Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. nóvember 1975. TÍMINN 11 EG HEF ALDREI VERIÐ BETRI" — segir Stan Bowles, sem er aftur kominn i enska landsliðshópinn, eftir 18 mánuða útlegð ☆ 5 leikmenn úr Q.P.R. í 22 manna landsliðshóp Don Revie JOHN TOSHACK.. keppninni. félagar stefna sigri f UEFA-bikar- Pólverjar eru erfiðir heim að sækja... — en við ætlum okkur að vinna keppn- ina, sagði John Toshach úr Liverpool, sem dróst gegn pólsku liði í UEFA- bikarkeppninni — Viö vitum aö Pólverjar eru erfiöirheim aö sækja, og munum viö þess vegna haga leik okkar eftir þvi i Varsjáv, sagði John Toshack, welski landsliösmaöur- inn i Liverpool-liöinu, þegar hann frétti að Liverpool heföi dregizt gegn Slask Varsjáv í 16-liöa úrslitum UEFA-bikarkeppninn- ar. — Ég er þeirrar skoðunar, að betra sé aö leika útileikinn fyrst og siðari leikinn heima — á Anfield Road, þar sem við höfum áhorfendurna með okkur, sagði Toshack, sem hefur skoraö 4 mörk i UEFA-bikarkeppninni i ár. 1 gær var dregið um það i Zurich i Sviss, hvaða lið leiki saman i 16-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Drátt- urinn varð þannig: Slask Varsjáv—Liverpool Inter Bratislava, Tékkóslóvakiu — Stahl Mielec, Póllandi. Ajax.Hollandi— Levski Spartak, Búlgariu. Dynamo Dresden, A-Þýzkalandi — Torpedo Moskva, Rússlandi. AC Milan, ítaliu — Spartak Moskva, Rússlandi. FC Barcelona, Spáni -• Vasas, Ungverjalandi. Hamburger SV, V-Þýzkalandi — FC Porto, Portúgal. Liðin mætast i fyrri leiknum 26. nóvember, en siðari leikurinn verður leikinn 10. desember.sOS — Ég er mjög hamingjusamur, að vera kominn aftur i landsliðs- hópinn. Ég hef aldrei veriö I eins góöu „formi” og um þessar mundir. Já, þaö er stórkostlegt aö fá aftur tækifæri til að leika meö landsliðinu, sagði knattspyrnu- kappinn Stan Bowles úr Queens Park Rangers, þegar hann frétti, að Don Revie, enski landsliðs- einvaldurinn, haföi valiö hann i landsliöshópinn, sem Revie valdi fyrir Evrópuleikinn gegn Portú- gal, sem fer fram i Lissabon 19. nóvember — en Englendingar þurfa aö vinna þann sigur ef þeir ætla að eiga möguleika að komast áfram i Evrópukeppninni. — Ég hef lengí haft augastað á Bowles, og það er gleðilegt að hann skuli nú vera tilbúinn til að leika fyrir England, sagði Don Revie, þegar hann tilkynnti, að Bowles, sem lék þrjá landsieiki 1974, væri nú aftur kominn i landsliðshópinn. Þess má geta að Bowles var útilokaður frá enska liðinu fyrir 18 mánuðum fyrir óreglu. Þá tilkynnti Revie, að hann hafði valið annan nýjan mann i hópinn — markvörðinn Phil Parkes úr Q.P.R. Parkes hefur leikið einn landsleik fyrir England —gegn Portúgal i Lissa- bon iapril 1974, en þá var hann og Bowles nýliðar i enska landslið- BOWLES PARKES —eru aftur komnir i enska lands- liðshópinn. inu, sem gerði þá jafntefli (0:0) gegn Portúgölum. 22 manna landsliðshópurinn sem Revie valdi, er skipaður þessum leikmönnum: Ray Clemence, Liverpool Peter Shilton, Stoke Phil Parkes, Q.P.R. Steve Whitworth, Leicester Ian Gillard, Q.P.R. Dave Watson, Man. City Roy McFraland, Derby Colin Todd, Derby Kevin Beattie, Ipswich Tony Currie, Sheff. Utd. Gerry Francis, Q.P.R. Colin Bell, Man. City Trevor Brooking, West Ham Mick Channon, Southampton Stan Bowles, Q.P.R. Malcolm MacDonald, Newcastle Kevin Keegan, Liverpool Allan Clarke, Leeds Paul Madeley, Leeds Dave Thomas, Q.P.R. Denis Tuart, Man. City Stuart Pearson, Man. Utd. Þeir sem hverfa úr landsliðs- hópnum fyrir þá Parkes og Bowles, eru David Johnson, mið- herji Ipswich og bakvörðurinn Frank Lampard, West Ham. — SOS. FC Brugge, Belgiu Italiu. AC Róma, Fram mætir FH-ingum Framarar mæta FH-ingum i iþróttahúsinu i Hafnarfirði á sunnudagskvöldið. Þá leika einnig Haukar og Grótta i 1. deildar keppninni i handknattleik — kl. 20.15. FRANCIS VILL FARA KNATTSPYRNUSNILLINGUR- INN Trevor Francis, einn bezti knattspyrnumaöur Englands, hefur farið fram á að vera settur á sölulista hjá félagi sinu — Birmingham. ROÐURINN VERÐUR ERFIÐUR ☆ en við ætlum okkur að verja meist aratitilinn, segir Kristinn Jörundsson, fyrirliði ÍR Mætum til leiks til að sigra, segir Kolbeinn Pálsson, þjálfari KR — Viö vitum að róðurinn verður mjög erfiður, en þrátt fyrir það, er- um við ákveðnir að verja meistaratiilinn, sagði Kristinn Jörundsson, fyrirliði islandsmeistara ÍR i kröfuknattleik. — Þorsteinn Hallgríms- son er íiú kominn aftur i herbúðir okkar, og hefur koma hans góð áhrif á liðið, sagði Kristinn. ÍR-ingar verða i sviðsljósinu i Njarðvikum i dag, en þar hel'ja þeir vörnina á meistaratitlinum — mæta „Njarðvikur-eld- llaugunum", sein hafa aldrei verið sterkari. KRISTINN KOLBEINN JÓN — þeir stefna allir að meistaratitlinum. — Ég er mjög hræddur við Njarðvikingana, þeir eru nú geysilega sterkir og erfiðir heim að sækja. Annars eru öll liðin mjög jöfn og búast má við gifur- iega spennandi móti. Við leggjum mikla áherzlu á, að vinna sigur yfir Njarðvikingum i fyrsta leikn- um, þvi að við vitum að það hefur miklá þýðingu að fara vel á stað, sagði Kristinn. Það er ekki að efa, að íslands- mótið verður mjög spennandi og fjörugt. Kröfuknattleikurinn er á „IR ekki ósigrandi — segir Hilmar Hafsteinsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins — Við ætlum okkur að vera með i baráttunni, og að sjálfsögðu stefnum við að þvi að koma með meistaratitilinn til Njarðvikur, sagði Hilmar Hafsteinsson, þjálfari Njarðvikur-liðsins — „spútnikliðsins” i körfuknatt- leik. Njarðvikingar, sem hafa unnið marga góða sigra á heimavelli, fá tslandsmeistara ÍR i heimsókn i dag — kl. 14. — ÍR-ingar hafa nú yfir að ráða mjög sterku liði, en ég get ekki séð, að þeir séu ósigrandi. Ef við getum ekki unnið þá á heima- velli, þá eru inöguleikar okkar litlir, að hljóta meistaratitilinn, sagði Ifilmar. Njarðvikur-liðið, sem kom svo skemmtilega á óvart sl. keppnistimabil, á örugglega eft- ir að láta að sér kveða i vetur. Njarðvikingar hafa fengið góð- an liðsstyrk — þrir nýir leik- menn leika með liðinu i vetur, Kári Mariusson, landsliðsmað- ur úr Val, Geir Þorsteinsson og Þorsteinn Bjarnarson, vara- markvörður Keflavikurliðsins i knattspyrnu. Tveir aðrir leikir verða leikn- ir i 1. deildarkeppninni um helg- ina — KR-ingar mæta Snæfelli i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi i dag kl. 14, og á morgun kl. 18 mæta nýliðar Fram Snæfelling- um. -SOS hraðri uppleið og við eigum nú jafnsterk lið — þannig að allir leik- ir verða skemmtilegir og ekkert iið getur verið öruggt með sigur fyrirfram. KR-ingar með „Trukkinn” Curtiss Carter i farabroddi eru með ungt lið — aðeins þrir fasta- leikmenn liðsins sl. keppnistima- bil, leika nú með liðinu. Það eru þeir Bjarni Jóhannesson, Birgir Guðbjörnsson og Kolbeinn Páls- son, þjálfari og fyrirliði liðsins. Kolbeinn getur ekki leikið með liðinu til að byrja með, þar sem hann er tábrotinn. — Ég er mjög bjartsýnn á veturinn, við erum harðákveðnir i, að vera með i toppbaráttunni, sagði Kolbeinn Pálsson.— Við erum þó smeikir við alla leiki, þar sem ekkert lið getur verið öruggt með sigur fyrirfram. Viðerum með ungt lið, sem hefur engu að tapa. Þess vegna mætum við til leiks, með þvi hugarfari að sigra. „Trukkurinn” hefur haft mjög góð áhrif á ungu strákana — hann flýtir óneitanlega mikið fyrir uppbyggingunni á KR-liðinu, sagði Kolbeinn. Nýliðar Fram verða i sviðsljós- inu i vetur, en Fram-liðið er skip- að mjög.ungum og efnilegum leikmönnum, sem eiga örugglega eftir að gera stóra hluti i framtið- inni. — Ég hef mikla trú á strákunum, þeir eiga örugglega eftir að velgja mörgum liðum undir uggum — og hala inn mörg stig, sagði Kristinn Jörundsson, þjálfari Fram-liðsins. — Strákun- um skortir reynslu, en sækja i sig veðrið, þegar á mótið liður. Þeir verða tvimælalaust fyrir ofan mörg lið, þegar mótinu likur, sagði Kristinn. Ármanns-liðið með Jón Sigurösson og Bandarikjamann- inn Jinimy Rogers i fararbroddi verða örugglega með i baráttunni i vetur — Ármannsliðið er i mik- illi framför. Þá eiga Valsmenn og Stúdentar örugglega eftir að láta að sér kveða, svo ekki sé piinnst á „spútnik-liðið” frá Njarðvikum. Það lið sem liklegast er til að verma botninn, er Snæíell frá Stykkishólmi. —SOS Leiðrétting FYRIR nokkru birtist hér i blað- inu fre'tt um gerð knattspyrnu- vallar i Þorlákshöfn, þar sem sagt var að Ölfushreppur hefði séð um verkframkvæmdir. Þetta var ekki rétt, þvi að aðalfram- kvæmdamenn voru Þórður Ólafs- son, formaður Umf. Þórs og Sigurður Jónsson, hafnarstjóri, ásamt fleiri félögum i Umf. Þór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.