Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 10. september 1975. Stjórn Framkvæmda stofnunar ræddi mól efni Norðurlands Borun eftir heitu vatni er að hefjast á Siglufirði ó fundi á Akureyri ASK—Akureyri. Fyrsti stjórnar- fundur Framkvæmdastofnunar rlkisins utan höfuðborgarsvæðis- ins var haldinn á Akureyri síðast- liðinn föstudag. Fundinn sátu auk stjórnarinnar, Áskell Einarsson framkv. stjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga og Heimir Ingimarsson nýkjörinn formaður Fjórðungssambandsins. Að sögn Ingólfs Jónssonar stjórnarformanns Framkvæmda- stofnunarinnar er fyrirhugað, að fundir stofnunarinnar verði haldnir viða um land i náinni framtið, enda gagnlegt fyrir báða aðila að kynnast viðhorfum hvor til annars. A fundinum á Akureyri var m.a. rætt um ýmsar þær áætlan- ir, sem hafa verið i gangi á Norðurlandi, svo sem byggðaþró- unaráætlun N-Þing., Norður- landsvirkjun, samgöngumála- áætlun Norðurlands og fleiri þau atriði, er snerta Norðurland sér- staklega. Fulltrúarnir fóru i skoðunar- ferð um Akureyri að fundi lokn- um, en sátu siðan kvöldverðarboð bæjarstjórnarinnar á Akureyri. — Hér er miklu skemmtilegra að vera en á venjulegum leikvöllum sagöi hún Guðbjörg litla Lindal, þar sem hún stóð með flaggstöng I höndunum uppi á einu húsanna, sem krakkar I Þingholtunum hafa smiöað úr kassafjölum á auöu lóðinni á horni Heilusunds og Laufásvegar. Og llkiega er það orð aö sönnu, þvi að þeir, sem hanna og skipuieggja leikvelii virðast oft á tiðum hafa næsta litinn skilning á þvl hvernig börnin vilja hafa leikvellina. Hvernig væri að leita ráða hjá börnunum sjálfum, þegar næsti leikvöilur verður hannaður? gera, og vinnuveitendur þeirra ekki, hvað þeim ber að greiða þeim. Annað, sem hægt er að benda einstæðum mæðrum á, er að reyna að leigja saman ibúð tvær eða fleiri og lækka þannig kostnaðinn og gera fyrirfram- greiðslu viðráðanlegri. — Við ætlum að gera okkar bezta til að bæta úr húsnæðis- vanda einstæðra foreldra. Fram- kvæmdir við sambýlishús okkar við Eiðisgranda hefjast væntan- lega að sumri, en þar verða 48 2-3 herbergja ibúðir, sem sumar verða leigðar út en aðrar seldar félagsmönnum. staklega að tvennu. Annars vegar að bora niður i sömu vatnsæðar og nú eru nýttar, eða á 500 metra dýpi og reyna þannig að ná vatn- inu heitara en nú er, en kisil- mælingar sýna að sama vatn er um 75 gráðu heitt nokkru neðar en núverandi holur ná til. Þá mun einnig eftir borunina verða unnt að nota kröftugri dælur. Hins veg- ar sagði Bjarni tilganginn vera þann, að reyna að ná mun meira vatnsmagni, og eru horfur taldar góðar á þvi að það muni takast. Til Siglufjarðar eru nú komnir fyrstu einangrunarhólkarnir til að fóðra asþestpipur þær, er vatnið er flutt eftir, en þessir hólkar voru sérstaklega smiðaðir fyrir Siglufjarðarbæ. Þá er öll jarðvinna búin og lokið hefur ver- ið við að ganga frá brunnum og ræsagerð á leiðinni frá Skútudal til bæjarins, en það eru fimm kilómetrar. Einnig er lokið um 2/3 hlutum bæjarkerfisins, sem áætlað var að leggja á þessu ári, og kvað Bjarni góðar horfur á, að það tækist að ljúka þvi sem i upp- hafi var áætlað. Stjdrn Framkvæmdastofnunar á fundinum á Akureyri. Tímamynd ASí ASK—Akureyri. Borun eftir heitu vatni hefst á Siglufirði i lok vik- unnar, en þangað kemur borinn frá Dalvik. Áætlað er að bora rúmlega kilómetra djúpa holu i Skútudal, en þar eru nú fyrir sex holur og er sú dýpsta innan við fimmhundruð metrar. Hins vegar gefa aðeins tvær þeirra það vatns.magn, sem hitaveita Siglu- fjarðar miðar áætlanir sinar við, eða 18 sek/ltr. af 67 gráðu heitu vatni. Að sögn Bjarna Þ. Jónssonar bæjarstjóra á Siglufirði miða fyrirhugaðar framkvæmdir sér- Húsnæðisskortur hjá einstæðum x / n | • rt Tuttugu og tvær konur mæðrum I Reyk|avikmeð45börnvantarhúsn*ði SJ-Reykjavik — Tuttugu og tvær einstæðar mæður, sem eru hús- næðislausar, hafa hringt eða komiö á skrifstofu okkar þá fjóra daga, sem liðnir eru siðan við opnuöum eftir sumarleyfi, og sýnir það, hvernig ástandið er i húsnæðismálum einstæðra mæðra, sagði Jódís Jónsdóttir hjá Félagi einstæðra foreldra á föstu- daginn. Viö getum litið á upplýsingar um niu þessara 22kvenna, en þær gefa glögga mynd af ástæðum þeirra almennt. Tvær kvennanna, ein fráskilin með tvö ung börn og önnur ógift með ársgamalt barn, búa i þrenglsum hjá giftum systr- um sinum. Tvær ógiftar stúlkur, önnur með eitt barn en hin með tvö, búa i þrengslum hjá foreldr- um sinum. Tvær fráskildar konur utan af landi með sjö börn sam- tals leituðu til skrifstofu Félags einstæðra foreldra i' húsnæðis- vandræðum sinum. Þær hyggjast setjast hér að, en þótt eignir hafi verið fyrir hendi í hjónabandinu, úti á landi, seljast þær lágt miðað viðibúöaverð hér. Ein kvennanna var á flötta með þrjú ung börn undan drykkjusjúkum eigin- manni, sem hafði misþyrmt henni, en hann sat eftir i ibúð þeirra hjónanna. Ein ógift móðir með tvö börn býr hjá vinkonum sinum til skiptis. Loks leitaði til skrifstofunnar einstæð móðir sem er I óviðunandi ráðskonustöðu meö þrjú börn. — Atta af þessum niu konum hafa enga sérstaka starfsmennt- un, sagði Jódis Jónsdóttir. — Þær hafa þvi ekki möguleika á hærri tekjum en um 50.000 kr. á mánuði. Byrjunarlaun verkakvenna og starfsstúlkna á sjúkrahúsum og annars staðar eru frá innan við 48.000 kr. i rúmlega 49.000 kr., en hækka fljótlega i rúmlega 50.000 kr. Barnalifeyrir er nú 8.259 kr. með hverju barni. Mæðralaun 1.416fyrir eitt barn, 7.685 fyrir tvö börn og 15.369 fyrir þrjú börn. Húsaleia fyrir 2-3 herbergja ibúðir er nú 25.000-30.000 kr. auk hita og rafmagns. Venjulega er krafizt fyrirframgreiðslu fyrir hálft ár, en i færri tilfellum fyrir eitt ár eða þrjá mánuði. — 1 sumum tilfellum veitir Reykjavikurborg konum í þessari aðstöðu nokkra fyrirgreiðslu. Fé- lagsmálastofnunin lánar þeim þriggja mánaða fyrirfram- greiðslu upp i húsaleigu vaxta- laust, en lagt er hald á bætur þeirra frá Tryggingastofnuninni þangað til skuldin er greidd. Ef á- stæður kvennanna eru mjög slæmar, greiðir borgin niður húsaleiguna fyrir þær. — Húsnæði er frumskilyrði til þess að einstæðar mæður geti komið sér fyrir. Til þess að geta séð fyrir sér og sinum þurfa þær húsnæði, barnagæzlu og atvinnu. Þær geta tæpast þegið vist fyrir börn sin á dagheimili, fyrr en þær vita, hvar i' borginni þær fá hús- næði, og þær geta ekki unnið úti nema þær hafi barnagæzlu. Hörgull er á dagheimilispláss- um i Reykjavik. Mánaðargjaldið fyrir barn á dagheimilum Sumar- gjafar er nú 9.000 kr. á mánuði. En greiðsla fyrir barn i einka- fóstri er að meðaltali 18.000 kr. Félagsmálastofnun borgarinnar greiðir niður einkafóstur að 9000 kr. fyrir konur, sem búa við sér- staka fjárhagserfiðleika. Borgin á ibúðir, sem leigðar eru út fyrir lága húsaleigu. Þær eru ákaflega umsetnar og litil hreyf- ing á leigjendum þar, og þvi litil úrbót fyrir þann hóp, sem hér um ræðir. — Það eina, sem við getum gert fyrir einstæðar mæður, sem til okkar leita vegna húsnæðisleysis, er, að hafa milligöngu um að út- vega þeim ráðskonustöður, sagði Jódis Jónsdóttir hjá skrifstofu Félags einstæðra foreldra. — Þarna sláum við stundum fvær flugur i einu höggi og leysum vanda einstæðra feðra, sem vant- ar heimilisaðstoð og barnagæzlu. Það skal þó skýrt fram tekið, að við rekum ekki hjúskaparmiðlun, en þess eru dæmi að misskilnings hafi gætt i þvi efni. Gallinn við ráðskonustöður er sá, að þær eru fyrir utan lög og rétt, ef svo mþ segja. Konurnar geta ekki leitað til neins stéttar- félags um málsin, þær vita ekki hvaða kaupkröfur þær eiga að Hafskip eignazt sjötta skipið Rangá — hið nýja skip Hafskips. A litlu myndinni sést skipstjóri skipsins, ásamt forráöamönnum félagsins. Tímamynd Gunnar. SJ-Reykjavik. Rangá, nýtt skip útgerðarfélagsins Hafskips hf er nýkomið til Reykjavikur. Þetta er fimmta skipið, sem félagið kaupir á 1 1/2 ári. Félagið á nú sex skip. Lestarrými skipanna er um 96.000-120.000 rúmfet, en það cr stærð, sem hentar vel hér og geta skipin þjónað öllum höfnum landsins, að sögn forsvarsmanna útgerðarfélagsins. Rangá er 499 brúttólestir, getur borið 1198 lestir og er lestarrýmið 112.000 rúmfet. Skipið er byggt 1966, en er nýkomið úr flokkunar- viðgerð hjá þýzka Lloyd fyrirtæk- inu. Skipstjóri á Rangá er Orn Ingi- marsson, fyrsti vélstjóri örn Steingrimsson og fyrsti stýrimað- ur Guðmundur H. Eyjólfsson. Skipið lestaði i Kaupmannahöfn, Gautaborg og Friðriksstað, áður en það kom hingað. Farmurinn var 780 tn og 80% nýting á lestar- rýminu. 1 farminum er m.a. hjartabill Norðlendinga, sem Blaðamannafélagið safnaði fé til, en hann á að fara til Akureyrar. A þriðjudagskvöld fer skipið áleiðis til heimahafnar sinnar Bolungar- vikur, en siðan til Akureyrar og þá til Finnlands og Póllands. Tvö skip Hafskips eru í kisil- gúrflutningum. Eitt er i föstum ferðum til Skandinaviu og annað til Póllands, Rússlands og Finn- lands. Selá er i leigusiglingum i Tripoli. Ný skipakaup eru ekki á döfinni hjá Hafskip alveg á næstunni, en ætlunin er, að bæta aðstöðu félagsins i landi með þvi að koma upp vönduðum vörugeymslum i Sundahöfn. Um 100 manns starfa hjá fyrir- tækinu og eru ýmsir þeirra hlut- hafar. Framkvæmdastjóri er Magnús Gunnarsson. Hafskip var stofnað 1958. Fyrirtækið lét byggja fjögur skipá árunum 1959- 65, aðeinseitt þeirra Langáer enn i eigu Hafskips, og er nú minnsta skip félagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.