Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 1
w Auglýsmgadeild TÍAAANS Aðalstrætl 7 Dömur! Nýjung! DRESSFORM fatnaður loks á íslandi Pantið bækling núna 33373 Sjálfvirkur simsvari allan sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval/ Kópavogi. - Reykjavíkur- borg dregur starfsmenn ó um sömdum launa- greiðslum FB-Reykjavík. Nokkur tími er nú lið- inn, frá því gengið var frá kjarasamningum milli Reykjavíkur- borgar og starfsmanna hennar, en þó hafa starfsmenn ekki enn fengið í hendur þau laun, sem umsamin eru. Var starfsmönn- um heitið því, er geng- ið var frá samningun- um, að umsamið kaup yrði fyrst greitt út 1. júlí sl. Það var þó ekki gert, og hefur ekkert bólað á því enn. Þá var einnig ákveðið, að i júli skyldi gengið frá þeim greiðslum, sem borgar- starfsmönnum ber að fá i samræmi við kjarasamninga allt frá siðustu áramótum. Hafa borgarstarfsmenn ekki heldur fengið þessar greiðsl- ur, og eru margir orðnir nokkuð langeygðir eftir þeim. Segja þeir, að það samræmist ekki starfshátt- um borgarinnar, sem gengur fast eftir þvi, að henni séu greidd öll gjöld, er á borgar- ana eru lögð, skilvislega, en nú standi hún sjálf ekki við gerða samninga og dragi fólk á réttum launagreiðsl- um. Þegar starfsmenn hafa innt eftir þvi, hvenáer búast megi við þessum greiðslum, er þvi borið við, að þær hafi tafizt, þar sem skýrsluvélar borgarinnar hafi ekki enn skilað þeim plöggum og töl- um, sem nauðsynleg eru til þess að greiðslur geti farið fram. Botnsmál Mývatns þingfest að nýju SJ-Reykjavfk. — Botnsmál Mývatns var þingfest að nýju á föstudag i Skjól- brekku i Mývatnssveit. Reglulegur dómari, þ.e. sýslumaður Þingeyjarsýslu, hefur ákveðið að vikja úr dómarasæti samkvæmt áð- uruppkveðnum dómi Hæsta- réttar i fyrra botnsmálinu. Dómsmálaráðuneytið mun væntanlega bráðlega skipa setudómara i máli þessu. ' Það vill oft gleymast, að náttúran hefur aliö manninn af sér, en ekki öfugt. Maöurinn hefur misvirt Uf- gjafa sinn og á stundum ofboöiö honum, en þrátt fyrir allt, eru likur til þess, aö náttúran lifi afkvæmi sitt. Þessi mynd Gunnars gæti minnt okkur á þaö. íslenzk stúlka í græn- lenzkan skóla FB- Reykjavik. Næsta vet- ur hyggst islenzk stúlka ganga I gagnfræðaskóla á Grænlandi, og munu senni- lega ekki margir fslendingar hafa gert til þessa. Sú, sem hér um ræðir, er Hulda 01- afsdóttir dóttir Ólafs Þóröar sonar og Kolbrúnar Valdi- marsdóttur I Vik i Mýrdal. Við hringdum i Huldu og spurðum hana frétta af skóladvölinni fyrirhuguðu á Grænlandi. Hún sagði, að Jenný Samúelsdóttir, islenzk kona, se^m búsett er i Julianeháb á Grænlandi hefði boðið sér aö koma til Grænlands og dveljast hjá sér næsta vetur og ganga þar i skóla. — Mér fannst sem þetta gæti orðið skemmtileg tilbreyting, sagði Hulda, — og þess vegna ákvað ég að fara. Hulda hefur gengiö i skóla i Vik i Mýrdal, enda er hún fædd þar og uppalin. Hún ætti að fara i þriðja bekk gagnfræðaskólans. 1 Julianeháb verður hún i dönskum skóla, en konan, sem býður henni til Græn- landsdvalarinnar, er gift dönskum lögreglumanni, sem starfar i Julianeháb. Til Grænlands fer Hulda 25. ág- úst næstkomandi. ER ISLENZKI LOPINN BLANDAÐUR GERVI- EFNUM OG LITAÐUR? —hs—Rvik — Er lopi, sem seldur er sem 100% islenzk ull blandaöur erlendri ull og jafnvel gervi- efnum, og er band og lopi litaö i „sauöalitunum”? Nokkur grunur hefur leikiö á þvi aö Islenzki lopinn væri ekki eins ekta og hann er gefinn fyrir aö vera, og kemur þetta fram m.a. fram i skýrslu Sigrföar Halldórsdóttur, ráöu- nauts, hjá Himilisiönaöarfélagi ísiands, til félagsins. Húsmæöur hafa og kvartaö yfir þvi, aö lopa- peysur og aðrar lopaflfkur lituöu frá sér i þvotti, auk þess sem þær þófnuöu ekki, heldur gisnuöu og tognuöu eins og flikur úr gerviefnum sem er andstætt eöli ullarinnar. Hér fer á eftir skýrsla Sigrlðar Halldórsdóttur, en þess má geta, að niðurstaöa rannsókna Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins liggur tilbúin I landbúnaöarráðu- neytinu, en ekki tókst að fá upp- lýsingar um innihald hennar að svo stöddu. Skýrsla Sigriöar hljóðar svo: ,,1 jan. sl. var samið bréf f.h. H.í. til ullarverksmiðjanna þriggja, þar sem farið var fram á, að verksmiðjurnar merktu vöru sina, þvi grunur léki á að Frh. á bls. 15 Hún heitir Matthilda Gustavsson litla stúlkan, sem hér liggur viö háan stafla af lopaplötum. Gétur veriö, aö eitthvaöaf þessum lopa sé litaö.eöa jafnvel blandaö gerfiefnum. (Tlmamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.