Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 25
Öll ríki Evrópu hafa breyst mikið sl. 15 ár, hvort sem þar hafa setið hægri eða vinstrimenn eða góðar eða slæmar stjórnir, og flest ríki hafa séð góðan vöxt a.m.k. sl. 10 ár. Það hefur lítið með stjórnunar- hætti að gera. En það sem kemur í ljós í máli lögreglunnar, Baugs og prívat tölvupósta, er fyrst og fremst pólitísk hugsunarvilla í stefnu sem einu sinni var kölluð nýfrjálshyggja, frjálshyggjuhug- myndir sem ungir hægri menn í Evrópu og víðar blésu nýju lífi í á sjötta og áttunda áratugnum. Þá var hópur manna í Sjálfstæðis- flokknum sem talaði fyrir frjáls- hyggjuna að fara inná þing og inn í borgarstjórn og er enn í forystu í íslenskum stjórnmálum. Veikleiki þessara hugmynda um frjálshyggju fólst m.a. í mikilli trú á hreinum viðskiptum, að ríkið gerði ekki of mikið til að sinna eftirliti, markaðurinn sér um það. Kenningin leit svo á að samfélagið væri hópur neytenda en ekki hópur neytenda og borg- ara. Hverjar sem staðreyndirnar eru í þessu kærumáli þá koma góðir stjórnmálamenn sér ekki í afleita varnarstöðu að sitja undir ásökunum úr öllum áttum fyrir spillingu. En ástæðan fyrir þess- ari súpu er sú að undir þeim situr stjórnsýsla sem er ekki að virka og þeir hafa ekki sjálfir sinnt, henni tekst ekki að t.d. liðsinna manni sem kýs að kæra stórt fyrirtæki, eða gæta jafnræðis gagnvart stóru fyrirtæki sem virðist fá öðruvísi meðferð í kerf- inu en önnur. Þetta er kjarni máls- ins, íslensk stjórnsýsla er í tómu tjóni, og það er absúrd fyrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins að benda á annað og aðra þegar flokkurinn sjálfur hefur setið svo lengi við völd. En í fyrsta lagi er hér kominn fram gamall verksmiðjugalli á hugmyndafræði hægrimanna, í öðru lagi þau mistök ríkisstjórn- arinnar að pússa ekki hvössu hornin af kerfi þar sem pening- arnir virðast eina hreyfiaflið. Það virkar ekki. Nema að flokkurinn hafi viljað hafa það þannig svo hægt væri að vera með puttana í öllu sem hönd á festi. Allavega er flokkurinn ekki sannfærandi lengur þegar hann talar um áhugamál sitt, „heilbrigða sam- keppni“, og þegar horft er á hvernig t.d. RÚV hefur verið notað af flokknum Ég veit ekki, en flokkurinn veldur bæði vonbrigð- um, er aftur kominn á kaf í kjána- leg skoðanaskipti sem er einfald- lega leiðinlegt að hlusta á, á ensku kallað „boring“, líklega það skelfi- legasta sem getur komið fyrir stjórnmál. Höfundur er kvikmyndaleikstjóri. FÖSTUDAGUR 30. september 2005 Hnefahögg í andlit Bolvíkinga Hrós mitt fær Ólína Þorvarðar- dóttir skólameistari sem skrifað hefur góðar greinar um sam- göngumál Vestfirðinga í blaðið B.B. á Ísafirði. Samgöngubætur í formi jarðganga á Vestfjörðum eru orðnar svo knýjandi að fram- tíð byggðanna í fjórðungnum velt- ur á því að þessum málum verði fylgt eftir eins og Ólína Þorvarð- ardóttir hefur bent á. Þetta vil ég taka undir. Með sölu ríkiseigna sem seldar voru fyrir 90 milljarða kr. er nú full ástæða til að ákveða jarðgöng sem styrkja byggða- kjarnana, ekki síst með styttingu vegalengda. Virkjunarframkvæmdir á Austfjörðum vekja spurningar um hvort sveitarstjórnirnar og allir landsbyggðarþingmenn eigi að skoða möguleika á heilborun vegganga til að byggðirnar á Vest- fjörðum og víðar losni úr þeirri vetrareinangrun sem heimamenn hafa búið við alltof lengi. Borin eru á borð þau falsrök um að þjóð- vegaleið nr. eitt muni liggja yfir þessa snjóþungu þröskulda í fjórðungnum. Þetta stenst aldrei. Skoðaðir hafa verið tveir mögu- leikar á jarðgangagerð til að leysa umferðarvandamál á leiðinni milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Horft hefur verið til 4,2 km langra vegganga milli Seljadals og Fremri-Óss í Bolungarvík. Til eru hugmyndir um að sprengja þrenn stutt veggöng inn í hlíðina sem yrðu jafnlöng. Þau gætu kostað 1/10 hluta af þeirri upphæð sem áætlað er að Héðinsfjarðargöng kosti. Þökk sé Kristni H. Gunnars- syni sem hefur áhyggjur af þessu máli þótt samgönguráðherra segi annað. Á hverju ári kemst vegurinn í Óshlíð milli Hnífsdals og Bolung- arvíkur í fréttirnar þegar aur- skriður, grjóthrun og snjóflóða- hættur skapa vandræði. Eitt dæmi um ranga útdeilingu fjár- muna til jarðgangagerðar eru fyrirhuguð Héðinsfjarðargöng sem gætu kostað 11 til 15 millj- arða kr., jafnvel meira. Í úthlutun fjármuna til samgöngubóta er íbúum höfuðborgarsvæðisins, á Vestfjörðum, fyrir norðan og austan mismunað miðað við hvað Héðinsfjarðargöng kosta sem verða aldrei arðbær. Fullvíst má telja að vegurinn í Óshlíð verði ennþá dýrari en 4 km löng tví- breið jarðgöng sem tryggja heils- árssamgöngur á þessu svæði enn betur en þessi dauðagildra. Tíma- bært er nú orðið að bæjarstjórn Bolungarvíkur og allir þingmenn Vestfirðinga svari því strax hvort ríkisstjórnin eigi að taka á þessu vandamáli og ákveða jarðgöng á þessu svæði áður en dauðaslys verður á þessu svæði. Fullyrðingar samgönguráð- herra um að þetta sé ekkert að- kallandi eru hnefahögg í andlit Bolvíkinga. Hafa allir þingmenn Vestfirðinga nema Kristinn H. Gunnarsson gleymt því að Bolvík- ingar borga líka skatta til íslenska ríkisins eins og aðrir landsmenn? Höfundur er farandverkamaður. Verksmi›jugallinn fietta er kjarni málsins, íslensk stjórns‡sla er í tómu tjóni, og fla› er absúrd fyrir forystu- menn Sjálfstæ›isflokksins a› benda á anna› og a›ra flegar flokkurinn sjálfur hefur seti› svo lengi vi› völd. EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON UMRÆÐAN SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKURINN VEGURINN UM ÓSHLÍÐ „Á hverju ári kemst vegurinn í Óshlíð milli Hnífsdals og Bol- ungarvíkur í fréttirnar þegar aurskriður, grjóthrun og snjóflóðahættur skapa vand- ræði,“ segir greinarhöfundur. GUÐMUNDUR KARL JÓNSSON SKRIFAR UM SAMGÖNGUR Á VESTFJÖRÐUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.