Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 1
PRIMUS HREYFILHITARAR ( VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐUR OUNNARSSON SKULATUNI 6 -SÍMI (91)19460 í DAG 40 síður • Fuglalíf er náttúruauð- lind með fagurfræði- legu gildi — sjá bls. 40 Hvers vegna FÓSTRA? — sjá bls. 16 • Lögreglu- skólinrt — sjá bls. 20-2 1 íþróttir — sjá bls. 26 - 27 - 28 Að slá það gula með þessu bláa — sjá bls. 14 /■ SLONGUR BARKAR TENGI C 228. tölublað — Sunnudagur 17. nóvember—58. árgangur Spái Karpov sigrí ) Landvélar ht — segir Friðrik Ólafsson stórmeistari Gsal—Reykjavik — Einvigi rúss- nesku skákkappanna Karpovs og Kortsnojs um rétt til aö skora á heimsmeistarann Bobby Fischer, er nú langt á veg komiö og hafa þeir kappar teflt 22 af 24 skákum einvigisins. Karpov hinn ungi hefur leitt einvigiö allt frá byrjun, en I siöustu fjórum skákum hefur Kortsnoj hlotiö tvo vinninga, og staöan fyrir 23. skákina er þvi 3:2 Karpov i hag. Aöeins tvær skákir eru eftir, og þarf ekki aö fjölyröa um þaö, hversu mikil spenna er komin i cinvigiö. Timinn leitaði til Friðriks Ólafssonar skákmeistara og bað hann að segja álit sitt á þvi, hvor myndi standa upp frá skákborð- inu sem áskorandi Fischers. — Það er ákaflega erfitt að spá nokkru um það, og spurningin er, hvort Karpov getur haldið einvig- ið út. Mér finnst ótrúlegt, að Kortsnoj vinni einvigið, og geri þvi ráð fyrir, að annað hvort sigri Karpov eða þeir verði jafnir. I siðustu skákunum hafa verið auðsjáanleg þreytumerki á Karpov, og hann hefur greinilega ekki getað einbeitt sér nægilega i siðustu skákum. Þó held ég að Karpov hafi það á endanum. — Telur þú liklegt, Friðrik, að Fischer mæti til einvigis um heimsmeistaratitilinn? — Þú gætir alveg eins spurt mig um veðrið i framtiðinni, sagði Friðrik og hló, en siðan sagði hann: — Fischer fylgist greini- lega vel með öllu sem er að gerast i skákheiminum, og ég hef þá trú, að hann mæti til að verja titilinn. Að minum dómi mun FIDE aldrei ganga að kröfum hans um ótakmarkaðan fjölda skáka i einviginu, og áskorendaeinvigið sýnir glögglega, hve 24 skákir eru mikið álag á keppendurna, og raunverulega hreinn þrældómur. FIDE hefur ákveðið, að skákirnar i heimsmeistaraein- viginu verði 36, svo það má vel gera sér grein fyrir hversu mikið álag það er, — hvað þá ef gengið yrði að kröfum Fischers um ótakmarkaðan fjölda skáka. Þar sem mjög óvist er, hvort Fischer mætir til leiks eða ekki, Framhald á bls. 39. ■ Kortsnoj og Karpov FLOKKS- ÞINGIÐ HEFST í DAG HJ—Reykjavik — 16. flokksþing Framsóknar- flokksins hefst kl. 10.00 árdegis i dag. Þingiö mun standa í þrjá daga og hefst meö yfirlitsræöu formanns flokksins Ólafs Jóhannes- sonar, i Glæsibæ Alfheimum 74. Siöari tvo þingdagana veröur þingiö haldiö I Súlnasal Hótel Sögu. íslenzka mjólkin C-vítamínlítil: Er nauðsynlegt að vítamín-bæta mjólk? Skyrið ekki eins kalkauðugt og fólk hefur haldið FB—Reykjavik — Rannsóknir á islenzkri mjólk og mjólkur- afuröum hafa farið fram að undan förnu á vegum Raunvlsindastofn- unar Háskóla islands. Jón Óttar Ragnarsson matvælaverk- fræöingur hefur annazt þessar rannsóknir. Jón óttar sagði I viö- tali við Timann að fram heföi komið, að C-vItamln innihald mjólkurinnar hér væri mjög litiö og hefði jafnvel ekki mælzt i ákveðnum sýnum aí tvihitaöri mjólk. Sagöi hann I framhaldi af þessu að fara þyrfti varlega I sakirnar varðandi tvlhitun mjólk- ur og langa geymslu. — C-vitaminið er mjög lítið i islenzku mjólkinni, sagði Jón Ótt- ar. Það eru venjulega um 20 milligrömm af C-vitamini i litra af ógerilsneyddri mjólk, en minnkar oftast um helming við gerilsneyðinguna, og i rannsókn- unum kom fram, að tvihituð mjólk, sem athuguð var, innihélt i vissum tilfellum nær ekkert eða alls ekkert C-Vitamin. — C-vItamínmagnið hér er að jafnaði helmingi minna heldur en reiknað var með, miðað við erlendar tölur. Það er mikilvægt fyrir fólk, sem ef til vill neytir ekki nýrra ávaxta eða grænmetis i rikum mæli, að gera sér grein fyrir þessu, og imynda sér ekki, að það fái C-vitamin með þvi að drekka mjólk og borða mjólkur- vörur. — Hvað við kemur B-vitamin- innihaldi mjólkurinnar, þá er það mjög svipað og erl., og A-vita- minið virðist vera heldur meira hér á landi. Árstiðasveiflurnar eru þó mjög miklar og hugsan- legar sveiflur milli ára, t.d. er allt að helmingi meira af A-vitamini i sumarmjólk heldur en mjólk á veturna. B2-innihaldið hækkar lika um 25% á sumrin. Þar sem menn þyrftu eflaust fremur vlnaminauðugri mjólk á veturna heldur en á sumrin, kemur vel til 'greina, að A-vitaminbæta mjólk- ina þann hluta ársins, sem hún er snauöari af bætiefnum, og halda efnainnihaldinu stöðugu allt árið, og ár frá ári. Þetta er þó ekki vert að gera, nema með nákvæmum mataræðisathugunum, þar sem i ljós kæmi, hver væri raunveruleg bætiefnaþörf, og úr hverju bætiefnin fást. — Mjólkin er hér yfirleitt ekki eins þurrefnisrik og erlendmjólk, og þá er ég fyrst og fremst að tala um Suðurlandsmjólk, sagði Jón Óttar ennfremur. Fólki gæti fund- izt ágætt að mjólkin sé ekki alltof feit, en þessu fylgir, að hún er heldur ekki eins eggjahvitu- auðug, sem er á hinn bóginn lakara. Kynbætur hafa áhrif á þurrefnisinnihaldið, en hins veg-' ar ekki á vitamininnihaldið. Vert er að benda á, að mun minna kalk er i skyri heldur en osti. Um þetta sagði Jón Óttar Ragnarsson i viðtali við Timann, aö hann hefði ekki mælt þetta sér- staklega, en hann hefði mælt öskuinnihaldið i skyrmysunni og viröist það mjög svipað og i mjólk, sem benti til þess, að lang- mest af öllum steinefnum og málmum skilaði sér i skyrmys- una, en færi ekki i skyrið sjálft. Kalkinnihladið er þvi miklu minna heldur en i ostinum, enda er vinnsluaðferð hans mjög frá- brugðin framleiðslu skyrsins. 80% þurrefnis skyrsins er eggja- hvituefni, og er skyrið eggja- hvituauðugasta fæðutegund, sem völ er á. :' > Blaðamaður Tímans á miðilsfundum hjá Hafsteini Björnssyni FAUM dögum fyrir sextugs- afmæli Hafsteins Björnssonar fékk blaðamaður frá Tlmanum miöilsfund hjá Hafsteini i tilefni af þessum timamótum i llfi hans. Mátti blaðamaðurinn velja fundargesti, og að sjálfsögðu án þess að Hafsteinn hefði þar nokkra hönd I bagga. Þarna kom margt furðulegt fram, smáatriði, sem enga þýöingu virtust hafa, utan sann- anagildið, fjöldi fólks, sem fund- armenn voru sizt aö hugsa um þá stundina, en könnuöust þó viö, þegar á var minnzt. Og eins og til þess að kóróna allt saman, kom þar fram i dagsljósið ástarsaga, sem gerzt hafði fyrir eitthvað sjö- tiu til áttatiu árum, og hafði alltaf verið á mjög fárra vitorði. En annar elskendanna, sem þar áttu hlut aö máli, reyndist vera faöir eins fundargestsins, — manns, sem nú er um sextugt. t þessu blaði er einnig sagt frá miðilsfundinum á Hótel Loftleiðum. Það er fjölmennasti transfundur, sem haldinn hefur veriö á tslandi fram til þessa, þvi að þar voru um tvö hundruö manna saman komin. Þar var lika blaöamaður frá Timanum, og lýsir hann því sem þar fór frarn. Sjá bls. lOog 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.