Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						28
13. ágúst 2005  LAUGARDAGUR
Nú stendur yfir Norrænt fling um sögu læknisfræ?-
innar á vegum FÁSL. Einn fyrirlesaranna á flinginu
er Jon Geir Høyersten en hann hefur rannsaka?
ge?heilsu Íslendinga fyrr á tímum.
Sóley Kaldal forvitna?ist um flær rannsóknir.
J
on Geir Høyersten er norsk-
ur geðlæknir sem rannsakað
hefur persónuleikaraskanir í
Íslendingasögunum og þá sérstak-
lega Njálssögu. ?Ég las Njálssögu
fyrst sem unglingur og hafði gam-
an að. Þrjátíu árum síðar, þegar
ég hafði lært geðlækningar las ég
söguna aftur og þá sá ég hversu
merkileg hún var út frá því sjón-
arhorni. Það er framúrskarandi
hvernig sögumaðurinn lýsir per-
sónunum og hverjar afleiðingar
mismunandi persónuleika eru í
sögunni. Þar fer ekki fram einföld
barátta milli góðs og ills heldur
mjög flókin flétta,? segir Jon Geir
sem er einn fyrirlesara á Nor-
rænu þingi um sögu læknisfræð-
innar sem haldið er í Háskóla Ís-
lands þessa dagana.
Jon Geir segist ekki halda að
geðheilsa Íslendinga hafi almennt
verið verri en annarra en segir að
vissulega séu til margar sögur af
mjög alvarlegu þunglyndi Norð-
urlandabúa á þessum tíma. Það
vill hann rekja til samfélags-
ástandsins því ekki aðeins
geisuðu almennir sjúkdómar
heldur voru mannvíg algeng.
?Fólk getur misst vitið við mikinn
missi og margir höfðu horft upp á
nánustu ættingja vegna sem getur
að sjálfsögðu leitt til þunglyndis.?
Jon Geir telur nokkuð góðar
sannanir fyrir því að persónur
Njálu séu sögulegar en ekki að-
eins skáldskapur og bendir á að
þeirra sé getið í öðrum ritum.
?Njála er mjög raunveruleg og
alls ekki ýkt hvað persónusköpun-
ina varðar. Það sérstaka við bókina
er að sögumaðurinn er alveg hlut-
laus og skrifar hana án þess að
fella dóma um gjörðir persónanna.
Hann lætur geðlæknana um sál-
greininguna,? segir Jon Geir og
hlær.
Rannveig móðir Gunnars er
uppáhalds persóna Jons Geirs.
?Hún hvatti menn til þess að
stoppa og hugsa. Hennar skilaboð
voru að blóðtakan og hefndin
leiddu til einskis góðs.?
Jon Geir segir mannfólkið ekki
hafa breyst mikið frá þessum
tíma. ?Menn voru dæmdir eftir
verkum sínum en konur eftir sam-
skiptahæfileikum. Þannig er þetta
enn nú til dags. Konur, bæði þá og
nú, eru mun framar mönnum í
mannlegum samskiptum og í sög-
unni nýta þær sér það sínum mál-
um til framdráttar. Þær vissu ná-
kvæmlega hvar mennirnir voru
viðkvæmir fyrir og hvað þær
þyrftu að segja til að fá sínu fram-
gengt. Algengur undirtónn þeirra
var: ?Ef þú gerir þetta ekki, þá
ertu sá litli karl sem ég hélt þú
værir.?
Hallgerður
?Hallgerður var einstaklega af-
brýðisöm kona og lét stjórnast af
þeim kenndum. Hún var einnig
gráðug og bæði vildi og reyndi að
komast yfir það sem aðrir áttu og
mátu,? segir Jon Geir. ?Hún var
mjög sjálfhverf og hugsaði fyrst
og fremst um eigin hagsmuni en
það eru lýsandi einkenni siðblindu
(e. sociopathy) eða Narkissisma,
sem eru náskilin fyrirbæri.?
Í sögunni fá lesendur að
skyggnast örlítið inn í barnæsku
Hallgerðar sem Jon Geir segir
vera mjög sérstakt. ?Hún fann
fyrir höfnun sem barn og fannst
hún ekki örugg,? segir hann, en
eins og flestir vita vilja margir
geðlæknar rekja ýmis geðvanda-
mál til erfiðrar æsku. ?Höfundur-
inn reynir ekki að skýra hegðun
hennar með fortíðinni en það er
áhugavert að honum finnist at-
burðir hennar samt sem áður í
frásögur færandi.?
Njáll
Njáll var mjög eðlileg manneskja
og jákvæð. Hann sýndi öðru fólki
mikið umburðarlyndi og var
diplómatískur,? segir Jon Geir. ?Í
sögunni verður hann stundum
eins og guðleg vera og jafnvel tal-
að um að hann sjái óorðna hluti en
það er erfitt fyrir fræðimenn nú-
tímans að skilja hvað þýðir bók-
staflega.?
Þrátt fyrir prúðmennskuna
fóru hlutirnir sjaldnast eins og
Njáll hafði ætlað. ?Mér finnst það
sýna glæsileika sögunnar að þó
verk Njáls séu framkvæmd með
góðum ásetningi þá reynast þau
oftar leiða til hörmunga.?
Jon Geir telur mögulegt að
Njáll hafi öfundað Gunnar af
hreystimennskunni en segir konur
sögunnar aðallega sjá um öfundina
og afbrýðisemina. ?Hallgerður var
til dæmis sjúklega afbrýðisöm út í
hina góðu vináttu Njáls og
Gunnars.?
Mörður
?Mörður var svona Machiavelli-
persóna að því leyti að honum
fannst tilgangurinn helga meðalið.
Hann var afar gáfaður en beitti
kænsku sinni til vondra hluta.?
Jon Geir segir hann hafa þjáðist
af geðröskun (e. psychopathy) sem
lýsir sér meðal annars í því að
hann bar litla sem enga virðingu
fyrir samfélagslegum viðmiðum
og rétti annarra. Það er ekki óal-
gengt að svona mikilmennsku-
brjálæði greinist í gáfuðu eða
hæfileikaríku fólki.
?Hann var snillingur í því að
spila með fólk og nota það til eigin
hagsmuna. Hann fékk aldrei blóð á
eigin hendur, heldur var hann leik-
stjóri atburðarásanna. Það er mjög
heillandi að leiksoppar hans áttuðu
sig oft ekki á því fyrr en eftir á
hvernig í pottinn var búið og
spurðu sig þá ?Hvað gerðist?? Það
ber gáfum hans ótvírætt vitni.?
Gunnar
Gunnar var mjög dæmigerð og
blátt áfram miðaldahetja, ? segir
Jon Geir. ?Hann er eina persóna
sögunnar sem er svolítið klisju-
kennd og það verður nokkuð áber-
andi innan um allar hinar frum-
legu persónurnar.?
Eins og flestir vita var Gunnar
gífurlegt hreystimenni að líkam-
legum burðum en hæfileikar hans
voru eitthvað minni þegar kom að
vitsmunum. ?Hann var ekki mjög
vel gefinn og á tímum örlítið
barnalegur. Aðrar persónur sög-
unnar, og þá sérstaklega Hallgerð-
ur, spiluðu með hann og örlög hans
voru iðullega í höndum annarra.?
Skarphéðinn Njálsson
?Skarphéðinn var mjög fálátur og
kuldalegur. Hann sýnir einkenni
geðklofa (e. schizoid) með áhuga-
leysi á félagslegum samskiptum,
tilhneiging til einlífis og tilfinn-
ingakuldi.,? segir Jon Geir. ?Hann
var alla jafna yfirvegaður en fékk
útrás fyrir tilfinningarnar á víg-
völlunum því hann var góður bar-
dagamaður. Hann missti þó aldrei
stjórn á sér og vó aðeins innan
lagaramma þess tíma.? 
Jon Geir segir Skarphéðinn
hafa átt erfitt með að bregðast við
öðru fólki og forðaðist að sýna
nokkrar tilfinningar. ?Sögumaður-
inn segir hins vegar töluvert frá
neikvæðum viðbrögðum fólks við
Skarphéðni en hann var frekar
ófrýnilegur útlits sem hefur ekki
minnkað feimnina.? 
Hliðstæðu með persónu Skarp-
héðins, segir Jon Geir að megi sjá í
bandarískum kúrekamyndum síð-
ustu aldar, þar sem hinn þögli ein-
fari ríður inn í sólarlagið. ?Konur
laðast oft að þessum mönnum, en
það bakar vandræði í alvarlegri
samböndum vegna sinnuleysisins
af þeirra hálfu.? 
JON GEIR HØYERSTEN Jon er sérfræðingur í geðlækningum og doktor í heimspeki. Hann hefur rannsakað Íslendingasögurnar og
finnst Njála vera höfuðdjásn þeirra.
Persónuleikaraskanir í Njálu
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/V
A
LLI

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80