Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 2
2 TfMINN Laugardagur 19. apríl 1975. Álandseyjavikan hefst í dag: Unnið í alla nótt við sýninguna — því að göminum með sýningargripunum seinkaði gébé—Rvik — Sýningar i sam- bandi við kynningarviku um Á- landseyjar opna i Norræna liúsinu i dag. Einhver inisskilningur i flutningi olli þvi, að gámur með svniugarinunum kom ekki tii landsins fyrr en á föstudagskvöld, þannig að unnið var i alla nött að uppsetningu sýningarinnar. Kurt Weber safnaðarráðunautur hefur allan veg og vanda af uppsetn- ingu álen/.ku sýninganna, fyrir utan eina, sem er skermasýning, sögulegs eðlis, en það er Hirgitta Kocli frá Statens Ilistoriska Museum i Stokkluílmi, sem sér um þá uppsctningu. Margir fyrirlestrar verða flutt- ir i sambandi við Alandseyjavik- una, og verður hinn fyrsti þeirra n.k. sunnudag. Prófessor Matts Dreijer, fyrrverandi þjóðminja- vörður Álandseyja, flytur þann fyrirlestur og ræðir þar m.a. um sjálfstæðisbaráttu Álandseyja. Þær hafa lotið Svium, Rússum og Finnum, en hafa i rúm 50 ár haft sjálfstjórn á ýmsum sviðum. Dr. Johannes Salminen bók- menntafræðingur flytur fyrirlest- ur um álenzkar bókmenntir n.k. miðvikudag, álenzka skáldið Karl-Erik Bergman les úr eigin verkum, auk annarra Álendinga. Kurt Weber flytur fyrirlestur um listalif Álandseyja, en vikunni lýkur með tónleikum, þar sem óperusöngvarinn Walton Grön- roos kemur fram. Málverkasýn- ing, þar sem tólf Álendingar sýna verk sin, verður opin alla vikuna. Alandseyjavikan er skipulögð i samráði við starfsnefnd á Álandseyjum, og hingað koma, bæði sem boðsgestir og á eigin vegum, um 40 Álendingar. Kurt Weber og Birgitta Koch sátu á tröppum Norræna hússins og hiðu eftir sýningarmunum, svo hægt yrði að setja sýningarnar upp. Timamynd: G.E. Höfum bara reynt að leysa vanda þeirra, sem til okkar hafa leitað — segja Rauðsokkar í Bretlandi SJ-Reykjavik ,,Við visum á bug þeim rakalausa og grófa áburði, að Rauðsokkahrcyfingin hafi livatt einn eða neinn til að ieita sér fóstureyðingar hérlendis eða erlendis. Við höfum einungis reynt að leysa vanda þeirra, sem til okkar hafa leitað”. Svo segir m.a. i fréttatilkynn- ingu til fjölmiðla frá Rauðsokka- hreyfingunni vegna ummæla Guðmundar Jóhannessonar lækn- is um hana i sjónvarpsþætti á Fer en ekki rúm í FRÉTT hlaðsins um Blöndu- virkjun á föstudaginn hafa þau mistök orðið i fyrirsögn, að talað er um rúmkilómetra, en átti auð- vitaö að vera ferkilómetrar. i greininni sjáifri er hins vegar tal- að um ferkilómetra, eins og rétt er. um fóstureyðingar miðvikudagskvöld, sem sagt var frá i blaðinu i gær. Rauðsokkar telja ummæli kvensjúkdóma- læknisins lýsa ótrúlegum mis- skilningi á starfsemi hreyfingar- innar og enn ótrúlegri vanþekk- ingu á þvi, hvernig meðferð mál margra þeirra kvenna hljóta, sem æskja fóstureyðingar á ts- landi. Þá segja Rauðsokkar: ,,Þrátt fyrir nokkra rýmkun á framkvæmd fóstureyðingarlag- anna á allra siðustu árum vegna breytts almenningsálits og við- horfs lækna er þó enn synjað um aðgerð mörgum konum, sem sjálfar telja sig hafa bryna nauð- syn fyrir hana. Þvi hefur verið haldið á lofti, að aðeins tveim prósentum umsókna hafi verið synjað á sl. tveim árum. Við vilj- um benda á, að hér er aðeins um að ræða umsóknir skv. lögunum frá 1938, en ekki 1935. Lögin frá 1938 heimila fóstureyðingu af læknisfræðilegum og siðferðis- ástæðum (nauðgun), en sam- kvæmt þeim skal ekki tekið tillit Bindindisfélag ökumanna Kastl/ós i gærkvöldi: hlaut silfurbílinn til félagslegra ástæðna. Sannleik- urinn er sá, að flestar synjanir fara fram án þess að skrifuð sé nokkur umsókn, þ.e. á stofu þess læknis eða lækna, sem konan leit- ar til, og eru af eðlilegum ástæð- um ekki til um þetta neinar tölur. Þetta vita þeir sem vilja vita, og hvernig þetta hörmungará- stand hefur getað farið framhjá Guðmundi Jóhannessyni kven- sjúkdómafræðingi er okkur ó- skiljanlegt með öllu. Af þessu leiðir, að margar kon- ur hafa leitað til Rauðsokka- hreyfingarinnar og beðið úm upp- lýsingar og leiðbeiningar. Oft hafa ástæður þessara kvenna reynst þannig, að við nánari at- hugun hafa þær getað fengið lög- lega fóstureyðingu hér á landi. En stundum hefur það reynzt ókleift, og þess vegna höfum við aflað okkur upplýsinga um nokkrar brezkar stofnanir, sem hafa leyfi þarlendra yfirvalda til að fram- kvæma löglegar fóstureyðingar- aðgerðir, Þessar stofnanir eru: Parkview Clinic, 87 Mattock Lane, London W5. Avenue Clinic St. Lotus, 157 Harley Street, London. Pregnancy Advisory Service, 40Margaret Street, London WIN. Þetta eru einkasjúkrahús (út- lendingar fá ekki aðgerð á sjúkrahúsum ri’kisins), og taka þau tvö fyrrnefndu 125—150 pund fyrir aðgerðina, en eftir samtal við yfirmann þess þriðja féllst hún á, að islenzkar konur greiddu þar sama gjald og enskar, þ.e. 70 pund. Við þetta bætist fargjald og annar kostnaður, og er þvi aug- ljóst, að efnahagur sker úr um, hvort konurgeti notfært sér þessi úrræði”. gébé—Rvik — „Silfurbill” Sam- vinnutrygginga var afhentur á föstudagskvöld að Hótel Sögu, þar sem fimmti fulltrúafundur Landssamtaka Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR var hald- inn. Að þessu sinni hlaut Bindind- isfélag ökumanna silfurbilinn, og tók formaður félagsins, Sveinn Skúlason, á móti þessari viður- kenningu frá Samvinnutrygging- um. Samkvæmt félagsgerð geta annað hvort einstaklingar eða telagssamtök hlotið þessa viður- kenningu. Þetta er i fimmta sinn sem silfurbillinn er afhentur i viður- kenningarskyni. Það er Valur Fannar gullsmiður, sem hannar bilana, og eru engir tveir eins. Framkvæmdastjórn og félags- fulltrúi Samvinnutrygginga, auk formanns Landssamtakanna ÖRUGGUR AKSTUR, eiga sæti i úthlutunarnefndinni. Þrjátiu og þrir klúbbar eru nú starfandi á landinu, en um þrjátiu fulltrúar sátu fulltrúafundinn, sem haldinn var 18. og 19. april. Hallgrimur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga, flutti ávarp á föstudaginn, en Stefán Jasonarson, formaður Landssamtakanna, setti fundinn. Halldór E. Sigurðsson samgöngu- ráðherra, flutti ávarp, en að þvi loknu tóku til máls Tryggvi Þor- steinsson læknir, Pétur Svein- bjarnarson, framkvæmdastjóri umferðarráðs, Páll Þorsteinsson fyrrv. alþm. og bóndi á Hnappa- völlum i öræfasveit. Stefán Jasonarson flutti skýrslu stjórnar samtakanna, en siðan var silfurbillin afhentur. Einar Stei'án Jasonarson, formaður Landssamtaka Klúbbanna Öruggur akstur. Einarsson uppfinningamaður sýndi kvikmyndina: „Nýjung i notkun nagladekkja”. A laugardag voru unnin nefndastörf, skýrslur voru fluttar um starfsemi klúbbanna, og að lokum fór fram stjórnarkjör. Sjötta skip Hafskips heim næsta haust SJ-Reykjavik Kaup Hafskips hf. á nýju skipi, Laxá, sem fram áttu aðfara fyrir nokkru, fórust fyrir, vegna þess að bankalán og yfir- færslur brugðust. Nýja skipið verður samt keypt, og er það fimmta fiutningaskip Hafskips, og það stærsta. Fara kaupin væntanlega fram i mai-júni, að sögn Þóris H. Konráðssonar, framkvæmdastjóra Hafskips. Ætlunin var, að skipið yrði i leigu- siglingum erlcndis fyrsta kastið, en úr þvi verður ekki, þar sem kaupin dragast á langinn. Hins vegar er skipið i þessum sömu siglingum á vegum núverandi eigenda. Nýja skipið er sjö ára gamalt, smiðað i Þýzkalandi. Það er 115 þúsund kúbfkfet og 2100 tn. Það er búið rennilúgum, milliþilfars- dekk er slétt og losunarútbúnaður góður. Kaupverðið er um 200 milljónir islenzkra króna. Þá hefur Hafskip fengið leyfi til kaupa á sjötta skipinu. og hefur kaupsamningur verið gerður. Bú- izt er við, að það skip komi til landsins i september-október. Geir vildi ekki svara 1 sjónvarpsþættinum Kastljósi i gærkvöldi kom Einar Agústsson ut- anrikisráðherra fram vegna leiðaraskrifa Morgunblaðsins um för hans til Sovétríkjanna. Einar Agústsson sagði þá m .a.: ,,Ég vildi gjarna að forsætisráðherra sæi sér fært að mótmæla slikum skrifum. Hins vegar geri ég mér það ljóst, að hann skrifar ekki Morgunblaðið, það hefur áður komið fram, og ég er ekki að eigna honum þessa grein”. Forsætisráðherra, Geir Hallgrimsson, sendi svohljóðandi svar i þátt- inn: „Ég hef ekki hugsað mér, og tel enda ekki ástæðu til, að gefa .neinar yfirlýsingar i tilefni þessara skrifa”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.