Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Föstudagur 16. mai 1975.
TÍMINN
„BLODRAUTT SOLARLAG
KVIKMYNDAD í DJÚPUVÍK
Djúpvíkingur í einu aðalhlutverkanna
SJ—Reykjavik — Nú er I athug-
un að sjónvarpsmynd veröi gerö
eftir leikrit Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Blóörautt sólarlag, i
Djúpuvik á Ströndum. Leikur
Hrafns gerist i eyðiþorpi og er
Djúpavik á margan hátt vel til
kvikmyndagerðarinnar fallin.
Þar var eitt sinn umfangsmikil
sildarútgerð og er mikill hluti
staðarins i meira lagi eyðilegur,
þó btia þar nokkrar fjölskyldur,
og fann raunar leiðangur, sem
fór þangað á dögunum einn
aðalleikarann á staðnum.
Hrafn Gunnlaugsson og Egill
Eðvaldsson, sem væntanlega
kemur til með að stjtírna
upptöku myndarinnar, ásamt
þrem mönnum öðrum komu á
þriðjudagskvöldið úr nokkurra
daga heimsókn f Djúpuvik. —
Við fundum þarna einmitt það
sem við þurftum á að halda, tóm
hiis, gamla sildarverksmiðju og
alls kyns rangala, sagði Egill
Eðvaldsson.
Agli og Hrafni bar saman um
að fólkið i Djúpuvík hefði verið
ákaflega vinsamlegt og sam-
starfsfúst og það væri ekki hvað
slzt mikils virði, þar sem ekkert
hótel eða önnur aðstaða er i
þorpinu fyrir kvikmyndaleið-
angur að biia á.
— Hugsanlegt er að kvik-
myndatakan geti byrjað i júni
eða ágúst, ef framkvæmdirnar
fágrænt ljós, sagði Hrafn Gunn-
laugsson. — Ég er sannfærður
um að Blóðrautt sólarlag tek-
ið i Djupuvik er ódýrasta mynd,
sem sjónvarpið gæti gert miðað
við efni og aðstæður.
Leiðangursmennirnir mældu
upp allt þorpið, kvikmynduðu og
ljósmynduðu i bak og fyrir.
Kostnaðaráætlun lá fyrir áður
en leiðangurinn var gerður, en
málið er sagt á viðkvæmu stigi
hjá forráðamönnum sjónvarps.
Hrafn fékk sem kunnugt er mill-
jón króna styrk frá Mennta-
málaráði til að gera myndina,
en kostnaður við slikar myndir
er fljótur að hlaupa á milljónum
svo sem kunnugt er frá Lén-
harði fógeta og þvi er trúlegt að
útvarpsráðsmenn og forráða-
menn sjónvarps séu uggandi.
Að sögn Hrafns eru leikarar
aðeins fjórir auk þess sem
fannst á staðnum?
Óeðlilega mikill verðmunur
á farþega- og leiguflugi
— segja forráðamenn Flugleiða
Gsal-Reykjavlk — Miklar um-
ræður hafa orðið á þingi um rikis-
ábyrgð fyrir Flugleiðir hf., en
málið hefur enn ekki verið til
lykta leitt þar. Ýmis mál hafa
spunnizt inn í þær umræður á
þingi, m.a. samkeppni ferðaskrif-
stofanna, sem leitt hefur til stór-
lækkunar á fargjöldum til sólar-
landa. Flugleiðir eiga þátt I þeirri
samkeppni, þvi að þær greiddu
veg tveggja ferðaskrifstofa I þá
átt að lækka fargjöldin, — og ferð
nemenda Tónlistarskólans til
Vinar, sem var boðin á 15.000 kr.,
sem er margfalt lægra verð en
Flugleiðir bjóða I sinu áætlunar-
flugi.
Að tilvisan stjórnarformanns
Flugleiða hafði Timinn tal af
Martin Petersen, framkvæmda-
stjóra markaðsdeildar.
Hann sagði, að verið væri að
taka hlutina úr samhengi, þegar
rætt væri um ferðina til Vinar. Að
þvl er hann bezt vissi hefði i þvi
tilviki verið buið að leigja vélina
fyrir hóp frá Austurríki til Is-
lands, og hefði hún ella flogið tóm
út.
Varðandi sólarlandaferðirnar
sagði Martin, að forráðamenn
beggja ferðaskrifstofanna hefðu
gefið skýringar á þvi, þar sem
fram hefði komið, að þeir hefðu
sjálfir gert ákveðnar ráðstafanir
hvað snerti þeirra eigin Utreikn-
inga, sem hefðu breytt verðinu.
— Flugleiðir eiga ekki stærstan
þátt I þessu máli. Þær eiga ,
kannski einhvern þátt i þvl, en
mér finnst, að of stór orð hafi ver-
ið notuð um það, að við höfum
verið að undirbjóða. Að sjálf-
sögðu gæta allir sinna hagsmuna,
og ég geri ráð fyrir að tltsýn og
Úrval hafi verið að gæta sinna
hagsmuna i sambandi við Sunnu-
ferðaskrifstofurnar og Landsýn,
sem voru, áður en þetta kom til,
búnar að undirbjóða bæði titsýn
og Orval.
Martin kvað það vera skoðun
forráðamanna Flugleiða, að mjög
óeðlilegur munur væri orðinn á,
annars vegar áætlunarflugi og
hins vegar leiguflugi.
Við inntum Martin eftir þvl,
hvort hann teldi, að Flugleiðir
myndu reyna að draga sig Ut úr
samkeppni ferðaskrifstofukóng-
annaj eftir að þeir fengju ríkisá-
byrgð til lagfæringar rekstrar-
stöðu sinnar.
Kvaðst hann ekki geta talað um
stefnu Flugleiða á þessu stigi
málsins, þar eð þau mál hefði
ekki borið á góma enn.
Tlminn innti Kristján Guð-
laugsson, stjórnarformann Flug-
leiðá eftir hans áliti á framkomnu
boði forstjóra ferðaskrifstofunnar
Sunnu, þess efnis að yfirtaka eitt-
hvað af áætlunarflugi Flugleiða,
til að sýna fram á, að hann gæti
boðið lægri fargjöld en nú standa
til boða.
— Það er bara snakk. Það vita
allir, að hann flýgur ekki fyrir 12
þús. kr. milli Islands og Norður-
íandanna. Það er útilokað, þótt
hann hafi fulla vél, þvl þá hefði
hann rétt fyrir eldsneytiskostn-
aði. Svona fullyrðingar eru bara
til að hlæja að.
Kristján kvað það algjöran
misskilning, sem fram hefði kom-
ið hjá einum þingmanna, en hann
hélt þvl fram, að ekki hefði tekizt
að fá upplýsingar um eignir fé-
lagsins erlendis. Nefnd sú, sem
skipuð var af hinu opinbera, hefði
haft fullan aðgang að öllum
þeirra bókum og reikningum,
þannig að engu væri verið að
leyna.
Kristján taldi eðlilegt, að rikið
hefði eftirlit með rekstri félags-
ins, og kvaðst telja, að því yrði á
þann veg háttað, að félagið gæfi
Seðlabankanum mánaðarlegt
yfirlit um rekstur félagsins, svo
og ársfjórðungslega.
Þannig hefði eftirlitinu verið
háttað, og kvaðst hann ekki telja,
að breytingar yrðu á þvi fyrir-
komulagi, þótt rikisábyrgð feng-
ist.
Verkfallinu í
KHÍ aflétt
Gsal-Reykjavik — Kennarahá-
skólanemar hafa aflétt prófverk-
falli sinu, án þess þó að þeir hafi
fengið viðhlftandi lausn sinna
mála.að þvler þeir telja. Aðsögn
eins nemandans afléttu þeir verk-
fallinu, eftir að skdlastjórnin
hafðilýstþvf yfir á fundi I gær, að
hun myndi Hta á málið með vel-
vilja.
ASÍ-fundi
frestað
FUNDI ASl, sem boðað var til i
gær, var frestað, og hefur hann
verið boðaður i dag kl. 2 hjá sátta-
semjara.
Verkfræðingar undirrituðu
bráðabirgðasamkomulag á fundi
I fyrrakvöld, og var félagsfundur
hjá þeim I gærkvöldi.
Ekki er okkur kunnugt um að
boðaðir hafi verið fundir I togara-
deilunni, eftir £ð upp úr samn-
ingaviðræðum slitnaði I fyrra-
kvöld.
Hvassafellið er komið til Akureyrar, þar sem það blður nú eftir að
komast I slipp. Þessa ljósmynd tók Friðrik Vestmann af Hvassafellinu
og brezka björgunarskipinu Lifeline I Akureyrarhöfn f gærdag.
Sjálfsvörn segir pilturinn
Gsal-Reykjavik — Pilturinn,
sém varð manni að bana i
Ólafsvfk aðfaranótt miðviku-
dags, hélt þvl fram við yfir-
heyrslur I fyrrinótt, að verkn-
aðurinn hefði verið framinn I
sjálfsvörn — en engin vitni
voru að atburðinum. Sakir
þess,  að  ekki  liggur  fyrir
krufningsskýrsla, kvaðst
sýslumaðurinn I Stykkishólmi
ekki geta greint frá áverkum á
likinu, en vitað væri um
áverka ;i læri og á hálsi.
Maðurinn sem lézt hét Rafn
Svavarsson, til heimilis að
Bragagötu 38 i Reykjavlk.
AFAAÆLISHATIÐ
MENNINGARVITA
Á SIGLUFIRÐI
JÞ-Siglufirði — Á siðastliðnu ári
kom fram hér á Siglufirði hug-
mynd um að hefja til vegs og
virðingar á ný minninguna um 20.
mai 1918, én þann dag hlaut Siglu-
fjörður kaupstaðaréttindi fyrir 57
árum.
Fyrstu áratugina var dagurinn
haldinn hátiðlegur með ýmsu
móti, aðallega útihátiðarhöldum.
Reynslan sýndi hins vegar, að
þessi timi árs er ekki heppilegur
tilUtihátlöarhalda hér norður frá.
Af þessum og fleiri ástæðum
lagðist niður allt tilhald 20. maí.
Þeim, sem áhuga höfðu á
endurreisn dagsins, datt I hug, að
hægt væri að minnast hans með
öðru móti og á annan hátt, sem
ekki hefur tiðkazt áður, með þvi
að efna til eins konar afmælis-
menningarviku, sem bundin væri
viö 20. mal. Hugmyndin er I stuttu
máli þessi, að tekið verði til með-
ferðar og flutnings ár hvert, verk
einhvers listamanns, og verði það
dagskrá heils kvölds bundin við
20. maí, en jafnframt verði svo
höfö opin málverkasýning eins
eða fleiri listmálara i heila viku.
Á  málverkasýningunni  einstök
kvbld, væri svo ýms dagskráratr-
iöi höfð um hönd, svo sem hljóm-
list, upplestur eða erindi.
Kiwanisklúbburinn Skjöldur
beitti sér fyrir þvi á sí. ári, að
skipuð var sjö manna nefnd til að
sjá um undirbúning vikunnar, og
eiga sæti I nefndinni fulltrUar frá
þjónustuklúbbnum Kiwanis,
Lions og Rotary, fulltrUi frá bæ)-
arstjórn,auk þriggja manna.sem
eru tilnefndir 'bar fyrir utan.
UndirbUningur að fyrstu vikunni,
sem hefst 20. maf nk., er nU lokið,
og verður fyrsta dagskráin helg-
uð sr. Bjarna Þorsteinssyni, sem
var þjónandi prestur á Siglufirði I
47 ár. Hátlðarsamkoma verður
haldin þá um kvöldið I Nýja biói
kl. 21 og verður f mörgum atrið-
um.
Miðvikudaginn 21. maf veröur
opnuð málverkasýning I Alþýöu-
hUsinu kl. 21, og verða þar sýnd
Urvalsverk frá Listasafni Islands.
Samtlmis verður opnuð sýningin
tslenzk grafik í Suðurgötu 10 og
sýningin Island — Islendingar i
SjálfstæðishUsinu. Sýningar þess-
ar verða opnar á hverjum degi til
26. mai.
Póstur og sími mesti vinnuaflsnotandi landsins
PÓSTUR og simi er stærsti
vinnuaflsnotandi hér á landi,
og Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga númer tvö, eftir
því sem fram kemur i saman-
tekt timaritsins Frjálsar
verzlunar um ,,100 stærstu
fyrirtækin" á íslandi.
Samkvæmt Frjálsri verzlun
Utur listinn þannig út (listinn
er unninn úr gögnum Hagstofu
Islands um vinnuaflsnotkun):
ín.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20.
-21.
22.
23.
24.
25.
Póttur og sími.
SambancLíslenzkra samvinnufélaga.
Flugleiðir.
Eimskip.
Kaupfélag Eyfirðinga (með útibúum).
Barna- og gagnfræðaskólar Reykjavíkur
Bíkisspítalar og fæðingardeild.
Hljóðvarp og sjónvarp.
Vegagerð ríkisins.
Borgarspítalínn.
tslenzka álfélagið.
Landsbanki íslands.
Sláturfélag Suðurlands.
Mjólkursamsalan.
Akureyrarkaupstaður.
íslenzkir aðalverktakar.
LandakoUfipítali.
Rafmagnsveitur ríkisins.
Kleppur og Flókadeild.
Útgerðarfélag Akureyringa.
Bæjarútgerð Reykjavíkur.
Rafmagnsveita Reykjavíkur.
Stjórnsýsla Reykjavikurborgar.
Kaupfélag Borgfirðinga.
Barnavinafélagið Sumargjöf.
26. Kaupfélag Árnesínga.
27. Sjúkrahús Akureyrar.
28. Olíuverzlun íslands.
29. Hafnarfjarðarkaupstaður.
30. Álafoss.
31. Olíufélagið Skeljungur.
32. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
33. Haraldur BÖðvarsson og ('<>.
34. Kópavogskaupstaður.
35. Útvegxlbanki íslands.
36. Hótel Saga.
37; Kcflavik,urkaupstaður.
38. ísbjörninn.
39. Búnaðarbanki íslands.*
40. Kaupfélag Skagfirðinga.
41. Kópavogshæli.
42. Áburðarverksmiðja ríkisins.
43. Breiðholt.
44. Slippstöðin, Akureyri.
45. Ishúsfé). Bolungarvíkur og Einar Guðfinnss.
46. Vélsmiðjan Héðinn.
47. Hraðfrystihús Ólafsvíkur.
48. Lflndsvirkjun.
49. Hrafnteta.
50. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga.
Sementsverksmiðja rikisins, Akranesi.
Hampiðjan.
Árvakur.
Landhclgisgæzlan.
Götuvihna og sorphrcinsun í Reykjavík.
S.I.li.S., Reykjalundi.
Mcitillinn, Þorlákshöfn.
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis.
Síldarvinnslan, Neskaupstað.
Kassagerð Reykjavikur.
ísfclag Vestmannaeyja.
Vita- og hafnarmálastjórn.
Freyja, Suðureyri.
76. Samvinnutryggingar.
77. Mjólkurbú Flóamanna.
78. Slippfélagið, Reykjavík.
79. Seðlabanki íslands.
80. Júpiter.
81. Akraneskaupstaður.
82. Skipaútgerð ríkisins.
83. Blaðaprent.
84. Togaraafgreiðslan.
85. Þorgeir og Ellert, Akranesi.
86. Fiskiðjusamlag Húsavíkur.
87. Pálmi Jónsson (Hagkaup).
88. Miðnes.
Skrifstofa tolUtjóra og tollgæzlan í Rvík 89. Síldarverksmiðjur ríkisins, Siglufirði.
Hvalur.                           90. íslenzkt verktak.
Kaupfélag Þingeyinga.                91. Skólar í Kópavogi.
Elliheimilið Grund.                  92. Flugmálastjóri.
Hraðfrystihús Eskifjarðar.             93. Víðir, húsgagnagerð.
SiIIi og Valdi.                       94. Kaupfélag Rangæinga.
Hekla.                            95. VífÍIfelI.
Dagvistunarhcim., leiksk. og vÖggust. í Rv 96- Sjúkrahús Akraness.
Norðurtangi, ísafirði.                 97. Barna- og gagnfræðaskólar Akureyrar.
Ölgerðin EgiII Skallagrímsson.         98. ReykjavíkurhÖfn.
Norðurverk, Akureyri.               99. Hraðfrystistöð Rcykjavíkur.
Vífilsstaðahæli.                    100. Vestmannacyjakaupstaður.
* Útibú bankanna úti á landi vantar a. m. k. að
einhverju leyti inn í myndina.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20