði i
veg fyrir, að handbært væri nægilegt fé til þess, að
unnt væri að standa við skuldbindingarnar varðandi
úthlutanir húsnæðismálastjórnarlána, sneri Timinn
sér til Þráins Valdimarssonar, varaformanns hús-
næðismálastjórnar og spurðist fyrir um þessi mál.
Bannað —
og þó leyf t
Engan skal undra þótt maöur-
inn á myndinni sé á báðum áttum.
Hann lagði bílnum slnum (hepp-
inn að ná I stæöi) vio stöðumæli á
Klapparstignum, neðan við
Hverfisgötu, og ætlaði að fara að
borga i mælinn, þegar hann rak
augum I skilti, sem þýðir að
bannað er að leggja þarna bil.
Þarna hefur öngþveitið, sem
rfkir f umferðarmálum borgar-
innar, knúð borgaryfirvöld til að
setja bilastæði, þar sem áður hef-
ur þótt ástæða til að banna bila-
stöður harðlega. Hægri höndin
veitekki,hváð sú vinstri gerir, og
afleiðingin verður sú, að sama at-
höfnin er bæði bönnuð og leyfð.
Bflastæðin, sem þarna eru tvö,
eru innan við 5 metra frá gatna-
mótunum og valda þvi, að þar,
sem áður voru tvær akreinar,
verður ekki nema ein og hálf. —
Tfmamynd: Róbert.
— Mig furðar á þvl hvað Mbl.
hefur skrifað dólgslega um lána-
málin, sagði Þráinn, og er
fáheyrður svo ósvffinn mál-
flutningur, þótt menn séu ýmsu
vanir, þegar það blað á hlut að
máli.
Óhætt er að segja, að ég er
sammála félagsmálaráðherra,
þegar hann segir, að f þessum
efnum hafi slður en svo staðið upp
á rlkisstjórnina að útvega fé til
byggingasjóðs.
Auk fastra tekjustofna sjóðsins,
var þannig samþykkt á slðasta
Alþingi, að 1% af launaskatti til
viðbótar rynni I sjóðinn, en á einu
ári næmi sú upphæð um 600
milljónum króna, að þvl að áætl-
að er. Þar sem þessari skipan var
á komið frá og með 1. marz, má
áætla að upphæðin nemi þegar á
þessu ári 450-500 milljónum
króna.
Auk þessa voru gerðir sérstakir
samningar þess efnis, að Hfeyris-
sjóðirnir keyptu skuldabréf fyrir
upphæð, sem svaraði 20% af ráð-
stöfunarfé og þessir fjármunir
koma til úthlutunar hjá
Húsnæðismálastofnun. Aætlað er,
að ráðstöfunarfé Hfeyrissjóðanna
nemi um fjórum milljörðum
króna, þannig að hér er um 800
miUjónir króna að ræða.
Þvl er augljóst að möguleikar á
útlánum hafa rýmkað mjög frá
þvl sem verið hefur.
Að sjálfsögðu er rétt að taka til-
lit til þess, aö kvaðir þær, sem
lagðar hafa verið á byggingasjóð,
hafa aukizt ár frá ári. Má þar
nefna áætlun um byggingu 1000
leigulbúða, um land allt á næstu
fimm árum, aukna starfsemi
verkamannabústaða, hækkun
lána, og aðstoð við þá, sem kaupa
eldri Ibúðir, svo að nokkuð sé
nefnt.
— Nú hefur Mbl. haldið þvi
fram i grein eftir grein með
flennistórum fyrirsögnum, að allt
fé byggingasjóðs væri uppurið.
Hvernig stendur á „gagnrýni"
þess, ef gefa má Morgunblaðs-
skrifunum slikt nafn?
— Ég efast ekki um, að rótina
til skrifa Mbl. má rekja til þess að
framundan eru kosningar og
þessar greinar eru einn þátturinn
I þvi að hræða fólk og telja því trú
um að allt sé á heljarþröm.
— Má þá segja, að Mbl. fari
með staðlausa stafi i þessum efn-
um?
— Það er alveg óhætt að segja
það. Astæðan til þess að ekki hef-
ur farið fram úthlutun lána til
þeirra, sem fengu fyrrihlutalán i
september s.l. er sú, að meiri-
hluti Húsnæðismálastjdrnar
þverskallaðist við að taka á móti
þvi fjármagni, sem samið hafði
verið um frá Hfeyrissjóöunum.
Það er rétt, sem félagsmála-
ráQherra héltfram i sjónvarpi, að
þaö voru ekki sizt fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins í Húsnæðismála-
stjórn, sem stóðu að óeðlilegum
töfum í þessu máli.
Framhald á bls. 3
Þráinn Valdimarsson
Ákjörskrá
eða ekki?
HHJ-Rvik — Margir munu þeirr-
ar skoðunar, að þeim beri undan-
tekningarlaust að kjósa á sama
stað i Alþingiskosningunum og
þeir gerðu I sveitarstjórnar-
kosningunum, en svo þarf ekki að
vera. Ekki er vist, að þeir, sem
kærðir voru inn á kjörskrá I
sveitarstjórnarkosningunum séu
á kjörskrá á sama stað I Alþingis-
kosningunum, þvl að kjörskrá I
Alþingiskosningunum miðast ein-
göngu við lögheimili manna, eins
og það var hinn 1. desember s.l.,
en i sveitarstjórnarkosningum
gilda rýmri reglur.
Mönnum er þvi bent á, að huga
að þvi hvort þeir séu á kjörskrá i
Alþingiskosningunum, áður en
kærufrestur rennur út á næstu
dögum.
NIDJARNIR 150,
enda húsfyllir við afmælismessuna
SJ-Reykjavik. Mikið var um
dýrðir I Grimsey I gær á 100 ára
afmælisdegi Ingu Jóhannesdótt-
ur. Húsfyllir var við hátiðamessu.
hennitil heiðurs i Miðgarðakirkju
I gærmorgun.
Veður var gott og allir bátar
inni, en kvöldið áður og fram á
nótt var keppzt við að vinna úr
aflanum, svo allir ættu fri i gær.
Veðrið var gott i Grimsey, en
nokkur þokuslæðingur. Inga var
hin hressasta á afmælisdaginn
eftir þvi sem efni stóðu 01,
Ættingjar afmælisbarnsiris og
nokkrir aðrir gáfu flygil i félags-
heimilið i Grimsey i tilefni þessa
merkisdags. Þá gáfu börn henn-
ar, fósturbörn og nánasta skyldu-
lið ljósabúnað i kirkjuna af sama
tilefni.
Afkomendur Ingu eru 150 tals-
ins og eru fjórir ættliðir frá henni
komnir.
Siðdegis var afmælisveizla i
félagsheimilinu og voru enn
væntanlegir afmælisgestir til
eyjarinnar flugleiðis eftir hádegi i
gær.
Á Bandaríkjadollarinn að hækka
úr 94 krónum í 193 krónur?
,,Viðreisnar"-flokkarnir
fara eins og kettir i kringum
heitan graut, ef þeir eru
spurðir um, hvaða ráðstafanir
þeir vilja gera i efnahagsmál-
um. Þeir treystu sér ekki til að
taka neina ákveðna afstöðu til
efnahagsmálanna á nýloknu
þingi, og gerðu þingið þannig
óstarfhæft. Eftir það var óhjá-
kvæmilegt fyrir forsætisráð-
herra að rjiifa þingið og leggja
málin i vald kjósenda. Eínn
meginþátturinn i kosninga-
baráttu Sjálfstæðisflokksins
hefur verið fólginn i því að tala
sem óljósast um stefnu flokks-
ins I efnahagsmálum og þyrla
upp þeim mun meira mold-
viðri blekkinga og falsana um
afkomu rlkissjóðs, gjaldeyris-
stöðuna og fjárráð fjár-
festingarsjóðanna.
En þótt Sjálfstæðisflokkur-
inn reyni þannig að dylja ef na-
hagsstefnu slna, er hún eigi að
siður ljós. Til þess að fá vit-
neskju um hana, þarf ekki
annað en að kynna sér verk
flokksins á kjörtimabilinu
1967-'71, þegar hann fór með
stjórnarforustuna og réð
mestu um stjórnarstefnuna.
Þá var það aðalúrræði I efna-
hagsmálum að fella krónuna.
Fyrst var krónan felld 24.
nóvember 1967 um 24,6% og
svo var hún felld aftur 12.
nóvember  1968  um  35.2%.
Þetta þýddi það, að dollarinn
var hækkaður um 104%, en i
krónutölu hækkaði hann úr 43
krónum i 88 krónur.
Ef ,,viðreisnar"-flokkarnir
kæmust aftur til valda og
gripu til hliðstæðra gengisfell-
inga og á kjörtimabilinu 1967-
'71, þá myndi dollarinn hækka
úr 94 krónum, sem er sölu-
gengi hans nú, og i hvorki
meira né minna en 193 krónur.
Það væri hliðstæð hækkun á
dollarnum viðþáhækkun, sem
varð á honum á kjörtimabilinu
1967-1971.
Hver vill gefa „viðreisnar"-
flokkunum tækifæri til þess á
næsta kjörtimabili að fella
krónuna með þeim afleiðing-
um, að dollarinn hækki um
104%, eins og átti sér stað á
siðasta kjörtimabili? Menn
skulu minnast þess, að sagan
getur endurtekið sig.
Hver „vill viðreisnina" aftur?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20