Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 1
HREYFILHITARAR Í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR Lofttjakkar Olíutjakkar Stjórnventlar HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SÍMI (91)19460 247. tölublað—Þriðjudagur 10. desember — 58. árgangur. Landvélar hf Sisco ræðir alþjóðamálin HJ-Reykjavik. — Hér á landi er nú staddur dr. Joseph Sisco, aðstoðarutanrikisráðherra Bandarikjanna. Með honum I förinni er James I. Hoiloway, yfirflotaforingi Bandarfkjanna. Þeir komu til landsins á sunnu- dagskvöld og munu dveljast hér fram á miðvikudag. Timinn náði tali af Einari Agústssyni utanrikisráöherra, þegar hann kom af fundi, sem Sisco hafði setið með utanrikis- málanefnd Alþingis, siðdegis 1 gær. Sagði Einar, að þar hefðu alþjóðamálin verið rædd vitt og breitt, en ekki hefði verið rætt um sérmál íslands og Bandarikjanna. Sisco og Holloway hafa hitt helztu ráðamenn þjóðarinnar að máli. 1 gærdag fóru þeir á fund forseta Islands og forsætisráð- herra, og áttu einnig viðræður við utanrikisráöherra um alþjóða- mál. Þeir sátu hádegisverðarboö i bandariska sendiráðinu, en að loknum fundi með utanrlkismála- nefnd Alþingis snæddu þeir kvöldverð i boöi utanrikis- ráðherra. A morgun munu Sisco og Holloway dvelja á Keflavikur- flugvelli og ræða viö ráðamenn þar. Bandarisku gestirnir áttu viöræður við Einar Agústsson utanrikisráðherra Ráðherrabústaðnum I gær. Timamynd: Róbert. Kom með vaðandi búrhníf lofti Gsal—Reykjavik — Aðfaranótt sunnudags var tæplega sextugur maður stunginn til bana i Reykjavik, og annar særður lífs- hættulega með hnifi. Sá, sem verknaðinn framdi hefur játað og hefur hann verið úrskurðaður i sextiu daga gæzluvarðhald. Um klukkan tiu á sunnudags- morgun, kom fyrrum sambýlis- kona hins særða i húsið, þar sem umræddur atburður átti sér stað. Hafði hún I hyggju að færa mann- inum mat og taka til I ibúð hans. Þegar hún kom inn i ibúðina, lá maöurinn á svefnbekk i stofunni, og sá hún strax, að maðurinn var særður, þar sem hann var mjög blóðugur. Þegar maðurinn var konunnar var, bað hann þegar um læknishjálp. Sá konan, að i herbergi inn af stofunni lágu tveir menn á gólfinu. Annar mannanna reis á fætur, þegar hann varð konunnar var en hinn lá kyrr. Konan fór i simann og hringdi á sjúkrabil. Siðan var lögreglunni gert viðvart, og komu sjúkrabill og lögregla um svipaö leyti á staöinn. Særöi maðurinn var borinn út I sjúkrabil og fluttur þegar á slysavarðstofuna, og fór konan með honum. Þegar farið var að athuga manninn, sem lá á gólfinu, kom I ljós, að hann var örendur. Tók lögreglan manninn, sem legið hafðiá gólfinu viðhliðina á likinu, i sina vörzlu. Hvorki særði maðurinn, sem var húsráðandi, né konan vissu, að maðurinn var látinn. Stóðu þau i þeirri meiningu, að hann væri sofandi. Njörður Snæhólm, rannsóknar- lögreglumaður, talaði við hús- ráðandann á sjúkrahúsi á sunnu- daginn, og sagðist hann, vera með fjórar hnifsstungur i brjóstinu. Sagði hann, að þeir hefðu verið þrir i húsinu aðfara- nótt sunnudags. Hefði hann setið á svefnbekknum, þegar árásar- maöurinn kom allt i einu með búrhnif framan úr eldhúsinu, og stakk hann I brjóstið. Hefði maðurinn virzt alveg óður. Ekki kvaðst hinn særði muna — einum banað og annar í lífshættu eftir, að neinar ryskingar eða átök hefðu orðið i ibúðinni, og hélt, að hinn lægi bara sofandi á gólfinu. Eftir að árasarmaðurinn haföi stundið húsráðandann i brjóstið, ætlaði sá særði að komast I simann, en hafði ekki þrek til þess. Ekki kvaðst hann muna eftir hvernig hann heföi sloppið, en taldi liklegt, að hann heföi slegið árásarmanninn. Kallaði hinn særði á manninn, sem lá á gólfinu, en sá hreyfði sig ekki. Sofnaðihann siðan og vakn- aði ekki aftur fyrr en konan kom. Morðvopnið fannst skammt frá þeim látna. Arásarmaðurinn hefur viður- kennt verknaðinn og hefur hann verið úrskurðaður i sextiu daga gæzluvarðhald. Ekki er hægt að birta nafn hins látna, þar sem ekki náðist I alla aðstandendur i gær. Erfiðleikar í raforku- málum Austurlands Bilun á einni díselvél gæti valdið skömmtun á samtengisvæðinu SJ-Reykjavik. — Ekki hafði komiðtil rafmagnsbilana eða raf- magnsskorts á Austurlandi i gær, er við ræddum við Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóra á Egils- stöðum. — Jafnvel var þó búizt við, að skammta þyrfti rafmagn stuttan tima siðari hluta dagsins á samveitusvæði Grimsárvirkj- unar. útlitið er hinsvegar ekki gott I raforkumálum á svæðinu, vatnsrýrnun i Grimsá og horfur á að áfram minnki i henni. t fyrra þurfti að skammta rafmagn á samveitusvæði Grimsár allt upp i 6-10%, og útlit er fyrir, aö á þessum vetri komist skömmtunin upp fyrir 20%. A Austuriandi höfðu menn búizt við að Lagar- fossvirkjun yrði komin I gagnið um áramót, en nú berast öll bönd aö þvi, aö svo verði ekki fyrr en I lok aðalvinnslutima fiskiðnaðar- stöðvanna á Austfjöröum. Uggur er þvi i mönnum fyrir veturinn. En sennilega vantar um 2 mega- wött af raforku til aö fullnægjandi megi heita fyrir loðnuveiði- timann. Og aflþörf svæðisins nú þegar er 1 megawatti meiri en á sama tima i fyrra. A Egilsstöðum eru nú 40-30 Ibúðir i smiðum og ailflestir hugsa til rafmagns- hitunar I þær. I gær var aðeins fjögurra stiga frost á Egilsstöðum, og um hádegi var aflnotkunin á sam- veitusvæði Grimsárvirkjunar 8 megawött, sem er eins mikið og hægt er að anna. Allar vélar voru i gangi I gær, nema 500 kw diselvél á Fáskrúðsfiröi var biluð en vonir stóðu til að hún kæmist i lag i nótt. Atta loðnubræðslur eru á Austurlandi, og til að halda þeim I gangi og loðnufrystingu, þegar vertiðin hefst, þarf viðbót á núverandi raforku. Mest óttast menn að bilun verði i einhverri diselvélanna á Aust- fjörðum, en það yröi mjög alvar- legt mál. Nú tekst nákvæmlega að anna rafmagnsþörfinni á aðal- álagstima dagsins Stærstu disel vélarnar eru á Seyðisfirði og I Neskaupstað, 1700 kw stöðvar. Mjög erfitt er að fá varahluti I diselvélarnar, og gæti þvi rafmagnsbilunin staöiö I verulega langan tima. Rafmagnsskömmtun fór i fyrra fram á lágspennukerfi og var henni hagaö þannig að simi, skólar, sjúkrahús og fiskiðjuver hefðu rafmagn. Skömmtunin beindist aö almennum notendum og smáiðnaði. Tuttugu starfs- menn sinna skömmtun á svæðinu með þessum hætti. En ef þetta dugir ekki, þarf að gripa til skömmtunar á háspennukerfinu, og er þá ekki hægt að haga henni svo að áðurnefndir aðilar hafi rafmagn, þar sem kerfið er ekki byggt meö slika skömmtun fyrir augum, heldur til að dreifa orku. — 1 fyrra komst skömmtun á rafmagni á Hornafirði upp i 70-75%, svo að ástandið hér er ekki eins alvarlegt, og það var þar þá, sagði Erling Garöar Jónasson rafveitustjóri. 1 næstu viku verður Djúpivogur tengdur við samveitusvæði Grimsárvirkjunar, sem hefur til þessa náð frá Fljótsdalshéraði til Breiðdalsvikur. A Djúpavogi hefur verið nokkur umframorka, og batnar þvi ástandiö vonandi litilega. Rauði krossinn 50 ára: STARF RAUÐA BYGGIST ALLT STUÐNINGI ALAAENNINGS — segir Björn Tryggvason, formaður RKÍ KROSSINS r A HJ—Reykjavik — Segja má, að aðalstöðvar Rauða krossins hér i Reykjavik séu nokkurs konar móðurstofnun fyrir deildir Rauða krossins, sem starfa úti um allt land. Við komum fram sem fjár- öflunar-, þjónustu, og kynningar og leiðbeiningaraöili til þess að kalla fram sjálfboðaliða til starfs I deildunum. Sagði Björn Tryggvason, formaður Rauða kross Islands, er Timinn átti við- tal við hann vegna 50 ára afmælis Rauða krossins á islandi. — Rauði krossinn var eiginlega fyrsta hjálparstofunin sem stofn- uð var hér á landi til að starfa á breiðum grundvelli. Hann tók þegar aö sér nokkra fræðslu I heilbrigðismálum og leitaðist við að aðstoða það fólk, sem bjó við hvaða lakasta vinnuaðstöðu, svo sem vertiðarfólk, sem á þeim tima bjó við mjög lélegar aö- stæður i verbúðunum. Þá hefur Rauöi krossinn frá upphafi séð um sjúkrafluginga, ýmiss konar neyöarvarnir og -þjónustu. — Rauði krossinn saman- stendur af mörgum deildum um land allt, og nú munu félagar vera tæplega 7000. Starfsemin er öflugust hér i Reykjavik, enda félagarnir flestir þar, og ber sérstaklega mikið á starfi kvennadeildar Reykja- vikurdeildar Rauða krossins. — Rauði krossinn hefur góða starfsaðstöðu, og erhann tilbúinn til starfa ef neyðartilvik berað. Starf hans felst m.a. i þvi, að vera reiðubúinn á neyðarstundum og fást við verkefni, sem þá koma upp á, þar til stjórnvöld geta tekið við hjálparstarfinu. Kom þetta vel I ljós, er Vestmannaeyingar komu til lands að morgni 24. janúar i fyrra. — Mjög margt er framundan i starfinu nú. 1 dag verður sjúkra- hótel Rauða krossins vigt form- lega, en það tók til starfa fyrir nokkru og hefur það meginhlut- Framhald á bls. 3 Hjón með fjögur börn í hrakningum HD—Dalvik — A sunnudaginn lenti fólk i ógöngum, er það var á leið frá Dalvik til Ólafsfjarðar. Fólkið lagöi af stað i tveim bif- reiðum um miðjan dag á sunnu- dag, en kom að snjóflóði, sneri fólkið öðrum bilnum við, en fólkið i hinum ákvað að ganga yfir til ólafsfjarðar. Um klukkan fjögur á sunnudag komu bifreiðarnar tvær að snjóflóði við Voghólsbrekku, sem er Dalvikurmeginn i ólafsfjarð- armúla. Komst fólkð ekki lengra af þvi aö snjóflóöið var mikiö. Akváöu þá hjón, með fjögur börn, að snúa aftur til Dalvikur, en fólkið i hinum bilnum ákvað aö skilja hann eftir og ganga til ólafsfjarðar. Varö að samkomu- lagi með fólkinu, að þeir sem til Dalvikur ætluðu myndu láta vita af hinu gangandi fólki, svo hægt væri að fara á móti þvi. Um klukkan sex kom svo fólkið til Ólafsfjarðar, en þá haföi ekk- ert heyrzt frá hjónunum með börnin, og voru þau enn ókominn til Dalvikur. Var þegar látið vita á Dalvik og fór lögreglubifreið af staö til að leita að fólkinu. Við Ytri-Vik hafði fallið snjóflóð, og varð lögreglubifreið- in að snúa við við svo búiö, en sendir voru tveir jeppar til móts Framhald á bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.